6.6.2011 | 07:26
Papar komu aldregi til Íslands
Þjóðernisrembingur, frá þeim tíma er sumir Íslendingar leituðu þjóðernisímyndar í sjálfstæðisbaráttunni með því að vilja vera "keltar" ættaðir frá Írlandi, er enn mjög sterkur. Ekkert styður þessar draumóra nema þvældar frásagnir úr Landnámu og Íslendingabók um einstaka landnámsmann, sem vafalaust komu nokkrir með svarthærðar konur og búalið ættað frá Írlandi eða skosku eyjunum.
Fyrr á árum voru gamlir læknar með ABO blóðflokkakerfið til að sýna fram á keltneskan" uppruna Íslendinga (Les hér). Þær túlkanir stóðust ekki. Á síðari árum hefur Íslensk Erfðagreining (deCode) gert keltomaníakana enn æstari með tölfræðilegum oftúlkunum, þegar þeir komust að þeirri niðurstöður að flestar konur á Landnámsöld hafi verið ættaðar frá Bretlandseyjum, meðan karlpeningurinn var frá Norðurlöndum. DeCode er með öðrum orðum að halda því fram, að Bretlandseyjar hafi verið eins og Tæland í dag, gósenland afdalaaumingja, (með allri virðingu fyrir tælenskum konunum), sem þá gátu ekki náð sér í almennilegar norskar konur til að setjast að með þeim á eyðiey í norðurhöfum.
Það versta er hins vegar, þegar menn eru að rugla um einhverja Papa og halda því fram að Ari fróði hafi verið að hylma yfir heila byggð þeirra fyrir landnám norrænna manna á seinni hluta 9. aldar.
Ari skrifaði í Íslendingabók: Þá voru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla papa. En þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eftir bækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja, að þeir voru menn írskir". Út frá þessu fara keltómaíakar hamförum. Papar eru samkvæmt Ara norsk skilgreining, (sem enginn Norðmaður fyrr og síðar kannast þó við), og þegar menn ganga um með bagla, bjöllur og bækur eru þeir sem sagt Írskir. Ari var mytóman, en það er einnig amadáninn (gelíska fyrir idjót) sem skrifar um Papa á Wikipeda:
"The Papar (from Latin papa, via Old Irish, meaning "father" or "pope") were, according to early Icelandichistorical sources, a group of Irish or Scottish monksresident in parts of Iceland at the time of the arrival of the Norsemen. Their existence is yet to be confirmed by archaeology." Maður spyr sig: vantar litninga fyrir heimildagagnrýni í það fólk sem eru papistar?
Þetta litla rugl sem Ari fróði skrifaði um Papa veldur miklum hugarórum og sést í alls kyns afbökunum fólks sem jafnvel heldur að það sé keltneskt vegna þess að þar er rauðhært eða drykkfellt. Þessi litla frásögn Ara veldur því að rammnorskútlítandi Nútímaíslendingar stofna hér á landi keltnesk bönd, opna írskar krár og kalla börnin sín Melkorku, Brján, Niál og Mýrkjartan og bíða eftir því að Írar snúi aftur til að taka Ísland frá óhæfum útrásarvíkingum.
Ari Þorgilsson var örugglega að lýsa írskum dýrlingum þegar hann skrifaði ofangreint smælki um papa, því eins fróður og hann var og víðlesinn, hefur hann lesið eða heyrt um ferðir helgra manna á Norðurslóðum, t.d. til eyju sem reyndist vera hvalur. Hann trúði örugglega sjálfur mátulega á slíkar furðusögur, en gæti hins vegar vel hafa lesið írskar heilagra manna sögur, sem segja frá heilögum einsetumönnum á eyjum á norðurslóðum. Írskir dýrlingar í þessum sögum virðast hafa getað lifað án nokkurs annars en bóka, bjallna og bagla. Þannig voru þeim einnig gerð skil á írskum steinkrossum, eins og sést hér að ofan. Myndin er af heilögum McTail og er frá Old Kilcullen, í County Kildare.
Ari lagði tvo og tvo saman og vildi ekki láta neitt vanta í landnámslýsingu sína, um það sem hugsanlega gæti hafa verið, fram yfir landnám forfeðra hans. Þess vegna lét hann einsetumennina í heilagra manna sögum, sem skrifaðar voru á 8. og 9. öld, hafa verið á Íslandi og skilja þar eftir bjöllur, bagal og bók. Því miður varðveittust þessi óskilamunir ekki og kenna samsærisheilar þar um eyðileggingarhvöt ljóshærðu imperíalistanna úr Noregi. Langt er seilst.
Norskættaða boybandið Paparnir
Ari var sama marki brenndur og margir síðari tíma Íslendingar sem velta fyrir sér aldri landnáms á Íslandi. Hann hafði gaman af að skálda í eyðurnar og í hugarheimi 12. alda manns voru eyður óhugsandi. En vöntun á sönnunargögnum er ekki sönnun, en seint lærist það sumum. Sumir hafa ekki hvatt 12. öldina á Íslandi. Ari var þó ekki að blanda erfðafræðirugli og háralit í þetta. Rauða hárið frá Írlandi er, svo greitt sé úr þeirri flækju, hverfandi lítið miðað við dökkt hár (les hér).
Meðan "keltar" finnast ekki í jörðu á Íslandi, og þaðan af síður papar, og fornleifarnar eru allar frá 9. öld og kolefnisaldursgreiningar eru í miklu rugli, eða er ruglað af fornleifafræðingum sem ekki geta skilið takmarkanir greininganna, geta menn stutt sig við sinn bagal út á næstu írsku krá og hlustað á Maríu O´Gubban kyrja; Drekkt þar sorgum sínum með lítra af Guinness meðan þeir éta grjúpán sem reykt eru á Patreksfirði, og einfaldlega sætt sig við að vera komnir undan einvala liði sem flýði frá Noregi vegna þess að þar var komið til valda óþolandi fólk, sem fannst þeir sem fluttu til Íslands algjörlega óferjandi. Og er svo enn.
Papar voru hugarfóstur Ara fróða, en þróuðust mest í kolli þeirra minna fróðu sem oftúlkað hafa orð Ara.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Fornleifafræði, Sagnfræði, Vísindi og fræði | Breytt 10.6.2011 kl. 06:29 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 1353028
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 166
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Áhugaverð hugleiðing sem ég hefði viljað fá örlítið betur vörðuð með heimildum. Skil ég s.s. rétt að engar keltneskar minjar hafa fundist á Íslandi frá landnámstímum?
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 10:13
Sæll Carlos, Engir gripir "keltneskir", írskir eða frá Bretlandseyjum, sem eru eldri en hefðbundið landnám hafa fundist á Íslandi. Menn hafa leikið sér að því að nefna hringprjóna (svokallaða polyhedral headed pins) sem fundist hafa nokkrir á Íslandi. Sumir þeirra eru með írsku/insulerum stíláhrifum, en þeir eru ekki frá 8. öld eða fyrir hefðbundið landnám á Íslandi. Þeir klæðaprjónar með írskum áhrifum sem fundist hafa á Íslandi eru mjög mismunandi og frá mismunandi tíma, þ.e.a.s. 10. - 12. öld. Þrátt fyrir það eru þeir til sýnis á Þjóðminjasafninu í landnámssal, líkast til vegna vanþekkingar starfsmanna þar á því sem þeir eru að sýna (og væri hægt að nefna mörg dæmi um það, sem ég og geri síðar).
Bjöllur litlar, sem fundist hafa í kumlum á Íslandi reyndu sumir að tengja við Írland og kelta, en bjöllurnar eru enskar, frá Austur-Englandi og frá 10. öld.
Orð sem ættuð eru úr Írsku eru færri en menn hafa haldið fram, t.d. bagall, sem þarf ekki að vera komin úr írsku myndin af orðinu sem er komið af bacallus á latínu. Patreksfjörður gæti hafa fengið nafn sitt af dýrlingnum, etc.. Íslendingar sigldu lengi á Dyflinni, enda töluðu menn þar lengi sama tungumál.
Menn gleyma stundum að huga út í norræn orði í gelísku og eru t.d. flest orð sem varða siglingar komin úr norrænu.
Það er því ekki um mjög grösugan garð að gresja varðandi heimildir sem stutt gætu veru Papa á Íslandi.
Ég útiloka hins vegar ekki að 10% landnámsmanna hafi getað rekið ættir sínar til Bretlandseyja og ég er einnig viss um að 10% þeirra hafi einnig getað rekið ættir sínar til frumbyggja Skandinavíu, samanna (lappa/finna/hálftrölla).
Einhvern tíma í fyrra hvarfst þú af vinalista mínum. Viltu ekki vera vinur minn á blogginu?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 10:44
Það er afar hæpið, ef ekki beinlínis fráleitt að halda að hér hafi verið mikil byggð Kelta fyrir landnám. Hitt er rétt, að írskir einsetumenn fóru um víðan völl á fyrri hluta miðalda og setttust gjarnan að á afskekktum klettaeyjum umhverfis og einkum norðan við Bretlandseyjar. Það er mjög líklegt að þeir hafi verið hér, en þeir höfðu að sjálfsögðu ekki með sér konur, þannig að viðkoman var engin. Þú virðist hins vegar ekki vita eða vilja vita að norrænir menn höfðu um þetta leyti stofnað nýlendur víða um Skotland, nálægar eyjar og Írland. Þar þrengdi mjög að þeim, og þessir norsk- ættuðu írar og Skotar, sem áttu skip og voru hvort sem er á flakki fóru mjög margir til Íslands. Konur margra þeirra, svo og þrælar hafa vafalaust verið innfæddar. Ég kom einu sinni til Belfast og var nánast sleginn yfir því hve innfæddir þar líktust mjög Íslendingum, sem eru yfirleitt heldur dekkri yfirlitum en Norðurlandabúar, t.d. Svíar.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.6.2011 kl. 12:05
Vilhjálmur, af hverju telur þú líklegt að einsetumenn hafi verið á Íslandi? Ég sé engar líkur fyrir því, nema tilgátulegar, hypotetiskar. Það get ég ekki notað til neins. En gaman væri er fornleifar fyndust einn góðan veðurdag. Frásögurnar um t.d. Brendan eru trúarlegar bókmenntir en ekki sagnfræði. Ég tek þær ekki trúanlegar. Menn vitna gjarna úr samhengi í eyjalýsingarnar og lesa ekki textann á latínu.
Írar nútímans eru reyndar mjög frábrugðnir Norðurlandabúum. Þeir eru minni að hæð og að beinavexti og hafa verið lengi.
Svanur Gísli Þorkelsson er í dag með skemmtilega færslu um rauða hárið á Íslandi og á móður sinni heitinni, og gerir hann því skóna að það sé ættað frá Írlandi. Írar eru í raun minna rauðhærðari en Íslendingar og mjög dökkir, enda að hluta til ættaðir frá Íberíuskaga. Sjá hér.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 13:00
Þetta er mjög áhugavert debat og satt best að segja er margt af því, sem talið er jafnvel enn í dag gott og gilt í sögu mannabyggðar á Íslandi, tóm þvæla og vitleysa, byggt á þjóðrembu Hriflu-Jónasar og álíka "fræði"manna, sem voru ekki vandir að heimildum og völdu úr þær, sem þeim þótti þjóna sínum skoðunum. Mæli með því að þú haldir áfram að skoða þessi mál, Vilhjálmur Örn.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 13:09
Íslendingar eru líka mjög frábrugðnir Norðurlandabúum. Mér er það minnisstætt þegar ég kom heim eftir fjögur ár í Svíþjóð, að mér fannst ég kominn til einhvers negralands. Fólkið var lægra og dekkra en ég átti að venjast. Minjar eftir einsetumenn, þ.e. „papa“ hafa fundist á illgengum klettaeymum norðan Írlands og Skotlands og þeir voru nokkuð örugglega í Færeyjum og hafa trúlega flutt sauðfé þangað, (þar af nafnið „Færeyjar“). Ég er ekki, eins og sumir, haldinn þessari Íra- dýrkun og allri mýtólógíunni í kringum „hina göfugu Kelta“, sem voru samkvæmt samtímaheimildum bæði hausaveiðarar og mannætur. Hins vegar er það staðreynd, að landnámsmenn komu mjög mikið frá nýlendum víkinga á Írlandi og nálægum eyjum og einhver blöndun hefur alveg örugglega verið til staðar.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.6.2011 kl. 13:12
Vilhjálmur, Svíar eru satt best að segja afar lítið "frændur" okkar. Í upphafi líkaði Íslendingum heldur ekkert við þess berserki, bæði hærri en þeir, ríkari og leiðinlegri.
Rannsóknir vinar míns Hans Christians Pedtersen ved Syddansk Universitet sýna að mælingarniðurstöður á beinum elstu Íslendinganna hafa mesta samsvörun við bein Norðmanna á Víkingaöld og fyrri hluta miðalda, og þá sárstaklega þeirra sem bjuggu í nyrðri hluta Noregs. Hann fann þó líka fólk sem greinilega var komið frá Bretlandseyjum, t.d. konurnar í kumlunum frá Hafurbjarnarstöðum á Rosmhvalsnesi suður með sjó.
Jens heitinn Pálsson var lengi að rannsaka litarhaft Íslendinga, og komst að þeirri niðurstöðu, að Íslendingar væru eins dökkir að meðaltali og Sjálendingar hér í Danmörku, og væru þar með þeir dekkstu meðal Norðurlandabúa. En þessar rannsóknir Jens voru mjög hlutlægar og valt það á manninum, ljósinu og litatúlkun einstaklingsins sem mældi, hvernig hann sá lit á húð undir handlegg fólks.
En á Íslandi sé ég oft "írskar týpur" og "samískar", og lítið held ég nú að hafi breyst útlit Mörlandans síðan í upphafi. Íslenska "Svía" sér maður þó sjaldan, nema einhverja sem eru blandaðar afurðir. Nóg um þetta frá Rassen Wilhelm
Þorkell, margir hafa nú gert grein fyrir því hvernig söguskoðun Íslendinga og þjóðernisímynd, en færri farið ofan í kreddurnar um keltamálin. En þar sem ekki eru til neinar almennilegar heimildir í fornleifunum, ritheimildir eru fáar og vafasamar og kolefnisaldursgreiningar "varhugaverðar", þá er eiginlega ekkert annað að gera en að bíða eftir því að einsetmannsbústaður finnst eða grafa dýpra, eins og sumir keltasinnar krefja. Oftast er nú ekkert fyrir neðan blessaða landnámslagið, en það mun vera nokkuð rétt aldursgreint, telja menn enn. Það þýðir ekkert að rökræða um gjóskulög við íslenska jarðfræðinga, fyrr en þeir sjá sjálfir að þeir hafa á röngu að standa.
Ég sýndi fram á 9. tug síðustu aldar, að byggð í Þjórsárdal hefði farið í eyði á 13. öld, en ekki í eða eftir eldgos í Heklu árið 1104. Þetta áttu menn afar erfitt með að sætta sig við. Nú er skoskur jarðfræðingur og samstarfsmenn hans frá ýmsum löndum, þ.á.m. Íslandi búnir að komast að sömu niðurstöðu. Jarðfræðingarnir eru enn fúlir, en ekki er samt laust við að þeir séu að taka sönsum. Mér er þó ekki þakkað og sannast þar það fornkveðja, að sjaldan verðu nokkur spámaður í sínu eigin landi, nema að hann sé vel inn undir hjá einhverri klíku. Sjá frekar um það mál hér og hér.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 13:54
Sannspurt hef ég að Ari enn fróði hafi fengið hiksta ógurlegan er hann sat við sögu og guinness, þá hafi honum orðið á að rita p þar sem ekki átti neitt p að vera og urðu þá apar papar, en apa kölluðu Norðmenn þá kolvitlausu vitleysinga sem fluttu með sér kvarnarsteina yfir Atlantsála til að snúa í erg og gríð í verbúð á Reykjanesi milli þess sem þeir æfðu fimi sína við eggjatöku í Krísuvíkurbergi. Guinness tók svo við og kláraði setninguna fyrir fræðimanninn, enda voru bjöllur teknar að klingja fyrir eyrum hans. Það er af öpum að segja að þeir komust ekki heim til sín í Noreg eitt sumarið fyrir þoku sakir. Eru þeir hér enn fjöldamargir og þrugla á samísku í þokunni, rauðir, gráir eða bláir að lit eftir því hversu þykk þokan er og nepjan nöpur. Þetta hef ég sannspurt af óljúgfróðum mönnum og fer nú að setja niður kartöflur eins og hver annar írskur búandkarl myndi gera. Þær verða ekki sprottnar nær þú kemur, en kálhausa skal ég þá hafa til góða enda enginn hörgull á þeim hér fremur en öpum.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 16:06
Skemmtileg finnst mér sú kenning að papa-örnefni tengist landslagi sem líkjast konubrjóstum, sbr. Lesbókargrein frá 22. jan 2004 eftir ónefndan doktor í norrænum fræðum:
„Getur verið að papaörnefni hérlendis sem annars staðar séu dregin af því að staðir sem þau bera líkist brjóstum? Hér er bent á að norska (og sænska) orðið papp(e) merki "brjóst, brjóstvarta, speni" rétt eins og patte. Á Bretlandseyjum er pap sömuleiðis hefðbundið heiti á fjöllum eða hæðum sem líkt hefur verið við brjóst eða brjóstvörtur.“
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=840556
Emil Hannes Valgeirsson, 6.6.2011 kl. 16:18
Það eru ekki bara kolefnamælingarnar sem þú efast um að séu réttar Vilhjálmur Örn, heldur dregur þú í efa niðurstöður rannsókna á erfðaefnum Íslendinga. -
Þú skautar einnig fram hjá fjölda nafngetins landsnámsfólk sem bæði Landnáma og Íslendingabók fullyrða að hafi verið Vestmenn eða Írar.
Þá lætur þú sem einu fornminjarnar sem martækar eru, séu þær sem grafnar eru úr jörðu. Hvað með öll kennileitin á Íslandi og örnefnin sem kennd eru við Íra, Papa, kolla, eða þau sem eru sannanlega af írskum uppruna?
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2011 kl. 16:20
Ég hallast að því að innlegg Kristjáns Sveinssonar sé það skynsamlegasta sem hér hefur komið fram. Um þetta verður aldrei óumdeild niðurstaða. „Arfur Kelta“ er vafalaust einhver, það sanna m.a. ótalmörg keltnesk örnefni, t.d. „Apavatn“ en „apa“ mun þýða „silungur“ á gelísku. Ég efa þó stórlega að þessi arfur Kelta sé jafn mikill og Svanur vill vera láta.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.6.2011 kl. 16:40
Vilhjálmur Örn er slyngur skautahlaupari. Svo mjög að hann hljóp út undan sér í íslenska vísindasamfélaginu og var dæmdur í danska skóggöngu um aldur og æfi.
Vilhjálmur Örn er líka hallur undir Gyðingleg fræði og þykist verseraður í sögu þeirra. Sem minnir mig á eitt, kæri V.Örn, hvað merkir orðið Israel? Og hvað skyldi þá Island merkja?
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 18:38
Vilhjálmur, ekki segja orðabækur mínar, að apa sé silungur á gelísku. "Apa" í Apavatni er líklegast komið af orðinu ap í fleirtölu öp sem þýðir leir. Vatnið er oft leirlitað og botninn er flatur og leirkenndur. Sem sagt, engir apar, engir silungar og engir keltar.
Hilmar Þór Hafsteinsson, mér þykir þú fróður um mína hagi, en eitthvað hafa staðreyndirnar greinilega ruglast í kálfhöfðinu og minnimáttarkenndinni sem einkennir skrif þín hér, þar og alls staðar. Athugasemdir þínar eru ávallt persónulegt níð og dónaskapur. Slíkt frábið ég mér. Þú færð ekki frekar útrás fyrir þessa ambaga þína á mínu bloggi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 19:00
Ekki veit ég neitt til að fullyrða um þessi mál, en mér finnst gott hjá þér að hræra upp umræðu um þetta og gera það með að taka djúpt í árinni. Það veitir á einhverjar rökræður, eins og raunin sýnir og þær skemmtilegar og fróðlegar.
Ég sé enga upphefð í að vera blóðtengdur neinum barbörum. Ég er með írskt litarhaft, Sænska beinabyggingu og norska tungu, svo kannski er maður sitt lítið af hverju.
Af ferðum mínum um Sognfjörð í noregi veit ég það eitt að þeir vestlendingar sem innst í afdölum búa tala nánast Íslensku. Innst í firðinum er Aurdal og Aurland, en þar er fólk mjög meðvitað um að Íslendingar hafi lagt upp þaðan, enda tala þeir eins og örnefnin ekki ólík og hér. Örnefni sem flestir norðmenn hafa ekki hugmynd um hvað þýða en liggja eins og opin bók fyrir mér, gestinum.
Íslendingar eru aufúsugestir í Aurdal (árdal) og litið á þá sem náfrændur. Skemmtilegt og koslig, en hvað til er í þessu öllu hef ég ekki næga þekkingu á til að meta.
Það eina, sem ég sé tengja Íslendinga og Íra er raunar lundarfarið, drykkfelldnin og húmorinn. (kaldhæðnin) Norðmenn eru mjög ólíkir okkur. Reglufastir, ragir og flatir, svona yfirleitt. Þeir plana t.d. fram í tímann, sem þekkist ekki hér. Maður hefur heyrt 15 ára unglinga á rekistefnu um pensjónina sína, ímyndaðu þér.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2011 kl. 19:21
Svanur, mælingar á DNA nútímaíslendinga gefa enga ástæðu til að spenna bogann eins mikið og deCode menn hafa gert. Ef menn vilja í raun vita uppruna Íslendinga, er DNA í beinum þeirra sem bjuggu í nærliggjandi svæðum á Söguöld í samanburði við DNA í beinum Íslendinga það eina sem er vit í að rannsaka og sömuleiðis samanburð á hlutföllum í lengd útlimabeina og örfá non-metric einkenni í beinum fornra Íslendinga.
ÍRSK/gelísk orð og heiti:
Íranöfn: T.d. Írski brunnureru ekki endilega gömul örnefni. Írá undir Eyjafjöllum, er líklega nafn sem gefið var ánni vegna þess að hún var alltaf og er Írarauð.
Írafoss gæti t.d. líka upphaflega verið og þýtt Ýrafoss, þar sem ýra þýðir úði.
Papanöfn: Geta verið tilvísanir í kennileiti sem líktust brjóstum eins og Emilbendir á her að ofan, en líklegt er þó að Papey og Papós hafi fengið nafn sitt af lundanum, prófastinum, sbr. eyjan Papa Stour, eða eyjan Lundy, sem er tilsvarandi norrænt nafn á eyju á keltnesku svæði.
Fræðimenn eins og Jón Aðils, Einar Ólafur Sveinsson og Hermann Pálsson, og sumir samtímamenn okkar settu allar fræðihefðir fyrir róða, þegar kom að uppáhalds gæluverkefni þeirra, keltunum, sem þeir sáu alls staðar, en þó ekki.
Útlendingar hafa líka reynt fyrir sér. Gad Rausing setti fram fráleita tilgátu um nafnið Ísland. Hann hélt því fram í grein árið 1980, að nafnið væri komið úr keltnesku isarnom (járn), þ.e.a.s. járnlandið, með vísan til eldvirkni. En er keltar hafa gefið eyjunni okkar nafn eins og "isarnom", þætt mér líklegt að það hefði verið þekkt í heimildum.
Ýmis staðarnöfn á Íslandi hafa "gelískar" rætur, en þurfa þó ekki að hafa verið settar á kennileiti í við upphaf byggðar.
Orð eins og brekán, ábreiða, des, heydes, heystakkur, gjalti í orðasambandinu verða að gjalti, sem í nútímamáli merkir fara hjá sér, fuglsheitið jaðrakan, kapall, hestur, kláfur,hrip, heymeis', fjalaköttur 'músagildra'.
En ef vel er að gáð, þurfa þessi orð ekki að vera komin úr gelísku frekar en latínu, t.d. Kapall, caballus
Mannanöfnin (ca. 10) geta öll hafa komið síðar en við landnám, en eins og ég sagði áður þá voru hér einstaklingar frá Bretlandseyjum, með norrænum Landnámsmönnum. Það vitum við með vissu úr rituðum heimildum og með hjálp mannfræðirannsókna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 19:40
Jón Steinar, ég er sammála þér. Landnámsmenn frá Noregi flýðu þaðan vegna þess að þar var komið til valda óþolandi fólk, sem fannst þeir sem fluttu til Íslands algjörlega óferjandi. Og er svo enn. En það er nú misjafn sauðurinn í Noregi eins og á Íslandi.
Unglingar, sem plana pensjón sína eru afkomendur fylgjenda Haralds hárfagra. Við erum aflkomendur uppreisnarliðs líkt og Írar, og því er greinilega andlegur skyldleiki, en ég efast um að hann sé allur vegna genanna.
Írar eru miklu fyndnari en Íslendingar, en sem betur fer eru til írskar týpur á Íslandi - annars væri hér ólíft. Grín, gaman og hlátur er í genum allra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 19:50
Þakka þér fyrir þetta yfirlit yfir niðurstöður fornleifafræðinnar hvað írskar menjar varðar. Eins áleitnar og endurskoðunarkenningar hljóma, verður það sem kemur upp úr jörðinni að styðja við þær. Annars eru kenningarnar bara skemmtileg ævintýri.
Ég er hættur að nota moggabloggið og því hefur ekkert upp á sig að bæta þér aftur á vinalistann. Ef þú ert á FB, þá skulum við nálgast hver annan þar.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.6.2011 kl. 20:04
Þeir heiðnir menn, sem flýðu strendur Noregs, og höfnuðu á Íslandi, töldu sig geta fundið betra líf annars staðar en við regnbarðar, vogskornar strendur Noregs. Ástæðurnar hafa eflaust verið af ýmsum toga, ekki bara pólitískar. Ef til vill voru þeir orðnir þreyttir á vestnorsku slagviðri, hver veit? Þó svo að rigningin geti verið góð, þá krefst það einbeitts vilja að geta brosað framan í svo mikla rigningu og heimsækir t.d. vestur Noreg ár hvert ...
Á svipuðum tíma voru danskir stríðshöfðingjar að leggja undir sig lönd á Bretlandseyjum, drepa þar mann og annan auk þess að setjast þar að til langframa. Þaðan (ströndum North-Umbria, East Anglia, eyjanna o.fl.) barst og fólk til Íslands; fólk sem hafði blandast söxum, bretum, englum, keltum/Írum og jafnvel walesverjum. Þrælahald var mjög algengt og Danir tóku með sér þræla frá Írlandi í stórum stíl, sem þeir færðu sér í nyt á Englandi, Danmörku og víðar. Þrælakonur voru sigurherrunum til taks og gáfu af sér afkvæmi.
Hvað sem líður þeirri blöndun, sem átt hefur sér stað og hefur skapað Íslendinga, þá verður seint fengist úr því skorið í hvaða hlutföllum þessi blöndun hefur verið. Eitt er þó víst, að frændsemin við Norðmenn er all nokkur en fráleitt svo að maður fyllist sérstakrar skyldleikatilfinningar þegar maður umgengst Norðmenn - hvað útlitið varðar. Hins vegar kom það mér á óvart að sjá svo mörg kunnugleg andlit þegar ég heimsótti bæði Dublin og Belfast.
Mér líkar það, að vera talinn skyldur Keltum á einn eða annan veg. Of mikill skyldleiki við Norðmenn er ekki heillandi, þó ekki væri annað en að þeir greyin hafa um langan aldur reynt að stela þeim fáu fjöðrum sem íslensk þjóð hefur að bjóða heimsbyggðinni. Ekki er langt síðan þeir kenndu börnum sínum að Leifur Eiríksson hafi verið norskur, sem og Snorri Sturluson, og svo er þessi óþolandi flokkur Íslendinga, sem munar ekki um að fara betliveg til Noregsstranda til uppbyggingar á stafkirkjum á Íslandi og öðrum óþarfa.
Þar til annað og sannara reynist ætla ég að horfa til þess að vera kominn af einhvers konar blöndu norrænna og keltneskra manna. Sú tilhugsun er, þrátt fyrir allt, nokkuð heillandi.
Ólafur Als, 6.6.2011 kl. 21:05
Það er eitt, sem allir virðast hafa gleymt gjörsamlega: Hér voru danskir kaupmenn og hlaupatíkur þeirra að sniglast í hátt í sjö hundruð ár. Íslenskar meyjar hafa ávallt þótt einstaklega lausgyrtar, einkum þegar þær hafa útlendinga í sigtinu. Blöndun við þessa Dani hefur staðið lengur og verið meiri en við nokkra aðra, en hvers vegna talar enginn um þetta?
Gleymum ekki blessuðum Baununum!
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.6.2011 kl. 21:20
Já Ólafur og Vilhjálmur, við erum mikil blanda fyrr og síðar. Eftir Landnám voru hér danskir embættismenn, enskir og írskir duggarar, Baskar, Hollendingar, Þjóðverjar, norskir hvalveiðimenn, Frakkar austur á Fjörðum, Bretinn, Kaninn, þýskir nasistar og gyðingar, flippar og tælenskar konur, og svo hinir og þessu úr ýmsum áttum. Ef Íslendingar eru eins lítið blandaðir og deCode hefur haldið fram í áróðri sínum, væru þeir fyrir löngu útdauðir. Það þarf um 3% eða meira nýtt blóð til að þjóð eins og Íslendingar úrkynjist ekki.
Á Íslandi sáu konur til þess að gömul og slök gen væru endurnýjuð. Hér rak alltaf góðan undaneldisgrip á fjörur þeirra. Venjulega gera menn ráð fyrir því að 8-12% allra manna séu rangt feðraðir.
Konurnar sáu alltaf þegar ráða þurfti bót í kynbótastarfinu, t.d. þegar neðri vörin var farin að skaga fram, allir voru orðnir eins í útliti í sveitinni og voru með sömu kækina og töluðu hægar og hægar. Við erum flest öll afrakstur þess þarfa starfs íslenskra kvenna, sem ekki var síður nauðsynlegt en framleiðsla vaðmáls og strokkun smjörs. Fjallkonan vissi alltaf hvenær þjóðin þurfti í endurvinnslu.
Við erum því ekki öll sams konar fólk og í upphafi settist að á Íslandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.6.2011 kl. 22:16
Ég er reyndar sannfærður um að við Íslendingar erum afkomendur sauðkindarinnar, eins sauðheimskir og sauðþráir og við erum. Svo finnst mér ekki ólíklegt að það finnist í okkur smá keltneskt blóð í ljósi þess að hingað flæktust einstaka einmanna Írar sem leituðu sér félagsskapar hjá sauðkindinni.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2011 kl. 08:24
Helgi, ertu animalisti? Ég spyr bara af forvitni. Er ekki líklegra að suðkindin sé hinn eiginlega landnáms...skepna. Einhver forystusauður batt saman 20 ær á dindlinum og flaut á þeim til Íslands og bjó í hellum við sjó á vetrum og nartaði þar þara.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.6.2011 kl. 11:58
Af hverju taka engar konur þátt í þessari umræðu. Ég hef lúmskan grun um að íslenskar konur séu að taka völdin meðan karlarnir rugla um landnám á netinu. Sniðugar þessar konur!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.6.2011 kl. 11:59
Eða, eins og kerlingin sagði: „Allir menn eru komnir af öpum nema Íslendingar.
Þeir eru komnir af Norðmönnum.“
Vilhjálmur Eyþórsson, 7.6.2011 kl. 19:58
Látið nú ekki stríðnina í Vilhjálmi gera ykkur að öpum, - nú eða pöpum, því hún er að virka vel sem eldsneyti í fjörlegan og skemmtilegan bloggþátt.
Best að bæta aðeins á.
Byrjum á aðferðarfræðinni. Vilhjálmur hangir á því að illa gangi að finna beinar sannanir með t.a.m. munum frá papískum tímum. Þetta kom mér nokkuð á óvart, því að þessi aðferð er sú sem helfarar-afneitendur nota sem mest til að draga úr mögulegu umfangi hennar. Það vantar öskuleifarnar, það vantar konsentreringu í Zyklon-B, það vantar flutningsskýrslur og þar fram eftir götunum Kom mér aðeins á óvart, - en þetta er reyndar vísindaleg nálgun.
Komum svo að möguleikanum. Þar hef ég alltaf verið skeptíker, því hafi hér verið Írar og þeir einsetumenn, þá hafa þeir verið örfáir, óvíða, og kannski stundum alls ekki hér. Ég var alltaf frekar trúaður á svona smá fjölskyldusellur, þar sem stunduð hefuð verið kvikfjárrækt, og fólk sett sig niður á hentuga staði þar sem hægt var með beit, skjól og matföng. Fjölskyldur endurnýja sig, einsetumenn ekki, og sjóflutningsgeta Íra var ekkert á móti því sem Norðmenn höfðu. Sem sagt, afar erfitt verkefni að halda úti einhverri geldkallabyggð með tilheyrandi endurnýjun.
Og svo aðeins meira um DNA. Var búinn að lesa fullt um þetta áður en DeCode varð til. Háraliturinn er tiltölulega blandaður og ef eitthvað er, líkari því sem gerist hjá Keltum. Það verður að taka með í reikninginn bæði eldri og yngri blöndun, - Bretlandseyjar blönduðust Rómverjum hér áður, og svo seinna öllum fjandanum, og þar, sem svo á norðurlöndum er innbyrðis munur eftir svæðum.
Raddsvið (og dýpt) hefur verið rannsakað, - við erum þar líkastir Írum, og ef ég man rétt, Walesbúum. Norðmenn eru miklu meiri bassar.
Blóðflokkar, - aftur skera Norðmenn sig verulega úr með A flokk sem þann algengasta, á meðan okkar % hlutföll eru líkust Bretlandseyjum. (hoho, ég er rauðhaus með bassa, og í A- flokki)
Svo er það besta. Það þýðir eiginlega ekkert að þræta um blöndun okkar við Kelta, því að þó Írar hefðu ekki getað sett hér upp byggð fyrir landnám, þá þýðir það ekkert, því hinir Norrænu sáu vel um þetta sjálfir. Það var blöndun í gangi á landnámstíma alveg höjre-venstre, og fullt af keltnesk-ættuðu fólki í umferð. Það er aragrúi af tilvitnunum í þetta í fornum ritum, og engin sérstök feimni með það.
Gaman væri svo að fá vinkil á hellabyggðirnar í Rangárvallasýslu.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 10:18
Kannski væri ráð að fá Vilhjálm heim til að rannsaka hellabyggðirnar í Rangárvallasýslu og Kollabúðir í Þorskafirði til vara.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2011 kl. 11:24
Mæltu manna heilastur Svanur! Auðvitað.
Það er eitthvað í gangi með skráningar og merkingar, en lítt hefur verið hreyfð jörð.
Þeir eru víða, með Rangá og á Gaddstaðaflötum, í og við Hvolsfjall, alveg upp að Þórunúpi.
Einn fannst á Hellu þegar gerður var kjallari fyrir ekki mjög mörgum árum.
Ég ætla að reyna að kíkja á nokkra lítt þekkta í sumar, og skal henda hér inn link um þá sem til eru, ef ég finn hann.
Jón Logi (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 11:51
Jón Logi, fjarvera sannana fyrir veru svonefndra papa á Íslandi,hefur engin tengsl við Helfararafneitun. Þessi analógía þín, sem þú reynir að smyrja á mig, er afar ógeðfelld. Aðferðafræði mín er að benda á staðreyndir. Staðreyndin er sú, að fyrir utan Ara fróða, rausara og rugludalla, er ekkert vitað um svo kallaða papa á Íslandi. Helfararafneitendur afneita staðreyndum og skrumskæla þær, og það gerir þú líka í athugasemd þinni.
Áður en þú notar orðið "Kelta", eins og þú værir nasisti, þá ættir þú að segja okkur hvað sameinar svonefnda Kelta. Ég vissi ekki að menn væru að bera okkur saman við Kelta. Keltar eru ekki nein genetísk heild!
Raddarannsóknir þær sem þú nefnir hef ég aldrei heyrt um, og þætti mér gaman að sjá hvaða vísindi það eru.
Jón Logi og Svanur, Hellar hafa reyndar verið rannsakaðir og út hafa verið gefin rit og bækur um efnið, þar sem óskhyggjan um papa loðir við þótt menn verði að bíta í það súra epli að hellarnir hafa ekki verið gerðir af pöpum. Manngerðir hellar á Suðurlandi hafa enn sem komið er ekki reynst frá því fyrir Landnám. Krossar í hellum á Íslandi eru engir með lagi, sem gerir þá sérstaklega "keltneska", írska eða eldri en hefðbundið landnám á síðari hluta 9. aldar.
Jón Logi, ef þú segir mig þræta fyrir blöndun Norðmanna við fólk frá Bretlandseyjum, þá ert þú að vaða í villu og hefur ekki lesið færslu mína. Hún er bara ekki eins mikil og deCode-verjar halda fram út frá dna-rannsóknum á nútímafólki, sem er meira blandað en deCode hefur haldið fram. Ef viðkoman hefði ekki verið meiri en sú sem þeir hafa haldið fram til að fullvissa lyfjarisa um ágæti gagnagrunns síns, byggi á Íslandi einvala lið af aumingjum. Stundum mætti nú samt halda að þeir séu ófáir, en það eru annars konar bjánar.
Að lokum: Mér var ekki stríðni í huga. Vísindaleg rök benda ekki til byggðar papa á Íslandi. En mér hefur vissulega, eins og oft áður, tekist að láta menn æsa sig út af kreddum. Fátt æsir menn meira. Sjáið t.d. umræður um trúarbrögð, á báða bóga. M.a. þess vegna taka konur, sem eru meiri greindarverur en karlar, ekki þátt í að verja veru papa á Íslandi. Hvað er meira óintressant?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.6.2011 kl. 08:04
Svona svona, þessi punktur minn komst víst ekki nógu réttur út. Ég meina bara að skortur á glerhörðum sönnunum dugar ekki endilega til afsönnunar. Sem er nákvæmlega uppáhaldsaðferð afneitunarsinna. En það er náttúrulega sitthvað þegar einhverjar púslur vantar í spilið heldur en þegar engin púsla er í spilinu.
En hvað þó með hellana sjálfa? Þeir voru að mér skilst margir hverjir grafnir út, sem er svo best ég veit alls ekki týpískt vinnulag norrænna manna. Myndir þú þá telja að þeir tilheyri kannski upphafi landnáms þeirra? Og að klórið í þeim sé frá því eftir 1.000? Var þetta skammtímalausn vegna efnisskorts í upphafi landnáms? Er nokkur leið að staðfesta graftrartímann? Þetta væri gaman að skoða betur.
Verð nú að játa það að einhver vera þeirra hérna þykir mér ekki ósennileg, og svo var frá upphafilandnáms margur þrællinn ættaður af Bretlandseyjum.
En blóðblöndun eftir það er furðu lítil. Það er ekki óeðlilegt eins og samgöngur og aðbúnaður var hér um aldir. Ísland var ekki árennilegur staður til að setjast að, - en....náttúran hefur nú oft sinn gang fyrir því, - hér voru lengi Danir, og svo komu Fransmenn með smá krydd, og svo er 20. öldin all-skrautleg. Þetta hefur kannski rétt dugað til þess að halda okkur frá algerri innræktun þótt að heyrst hafi af henni, - en þá ertu reyndar kominn meira inn á líffræðisviðið, og það hvað getur gerst við mjög einbeitta innræktum, sem ég þekki nokk úr mínu fagi ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 10:02
Vöntun sönnunargagna fyrir tilvist er ekki sönnun fyrir tilvist, Jón Logi. Helfararafneitarar afneita tilvist sönnunargagna og raka, og túlka sömuleiðis söguna á sinn sjúklega máta. Stundum þykja mér líka rök keltaáhugamanna á Íslandi nokkuð langsótt og krönk.
Hellar voru grafnir á Íslandi, því berggrunnur leyfir það. Móberg og setlög eru sums staðar nógu mjúk til að skafa út helli á fremur stuttum tíma. Í Skandínavíu er bergið allt annað. Á Írlandi eru hörð sandsteinslög (Lithískt Arenít, sem notuð voru í hverfisteina, sem t.d. voru fluttir til Íslands á 12. og 13. öld). Þau sandsteinslög er líka að finna á austurströnd Bandaríkjanna, þaðan sem hverfisteinar voru fluttir til Íslands á 20. öld. En ekki hafa verið grafnir hellar í þessi lög.
Menn flytja oft byggingarhefð sína til nýrra landa, en verða líka að aðlaga sig að aðstæðum, t.d. á svæðum þar sem enginn byggingarviður var.
Svo hafa papar, sem að sögn sigldu á skinnbátum til Íslands, ekki haft með sér haka og önnur þung verkfæri fyrir hellagerð, þegar þeir þurftu auðvitað að fylla tuðrurnar með vistum, og nógu andskoti mörgum böglum, bókum og bjöllum (írskar bjöllur eru stórar). Krossana, sem oft vógu mikið, skildu þeir þó örugglega eftir, samkvæmt papistum á Íslandi. Þeir krotuðu þá bara á veggi hellanna. En krossarnir í hellum á Íslandi eru þó ekki írskir, "keltneskir", "gelískir" eða nokkuð af því sem keltómaníakar hafa verið að halda fram.
Á Írlandi og Skotlandi finna menn rústir lítilla einsetumannhúsa stundum í þyrpingum. Engar slíkar hafa fundist á Íslandi eða i Færeyjum, og fyrst menn gátu byggt hús eins og þetta hér á myndinni, er furðulegt, að þeir hafi misst hæfileikann til að gera það á Íslandi eða í Færeyjum. Paparnir voru kannski svo eftir sig eftir sjóferðina, eða uppteknir í að skrásetja allar bjöllurnar, baglana og bókasöfnin, sem þeir tóku með sér til landsins?
Mér þykrir líklegt að manngerðir hellar á Íslandi séu frá því á 11. öld fram á 16. öld. Þetta voru hin ágætustu gripahús, þótt upphaflega gætu sumir hellanna hafa verið vistarverur manna.
Það væri gaman að grafa í fleiri þeirra, en fjármagn er af mjög skornum skammti á Íslandi og slík rannsókn yrði dýr. Ég tek það gjarna að mér af opnum hug, ef eitthvert sveitafélagið hefur nokkrar milljónir aflögu.
Fornleifafaræðin á Íslandi flýtur ekki lengur í peningum, eins og hún gerði í nokkur ár vegna 2000 heilkennanna. Kannski var það þess vegna, að Bjarni Einarsson lýsti því yfir um daginn að hann væri með rúst frá því fyrir hefðbundið Landnám? Ég er ekki ánægður með niðurstöðu hans með hjálp einnar kolefnisaldursgreiningar, sem þú getur lesið um í færslunni á undan þessari.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2011 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.