Leita í fréttum mbl.is

Skarinn

Bier 

Takið eftir vaffinu - V for Victory!

Danir eru harla ánægðir með að kvikmyndaleikstjórinn Susanne Bier hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Kvikmyndina “Efter Bryllupet”, sem til greina kemur sem besta mynd erlends kvikvmyndagerðarmanns, hef ég því miður ekki séð. En ég hef hins vegar séð flestar fyrri kvikmyndir Bier og mér þykir hún þess leg á myndinni hér að ofan, að hún vinni að minnsta kosti einn Skara. Hljómsveitin Sigur Rós spilar músík í myndinni og er það ekki lakara.

Takið eftir vaffinu, sem myndast hefur yfir fallega, græna kjólnum hennar Susanne. Ég tel mig sjá “V for Victory!”  Ég vona þó að ég hafi ekki farið fram úr leyfilegum velsæmismörkum hér á Mbl. blogginu. Svona myndir þykja hæfar í dönskum kirkjum.  Við Norðurlandaþjóðirnar verðum að halda með Susanne og minnast á hana í kvöldbænum okkar, svo hún fái Skara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég gleymdi að nefna, að eitt sinn var Susanne gift Íslendingi, Tómasi Gíslasyni. Það verður að vera auðvitað að vera með í annálnum, ef hún fær Óskarinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.2.2007 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband