Leita í fréttum mbl.is

Blýbiblían - Biblia Plumba(ta) ??

lead Codex

 

segja heimsfjölmiđlar frá blýbiblíu nokkurri, sem á ađ hafa fundist á mjög afskekktum stađ í Jórdaníu. Jössus minn! Ég held mig á mottunni ţangađ til ég hef séđ og lesiđ meira. Heilar 70 "bćkur" úr blýi, sem bundnar eru međ blýţrćđi, og sumar innsiglađar, hafa fundist - ađ sögn.  Blýbćkurnar eru einnig skreyttar međ ýmsum gyđinglegum táknum. Sumir halda ţví jafnvel fram, ađ bćkurnar séu fyrstu lýsingarnar á kristni og krossfestingu Jesú. Blýplötur, sem skrifađ var á međ stýl (stylus), voru algengar međal Rómverja og annarra á tímum Jesú Jósefssonar Guđssonar, en mér sýnist af ţeim fáu myndum sem hafa veriđ sýndar okkur af ţessum blýbókum, ađ stafir, tákn og myndir í ţeim séu ţrykkt á blýiđ. Í Jobsbók segir:  "međ járnmeitli og blýi, höggvin í klett um aldur og ćvi."

 

_51881831_book_464
Myndefniđ er gyđinglegt, og svo er ađ sögn líka kross í einni bókinni, sem er ekki kross heldur T (Tau-kross)
_51881836_book_304
Kjölurinn gćti hafa veriđ settur á í bóksölu stúdenta - í Jerúsalem.

 

Fyrir u.ţ.b. 12. árum keypti safnari nokkur í Sviss 90 sm langa steinhellu af jórdönskum forngripasala (sjá hér). Steinn sá er međ frásögn frá tímum Heródesar, og segir ţar frá Messíasi nokkrum sem hét Símon, sem reis upp til himna á 3. degi. Mér finnst ég ekki hafa heyrt mikiđ um ţessa steinhellu nýlega. En ef einhver Messías, sem reis upp á 3. degi, var á ferđ og flugi á undan honum Jesús smiđssyni frá Nasaret, er ég hrćddur um ađ ég verđi ađ fá skýringar kristinna manna sem hafa vit á slíkum himnaferđum. Var Jesús plagíat og eftirherma? Hér er hćgt ađ lesa ýmislegt fróđlegt um steininn sem segir frá Símoni Messíasi.

Messías er, eins og ţiđ vitiđ öll, enn ekki kominn, en ţađ er von á honum - er mér sagt.

Meira lestravert, međan ég held í minn vafa og bíđ eftir messíasi:

http://www.scribd.com/doc/51540533/Lead-Plates-Press-Release

http://neilsilberman.wordpress.com/

http://thebiblicalworld.blogspot.com/2011/03/new-manuscripts-detailing-last-years-of.html

_51881828_closeup_3_304
Skreyti og letur í blýbiflíunni frá Jórdaníu - Trúi ţessu ekki fyrr en ég má lesa bćkurnar á Borgarbókasafninu.

mbl.is Elstu rit um kristni fundin?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

"Messías er, eins og ţiđ vitiđ öll, enn ekki kominn, en ţađ er von á honum - er mér sagt."

Ekki veit ég ţađ.

Svanur Gísli Ţorkelsson, 29.3.2011 kl. 18:54

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svanur, ţú ţekktir hann ekki ţótt ţú sćir hann. En bíddu bara hćgur. Hann er á leiđinni...

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.3.2011 kl. 19:27

3 identicon

Er hann ekki orđinn dáldiđ seinn?

Björn I (IP-tala skráđ) 29.3.2011 kl. 22:48

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Seinn? Aldreigi!

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.3.2011 kl. 23:22

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nógu fjandi var ţetta ţung og leiđinleg lesning fyrir. Ađ hafa hana úr blýi bćtir ekki úr skák.

70 hringir bjöllum. Herrarnir sjötí sem sagđir eru hafa klastrađ grískuútgáfunni saman og skírt hana í hausinn á ţví. (Septuagint)

Hún hefur ţó ekki fundist í Sýnagógunni á hćđinni í Nasaret, ţar sem skyldmenni Jesú vildu henda honum niđur. Líklega er ţetta álíka mikil fabúla.

Ég held ekki niđri í mér andanum heldur Villi. Ţetta er fölsun. Mark my words.

Annars átti Messías ekki ađ vera neitt annađ en nýr Davíđ einskonar. Herkonungur, sem myndi redda Gyđingum út úr endalausri niđurlćgingu.  Ţú veist ţessi Davíđ, sem aldrei var til.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2011 kl. 03:01

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars segir Jesú aldrei beinum orđum ađ hann hafi veriđ Messías eđa sonur gvöđs. Hann snýr einatt útúr ef hann er spurđur eđa svarar í hálfkveđnum vísum, svör á borđ viđ: "Ţú sagđir ţađ." og annađ liggaliggalá. Ţađ ađ menn hafi spurt hann ađ ţessu hafa Kristnir tekiđ sem garantí fyrir ađ hann vćri ţađ.

Hann fćrđi ţeim allavega andskotann og helvíti í allri sinni dýrđ, ţađ má hann eiga og sagđi fólki ađ hata allt og alla nema moi. (Lk. 14:26)

Gaman ađ ţessu...og ţó. Ţađ er í raun komiđ alveg ágćtt af ţessum lygasögum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2011 kl. 03:17

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er meira af ţessum stórmerkilegu fundum, sem ótrúlegt nokk koma ekki í fréttum.  Jóhannes skírari er svolítiđ skírari karakter og var ađ öllum líkindum til. Ţađ var ju hann sem spáđi fyrir komu Messíasar var ţađ ekki?

Ţeir voru ađ finna tönn og lćrlegg úr honum í Búlgaríu um dagin. 

Í fyrra höfđu Íranir fundiđ hann heima hjá sér međ haus ög öllu saman. Ţetta ćtti ađ hafa skekiđ heimsfréttirnar en gerđi ekki.  

Ţeir hafa jú gegn öllum líkum fundiđ Jesú líka, ţótt hann hafi hoppađ í heild sinni til himnaí selskap Móse og Elía.  Krossinn er til í brotum í ţýskalandi. Naglanir sem hann var negldur međ, snćriđ sem hann var bundinn međ og kyrtillin sem menn skiptu á milli sín á Golgata. Ţyrnikórónan , forhúđirnar allar, holan sem hann fćddist í, kaleikurinn úr kvöldmáltíđinn og fleira og fleira og fleira til til stađfestingar á tilvist guđmannsins. 

Hvers vegna eru ţá menn ađ ţrátta ţetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2011 kl. 03:33

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Enginn ţráttar nema ţú, Jón Steinar. En ég er hrćddur um ađ Jesús heitir Símon nú. Steinninn í Sviss međ frásögu um upprisu á ţriđja degi er víst alls ekki falsađur ađ sögn fremstu sérfrćđinga. Upprisa var í tísku kringum áriđ 0.

En ţegar ţú ert ađ tala um reliquiin öll eftir Jesús Messías, ertu ađ blanda saman öfgum kaţólskunnar, sem er verslunarkeđja fyrir punt, og sannleikanum sem er ekki auđfundinn. Allir vilja ţví miđur hafa hann niđursođinn og í fjölriti.  

Já hann Yeshu,  ימח שמו וזכרו. Seint munu menn hćtta ađ trúa á hann, og ekki ćtla ég ađ banna ţeim ţađ. Hann var góđmennskan uppmáluđ.

Ef ég segi ađ blýbćkurnar séu fölsun, ţá verđ ég líklega saksóttur af fleiri en einni Maríu. En mér ţykir ţetta allt mjög grunsamlegt, en útiloka ekki neitt. Davíđ var hins vegar til, ţađ er sannađ. Hann var kóngur, bankastjóri um tíma og svo ritstjóri.

Kannski er hann méssías orđinn of seinn Björn og Bergljót, en hann gćti hugsanlega reddađ okkur á Íslandi, ţar sem viđ höfum óhćfa stjórn og stjórnarandstöđu. Nú vantar eiginlega bara asna og meistara sem ríđur honum inn í Reykjavík, međan almenningur syngur "Jóhanna hósíanna" og kastar fíflum úr haga og pálmum úr Blómaval í götuna. Ég er ekki ađ tala um Gnarriđ, ţegar ég skrifa um asna.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2011 kl. 05:06

9 identicon

Aći nú á mađur eftir ađ heyra: Jesú var til, viđ fundum gamlar blýbćkur... galdrar eru raunverulegir, skráđiđ ykkur í ţjóđkirkju/krossinn eđa ađra ruglukollaklúbba
Hell-eljúga

doctore (IP-tala skráđ) 30.3.2011 kl. 09:19

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

síra doctore er í vondu skapi. Hann er kannski hrćddur um ađ blýbćkurnar séu ekta? Hér hefur annars enginn meldađ sig, sem trúir á Jesús. Docore ómakar sig ekki viđ ađ lesa, eins og páfinn, nema ađ hann kunni ţađ ekki, eins og djöfullinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2011 kl. 10:17

11 Smámynd: Mofi

Hverjum er ekki sama um einhvern stein sem einhver saga stendur á?  Ţađ vćri nú lítiđ mál fyrir okkur hérna ađ búa til slíkann stein en ţađ segir ekkert um hvort ađ sagan sé sönn. Ţađ er miklu meira sem gefur okkur ástćđu til ađ trúa ađ Jesú er ekki lygari heldur sagđi satt frá. Hćgt er ađ lesa ţađ sem Hann sagđi samkvćmt fylgjendum Hans og skođa t.d. spádóma sem Hann uppfyllti, eins og t.d. ţennan hérna: Spádómurinn um Föstudaginn Langa   Ţetta er miklu ýtarlegra útskýrt í fyrirlestri á ţessari síđu: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm  fyrirlesturinn er kallađur "Perfect Prophetic Proof of Jesus Christ's Identity"

Mofi, 30.3.2011 kl. 10:28

12 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

 "Hér hefur annars enginn meldađ sig, sem trúir á Jesús."

Hva, er mađur ekki talinn međ á meldingarlistanum einu sinni?

Svanur Gísli Ţorkelsson, 30.3.2011 kl. 11:31

13 identicon

Jesú var ekki neinn lygari, Jesú var ekki til í alvörunni;
Ţađ er algerlega ljóst ađ ţeir sem segjast trúa á Sússa.. ţeir trúa alls ekki á Sússa, ţeir bara neita ađ trúa ţví ađ ţeir sjálfir munu ađ engu verđa ţegar ţeir eru dauđir...
Sjáiđ td hann Mofa, alltaf ađ rugla eitthvađ međ galdrabókina sína og galdrastrákinn hann Sússa... Mofi hoppar og skoppar, ruglar án ríms allt sitt líf... allt tilgangslaust; Lífiđ hans Mofa fer allt í grćđgi í ţađ sem hann getur ekki fengiđ...
Ađ auki, ef einhver guđ vćri virkilega til, ţá myndi sá hinn sami ekki horfa blíđlega til Mofa.. vegna ţess ađ Mofi messar alla daga ađ guđ sé fáfróđur auli og vitleysingur sem elskar ofbeldi/hatur og heimsku mest af öllu

Disclaimer
Ţađ er ekki neinn guđ.. Mofi verđur bara ormafćđi, nema hann láti brenna sig eđa eitthvađ.... Rop

doctore (IP-tala skráđ) 30.3.2011 kl. 11:51

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Doctore, vođa er heimurinn eitthvađ andhverfur ţér í dag.

Svanur, mi scusi, ég hélt ekki ađ Jesús vćri gjaldgengur hjá ţér.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2011 kl. 12:43

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mofi, fyrst mađur getur trúađ á risaeđlur á nútíma jarđar, líkt og ţú gerir, ţá er Jesús ekki svo bilađ dćmi. En ég virđi allar skođanir. Leyfi mér bara ađ hafa meira gaman af sumum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.3.2011 kl. 14:52

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mikiđ eru sumir erfiđir sjálfum sér ţessa dagana. Ţađ má ekki minnast á merkilegar fornminjar, án ţess ađ fólk fari út í eitthvert leiđinda trúarbragđaţrugl. Hvađa sanntrúuđ krisin manneskja myndi standa í ţví ađ svara ţessu?

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.3.2011 kl. 18:15

17 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Upphaflega fćrslan er bćđi fróđleg og skemmtilega framsett ađ mínu mati!

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.3.2011 kl. 18:28

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já kannski okkur verđi ađ óskum okkar um Jóhönnu.  Hún kćmi ríđandi á asna eđa tveim og hyllt sem frelsari og konungur og svo krossfest af sama lýđ tveim dögum síđar eđa svo.

Mér hefur alltaf fundist ađ Gyđingar hafi veriđ svolítiđ lausir í sannfćringunni eins og sést af fagnađarlátunum og hyllingunum á Pálmasunnudeginum og áđur en nokkur gat sagt messy ass, ţá voru ţeir búnir ađ skipta honum út fyrir Bar Abbas (pabbadrenginn).

Já Jesú er víst annálađ óđmenni hjá ţeim sem aldrei hafa gluggađ í bókina. 

Ţađ eru nú ekki bara Kaţólikkarnir sem eru ađ fabúlera til ţess ađ selja minjagripi Villi. Eru ekki Ísraelsmenn nokkuđ ánćgđir međ Nasaret, Betlehem í Júdeu, Golgatha, Getsemane og alla ţessa stađi sem aldrei voru til en var ákveđin stađur eftir bókinni. 

Ţeir eru víst međ borđ sem Jesú smíđađi sem drengur ţarna í Fransiskusarklaustrinu í Nasaret. Mig minnir ađ ţađ sé meira ađ segja borđiđ sem hann notađi geistlegan plankastrekkjara á.

Jamm, ég hef vođa gaman af ţessu líka og er ekkert ađ ţrátta. Ţađ er ekkert um ađ ţrátta í mínum augum. Ţetta er allt saman eitt risagrín og glens.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2011 kl. 20:40

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţađ eru ţó einhverjir Múslimir sem eru ekki eins fyndnir í ţessu samhengi og raunar komiđ alveg toppnóg af ţeim.  Ţeim fyrirgefst ţó eitthvađ fyrir ađ vera 600 árum á eftir okkur í ţessum málum. Ef eitthvađ var ţá voru Kristnir öllu verri fyrir svo mörgum árum og jafnvel fyrir ennţá skemmri tíma.

1500 ár í hjátrú, svartnćtti, ofsóknum og fáfrćđi, er nokkuđ vel af sér vikiđ fyrir ţann sprota af lygasögunni.  Kannski hefđi Leifur Eiríkson átt séns á ađ fara til tunglsins í stađ ţess ađ hossast í til ameríku ef ekki vćri fyrir ţykistuleikinn mikla, sem fór svo illa úr böndum.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.3.2011 kl. 20:46

20 Smámynd: Mofi

Mofi, fyrst mađur getur trúađ á risaeđlur á nútíma jarđar, líkt og ţú gerir, ţá er Jesús ekki svo bilađ dćmi. En ég virđi allar skođanir. Leyfi mér bara ađ hafa meira gaman af sumum

Rökin og gögnin einfaldlega benda of sterklega til ţess; eitthvađ efast ég um ađ ţú hafir einhver rök fyrir ţinni afstöđu í ţeim efnum. Ef svo er vćri gaman ađ sjá fćrslu hjá ţér sem fćrir rök fyrir ţessari afstöđu ţinni.

Ekki síđan afskrifa ţađ sem ég benti á, án ţess einu sinni ađ skođa ţađ. Sýndu smá hugrekki og skođađu ţađ og gerđu fćrslu ţar sem ţú hrekur ţađ nema ţú sannfćrist og áttir ţig á ţví ađ gyđingdómurinn án Krists er eins og flugvél án vćngja.

Mofi, 30.3.2011 kl. 21:35

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mofi segir "...gyđingdómurinn án Krists er eins og flugvél án vćngja."

Vilt ţú taka ţennan Villi?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2011 kl. 05:37

22 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mér hlekktist á, Jón minn. En ég segi eins og Jón Gnarr: Ég, ég, ég, virđi samt allar skođanir - haaa?

Hvernig ćtli flugfreyjurnar séu? Eins og englar?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.3.2011 kl. 07:49

23 identicon

Fróđleg slóđ:

https://sites.google.com/site/raeturkristindoms/Home

Grétar H. Óskarsson (IP-tala skráđ) 31.3.2011 kl. 08:17

24 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Grétar. Já fróđleg ef ţú hefur áhuga á ađ kynna ţér samantekt yfir skođanir höfundarins á trúmálum.

Hann er samt fremur fullyrđingaglađur finnst mér;

"Fullvíst má telja ađ Jesús hafi tilheyrt rétt­trúnađar­reglu essena í Kúmran og náđ ţar ćđstu gráđum eđa reglu­stigum"

Svanur Gísli Ţorkelsson, 31.3.2011 kl. 09:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband