18.8.2012 | 14:29
Einu sinni var kona ...
Færsla þessi er tileinkuð Agli Helgasyni, þó hún fjalli mest um konuna á myndinni hér að ofan og eins og sést er hún í engu lík Agli. Egill er er ekki með "Bette Davis Eyes" eins og þessi glæsilega kona. Egill er hins vegar einn helsti Hetzmacher Samfylkingarinnar og ESB á Íslandi, en grein mín er skrifuð vegna þessarar færslu hans á Silfrinu hans um auman, ungverskan kynþáttahatara, þar sem hann reynir enn einu sinni, og í þessu tilfelli frekar aulalega, að gera andstæðinga ESB á Íslandi að öfgafólki og gyðinghöturum. Egill skrifar: "Szegedi hefur hatað bókstaflega allt, Evrópusambandið, Slóvaka, Sígauna, en aðallega gyðinga." Ef Egill léti sér nægja sanngjarna gagnrýni á þá sem efast um gæði ESB og evrunnar, flykktust ekki á blogg hans fólk sem eru laumurasistar líkt og flugur sækja á kúadellu.
Já, einu sinni var kona sem hét Marta. Hún giftist góðum Íslendingi, Braga Ólafssyni sem hafði haldið til Manchester árið 1939 í starfsþjálfun hjá fyrrtæki sem Fálkinn, fyrirtæki fjölskyldu Braga, var með umboð fyrir. Það var undanfari þess, að hann ákvað að fara í til náms við tækniháskóla staðarins, þaðan sem hann lauk prófi í vélaverkfræði. Hann kynntist Mörtu í Manchester og þar bjuggu þau fram til 1947. Þá fluttu þau til Íslands, alkomin, og var Marta þá barnshafandi.
Marta fæddist í Ungverjalandi, eða þess hluta landsins sem nú tilheyrir Slóvakíu og átti ættir að rekja til merkra gyðinga. Hún var reyndar gyðingur í báðar ættir og ætt hennar öll. En á Íslandi þorði hún ekki að segja það nokkrum manni. Hún lét útbúa fyrir sig gögn í fyrrverandi heimalandi sínu, sem sýndu að hún hefði verið kristin. Börnin hennar töldu að hún hefði fæðst kaþólikki, en á Íslandi fylgdi hún manni sínum í Fríkirkjuna.
Árið 1983, þegar ég var staddur á skrifstofu yfirrabbínans í Lundúnum í erindagjörðum, hitti ég mann frá Ísrael, Eliahu Arbel að nafni, sem ég heimsótti þar síðar. Arbel, sem var fyrrverandi yfirmaður endurskoðunar í innanríkisráðuneyti Ísraels (og margt annað merkilegt), spurði mig hvort ég þekkti konu á Íslandi sem héti Marta og sem væri frá Slóvakíu. Það gerði ég ekki, en hafði tök á að ganga úr skugga um það og fann þessa konu og setti hana í samband við Eliahu Arbel, sem var sömu ættar og hún, fjarskyldur henni, og fæddur í sama bæ, Ruzomberok (Rosenberg) í Slóvakíu, sem áður var í Ungverjalandi.
Var ég harðánægður með það að hafa fært fólk saman á þennan hátt og hef gert það tvisvar síðan. Mörgum árum síðar hafði Eliahu upp á mér í Kaupmannahöfn og hafði haft af því mikla fyrirhöfn. Hann vildi nú í samband við fjölskyldu Mörtu, sem lést árið 1989. Ég lofaði að hjálpa honum með það og hafði samband við elsta son Mörtu heitinnar, sem var á fimmtugasta aldursári.
Sonur Mörtu tók erindi mínu frekar illa í byrjun, og taldi mig veri einhvern grínara, því hann var nær fullviss um að móðir hans hefði verið kristin og hún væri komin af góðu kristnu fólki. Ég ritaði hr. Arbel þetta:
Mr. Bragason argues that his mother was never a Jew! According to him she was baptized, confirmed and practiced Christianity (Roman Catholic) her entire life. Her father and mother were both Christians, although to Mr. Bragason knowledge her mother had some remote Jewish ancestors. Her father's family were, according to Bragason, Catholics way back. Furthermore, Mr. Bragason has never heard about your correspondence with his mother, although he does not doubt that "you might have known her when she was young". Thus, he is unfortunately not interested that I write about her in my book, simply because she was not Jewish and because he "doesn't think she would have liked that someone wrote about her life".
Er ég greindi hr. Arbel frá þessari afstöðu sonar Mörtu, sagðist hann ætla að senda mér upplýsingar frá nánustu ættingjum mannsins í Ungverjalandi, Ísrael og Bandaríkjunum, sem hann og gerði og því miðlaði ég til afkomenda Mörtu og fjölskylda hennar sá hvernig hún hafði valið að leyna uppruna sínum á Íslandi. Hún hafði meðal annars útvegað falsað fæðingavottorð frá Tékkóslóvakíu, sem sýndi að hún var upphaflega kristin. Afkomendur Mörtu fengu nú upplýsingar um sögu fjölskyldu sinnar, um áður óþekkta ættingja, fjölskyldur eins og Lakner, Duschnitz og Porges í Ungverjalandi og Ísrael. Þeim varð nú ljóst að frændur í BNA, sem voru kaþólskir, höfðu tekið þá trú til að fá stöður við háskóla og möguleika í Bandaríkjunum. Allir voru gyðingar á bak við huluna, sem skapast hafði vegna gyðingahaturs og -öfundar og einskis annars.
Samkunduhúsið í Ruzomberok sem í dag stendur tómt eins og samviska Slóvaka. Í dag er bærinn mest þekktur fyrir uppþot nasista á knattspyrnuvöllum þar sem menn heilsa að hætti nasista.
Fjölskylda Mörtu, Meðlimir Duschnitz og Porges fjölskyldnanna 1939-40
Legsteinn ættingja Mörtu í Ruzomberok
Áður en Marta lést árið 1989 var hún í bréfasambandi við fjarskyldan frænda sinn Eliahu Arbel. Hún bað hann vænstan um aldrei að senda bréf til sín beint frá Ísrael. Öll bréf urðu að fara gegnum sameiginlegan ættingja í Lundúnum eða sendast þegar Arbel var á einum af mörgum utanlandsferðum sínum. Marta greindi Arbel frá því að á Íslandi væru menn ekki vinveittir í garð gyðinga og Ísraels.
Saga Mörtu er ekki einstök. Aðrir gyðingar á Íslandi földu uppruna sinn eins og hún, og margir frægir einstaklingar af gyðingaættum geta sagt svipaða sögu. Til dæmis er margfræg saga Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna (hjá Clinton), sem að eigin sögn uppgötvaði ekki ættir sínar fyrr en á gamals aldri. Hún fæddist í Prag árið 1937 og gekk í 11 ár undir nafninu Marie Jean Korbel, áður en hún og fjölskylda hennar fluttist til BNA.
Ég held að Marta hafi dæmt ástandið á Íslandi rétt, og ekki hefur það batnað ef dæma má út frá flórunni sem skrifar athugsemd við færslu Egils. Nasistum á Íslandi var hyglt ellegar var þvertekið fyrir það að menn sem umgengust helstu morðingja 3. Ríkisins hefðu verið nasistar, eins og tilfellið með Gunnar Gunnarsson sýnir. Fyrir utan ekta nasista í valdastöðum allt frá lögreglustjórum, bankastjóra sem laug til um menntun sína í Þýskalandi nasismans og þingmönnum Sjálfstæðisflokks, til smærri peða eins og yfirmanns ÁTVR, gat maður líka fundið öfgafulla gyðingahatara á meðal krata. Einn þeirra, Jónas Guðmundsson (1898-1973), sem um tíma var alþingismaður gaf út svæsið andgyðingleg rit og trúði því að Íslendingar væru meðal ættkvísla hinna eiginlegu gyðinga og Ísraelsþjóðar, og að þeir sem drepnir hefðu verið í helförinni gætu sjálfum sér um kennt enda ekki gyðingar.
Nú er svo komið að vinstrimenn telja fínt að vera með skítkast í garð Ísrael og gyðinga, aðallega vegna heilags stuðnings og meðaumkvunar þeirra með Palestínuaröbum og hryðjuverkasamtökum þeirra sem hafa að markmiði að útrýma Ísraelsríki. Tilgangurinn helgar meðalið.
Egill Helgasson keyrir hins vegar um þverbak, því hann notar mál um ungverskan rasista sem reynist vera af gyðingættum í Ungverjalandi, líkt og Marta, til að klína óorði á samlanda sína sem eru andvígir ESB. Er það rétta aðferðin?
Við sem ekki trúum á Útópíur, aumt Evruhræ ESB-sinna eða ágæti póetísks Heimsvaldakínverja á öræfum erum nasistar samkvæmt snillingnum Agli Helgasyni. Umræðan á Íslandi er greinileg mjög frumstæð.
Marta leyndi uppruna sínum, líklega af hræðslu við skoðanir Íslendinga. Rasistinn í Ungverjalandi, sem átti ömmu sem lifði af dvöl í Auschwitz, ólst upp í þjóðfélagi þar sem gyðingar voru hataðir jafnmikið fyrir og eftir Síðari heimsstyrjöld, og skyldi það hafa verið öðruvísi á Íslandi?
Frekari lesning hér og hér á dönsku
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Evrópumál, Gyðingahatur | Breytt 17.11.2016 kl. 07:57 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352110
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sigurður, bróðir Braga Ólafssonar (í Fálkanum) var giftur móðursystur minni og þau Marta voru vinir foreldra minna. Móðir Mörtu var hérna líka og tungumálahrærigrauturinn á heimilinu var frægur. Ég hef alltaf haldið, að Marta hafi verið gyðingur þó ég muni ekki hvernig ég hef heyrt það, en það skiptir engu. Gyðingdómur er einungis trúarbrögð, alls ekki í neinum vitrænum skilningi „kynþáttur“ eins og nasistar og aðrir vitleysingar ímynda sér.
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.8.2012 kl. 16:11
Merkilegt að heyra að þú hafir þekkt Mörtu, en hvað fékk þig til að halda að hún væri gyðingur, þegar börnin hennar vissu það ekki. Ertu svona "rassenglöggur", eða ljómaði Marta heitin af trúarofsa, því gyðingdómur eru jú bara trúarbrögð að þínum dómi?
Vilhjálmur, gyðingdómur eru auðvitað fyrst og fremst trúarbrögð, en gyðingar eru líka þjóð og kynþáttur, en ekki í þeim skilningi á kynþætti sem rasistar hata. Rasismi er vesturevrópsk uppfinning, sem aðallega beindist að gyðingum til að fá útrás fyrir fordóma, hatur og öfund. Að segja þjóð og kynþætti að hann sé ekki til er ekkert annað en ógeðfelldur rasismi og lítilvirðing.
Reyndar er það svo, að gyðingar á okkar tímum eru hlutfallsega minna "blandaðir" en Íslendingar frá upphafi byggðar á Íslandi. Á þeim tíma sem gyðingatrú hefur verið till, hafa þeir sem henni fylgdu blandast minna við aðra hópa en Íslendingar, þó gyðingar hafi verið á ferðinni og á flótta, meðan Íslendingar hafa aðallega verið í hlutverki heimalninganna með mikilmennskubrjálæðið. Og þú leyfir þér svo að halda því fram að gyðingar séu ekki kynþáttur og þjóð?
Kynntu þér nýjustu niðurstöður erfðafræðirannsókna á gyðingum. Á Wikipediu eru flestar nýjustu niðurstöðurnar. Þrátt fyrir mismunandi útlit, fenótypur, eru gyðingar af mismunandi hópum meira tengdir en flestum hafði órað fyrir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.8.2012 kl. 20:44
Ekki vera svona reiður við Vilhjálm E.
Ég spyr líka og það í forvitni og vinsemd.
Get ég orðið gyðingur?Verandi eitthvað annað eins og er.
Og verða þá börnin mín gyðingar ef ég gerist slíkur?
P.S.Ég spyr í alvöru.
elías (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 05:21
Þú dæmir íslensku þjóðina af heift en ýlfrar vegna gagnrýni á gyðinga.
Pistlar þínir um gyðingdóm er málstað þeirra ekki til framdráttar, nema síður sé. Oftsæki og hatur, kemur í hugann. Ógeðfelt, svo ekki sé meira sagt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.8.2012 kl. 06:00
Þessi pistill minn er ekki um gyðingdóm, Gunnar Th. Gunnarsson, heldur um gyðingahatur sem blómstrar á Íslandi.
FORNLEIFUR, 19.8.2012 kl. 06:42
Elías, ef þig lystir að verða gyðingur, getur þú það í sumum "deildum gyðingdóms". Það tekur mikinn tíma og gerist ekki á internetinu. Sumir gyðingar vilja ekki sjá nýgyðinga og þá sem ekki eiga móður sem er gyðingur, og er það ekkert annað en hreinn rasismi.
Börn þín yrðu ekki og gætu ekki kalla sig gyðinga ef þú gerðir þetta, nema að kona þín væri gyðingur frá fæðingu eða móðir þín hefði verið það. Konur ráða mestu í gyðingdómi, eins og á Íslandi - svo kannski yrði þetta auðvelt fyrir þig.
Menn þurfa heldur ekki stórt nef eða að vera ríkir til að verða gyðingar og maður þarf ekki að fara í litningaþerapíu. Flestir gyðingar eru fátækir og með lítil nef og léleg gen. En þú mátt búast við því að verða hataður og öfundaður, og jafnvel dáður og af og til drepinn. Haltu þig bar við Íslendinginn og Lúther. Það hefur dugað mörgum hingað til.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2012 kl. 07:01
"Þeim varð nú ljóst að frændur í BNA, sem voru kaþólskir, höfðu tekið þá trú til að fá stöður við háskóla og möguleika í Bandaríkjunum. "
Af hverju ætli þeir hafi tekið kaþólska trú frekar er t.d. einhverja mótmælendatrú? Þótti það e.t.v. trúverðugra þar sem þeir voru frá Suðurhluta Evrópu?
Má hugsanlega gera ráð fyrir að staða þerra hefði ekki verið síðri innan háskólanna sem mótmælenda?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 19.8.2012 kl. 14:24
Ragnar Geir, það fer líklega eftir háskólum, fólkinu sjálfur, hvaðan það er og hvað því líkar. En eitt er víst. að lengi vel, allt fram á 7. áratug 20. aldar var erfitt fyrir gyðinga að fá stöður í sumum háskólum í BNA, þótt gyðingar séu áberandi bandarískum háskólum í dag og hafi útvegað skólunum heiður vegna þeirra mörgu Nóbelsverðlauna sem þeir hafa unnið, en það er svo annað mál.
Ég hef séð rannsókn á gyðingum frá Hollandi sem fluttu ungir til ýmissa landa eftir síðara stríð, og af hverju svo margir þeirra snérust til kristni. Margir höfðu misst flesta ættingja sína. Kirkjudeildin skipti ekki máli, en fólk giftist/kvæntist kristnum einstaklingum og aðalástæðan var, að menn vildu ekki að börn þeirra þyrftu að þola hörmungar þess að vera gyðingur enn eina kynslóðina.
Flestir Íslendingar eiga líklega erfitt með að skilja þetta, því á Íslandi fengu menn sem betur fór setulið Breta og Bandaríkjamanna og ekki sérstaklegar margar hörmungar stríðsins.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2012 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.