Leita í fréttum mbl.is

Af siđferđi og siđleysi í íslenskri fornleifafrćđi

ETHICS

Í dag las ég heilmikla gagnrýni á Fornleifastofnun Íslands, (FSÍ), í Morgunblađinu (sjá hér). Ţađ sem ţar kemur fram er hrikalegt. Ég hef enga ástćđu til ađ draga ţađ sem ég las í efa, vegna ţekkingar minnar á líkum málum. Sérstaklega ţykir mér framkoma Thomas H. McGovern viđ Albínu Huldu Pálsdóttur, sem hann bókstaflega flćmdi úr doktorsnámi, vera glćp.  Ég er ekki í vafa um ađ ađferđ sú sem hann beitir gegn henni stangast á viđ reglur CUNY og venjulegt siđferđi og siđfrćđi viđ háskóla í Bandaríkjunum. McGovern er samstarfsmađur FÍS, sem úthýsa vildi Albínu af markađi sem ţeir hafa geta stjórnađ ađ vild vegna góđra sambanda og ríkisfyrirgreiđslu sem ađrir hafa ekki notiđ.

Ég ţekki og ţekkti til nokkurra ţeirra sem nefndir eru til sögunnar í Morgunblađinu í dag, ţar á međal er Thomas H. McGovern. Siđleysi hans kynntist ég á eigin líkama fyrir langa löngu. Ég vann eitt sinn međ honum ađ verkefni í Strandasýslu. Ţađ stóđ lengi á ţví ađ fjölţjóđlegur hópur sem rannsaka vildi í Strandasýslu fengi tilskilin leyfi frá Fornleifanefnd, sem ţá gaf út slík leyfi. Ýmsar upplýsingar vantađi frá umsćkjanda. En ţrátt fyrir ađ leyfi vćri ekki enn komiđ eftir langa biđ, hófu bandarískir og kanadískur fornleifafrćđingar rannsóknir í leyfisleysi, og ţađ án minnar vitundar. Ég vara ađ skrá fornleifar á öđrum stađ og kom einn daginn ađ kanadískum starfsmanni rannsóknarinnar og fyrrverandi samstarfsmanni McGoverns, Thomas Amorosi, ađ óvörum, ţar sem ţeir voru ađ grafa í leyfisleysi í Trékyllisvík. Ţegar ég komst ađ ţessu, ákvađ ég ađ láta af störfum í verkefninu.  Ég bar viđ siđleysi samstarfsmanna minna. Skömmu síđar barst mér bréf frá Thomas H. McGovern, ţar sem hann hafđi í hótunum viđ mig. Hann gaf til ađ mynda í skyn ađ hann myndi sjá til ţess ađ ég myndi aldrei aftur geta fengiđ vinnu í fornleifafrćđi á Íslandi. Hann hótađi ţví einnig ađ beina fjármagni ţví sem hann gćti komiđ međ í rannsóknir á Íslandi til Rússa. Ég óskađi honum góđs gengis og samvinnu viđ Rússa og spurđi hann, hvort hann ćtlađi ađ rannsaka ríkjum ţar sem Rússar stunduđu ţjóđarmorđ. Mér ţótti siđferđi ţessa bandaríska samstarfsmanns míns fyrir neđan allt velsćmi og prísađi mig sćlan fyrir ađ ţurfa ekki ađ hafa meira af honum ađ segja.

Ekki lét McGovern sér ţó ţetta nćgja. Ţegar ég sótti um stöđu á Ţjóđminjasafni Íslands áriđ 1993, ţá ritađi McGovern settum ţjóđminjaverđi bréf til ađ sverta mig. Hann mun einnig hafa sent Háskóla Íslands svipađ níđbréf um mig. Mér var afhent ţetta bréf fljótlega eftir ađ ég hóf störf og geymi ţađ enn, ţví ţađ er eitt siđlausasta plagg sem ég hef fengiđ í hendur á ćvi minni.

Grein sú sem hér fer á eftir fjallar um lélegt siđferđi Orra Vésteinssonar, sem einnig eru nefndur til sögunnar í Morgunblađinu í dag, í frćđigrein áriđ 2008. Međhöfundar međ honum ađ ţeirri grein eru einmitt Thomas H. McGovern og Sophia Perdikaris. Ţau eru einnig nefnd í grein Morgunblađsins, ţar sem sagt er frá ţví hvernig Albínu Huldu Pálsdóttur var fórnađ á svívirđilegan hátt í lágkúrulegri business-fornleifafrćđi á Íslandi, sem FÍS ber einna mesta ábyrgđ á.

 

 

Skítleg vinnubrögđ í fornleifadeild HÍ

eftir Vilhjálm Örn Vilhjálmsson

Nýveriđ rak ég augun í frćđigrein í virtu riti, Arctic Anthropology, ţar sem ţví var haldiđ fram ađ Ţjórsárdalur hafi fariđ í eyđi miklu síđar en jarđfrćđingar og ađrir hafa haldir fram í árarađir. Ţetta stangast reyndar á viđ ţađ sem lesa má um Ţjórsárdal og Stöng í Ţjórsárdal á veraldarvefnum og í ritum flestra jarđfrćđinga eftir 1949, ţegar Sigurđur Ţórarinsson tilkynnti í fyrsta sinn breytingu á aldursgreiningu eyđingarinnar í Ţjóđviljanum og sagđi hana hafa átt sér stađ áriđ 1104. Áđur hafđi hann haldiđ ţví fram ađ hún hefđi átt sér stađ áriđ 1300.

Bćjarrústirnar á Stöng og byggđin í dalnum eru ţví iđulega sögđ hafa fariđ í eyđi í Heklugosinu áriđ 1104. Ţađ er orđin hefđ fyrir ţví og flestir ţekkja ekki, eđa vilja ekki ţekkjast viđ tilgátur mína um ađ byggđin hafi fariđ í eyđi meira en hundrađ árum síđar. Ţađ er ađ segja á 13. öld. Hana setti ég upphaflega fram viđ Kristján Eldjárni á Sóleyjargötunni áriđ 1982 og síđan vann ég lengi ađ ţví ađ sýna fram á réttmćti tilgátu minnar.

Dr. Sigurđur Ţórarinsson lauk margra ára rannsóknum sínum á gjóskufrćđi Heklu međ ţví ađ halda ţví fram ađ Eldgos í Heklu áriđ 1104 hefđi grandađ byggđ í Ţjórsárdal. Áđur hafđi hann oft skipt um skođun á eyđingunni, eins og góđum frćđimanni sćmir.  Vafinn á nefnilega ávallt ađ ráđa. Arftakar Sigurđar Ţórarinsson og lćrisveinar hafa hins vegar veriđ gjarnir á ađ líta á niđurstöđur hans sem heilagan sannleika, sem er líklega ţađ leiđinlegasta sem gerst getur fyrir minningu og frćđi merkra manna. Frćđi eru, og verđa ávallt, tímanna tákn. Vitnisburđur ţess tíma sem menn lifđu á, en ekki endanlegur sannleikur.

unniđ á öllum hćđum 2
Myndin er frá rannsóknum á kirkjurúst á Stöng í Ţjórsárdal sumariđ 1993

 

Rannsóknir mínar á fornleifum á Stöng og forgripum, sem fóru fram á tímabilinu 1983-1996, og sem er hćgt ađ lesa um í ţessum ritum, sýndu hins vegar greinilega, ađ Ţjórsárdalur fór ekki eyđi áriđ 1104, heldur á 13. öld, eđa ţó nokkkru eftir 1200. Ég get ţví miđur ekki sett búsetulokin upp á neitt eitt ár, ţví ţađ var ekki eitt stakt eldgos sem olli eyđingu byggđarinnar. Forngripir, kolefnisaldursgreiningar og afstađa jarđlaga sýndu ţađ glögglega. Dalurinn og margir bćir í honum fóru í eyđi í kjölfar versnandi jarđagćđa, vegna áhrifa eldgosa, vegna kólnandi veđurfars, vegna ofbeitar og einnig vegna uppblásturs. Ástćđurnar voru ţannig margţćttar.  Ţetta hef ég skrifađ um í ađ minnsta kosti 7 ritum og m.a. í  Lesbók Morgunblađsins.

Fyrrnefnd grein frá 2008 í Arctic Anthropology, sem lýsir niđurstöđum rannsókna á jarđvegssniđum í Ţjórsárdal, er eftir vísindamenn frá mismunandi löndum. Sumir ţeirra voru ekki einu sinni viđstaddir rannsóknina sem ţeir eru međhöfundar ađ grein um.  Ţađ er lenska í löndum ţar sem menn ţurfa ađ sýna ákveđinn fjölda frćđigreina á ári til ađ halda stöđu sinni. Til ađ gera langt mál stutt, komast ţeir ađ sömu meginniđurstöđu og ég, og get ég ekki annađ en fagnađ ţví. Ţví fyrir nokkrum árum var ţađ sem ég skrifađi og sagđi taliđ til villutrúar, og skrifuđu menn um mín frćđi međ ćrumeiđingum, ţví ţeir álitu ađ ég vćri ađ sverta menningu Sigurđar Ţórarinssonar er ég dró niđurstöđur hans í efa.  Gagnrýni á guđfeđur ógagnrýninna lagsmanna, er ávallt taliđ vera guđlast.

En viđ nánari lesningu sá  ég, ađ ég á greinilega ekki ađ njóta sannmćlis í greininni eftir Orra og félaga hans í útlöndum, eđa heiđursins af ţví ađ hafa leyst eitt stćrsta vandamál íslenskrar fornleifafrćđi, aldursgreiningu byggđar í Ţjórsárdal, sem velktist fyrir mönnum á síđari hluta 20. aldar vegna ađferđafrćđilegra nćrsýni íslenskra gjóskufrćđinga og ýmissa fornleifafrćđinga og sagnfrćđinga. Ţannig er t.d. enn á sýningu Ţjóđminjasafni Íslands greint frá Stöng í Ţjórsárdal sem bć sem fór í eyđi áriđ 1104. Ţađ vekur ţó undran, ţví ađ í sömu sýningu nokkrum metrum frá upplýsingunni um eyđingu byggđar áriđ 1104, er upplýst ađ byggđ hafi haldist fram undir 1200.

Sýni vilhj
 

Höfundur tekur gjóskulagasýni á Stöng í Ţjórsárdal 1993

 

Í greininni í Arctic Anthropology er ýjađ ađ ţví ađ ég hafi ekki látiđ rannsaka gjóskulög á Stöng. Ţetta er mjög ljót rangfćrsla. Jarđfrćđingar og ađrir fornleifafrćđingar komu og sáu sniđin á Stöng, sem eru ađeins umfangsmeiri en sniđ jarđfrćđinganna og síđast ţegar ég gróf á Stöng bađ ég yfirgjóskufrćđing HÍ ađ koma á stađinn. Taldi hún ađ ţađ vćri óđarfi, ţví hún sagđi ađ ég ţekkti öll gjóskulögin.  Ţađ geri ég, reyndar eftir margra ára reynslu, og get líka međ góđri samvisku sagt og sýnt fram á ađ mannvistarlög mynduđust ofan á vikrinum sem féll í Heklugosinu mikla áriđ 1104.

Ég geri ráđ fyrir ţví ađ Íslendingurinn í hópi greinarhöfunda, Orri Vésteinsson, sem er međ doktorspróf í sagnfrćđi, hafi ađstođađ međhöfunda sína viđ ađ finna ţá grein eftir mig sem vitnađ er í, ţar sem samstarfsmenn hans eru ekki talandi á Íslensku né norrćnar tungur, (ţótt greinar á ensku um aldursgreiningar séu nú vissulega líka til eftir mig og hefur einn međhöfunda greinarinnar skrifađ í og ritstýrt ritum ţar sem ţćr komu út). Orri dregur einvörđungu upp fyrstu grein mína um efniđ frá 1989. Ţá var ég  mjög tregur til ađ setja fram neinar heildarniđurstöđur. Ég greindi reyndar frá frá ţví áriđ 1989 og hef greint frá ţví á fjölmörgum stöđum síđan, ađ ég telji ađ eyđing Ţjórsárdals hafi átt sér stađ vegna margra ţátta. Ţađ má t.d. lesa hér í hinu víđlesna fornleifafrćđiriti danska, Skalk (1996), hér og hér.

sýnataka 1992
Gjóskulögum var gefinn mjög mikill gaumur viđ rannsóknir á Stöng, en ekki var eingöngu
stuđst viđ ţau viđ endurskođun aldursgreiningar byggđar í Ţjóđarsárdal. Til eru ađrar og
áreiđanlegri ađferđir til aldursgreininga.

 

En Orri Vésteinsson dósent í fornleifafrćđi viđ Háskóla Íslands er ekki betur ađ sér í ţví sem ritađ hefur veriđ um Ţjórsárdalinn á síđustu áratugum, ađ hann velur elstu ritgerđ mína birta um efniđ til ađ vitna í. Hentugt, ţví hann og međhöfundar hans halda ţví fram ađ ég hafi ekki komist ađ sömu niđurstöđu og ţeir. Mikiđ rétt. Ţegar greinin sem vitnađ er í var rituđ áriđ 1989, var ég ekki búinn ađ rannsaka nóg til ađ koma međ neinar afgerandi niđurstöđur.  En ég greindi vissulega frá ţeim síđar, m.a. í grein í norsku riti sem dr. Orri Vésteinsson hefur meira ađ segja vitnađ í í doktorsritgerđ sinni í sagnfrćđi frá Lundúnaháskóla.   

Í stađ ţess ađ fara rétt međ um rannsóknir mínar, gerir Orri mikiđ úr ţví ađ ég hafi bent á ađ brot úr leirkeri af enskri gerđ, sem sérfrćđingar á Englandi vildu ađeins aldursgreina til 13. aldar, hafi ekki passađ viđ eyđingu byggđar í Ţjórsárdal áriđ 1104. Ţessi eini gripur var ađeins lítiđ brot af öllum ţeim rökum og niđurstöđum sem bentu í ţá átt ađ Stöng og mikill hluti Ţjórsárdals gćti ekki hafa fariđ í eyđi áriđ 1104. Orra Vésteinssyni ćtti ađ hafa veriđ í fersku minni, ađ ýmsir samstarfsmenn hans gegnum árin gerđu ţví skóna ađ ţeir bresku sérfrćđingar, međ sérţekkingu á leirkerategund ţeirri sem brotiđ á Stöng var af, vissu ekkert hvađ ţeir voru ađ tala um.

En nú vitum viđ ţađ. Orri og Dugmore og eitthvađ fólk frá Ameríku, sem ekki var á stađnum ţegar ţessar rannsóknir í Ţjórsárdal fóru fram, eru nú búin ađ sýna okkur ađ Grimston leirker frá 13. öld á Stöng séu ekki óeđlilegur hlutur.

Ţađ var ég ţegar búinn ađ gera í rannsóknarskýrslu áriđ 1983 og í Kandídatsritgerđ áriđ 1985. Brotiđ hefur veriđ kynnt og ferđast međ víkingasýningum um Evrópu sem forngripur frá 13. öld.  Orri og samstarfsmenn hans hafa greinilega ekki fylgst međ. Margt hefur greinilega fariđ fram hjá ţeim sem kenna komandi kynslóđum fornleifafrćđinga á Íslandi í HÍ.

Ţetta er ađ mínu mati ljót og lítilsigld heimildameđferđ, og vísvitandi ţöggun á niđurstöđum annarra og er Orra Vesteinssyni og Háskóla Íslands til háborinnar skammar.  Hugsar mađur til afleiđinganna fyrir Hannes Hólmstein Gissurarson, sem menn töldu vitna of mikiđ í ađra, hvernig verđur starfsmađur Hí sem sniđgengur niđurstöđur annarra međhöndlađur? Ég býst náttúrulega viđ ţví ađ HÍ ađhafist eitthvađ, nema ađ sniđganga og tilvitnunarleysi sé viđurkenndar ađferđir í HÍ.

Bjarni teiknar
Dr. Bjarni F. Einarsson viđ mćlingar á Stöng í Ţjórsárdal

 

En ađ betur athuguđu máli held ég ađ HÍ geri mannamun. Menn ćrđust í HÍ út af Hannesi, en Orri er stikkfrí. Enda á réttum reit í pólitíkinni á sérhverjum tíma. Reyndar hefur Orri Vésteinsson áđur stundađ ţann ljóta leik, ađ gera niđurstöđur annarra ađ sínum međ ţví ađ vitna ekki í, eđa einfaldlega rangt í upphafsmenn tilgátna eđa ađ sniđganga niđurstöđur annarra, t.d. doktors Bjarna Einarssonar. Ţess eru dćmi ađ niđurstöđur ýmissa íslenskra fornleifafrćđinga séu ekki međ í kennsluefni HÍ í fornleifafrćđi. Ţessu hlýtur Orri ađ stjórna. Eins og kennsluefniđ er úr garđi gert, virđist ţađ ekki vera nein tilviljun. Íslensk fornleifafrćđi er ekki kennd í heild sinni. Ađeins ţađ sem hentar ákveđinni klíku. Annađ er ţaggađ niđur.

Ég hafđi samband viđ ađalhöfund greinarinnar  í Arctic Anthropology, sömuleiđis ritstjóra ţess Susan Kaplan og Orra Vésteinsson vegna óánćgju minnar međ vinnubrögđin í greininni og lélegar tilvitnanir í vísinda- og frćđistörf mín. Orri er ţögull sem gröfin. Hann svarar greinilega ekki gagnrýni. Hvađ getur hann líka sagt? Vill hann halda ţví fram ađ hann hafi uppgötvađ ađ Ţjórsárdalur fór ekki í eyđi í byrjun 12. aldar?

Hvađ sem öđru líđur, og ţó svo ađ Orri og félagar vilji nćla í heiđurinn fyrir ţađ sem ég skrifađi m.a. grein um í Árbók Fornleifafélagsins áriđ 1991 og fékk ekkert annađ en ćrumeiđandi svargrein fyrir frá jarđfrćđingi viđ HÍ, er augljóst ađ Ţjóđminjasafn Íslands verđur ađ endurskođa fastasýningu sína (meira um ţađ síđar). Ţar er einfaldlega fariđ međ rangt og mótsagnakennt mál um endalok miđaldabyggđarinnar í Ţjórsárdal. Vćntanlega tekur Orri undir ţađ međ mér - og fćr jafnvel heiđurinn fyrir - og vonandi eins og eina ćrumeiđandi grein frá einhverjum gallsúrum jarđfrćđingi.

Kannski eru siđferđilega hćpnar ađferđir í tengslum viđ Fornleifadeild HÍ algengari en grein Morgunblađsins ţann 20.5.2009 gefur til kynna?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Nei, mćttur aftur í bloggleikinn háheilagur eftir dvöl í landinu helga!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 21.5.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurđur, segđu mér ekki ađ ekki ađ ţú hafir saknađ mín? Ég er reyndar enn í landinu helga

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.5.2009 kl. 15:47

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fornleifastofnun svarar fyrir sig: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/21/fornleifastofnun_visar_asokunum_a_bugd/ 

FSÍ virđist leika ţann gamla leik ađ heimta upplýsingar frá öllum öđrum en jafnframt neita ađ gera hreint fyrir eigin dyrum. Ţađ er ekki trúverđugt.

Katrín Jakobsdóttir skýrir máliđ hér og afstöđuna til FSÍ: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/21/til_alvarlegrar_skodunar/

og Háskólinn er ađ reyna ađ ţvo hendur sínar, fullar af skít: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/21/athugasemd_fra_haskola_islands/

FSÍ myndi aldrei hafa orđiđ til í velferđarríki ađ norrćnni fyrirmynd. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.5.2009 kl. 16:48

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćl Bjarnheiđur. Ćtli sé búiđ ađ fjarlćgja athugsemd McGovern? Ég get ekki fundiđ hana.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.5.2009 kl. 12:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband