Er gyðingahatur á Íslandi? Greinilega ekki ef trúa má formanni formanni Siðmenntar- félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Hún heitir Hope Knútsson og hefur á vef Morgunblaðsins, og sömuleiðis á Pressunni, séð sig til þess knúna að koma á framfæri leiðréttingum vegna greinar sem "birtist á vef ísraelska dagblaðsins Ha'aretz á Þorláksmessu". ... Er Þorláksmessa virkilega haldin heilög í Ísrael?
En hvað er formaður húmanista annars að tjá sig um gyðinga á Íslandi?
Jú, sjáið til, í grein Ha'aretz var greint frá því að gyðingar á Íslandi væru almennt óttaslegnir og lifðu jafnvel í felum með trú sína. Í fréttinni á vef Ha'aretz er Hope sögð vera kvenkynsleiðtogi íslenska gyðingasamfélagsins" (matriarch of the Jewish community). Hope andmælir þessu á vef Morgunblaðsins og segir:Ég hef aldrei verið leiðtogi gyðinga, hvorki hér né annars staðar," Að sögn Hope hefur hún aldrei aðhyllst gyðingatrú þó svo að hún sé af gyðingaættum.
Hope Knútsson
Hope þvær hér heldur betur hendur sínar en leyfir sér samt á mjög siðlausan hátt að tala fyrir hönd fólks sem hún tengist greinilega ekki lengur, þegar hún efast um að á Íslandi sé gyðingahatur: Ég efast um það," segir Hope aðspurð hvort gyðingar hér á landi séu óttaslegnir.
Mér þykja þessi ummæli Hope mjög furðuleg. Ég stóð í þeirri trú, líkt og eigandi Babalu á Skólavörðustíg, sem skilgreindi Hope sem "the matriarch of the Jewish community", að Hope Knútsson hefði á tímabili að minnsta kosti verið talsmaður gyðinga á Íslandi. Þjóðkirkjan benti lengi á hana sem talsmann gyðinga á vef sínum um trúfélög á Íslandi, en fyrir nokkrum árum hurfu gyðingar af þessum lista Þjóðkirkjunnar. Þegar ég þurfti að fá upplýsingar um stöðu gyðinga á Íslandi fyrir grein mína um sögu gyðinga á Íslandi sem birtist í tímaritinu Jewish Political Studies Review 16:3-4 árið 2004 og síðar í bókinni Behind the Humanitarian Mask, var mér bent á Hope Knútsson. Svona skrifaði Hope mér meðal annars, þegar ég leitaði upplýsinga um stöðu gyðinga á Íslandi árið 2004:
"The Jewish community has discussed applying for registration as a religious organization, but there has never been sufficient interest to do so. Amid the strong support for the Palestinian cause, most Icelandic Jews have not wanted to attract attention to themselves as Jews. Most Icelanders are still unaware that there are Jews in the country, and the handful of Jews would rather not change that perception because of the anti-Semitic climate."
Hér er ekki um neitt að villast. Ég notaði meira að segja þessa málsgrein Hope í lokakafla greinar minni um sögu gyðinga á Íslandi árið 2004, en þó án þess að nefna Hope á nafn, þar sem ég virti hræðslu hennar við að standa fram opinberlega með skoðun sína.
Hope er ekki samkvæm sjálfri sér. En enginn vafi má ríkja um það að hún hefur valið hvar hún stendur. Hún er bara húmanisti. Þeir geta greinilega ekki líka verið gyðingar, og þaðan af síður trúarlegar matrónur, að minnsta kosti ekki á Íslandi.
Hópe er sem sagt ekki gyðingatrúar og hefur lítið haft með gyðinga á Ísland að gera og segir þetta við Moggann:
Mér skilst að einhver hafi einhvern tíma boðið Dorrit að mæta í eitthvert kvöldmatarboð, en í fréttinni er þetta látið líta út fyrir að fólkið sé sárt út í hana af því að hún vilji ekki láta tengja sig við hópinn. Ég varð mjög hissa að lesa þetta því mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að hún sé aðeins gyðingur borgaralega séð en ekki gyðingatrúar, þannig að það er engin ástæða fyrir hana til þess að tengjast hópnum,"
Árið 2004 tjáði Hope Knútsson sig hins vegar við aðra blaðakonu frá Haaretz, sem heimsótti Ísland til að skrifa um forsetafrúna okkar:
"Hope Knutsson, a New York Jew who works as an occupational therapist in Reykjavik, where she has lived for the past 29 years, thinks "it's nice that there is someone here who represents a different culture. The majority of the people here are very much alike, it's a homogeneous country, so it's nice to have a Jewish woman representing the few Jews who live here. True, we tried to invite her to meetings of ours, and she didn't come, but the average Icelander doesn't even know that there are Jews here. Most of us don't want to be identified as Jews, and it was a brave act by the president to marry a Jewish woman." Sjá enn fremur hér.
Það getur aðeins verið ein niðurstaða á þessum afneitunum og mótsögnum hjá Hope Knútsson: There was no Hope among the Jews of Iceland. Kona sem heldur alþjóðlega ráðstefnu í Íslandi undir heitinu: "A positive Voice for Atheism in Iceland" getur náttúrulega ekki verið í forsvari fyrir gyðinga á Íslandi.
En þótt Hope sé farin og hætt sem "gæslumaður skrárinnar yfir gyðinga" (les: lauslegan lista yfir gyðinga á Íslandi), þá er gyðingahatur ekki horfið á Íslandi. Ef nokkuð er, þá hefur það aukist til muna síðan ég skrifaði grein mína í Jewish Political Studies Review árið 2004.
Íslendingar hafa mjög litla reynslu af gyðingum eða þekkingu á Gyðingdómi og vita mest lítið um þá. En þrátt fyrir dæmalausa fávisku, en kannski mestmegnis vegna hennar, þá kraumar á Íslandi rótgróið gyðinghatur, og það hefur Hope Knútsson meira að segja sagt sjálf og skrifað. Gyðingahatrið hefur versnað eftir að vinstri menn tóku við keflinu af nasistum.
Stefán Snævarr er með ágæta greiningu á vandamáli gyðinga á Íslandi:
"Pressan segir að Gyðingar á Íslandi þori ekki að stofna trúfélag vegna þess að þá þyrftu þeir að láta skrásetja sig sem Gyðinga og það gæti kallað yfir þá vandræði.
Þessi vandræði heita á góðu máli Gyðingahatur.
Gegn því ber að berjast eins og öðrum gerðum rasisma."
Myndin er af höfundi við öfgafullt plakat vinafélags Palestínumanna sem um tíma hékk í Kaupmannahöfn vegna átakanna á Gaza. Eins og sjá má eru gyðingar í Varsjá líka teknir í gíslingu í áróðri líkt og oft er gert í hatrinu á Íslandi.