Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Gyðingahatur

Sjúkleg íslensk hópæsing

dvous_jesus.jpg

Í gær var DV með enn eina frétt í röð sinni um löngu látinn kennara sem sakaður er um að hafa verið barnaníðingur. Miklar umræður urðu á athugasemdabálki fréttarinnar. Ég, einn á móti öllum, og talsmaður þeirrar óvinsælu skoðunar á Íslandi, að ekki sé hægt að dæma menn án sannanna - Hinir allir hæstaréttadómarar í dómstóli götunnar og fullvissir um að hægt sé að draga mann niður í svaðið án sannana og einnig þá sem benda á ósiðsemi þess athæfis. Tveir menn sem tóku þátt í umræðunni gáfu í skyn að ég væri barnaníðingur.

Sumu fólki nægið ekki að skeggræða, þeir urðu að beita ad hominem rökum. Ingi Jóhannesson, sem búsettur er á Ólafsfirði fann sig til knúinn að leita uppi, hvernig maður skrifar Jahve ist mein Führer á Google Translate og það á jiddísku og lét það flakka í athugasemdunum.

Íslendingar voru vissir um sakleysi stríðsglæpamanns

Þegar sannanir voru lagðar fram fyrir sekt stríðsglæpamanns sem bjó á Íslandi, hópuðust sumir Íslendingar saman honum til stuðnings. Fjölmiðlar lögðu lok á fréttaflutning. Engin átti með að koma og segja neitt ljótt um góðan Íslending. Allar ásakanir og gögn voru uppspuni og falsanir KGB og gyðings, sögðu menn.  Sekt mannsins hefur verið sönnuð. Hann fyrirskipaði morð á gyðingum. Sagnfræðinganefnd hefur síðar komist að þeirri sömu niðurstöðu. En þegar styðja á við móðursýkislega herferð á  hendur látnum manni, sem sakaður er fyrir að hafa verið barnaníðingur, og það án sannanna, telst það til eðlilegrar hegðunar að skrifa Jahve ist mein Fuhrer, þegar deilt er við mann sem bendir á að enginn sé sekur nema að sekt hans sé sönnuð.

Frétt DV.is fjallaði í gær um "Englabörn Skeggja Ásbjörnssonar", sem samkvæmt minningabók Brynju Benediktsdóttur voru þeir nemendur sem Skeggi leyfði að setja á kjöltu sér. Taldir voru til landsfrægir menn,  Styrmir Gunnarsson, Ragnar Arnalds, Jón Baldvin og fleiri. Þessir ritstjórar og stjórnmálamenn voru að sögn heimildarkonu DV englabörn Skeggja.

Ég sé fyrir mér, að brátt birtist frétt með þessa fyrirsögn í DV: Jesús var barnaníðingur. Hann sagði "leyfið börnunum að koma til mín". Englabörnin hans Jesús verða örugglega svínuð til af DV áður en yfir líkur. Það er í tísku.

Lesið einnig fyrri færslu:  http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1362782/


Fréttir af samlyndum hjónum

07c4a5f1984a02bf1a97a6b42af96f5e.jpg

Ég sé að Bryndís Schram sem er orðin full-time ritari fyrir mann sinn, hinn útskúfaða "prófessor", er farin að rita ferðapistla á Pressunni.  

Nú húka þau hjónin á kvisti í Tartú í Eistlandi í skítakulda og sagga og Bryndís skrifar til að hita sér og öðrum. Það væri bara rómantískt og allt gott og blessað, ef það væri ekki fyrir afar heimskuleg og upplogin skrif konu prófessorsins:

"Um þriðjungur íbúa Eistlands eru Rússar. Þeir voru á sínum tíma fluttir inn í stað þeirra þúsunda, sem hurfu í gulagið. Ég heyrði einhvern tíma Lennart Meri, fyrrverandi forseta Eistlands, segja,  að rússneski björnin [sic] hefði bara fengið sér blund - hann mundi von bráðar vakna aftur.  Björninn skyldi þó ekki vera að skríða úr hýði sínu einmitt núna?  "

Kannski hefur Il piccolo professore logið að Brundísi sinni? Ekkert mál er að googla upplýsingar þær sem Bryndís falsar í ferðapistli sínum. Í Eistlandi búa 320.000 manns af rússnesku bergi brotin. Íbúafjöldi landsins er 1.311,870.  Stærðfræði er greinilega ekki sterkasta hlið Bryndísar.

Rússar hafa síðan á miðöldum búið á því svæði sem nú kallast Eistland. Árið 1992, þegar kallinn hannar Bryndísar studdi  frelsi landsins, urðu allt í einu 32% landsmanna ríkisfangslausir. Flestir þeirra voru náttúrulega Rússar. Margir þeirra fluttu aftur til sinna heima,  t.d. hermenn og fjölskyldur þeirra. Nú eru 7,6% landsmanna sem teljast ríkifangslausir í Eistlandi, flestir Rússar sem njóta ekki sömu réttinda og aðrir borgarar. Mikil gangrýni hefur verið á afstöðu Eista til minnihlutahópa í landinu.  Hún er landinu ekki til nokkurs sóma, þó svo að Rússar hafi einu sinni flutt Eista í Gúlög.

Eistar sjálfir, og þar með talið Íslendingurinn Eðvald Hinriksson (Evald Mikson), sendu stóran hluta gyðinga Eistlands í dauðann áður en Þjóðverjar hertóku landið:  Maðurinn hennar Bryndísar ærðist ekki lítið þegar Simon Wiesenthal Center óskaði eftir rannsókn á máli Miksons árið 1992.

Enn leyfa Eistar göngur og minningarathafnir fyrir SS-liða og nasista í landi sínu og líta á þá sem frelsishetjur sínar. Eistar reyna ólmir að eyða allri umræðu um Helförina og gera allt til að setja sjálfa sig í stöðu fórnarlambsins.  En svo einföld var sagan ekki og ferðalýsingar Bryndísar Schram breyta engu um það.

Schram eða Schramm

Eitthvað held ég að frúnni sé farið að förlast. Hún fjallar náið um kráarflakk sitt og prófessorsins hennar.  Þau hafa komið var við í "Schrams Keller" sem Bryndís segir að einhver Schram hafi stofnað árið 1815. Telur hún vel mögulegt að þarna hafi ættingi hennar verið á ferðinni. En sá sem kráin er kennd við í Tartu hét Schramm (með tveimur emmum) og hann stofnaði ekki krána fyrr en 1826 og ekki á þeim stað sem kráin er nú. Ég séð að það er tilboð á gleraugum í Tartu þessa dagana. Skáldskapargáfuna þarf frú Bryndís ekki að eyða gjaldeyri í.

Ég legg til að hjónin hiti sér við annað en hatur og fordóma á kvistinum kalda í Tartú.


Egill Helgason falsar silfrið fyrir ESB

1781537_10152227625987052_2083944419_o.jpg

Það hefur ekki farið fram hjá mönnum, að svæsnustu aðdáendur ESB-veldisins meðal Íslendinga eru duglegir þessa dagana að líkja Íslandi við Úkraínu. Maður sér Sigmundi Davíð í sífellu líkt við Pútín, en hvergi sér maður ESB-áhangendur líkja Árna Páli Árnasyni við nasistann,  fasistann og ESB-aðdáandann Oleh Tyahnybok í Svobodaflokknum, sem fékk álíka mikið fylgi og Samfylkingin í síðustu kosningum og situr nú í ríkisstjórn Úkraínu sem stefnir inn í ESB með aðstoð Catherine Ashton, útvíkkarans og fyrrv. kommúnistans Stefáns Füle og illa upplýstra Bandaríkjamanna til hægri og vinstri.

Egill Helgason birti í gær mynd frá Krím á bloggi sínu við predíkun sem hann kallar "ógnvekjandi ljósmynd". Hann segir hana sýna mann í búningi sovésku KDVK-sveitanna, og hinn í búningi hvítkósakka í þjónustu Zarsins. Egill upplýsir ekki, hvaðan hann hefur myndina, hvenær hún var tekin eða hvað var að gerast þegar hún var tekin. Það er ekker nýtt. Tilgangur Egils er sögufölsun og það kemur í ljós í því hvernig hann leggur út frá myndinni og hvernig fólk skrifar athugasemdir sínar hjá hinum útbelgda Búdda ESB-sinna á Íslandi.

Egill Helgason upplýsir, að Kósakkar hvítliða hafi sérstaklega sérhæft sig í að drepa gyðinga á Krím. Þetta alrangt hjá Agli. Allar ríkjandi og herjandi þjóðir og öfl á þessu svæði hafa sérhæft sig í drepa gyðinga og kenna þeim um allt. Reyndar drápu kósakkar ekki gyðinga í svo miklum mæli á Krím eins og t.d. Lenín, Stalín og Hitler og meðhjálparar þeirra. Stalín sendi ashkenas-gyðinga, sem hann ekki drap á Krím, til Síberíu, með Tatörum og öðrum minnihlutahópum, þar með talið Karaítum og tyrkneskumælandi gyðingum Krymsjökkum. Mér sýnist á öllu, að Egill Helgason viti yfirleitt ekkert um það sem hann er að skrifa, og það gerist nokkuð oft þegar hann predikar sem heitast fyrir ESB-söfnuðinum.

Í athugasemdum við færslu Egils má sjá að fólk elur á sömu fordómunum og grýlunum og hann. 

Egill gleymdi hins vegar að segja blindum og heilaþvegnum lesendum sínum meira um hina raunverulegu gyðingamorðingja. Margar ógnvekjandi myndir eru til af þeim í morðæði. Eftirfarandi myndir eru ekki af tveimur "drag-hermönnum" og ''Pútín-áhangendum" á Krím, heldur af morðingjum sem hylltir eru af fólki/þjóðum sem vilja ganga í ESB með Agli og Árna Páli.

800px-warsaw_uprising_-_kaminski_1944.jpg

Kósakkar börðust ekki bara í herjum keisarans eða kommúnista. Stríð og gyðingadráp var lífsstíll þeirra. Hér má sjá kósakka í þjónustu herrarþjóðarinnar í ESB, sem skipuleggja dráp á gyðingum í gettóinu i Varsjá árið 1939. Þegar Egill og aðrir gyðingahatarar á Íslandi líkja Gaza við gettóin, þá gleyma þeir að Ísraelsmenn njóta ekki aðstoðar allra þeirra þjóða sem Þjóðverjar nutu, ÞAR MEÐ TALIÐ ÍSLENDINGA!!!!!!

 

aovsizednv5_tatarim.jpg
Hér má sjá Krímtatara í þjónustu Wehrmachts. Tatarar eru flestir múslímar. Tatarar voru líka gyðingamorðingjar.

bigrabka06.jpg

ss_ukraiinian_men_at_the_belzec_gate.jpg

Hér má sjá Úkraínumenn í þjónustu SS. Neðri myndin sýni úkraínska Waffen-SS liða í útrýmingarbúðunum í Belzec. Afkomendurnir þessara manna eru ugglaust ólmir ESB-áhangendur.

1797561_490404587731314_650355300_n_1230559.jpg

326-600x400_1230561.jpg

Hér má sjá stjórnarliða í nýrri ríkisstjórn Úkraínu. Þetta verða líklega samherjar prestsonarins úr Kópavoginum sem vitaskuld er ekki neinn nasisti eða gyðingahatari - þ.e.a.s. ef Ísland gengur í ESB, en það vill meirihluti Íslendinga ekki. ESB-sinnar skíta á meirihluta, líkt og fasistarnir í Kíev skíta á meirihlutaskoðun íbúa Úkraínu - sem vilja ekki í ESB.

460x.jpg

Hér má sjá Úkraínumann, og ESB-SINNA, í búningi SS við minningarathöfn í Úkraínu í fyrra (sjá hér)

Meðan að ESB, útópía Egils Helgasonar og annarra lýðskrumara á Íslandi, leyfir meðlimum ESB að hylla SS og aðra gyðingamorðingja, t.d. síðastliðinn sunnudag í Ríga og í tvígang í Litháen i febrúar og mars, er það heldur þunnt að sjá sama fólkið líkja saklausum þjóðernisrómantíker eins Sigmundi Davíð við Pútín keisara. Meirihluti vinstrimanna á Íslandi iðkar reyndar líka gyðingahatur í dag og styður öfl sem ætla sér að útrýma ríki gyðinga. Slíkt fólk hefur engan rétt á því að taka gyðinga sem gísla í myndafölsunarleik á einni helstu áróðurssíðum ESB á Íslandi, Silfir Egils á Eyjan.eu. 

Þeir sem láta ginnast af billegum hópæsingatilburðum Egils Helgasonar, sem vill greinilega gera ESB-sinna að ofsóttum gyðingum, þá má reyndar upplýsa, að NKVD-liðar sem Egill líkir við SS voru meðal þeirra sem frelsuðu gyðinga í útrýmingarbúðunun Auschwitz. ESB leyfir hins vegar fasistum í Austur-Evrópu að þramma og minnast "dásemda" SS. Er nema von að sumir tali um 4. ríkið þegar ESB á í hlut?

Egill Helgason skal allra mann síst afskræma sögu gyðinga.


Lettar hylla SS

 

Vinaland Íslands, sem Íslendingar eru með í Eystrasaltsráðinu, landið sem það sem fyrrverandi íslenskur utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur m.a. verið sérlegur ráðgjafi ungra, frjálslyndra meyja, heldur í dag enn einu sinni minningarhátíð um SS. Þetta óeðli er árlegur viðburður.

ESB gerir ekki neitt. Norðurlöndin gera ekki neitt. Ísland gerir ekki neitt. Studdu Íslendingar sjálfstæði þjóðar, sem getur ekki farið öðruvísi með það en að hylla morðsveitir? 

Geta Íslendingar verið í sambandi við ESB-þjóð sem telur SS-liða meðal þjóðhetja sinna? Hvað ætla íslenskir stjórnmálamenn að gera? Við þekkjum svarið. Marga þeirra langar í ESB og þeir hljóta því að taka undir með yfirvöldum í Lettlandi sem leyfa nasistadýrkun.

Árni Páll Árnason, nú átt þú leikinn, og einnig þú Bjarni Ben! Kannski getur Jón Baldvin komið fram ber fyrir góðan málstað? Þeir sletta skyrinu sem geta það.

skyrlifi.jpg

Nasistar þramma enn og aftur í Litháen

brazaitis-on-gedimino-march-11th-2014.jpg
 

19 febrúar sl. greindi ég frá hinni árvissu göngu nasista og öfgamanna í Kaunas í Litháen sem fer fram með fullu leyfi yfirvalda í Litháen og undir vernd þeirra. Ég kvartaði persónulega við sendiherra Litháens á Íslandi, sem sagði mér í svari sínu að gangan hafi fyrst og fremst verið mótmæli gegn ESB. ESB andstæðingar í Litháen, sem hata Rússa, Pólverja, gyðinga og samkynhneigða, báru hins vegar borða sem hylla ráðherra litháískrar leppstjórnar nasista, sem árið 1941 undirritaði lög sem gerðu útrýmingu gyðinga mögulegar í Litháen. Samkvæmt sendiherra Litháa á Íslandi eru þeir sem mæra þann glæpamann að mótmæla gegn ESB. Ekki kaupi ég þau vafasömu rök og mótmæli þessari opinberu skýringu umboðsmanns Litháa á Íslandi.

Sl. þriðjudag, 11. mars, fóru nasistarnir enn í gönguskóna og þrömmuðu nú um götur Vilnius til að minnast fullveldisdags landsins. Nasistarnir fengu að halda ræður sínar á besta stað í borginni. Borðinn sem hyllir morðingjann Juozas Ambrazevicius-Brazaitis var aftur með í för. Lesið frásögn Prófessors Dovid Katz af uppistandinu, sem hann birti á Defending History. Ég ætti víst frekar að skrifa fyrrverandi prófessor. Litháísk yfirvöld boluðu Dovid Katz úr embætti prófessors á Jiddishdeild háskólans í Vilnius fyrir fáeinum árum. Litháar þola ekki gangrýni Katz og annarra á þeirri sögufölsun sem fer vísvitandi fram í landinu á ógeðfelldan og subbulegan hátt.

Einn þeirra stjórnmálamanna sem tók þátt í göngu nasista var Gintaras Songailas. Þann rudda hef ég hitt persónulega. Samtök sem vilja efla minningu Aage Meyer Benedictsens kríuðu peninga út úr  einhverjum ESB-sjóði sem þessi Songailas, sem er mest þekktur fyrir hatur sitt í garð samkynhneigðra, sat í. Peningarnir voru notaðir til að halda ráðstefnu til minningar Aage Meyer Benedictsen sem hvatti til sjálfstæðis Litháen um aldamótin 1900. Meyer Benedictsen var af íslensk-dönskum-gyðingaættum. Eitthvað minnkaði víst áhugi þessa litla karls, Songailas, á norrænu samstarfi  þegar hann uppgötvaði að Aage Meyer var af gyðingaættum. Á ferð til þorps, sem Benedictsen dvaldi löngum í þegar hann var í Litháen, fór þessi Songailas og annar meðlimur í litháiskum þjóðernissinnaflokki að útlista skoðunum sínum á "the little dirty country in the middle east" við erlenda gesti ráðstefnunanr. Aðrir þátttakendur lentu í orðaskaki við manngarminn og flokksfylgju hans út af þessum öfgum hans í garð Ísraels, því meirihluti þorpsbúa höfðu fyrir helförina verið gyðingar. Flestir þeirr féllu fyrir hendi Litháa.

Við síðari ráðstefnur vina Aage Meyer Benedictsens hefur Songailas sem betur fer ekki sést, en félagsskapurinn sem vill heiðra minningu hans í Litháen hefur barist í bökkum. Yfirvöld og stjórnmálamenn í Litháen styðja frekar öfgar eins og þær sem við sjáum í þessum árlegu nasistagöngum, þar sem SS-liðar, meðreiðarsveinar og böðlar meðal Litháa í síðara stríði er minnst. Fyrir utan norskan sendiherra hafa Norðurlandaþjóðirnar ekki  hreyft mótmælum. Ekki einu sinni samkynhneigður prófessor frá Íslandi, sem kenndi í Vilnius í fyrra, lét í sér heyra. Um daginn var samkynhneigð kona stungin með hnífi í kviðinn í Vilnius, þar sem hún mótmælti.

SS-manna minnst í "menningarhöfuðborg" ESB

Næstkomandi sunnudag 16. mars þramma nasistar einnig  í Lettlandi með stuðningi ríkisstjórnar Lettlands til að minnast SS-manna Letta sem Lettnesk yfirvöld líta á sem þjóðhetjur. Sú ganga er einni árlegur viðburður. Riga er Menningarborg ESB árið 2014. Riguborg heldur m.a. upp á það með göngum sem heiðra SS og morðingja gyðinga og þúsunda annarra.  ESB, sem margir örvingla Íslendingar vilja tilheyra, segir ekkert. 

can-anyone-confirm.jpg
Grænklæddi maðurinn sem talar í míkrófóninn á myndinni er helfarar-afneitarinn Ricardas Cekutis sem til nokkurra ára var upplýsingafulltrúi á Þjóðarmorðastofnum (Genocide center) Litháens.  Það segir eitthvað um fullveldishátíð þegar einn af aðalræðumönnunum þar er gyðingahatari og helfararafneitari. En samkvæmt Litháískum yfirvöldum á Íslandi er hann að mótmæla ESB. Gintaras Songailas er í svörtum frakka.
dsc00922.jpg
Hér ræðir Dr. Efraim Zuroff við Vitas Tomkus ritstjóra dagblaðsins Respublika sem ítrekað birtir svæsið gyðingahatur. Zuroff, góðvinur minn í 20 ár,  er Íslendingum vel kunnur sem sumir vinstri menn á Íslandi útúðuðu, þegar hann vildi fá Íslensk yfirvöld til að rannsaka mál Eðvalds Hinriksson. Hér er góð grein eftir Zuroff.

Lesið um öfgar ESB á

www.defendinghistory.com


Að læra af sögunni

729281.jpg
 

Garry Kasparov, fyrrverandi meðlimur CPSU (Kommúnistaflokks Sovétríkjanna) og Komsomol-meðlimur sagði á sannleiksuppsprettunni RÚV að það sé mikilvægt að læra af sögunni hvað varðar vandann í Úkraínu. Hann telur Pútín til alls líklegan. Litla gula keisarapútan í Kreml er vissulega óútreiknanleg stærð, eins og ég hef margoft skrifað. Enn er þó ekki komið stríðið sem fasistarnir og gyðingahatararnir í Kíev boðuðu í þarsíðustu viku með ESB-leiðtogum og NATO framkvæmdastjóranum sem sagði að miklir "possibillitíííððs" væru á stríði á sinni herskáu densku.

En hvað með að Kasparov læri sjálfur af sögunni? Hefur Kasparov lært af fortíðinni þegar hann, sonur gyðings, fer og heilsar upp á bein gyðingahatarans Fischers sem hvíla í Ölfussinu? Vitanlega hefur Garry ekkert lært, því ef Fischer hefði verið á lífi hefði hann kastað Kasparov öfugum út úr húsi og hrópað einhverju rætnu um gyðinga á eftir honum.

1797561_490404587731314_650355300_n_1230055.jpg
Þessi kumpánar og ESB aðdáendur ráða nú ríkjum í Kiev

 

Sami maður getur ekki leikið með hvíta og svarta taflmenn í sömu skákinni. Þeir sem sitja við völdin í Kiev í dag eru gyðingahatarar sem hylla Hitler. Þeir eru engu betri en Pútín. Við erum ekki að tala um eitruð peð. Heimsmeistarinn fyrrverandi hefur metið stöðuna rangt, enda orðinn skákmaður og jafnvel peð í miklu hættulegri leik en skáklistinni.

729282.jpg

Dear Ambassador Pinkus

 
Lithuania's Embassy to Iceland

Att. His Excellency Mr. Vytautas Pinkus

Dear Ambassador Pinkus,

On February 16, I sent a letter of protest to you as the Lithuanian representative in Iceland. My protest was aimed at the Lithuanian State for allowing neo-Nazi marches in Kaunas. While I was in the Netherlands, I received news about another Icelandic citizen, who also sent his personal protest to you. You responded to his protest, but my letter you didn't bother to reply to. You might, dear sir, want to explain this difference in your attitude toward two Icelandic citizens who are concerned about Lithuania.

You informed my countryman, who protested against the march, that the protest in Kaunas last Sunday was only attended by a fringe group protesting against the EU. To quote your information to my friend: "The demonstration this year in Kaunas was mainly anti-European (anti-EU) and focused on the possible referendum on the right to sell land to foreigners." Why then, Mr. Ambassador, were the protesters carrying a large banner praising Juozas Ambrazevicius-Brazaitis the puppet prime-minister of Lithuania in 1941, who signed laws which removed the rights of Jews and enabled the killing of Jews in Lithuania during WWII?

 

11fwdqh.jpg

I know very well the aims of the groups represented at the march, one of which has had representatives in the EU, where they have mainly used their presence to express their hateful views towards minorities in Lithuania.

The Lithuanian Government funded the reburial of the remains of Juozas Ambrazevicius-Brazaitis in Kaunas in May 2012, as well as a conference in honour of him. I was in Kaunas, where I attended a conference on the legacy of the Danish-Jewish-Icelandic philanthropist Aage Meyer Benedictsen. I paid a short visit to the conference on Ambrazevicius-Brazaitis sponsored by your government. In my first letter of protest to you, I added a link to my eye-witness account from that conference. Please read my account and be assured that both your government, members of the Lithuanian Church and neo-Nazis praise the memory of Lithuanians who collaborated with the Nazis during WWII. You cannot blame the objectives of the participants in the 16 February March on their EU-antipathies.

71jdvyg.jpg
Lithuaninan Police checking identies of Lithuanians who protested against the neo-Nazi march in Kaunas. Photograph from www.defendinghistory.com
 

Furthermore, I find it frightening to see how the Lithuanian Police acted towards young Lithuanian natives, who gathered in protesting against the march last Sunday. They were harassed by the police. The police demanded their personal information, names and addresses. That conduct is not acceptable in a democratic state. At the same time Latvian nationals participated in the march. No Lithuanian police checked their identities.

Please, Mr. Ambassador, realize that the praise of the Lithuanian collaborators in the Holocaust is not an acceptable behaviour in the 21st century. Please forward my protest to your government, which must know that there are Icelandic citizens, who do not find it acceptable that Lithuanian streets bear the name of Iceland (Islandijos Gatvé), while Nazis and anti-democratic groups can march the streets of Lithuania and praise murderers!

Yours sincerely,

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Albertslund, Denmark


Mótmælið !

jews_beaten_to_death_by_lithuanians_with_iron_bars_in_kovno.jpg
Í morgun sendi ég sendiherra Litháens á Íslandi bréf, þar sem ég mótmæli. Takið vinsamlegast þátt í mótmælunum geng hinni árlegu nasistagöngu í Kaunas, sem aftur er haldin í dag. Mótmælið með því að kvitta fyrir ykkur hér, eða senda sendiherranum, Hr. Vytautas Pinkus, kurteis mótmæli á amb.dk@urm.lt

Lithuania's Embassy to Iceland


Att. His Excellency Mr. Vytautas Pinkus


Dear Mr. Ambassador,

Today, and once again, state-enabled neo-Nazi glorification of local Holocaust collaborators is held in Kaunas. It is very sad to witness year after year that neo-Nazis and anti-democratic groups are allowed to march through Lithuanian streets, where Lithuanian's particpation in the Holocaust is practically honoured.

I have, first hand,  witnessed the sick hate of the people who find this glorification of Nazi-collaborators necessary in a EU-member state. (See: http://defendinghistory.com/take-off-your-hat-this-is-not-the-synagogue/36029). I am worried for a country I like and have visited several times.

As an Icelander, a citizen in a country, which promptly supported Lithuania's freedom, I find it impossible to accept the Nazi-glorification in Lithuania.

Dear Ambassador, please ask the government you represent to end the violation of freedom in Lithuania. Glorification of Holocaust collaborators will never be acceptable.


Yours sincerely,

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Albertslund, Denmark

Ps. myndin eftst sýnir Litháa berja gyðinga til dauða með járnstöngum í síðari heimsstyrjöld.

Lesið Defendinghistory.com


Andrés önd rekinn

Hinn arabíski Andrés Önd hefur verið rekinn og rödd hans verður aldrei notuð meira eftir að Disney-samsteypan greip Wael Mansour glóðvólgan í því að tísta hatursáróður í garð Ísraelsríkis.
bfz1sumiaaayk17.jpg

 

Andrés er oft skapmikill og uppstökkur, en gyðinghatari er hann þó ekki orðinn enn, og nasisti verður þessi erkiameríska önd aldrei. Þess vegna hefur hin arabíska rödd hans, sem egypski leikarinn Wael Mansour hefur ljáð honum, þagnað.

Það verður vissulega erfitt fyrir Disney að finna nýjan Andrés Önd sem ekki hatar Ísrael og gyðinga á arabísku. 

Hinn æsti og uppstökki Andrés önd, sem á arabísku heitir "búdmút"  sem þýðir bara "önd", höfðar mjög til arabískrar menningar. Arabar eru greinilega mjög miklir Dónaldistar, enda saga Palestínu oft eins og eitthvað sem lesa mætti í Andrésar Andarblaði.

Fyrir ekki svo mörgum árum var vini hans Mikka mús rænt á Gaza, eða réttara sagt þá bjó Hamas til sér Hamasgerð af Mikka mús, sem kallaður var Farfúr. Farfúr var gangandi uppsláttarit í gyðingahatri sem hann kenndi börnum á Gaza með góðum árangri (sjá hér). Farfúr dó auðvitað píslardauða undan höndum gyðinganna. Svo sjúkur er sá heimur sem Ögmundur, Össur og þúsundir Íslendingar styðja.



 

 


Það eru víðar til svín en í Póllandi

mord-rytualny_2_1226343.jpg

Pólverjar eru ekki svo ósvipaðir Íslendingum. Gyðingahatur er æði mikið meðal beggja þjóða, jafnvel þótt að á Íslandi hafi vart búið gyðingar svo heita mætti, og þó svo að gyðingum Póllands hafi verið útrýmt og þeir sem eftir urðu hafi verið flæmdir í burtu af kommúnistum.

Nýleg rannsókn, sem fór fram í Póllandi og gerð var af háskólanum í Varsjá, sýnir að meirihluti Pólverja álíti að gyðinglegt samsæri sé á bak við banka og fjármál heimsins sem og fjölmiðlana. 90% Pólverja segjast hins vegar aldrei hafa hitt fyrir gyðing.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós 8% aukningu síðan 2009 á meira "hefðbundnu" gyðingahatri. 23% Pólverja trúa því nú að Gyðingar hafi myrt Jesús og noti blóð kristinna við ýmsar helgiathafnir.

Gott fólk í Póllandi hefur áhyggjur af þessari þróun, en samt heyrast raddir í pólska þinginu, Sejm, sem telja gyðinga í Póllandi föðurlandssvikara. Lesið greinina í Haaretz. 

Til að bæta svörtu ofan grátt, ofan á allt gyðingahatrið sem er daglegur viðburður í Póllandi, þá ákváðu menn nýlega að hengja upp málverk frá 18. öld í dómkirkjunni í Sandomierz, sem sýna á morðathafnir Gyðinga á börnum fyrr á öldum.  Sjá hér og myndina efst. 

Slík upphenging er kannski ekki mikið verri en þegar menn lesa Passíusálmana á Íslandi. Hvortveggja er ósmekkleg tímaskekkja.

En kommúnistar, nasistar og múslímar léku sér einnig, og leika sér reyndar enn, af ásökunum á hendur gyðingum fyrir barnamorð, þar sem gyðingar eru ásakaðir um að nota blóðið í t.a.m. hin ósýrðu brauð á Páskum sínum. Nú hefur þessi miðaldaóskapnaður verið færður yfir á Ísraelsríki, sem allir fullgildir sérleyfishafar á réttar skoðanir til vinstri vaða í frumstæðum hatursáróðri gegn Ísrael.

images_1226345.jpg
iran-cartoon-gaza4_1226347.png

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband