30.8.2011 | 14:54
Sannleikurinn um Huang Nubo á Fjöllum
"Face it, Iceland. You need the cash, and this guy has it."
Já, svona lýkur merkilegri grein um fyrirhuguð kaup kínverska Fjallaskáldsins Huang Nubos á íslensku landi. Finna má greinina á Shanghaiist.com. Íslendingar hafa ekki ráð á öðru, samkvæmt kínverskum fréttamiðli á ensku, en að selja Huang Nubo land.
En er ekki Huang Nubo sami maðurinn sem fyrir nokkrum árum síðan gat ekki borgað fyrir bíl undir auðmannsrassgatið á sjálfum sér, svo Hjörleifur Sveinbjörnsson eiginmaður Ingibjörgu Öryggisráðs Gísladóttur, sem hefur lengi verið í slagtogi við Huang á Norður- og Suðurpólunum, tók jeppa utanríkisráðuneytis traustataki (reyndar með leyfi Össurar Skarphéðinssonar ráðherra) til að aka fjárfestinum Huang um landið til að sýna honum íslenska náttúru? Afhenti Hjörleifur síðan bílinn óþveginn í ráðuneytið. Hjörleifur er nefnilega refur eins og Huang Nubo, þ.e.a.s. heimskautarefur. Sjá hér.
Huang er fæddur 1956 í borginni Lanzhou í Miðkína, og er kynntur til sögunnar sem fyrrverandi starfsmaður "Central Propaganda Department Official Affair and Bureau of foreign propaganda". Hann vann síðan sem "the Director and the Department of party member" og einnig hjá Ministry of Construction (1981-1990). 1990 fer hann í, eins og hann segir sjálfur frá á svo ljóðrænni en algjörlega óskiljanegri ensku: "The Previous positions are standing vice president of China City Publishing House which belongs to the ssociation and the Vice Secretary-General of China Association of Mayors.The incumbent President Assistant". Ég vona að menn lái mér það ekki, þegar ég held að það sé eitthvað mikið að í ævisögu Huang Nubos.
En eftir vel unnin, en óskiljanleg, störf, er það að hann setur á laggirnar Beijing Zhongkun Investment Group Co., Ltd árið 1995 (sem reyndar hét þá Zhongdian) og verður fljótlega forríkur. Upplýst er, að Íslandsvinurinn Huang Nugo sé nú í 161 sæti yfir ríkustu menn Kína samkvæmt Forbes og sé góður fyrir 890 milljónir dollara. Greinilegt er því á öllu, að hann hefur fengið frekar há laun í áróðursráðuneytinu. Hann var reyndar í 36 sæti Forbes listans fyrir ofurríka í Kína árið 2006. Hann gat því hæglega borgað fyrir ráðuneytisbílinn á Íslandi. Maður veit þó aldrei, kannski hefur Hjörleifur eða Össur þurft að borga bensínið?
Þó svo að Huang Nubo sé bæði yfirlýst ljóðskáld, Suður- og Norðurskautsfari og öfgafullur náttúruverndarsinni, þá vantar að fylla út í ýmsar eyður í lífshlaupi hans. Gaman væri að fá frá honum kvæði um hvernig maður verður forríkur í áróðursráðuneyti Kína? Hvernig er hægt að taka mann alvarlega, sem ekki upplýsir hvernig honum hefur tekist að vera í svo góðum álnum án þess að geta lýst því sem hann gerði á þolanlegri ensku.
Sjáið þið ekki, að þetta er ekkert annað kínverskur útrásarvíkingur, fyrrverandi öðlingur úr innsta koppi Kommúnistaflokks Kína, sem nú er örugglega "krati", sem býr í loftkastala og sem hrifsað hefur til sín og arðrænt vegna góðra samband í blóðrauðu kínverska kerfinu?
Og hér sjáið þið hvernig ljóðræni umhverfissinninn og pólfarinn Huang Nubo hefur komist í álnir. Fyrirtæki hans hét áður Zhongdian, nú heitir það Zhongkun:
Finnið þið nú þefinn af gráðuga, rauða refnum? Lesið meira um arðrán fyrirmyndaflokksfélagans, skáldsins og umhverfisverndunarsinnans Huang Nubo í Kína hér:
Svarið við áskorun www.shanghaiist.com hlýtur að mínu mati að vera eftirfarandi:
Face it, Iceland, you need to know much more about this Huang guy, and where he got his cash from, before you sell him anything.
Og svo er baráttan fyrir mannréttindum í Kína reyndar miklu fallegri en einhver kínverskur túristakofi á afdalabýli á Íslandi. Huang væri best á því að hunskast heim til sín og gera vel við þá sem hann hefur stolið frá í sínu heimalandi, áður en hann reisir ræningjabæli sitt í íslenskri afdalabyggð. Síðan væri réttast að rannsaka aðild íslenskra diplómata að þessu ævintýri Haung Nubos.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 5
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 1352728
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það er hjartnæmt að sjá hvernig Pressan lýsir Huang:
Huang Nubo er um margt áhugaverður einstaklingur. Þekktur er áhugi hans á útivist og hefur hann klifrað hæstu tindana í hverri heimsálfu fyrir sig. Þá hefur hann gengið bæði á norður- og suðurpólinn. Norðurpólinn gekk hann einmitt með góðvinum sínum Hjörleifi Sveinbirnssyni og Ragnari Baldurssyni, en þeir voru saman við nám í Peking háskóla á 8. áratugnum. Hjörleifur hefur ásamt Halldóri talað máli Nubos hér á landi.
Í umsögn á vefsíðunni ideamarketers.com um Nubo segir að hann líti frekar á sig sem skáld fremur en viðskiptamann. Hann hafi verið meðlimur í Kommúnistaflokknum og starfað á vegum stjórnvalda fram yfir þrítugsaldur, en þá hafi hann snúið sér að rekstri Zhongkun sem nú er orðið stórveldi í ferðaþjónustu og fasteignaviðskiptum.
En líf Nubos hefur síður en svo verið dans á rósum, að því er segir í umsögninni. Faðir hans lést í menninarbyltingunni þegar Nubo var mjög ungur að árum. Móðir hans lést síðan í gassprengingu þegar hann var 10 ára gamall. Þá mun eiginkona hans hafa farið frá honum og bestu vinir hans stungið hann í bakið. Þetta hafi orðið til þess að hann hafi misst trúna á mannkynið. Eins og haft er eftir honum sjálfum:
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2011 kl. 16:04
Þakka þér þínar athyglisverðu rannsóknir um málið, Vilhjálmur. Vissi ekkert af þessu fyrr en nú, en lenti rétt áðan úti í bæ í alllöngu símaviðtali í beinni við strákana í Harmageddon-þættinum á X-inu (held ég), og þeir höfðu einmitt samband við mig vegna allnokkurs innleggs um þetta kínverska Grímsstaðamál í þætti Péturs Gunnlaugssonar snemma á 11. tímanum í morgun. Ég tek þar m.a. undir sjónarmið Ögmundar Jónassonar annars vegar og Financial Times hins vegar, eins og ég geri í þessari blogggrein minni um málið í dag: Sókn Kínverjans á Norður-Ísland vekur athygli heimsblaðs sem sér þetta sem strategíska sókn Kína sjálfs inn í Norður-Atlantshaf.
Menn eru oft fljótir að grípa eitthvað á lofti, og t.d. reyndu strákarnir í Harmageddon að sækja hart að mínum varúðarsjónarmiðum og gerðu mikið úr gildi þessara áætlana fyrir atvinnulíf hér o.s.frv. og höfðuðu til þess, að Kína hefði ekki stundað útþenslustefnu! -- jafnvel eftir að ég ítrekað benti þeim á Tíbet-yfirgang þeirra -- og einnig varð ég að benda þeim á hryllileg mannréttindabrot yfirvalda gagnvart kínverskum borgurum (ekki sízt fólki í Falun Gong; hefði getað bætt páfatrúum kaþólikkum við m.m.), og ég benti á yfirgang þeirra í Gula hafinu eða Suður-Kínahafi vegna eyjar sem þeir reyna þar að ná frá Filippseyingum.
Þeir ítrekuðu mikið, hve jákvæður náungi þetta væri, umhverfisverndarsinni o.s.frv., og að burtséð frá kínverska kommúnistaflokknum, sem hann gæti þess vegna verið genginn úr, gæti hann verið hinn ágætasti fyrir okkur. En í sjálfu sér vita þeir ekki einu sinni, hvort það er hann sem stendur fyrir þessu, hann er máske einungis verkfæri einhverra annarra meira ráðandi um allt þetta, en valinn í það líklega vegna þess að hann kemur vel fyrir, á að líta út sem sjálfstæður kaupsýslumaður (harla vafasamt raunar með hliðsjón af uppl. þínum hér ofar) -- eða eins og ég sagði: hann er eflaust góður PR-maður í 4. veldi, en það er sennilega þess vegna sem hann hentar í þetta, en ræður engu sjálfur ...
Já, við eigum efahyggjuna sameiginlega, fornleifafræðingur minn.
PS. Og nú er verið að fjalla (áfram) um málið á Rás 2.
Jón Valur Jensson, 30.8.2011 kl. 17:04
Pétur á Útvarpi Sögu lét innhringjara þar á eftir mér hringla svo í sér, að hann var sjálfur farinn að stinga upp á því, að í stað þess að selja Huang Grímsstaði fengi hann þá á leigu -- til SEXTÍU ára! Greinilega ætlar hann manninum að verða langlífur -- 115 ára!
Jón Valur Jensson, 30.8.2011 kl. 17:08
Við eigum eðlilega efahyggju, rökhugsun og efasemi sameiginlega, sem eru eiginleikar sem fleiri Íslendingar mættu tileinka sér. Þá vantaði hjá þjóðinni þegar peningar byrjuðu að spretta í íslenskum bönkum og fólk trúði því að bankadrengirnir okkar væru töframenn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2011 kl. 17:27
Rétt. --En á Rás 2 var núna viðtal við Ingjald Hannibalsson, sem var mjög hlynntur fjárfestingu Huangs og virtist ekki hafa neinar efasemdir -- og hafði mjög á orði, að hann væri "Íslandsvinur", taldi það ráða miklu um ástæður hans! En hvað er þessi maður að sækja til Íslands, maður sem halda mætti að væri á fullu að græða peninga? Og hvers vegna að fjárfesta í einhverju sem borgar sig í fyrsta lagi eftir áratugi?
Já, Íslendingar eru oft auðblekktir af ytri ásýnd hlutanna ...
Jón Valur Jensson, 30.8.2011 kl. 17:31
Það er enginn vafi á að lífshlaup mannsins er að stórum hluta skáldskapur. En, ég er samt til í að íhuga að heimila þessa fjárfestingu - - með ímsum skilyrðum sem ég fjalla um á mínu bloggi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2011 kl. 17:33
Einar Björn, ég veit ekki Einar Björn. Skilyrðin verða að vera mjög hörð, og þá held ég að þetta mál sé ekki meira til umræðu fyrir Huang blessaðan, og leitar hann þá með húmanisma sínum og "náttúrverndarstefnu" á önnur mið, þar sem hann getur grætt meira og skjallað fólk betur en Íslendinga, en það fer þá að fjúka í flest skjól.
Þetta lyktar allt af lakkríssölu eða selpylsusölunni frá Grænlandi til Kína forðum. Einn stór jók, einsog Kratarnir sem heillast af svona ævintýramönnum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2011 kl. 18:13
Þér var treystandi til að hafa upp á hinum rétta Huang Nubo, Vilhjálmur. Hafðu þökk fyrir.
Það var jafnframt borðleggjandi að Samfylkingin myndi fylkja sér um þetta áróðursathafnaskáld sem grætt hefur á tá og fingri á eymd landa sinna. Jafn borðleggjandi og að Bingi félli flatur fyrir munaðarleysingjanum með hnífasettið í bakinu.
Mér sýndist Financial Times hafa lesið hann rétt og nú staðfestir þú þá skoðun mína.
Ragnhildur Kolka, 30.8.2011 kl. 20:21
þessi Hunangs Núbó sem segir fá á Sjanghæsjitt er greinilega hættulegur og stelsjúkur kommi. Það var flott hjá þér Villi að fletta ofanaf honum áður en hann stelur öllum þjóðargersemunum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2011 kl. 21:30
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2011 kl. 18:13
Við skulum ekki reisa skrattann á vegginn. Þegar bankarnir veltu þúsundum ma.kr. gátu þeir keypt allt Ísland. Þessi maður skv. FT.com á cirka 100ma.kr. sbr. þjóðarframleiðslu Ísl. upp á 1.600ma.kr. cirka. Stærðin á verkinu er á bilinu 10-20ma.kr. Þetta eru ekki slíkar upphæðir, að þær ættu að sliga kerfið hér. Gera alla blind af peningaglýjunni.
Það er hægt að vera of skeptískur. Ég útskýri annars í minni færslu - Á að heimila Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á Fjöllum? - hvernig ég vill nálgast málið, þ.e. hvaða skilyrði.
Ég held að við þurfum ekki að setja einhverja afarkosti, en vel íhuguð skilyrði sbr. þau sem ég nefni sem hugsanlega möguleika, ættu að gera þessa framkv. að kosti, sem sé óhætt að taka.
Ég held að við getum snúið út úr málinu þannig að við græðum á kínverjum, beitum einfaldlega þeirra aðferðum - tökum eins og ég kalla það, blaðsíðu að láni frá þeim sjálfum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2011 kl. 23:07
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2011 kl. 18:13
Ég bæti því við, að þær aðferðir sem þú lýstir - komu mér ekkert á óvart. Ég veit vel, hvernig kínv. fyrirtæki vinna.
En ég tel þetta samt, áhættunnar virði. Með réttum skilyrðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2011 kl. 23:10
En Einar Björn, þetta er greinilega mjög dularfullur náungi. Fyrst er hann starfandi lengi vel í áróðursmálaráðuneyti Kína og svo í uppbyggingar-ráðuneyti þar. Þetta er nú ekki auðfarin leið fyrir menn til að verða forríkir, eins og Vilhjálmur segir. Hann á að vera 36. ríkasti maður Kína, að eiga "skv. FT.com ... cirka 100 milljarða króna".
Meðan menn eru með viðtökur sínar á þeim nótunum, að þetta sé svo jákvæður maður, sem bjóði af sér góðan þokka (gerði Björgólfur Thór það ekki líka?), þá er nú lágmark, að gera verði grein fyrir því, hvernig honum tókst á örfáum árum frá 1995 að verða forríkur.
Ég tel allt benda til, að hann sé í þessu verkfæri útrásar- og áróðurs-ráðamanna kínverska ríkisins -- ekki valinn af því, að hann hafi sýnt yfirburðahæfileika sem atvinnurekandi, heldur einmitt falið á hendur stórfé frá ríkinu, af því að hann hafi sýnt öðrum kerfiskörlum verulega hæfileika sína í áróðurs- og útbreiðslumálum og í því að selja mönnum hvaða líklegheitapakka sem er, t.d. í krafti einhverrar PR-mennsku um að hann sé svo áhugaverður sem "athafnasamur umhverfisverndarsinni", "Íslandsvinur" og ljóðskáld.
Hér vrða menn að stíga varlega til jarðar.
Jón Valur Jensson, 31.8.2011 kl. 00:14
Jón - ég veit vel, að hann hefur verið að nýta sambönd innan flokksins, til að koma ár sinni fyrir borð. Ég tel að auki, að hann hafi sennilega verið njósnari þ.e. settur inn af kínv. stjv. í herbergið hans Hjörleifs Sveinbjörnssonar, þ.e. hans vera hafi ekki verið tilviljun. En, ég veit það allt saman, þegar ég álykta að við eigum sennilega að heimila þetta.
Við eigum sannarlega ekki að ganga blindandi til viðskipta v. kínverja, heldur skv. fullri vitneskju um að hverjir þeir eru.
Þess vegna auðvitað, legg ég til ströng skilyrði.
Ég er ekki að leggja til neinn sofandahátt.
Spurningin er eiginlega kalt hagsmunamat - viljum við kínv. fjárfestingu? En við vitum, að slíkir aðilar verða alltaf einhver handbendi flokksins. Það á alltaf að taka því sem gefnu. Vinna út frá því - að sjálfsögðu, einmitt þess vegna - þarf að ganga tryggilega frá því, að það verði aldrei stór fj. kínv. starfsm. hér.
Það verður algert lykilatriði að passa það. Ef það kemur í ljós, að EES regluramminn er svo víður, að ekki er unnt - að takmarka fj. kínv. starfsmanna - - ok, þá þarf að koma í veg fyrir slíkar frmakv.
Þar til að við höfum hætt í EES - a.m.k.
En ég vil, beita kínv. eigin meðölum - - þ.e. innan Kína þurfa erlend fyrirtæki alltaf að stofna samstarfsfyrirtæki, í 51% eigu kínv. aðila. Þetta hafa þeir notað til að ræna í reynd tækni af fj. evr. fyrirtækja. En, ég vil að við krefjumst sambærilegs þ.e. að kinv. aðilar þurfi að stofna til samstarf fyrirtækis v. innlendann aðila.
Svo þarf að setja mjög strangar reglur um fj. kínv. starfsm. sem hlutfall heildar fj. starfsm.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.8.2011 kl. 00:58
Eðalkratar allra landa sameinist!
Retinus Roux (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 11:27
Lét þessa athugasemd falla á Silfurs Egils: Sjá http://silfuregils.eyjan.is/2011/08/31/kinaskak/#comment-251719
Þetta er nú meira vælukjaftæðið í þér, Egill Helgason, sem venjulega er svo annt um mannréttindi í Kína og alls staðar, að maður gæti næstum haldið að þú væri stóri bróðir Jesús.
Þegar maður, sem hefur matað krókinn í kínverska þjóðfélaginu á glæpsamlegan hátt, eins og Huang Nubo, stolið í gegnum partíapparatið og orðið milljarðamæringur á svindli, kemur til Íslands, er allt í himnalagi. Við eigum að taka við drulludela úr innsta kjarna forréttindaelítu Kínverska Kommúnistaflokknum sem einhverri þjóðhetju; manni, sem leyft hefur verið að arðræna of féfletta almúgafólk í Kína, um leið og hann yrkir væmin ljóð. Er slíkur erindreki mannréttindabrota virkilega aufúsugestur hinn sannheilögu á Íslandi? Er virkilega litið á slíkan mann sem þjóðarhetju sem geti reist við efnahag landsins?
Egill er greinilega ekki samkvæmur sjálfum sér varðandi Kína? Það er stigsmunur á svínaríinu eins og fyrir hrun á Íslandi.
Hér hrópa menn örugglega "'Útlendingahatur", en ættu í staðinn að hrópa viðvörunarorðin "Krataklíka", því Huang er hér á vegum falleraðs draumórafólks úr Samfylkingunni sem hékk utan í útrásarliðinu, sem telur nú að það sé allt í lagi að sparka í varnarlaus Kínverja, milljónum saman, ef afraksturinn fer bar í voða fínt hótel uppi á öræfum, þar sem enginn Íslendingur mun hafa ráð á að dvelja. Þetta gíruga fólk, sem vildi Ísland í Öryggisráðið og bað Assad Sýrlandsforseta og jafnvel Ghadaffi um stuðning til þess, vill nú bjarga Íslandi með illa fengnum milljörðum Huangs, meðan það pússar gloríuna og samkjaftar ekki um mannréttindi. En mannréttindi þeirra sem Huang hefur féflett í Kína og annars staðar er auðvitað ekki til umræðu hjá hinum háheilögu í Samfylkingunni, sem á hátíðisdögum vökna um augun út af minningunni um fjöldamorðin á Tiananmen torgi.
Nei, Egill Helgason, enginn er að tala um gulu hættuna. Flest fólk, sem ekki er enn í útrásargírnum og loftkastalabyggingum, vill ekki ekki skítuga peninga manns sem hefur nærst vel á sérleifi frá kommúnistaflokknum til að arðræna sína eigin þjóð í landi þar sem mannréttindi eru fótum troðin af útvöldum félögum í flokknum.
Lestu færslu mína um "Sannleikann um Huang Nubo" http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1187781/ , sem þið á Eyjunni gátuð ekki fundið.
Farðu til Kína og talaðu við fólkið sem Huang hefur stolið frá og snuðað!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.8.2011 kl. 12:01
Flott hjá þér, nafni, eins og svo oft áður. Kínverji þessi var háttsettur í „lygamálaráðuneyti“ landsins, eins konar Göbbels áður en hann fór að féfletta almúgann. Vel að merkja er alveg öruggt að honum var kyrfilega komið fyrir í herbergi Hjörleifs sem njósara á vegum stjórnvalda og hefur áreiðanlega staðið sig vel, annars væri hann ekki svona háttsettur. En eins og við er að búast gleypa aularnir í Samfó við þessu eins og öðru. Sumt fólk er þannig af guði gert að það lætur alltaf plata sig. Hér er um að ræða þrjár tegundir af kommúnistum. Í fyrsta lagi eru Kínverjarnir sjálfir, með sigurbros á vör, svo VG- bolsévíkarnir, sem froðufella að vísu. Mensévíkarnir í Samfó slefa hins vegar, sem er miklu verra. Geðveiki má lækna, heimsku ekki.
Vilhjálmur Eyþórsson, 31.8.2011 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.