Leita í fréttum mbl.is

Nasistar ţramma enn og aftur í Litháen

brazaitis-on-gedimino-march-11th-2014.jpg
 

19 febrúar sl. greindi ég frá hinni árvissu göngu nasista og öfgamanna í Kaunas í Litháen sem fer fram međ fullu leyfi yfirvalda í Litháen og undir vernd ţeirra. Ég kvartađi persónulega viđ sendiherra Litháens á Íslandi, sem sagđi mér í svari sínu ađ gangan hafi fyrst og fremst veriđ mótmćli gegn ESB. ESB andstćđingar í Litháen, sem hata Rússa, Pólverja, gyđinga og samkynhneigđa, báru hins vegar borđa sem hylla ráđherra litháískrar leppstjórnar nasista, sem áriđ 1941 undirritađi lög sem gerđu útrýmingu gyđinga mögulegar í Litháen. Samkvćmt sendiherra Litháa á Íslandi eru ţeir sem mćra ţann glćpamann ađ mótmćla gegn ESB. Ekki kaupi ég ţau vafasömu rök og mótmćli ţessari opinberu skýringu umbođsmanns Litháa á Íslandi.

Sl. ţriđjudag, 11. mars, fóru nasistarnir enn í gönguskóna og ţrömmuđu nú um götur Vilnius til ađ minnast fullveldisdags landsins. Nasistarnir fengu ađ halda rćđur sínar á besta stađ í borginni. Borđinn sem hyllir morđingjann Juozas Ambrazevicius-Brazaitis var aftur međ í för. Lesiđ frásögn Prófessors Dovid Katz af uppistandinu, sem hann birti á Defending History. Ég ćtti víst frekar ađ skrifa fyrrverandi prófessor. Litháísk yfirvöld boluđu Dovid Katz úr embćtti prófessors á Jiddishdeild háskólans í Vilnius fyrir fáeinum árum. Litháar ţola ekki gangrýni Katz og annarra á ţeirri sögufölsun sem fer vísvitandi fram í landinu á ógeđfelldan og subbulegan hátt.

Einn ţeirra stjórnmálamanna sem tók ţátt í göngu nasista var Gintaras Songailas. Ţann rudda hef ég hitt persónulega. Samtök sem vilja efla minningu Aage Meyer Benedictsens kríuđu peninga út úr  einhverjum ESB-sjóđi sem ţessi Songailas, sem er mest ţekktur fyrir hatur sitt í garđ samkynhneigđra, sat í. Peningarnir voru notađir til ađ halda ráđstefnu til minningar Aage Meyer Benedictsen sem hvatti til sjálfstćđis Litháen um aldamótin 1900. Meyer Benedictsen var af íslensk-dönskum-gyđingaćttum. Eitthvađ minnkađi víst áhugi ţessa litla karls, Songailas, á norrćnu samstarfi  ţegar hann uppgötvađi ađ Aage Meyer var af gyđingaćttum. Á ferđ til ţorps, sem Benedictsen dvaldi löngum í ţegar hann var í Litháen, fór ţessi Songailas og annar međlimur í litháiskum ţjóđernissinnaflokki ađ útlista skođunum sínum á "the little dirty country in the middle east" viđ erlenda gesti ráđstefnunanr. Ađrir ţátttakendur lentu í orđaskaki viđ manngarminn og flokksfylgju hans út af ţessum öfgum hans í garđ Ísraels, ţví meirihluti ţorpsbúa höfđu fyrir helförina veriđ gyđingar. Flestir ţeirr féllu fyrir hendi Litháa.

Viđ síđari ráđstefnur vina Aage Meyer Benedictsens hefur Songailas sem betur fer ekki sést, en félagsskapurinn sem vill heiđra minningu hans í Litháen hefur barist í bökkum. Yfirvöld og stjórnmálamenn í Litháen styđja frekar öfgar eins og ţćr sem viđ sjáum í ţessum árlegu nasistagöngum, ţar sem SS-liđar, međreiđarsveinar og böđlar međal Litháa í síđara stríđi er minnst. Fyrir utan norskan sendiherra hafa Norđurlandaţjóđirnar ekki  hreyft mótmćlum. Ekki einu sinni samkynhneigđur prófessor frá Íslandi, sem kenndi í Vilnius í fyrra, lét í sér heyra. Um daginn var samkynhneigđ kona stungin međ hnífi í kviđinn í Vilnius, ţar sem hún mótmćlti.

SS-manna minnst í "menningarhöfuđborg" ESB

Nćstkomandi sunnudag 16. mars ţramma nasistar einnig  í Lettlandi međ stuđningi ríkisstjórnar Lettlands til ađ minnast SS-manna Letta sem Lettnesk yfirvöld líta á sem ţjóđhetjur. Sú ganga er einni árlegur viđburđur. Riga er Menningarborg ESB áriđ 2014. Riguborg heldur m.a. upp á ţađ međ göngum sem heiđra SS og morđingja gyđinga og ţúsunda annarra.  ESB, sem margir örvingla Íslendingar vilja tilheyra, segir ekkert. 

can-anyone-confirm.jpg
Grćnklćddi mađurinn sem talar í míkrófóninn á myndinni er helfarar-afneitarinn Ricardas Cekutis sem til nokkurra ára var upplýsingafulltrúi á Ţjóđarmorđastofnum (Genocide center) Litháens.  Ţađ segir eitthvađ um fullveldishátíđ ţegar einn af ađalrćđumönnunum ţar er gyđingahatari og helfararafneitari. En samkvćmt Litháískum yfirvöldum á Íslandi er hann ađ mótmćla ESB. Gintaras Songailas er í svörtum frakka.
dsc00922.jpg
Hér rćđir Dr. Efraim Zuroff viđ Vitas Tomkus ritstjóra dagblađsins Respublika sem ítrekađ birtir svćsiđ gyđingahatur. Zuroff, góđvinur minn í 20 ár,  er Íslendingum vel kunnur sem sumir vinstri menn á Íslandi útúđuđu, ţegar hann vildi fá Íslensk yfirvöld til ađ rannsaka mál Eđvalds Hinriksson. Hér er góđ grein eftir Zuroff.

Lesiđ um öfgar ESB á

www.defendinghistory.com


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Almćttiđ algóđa hjálpi öllum mannskepnum jarđarinnar, viđ ađ skilja raunverulega siđmenningu.

Gyđingar eiga svo sannarlega marga međbrćđur/systur, í alls konar pólitískt kerfisstýrđum útrýmingarflokkum vestrćna glćpabanka-heimsveldisins!

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 14.3.2014 kl. 20:32

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađv voru líka ýmsir hćgri menn sem úthúđu Zuroff međ ritsjóra Moggans fremsta í flokki.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 14.3.2014 kl. 21:27

3 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

hćgri-vinstri-villutrúar-snú-snú-pólitík!

Ef einhver skilur pólitík, og getur útskýrt ţá spilltu og helsjúku tík, á mannúđlegu mannamáli, ţá er sá hinn sami virkilega virđingarverđur og alvitur kennari í mannheimum.

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 14.3.2014 kl. 22:12

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurđur Ţór, Dabbi skrifađi víst ekki mikiđ eftir ađ honum bárust upplýsingar um fyrirćtlun SWC í Jerúsalemför sinni, sem vinstri menn gerđu sig hvađ breiđasta út af og kenndu Davíđ nćrri ţví um ađ vera međ í áform um. En hann vann ötullega međ nýjum vinum í Tallinn til ađ koma í veg fyrir ađ mál Miksons yrđi rannsakađ. Um ţađ var samhljóđa vilji í öllum, íslenskum flokkum!! Líf einhverra gyđinga í Eistlandi var ekki eins mikils virđi en íslenskra fótboltahetja eđa ţess sem nuddađ hafđi Bjarna heitinn Ben. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.3.2014 kl. 23:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér fyrir ađ halda uppi merki mannúđar og sannleika, Vilhjálmur.

En athugađu hitt, ađ Sigurđur er ţarna ekki ađ tala um Davíđ Oddsson, heldur miklu eldri skrif.

Jón Valur Jensson, 15.3.2014 kl. 02:44

6 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Rétt Jón Valur. Davíđ var forsćtisráđherra en Styrmir og Matthúas voru enn ritstjórar Moggans. Mér er enn minnisstćtt hvađ ţeir svöröđu Zuroff af miklu yfirlćti verđ ég ađ segja í Miksonmálinu.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 15.3.2014 kl. 13:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, ţeir ollu mér miklum vonbrigđum í ţađ sinniđ.

Sjálfur skrifađi ég bréf um Miksonmáliđ til DV, fekk ţađ loksins birt međ eftirgangsmunum, ţótt niđurskoriđ vćri. Ţarf ađ finna ţađ aftur, ţá get ég sett ţađ hér inn. Á hvađa ári/árum var sú umrćđa mest hérlendis?

Jón Valur Jensson, 15.3.2014 kl. 17:23

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ágćtu vinir, Jón Valur og Sigurđur Ţór. Viđ erum ađ tala um árin 1992-93.

Ţađ er nú eins og mig minni helst ađ Mbl. hafi sem minnst skrifađ um málin, líkt og flestir fjölmiđlar. Ţađ voru samantekin ráđ. Ellert Schram ritstjóri bannađi mönnum ađ skrifa um ţađ. Dagfari kallađi ţetta mannaveiđar. Ţór Jónsson blađamađur sem síđar var hjá Stöđ 2 var hindrađur í ađ skrifa um máliđ frá Svíţjóđ og birta fréttir af málinu af ritstjórum sínum. Ég hafđi töluvert samband viđ Ţór ţegar máliđ var í gangi. Karl Th. Birgisson gat einn skrifađ um máliđ á Pressunni án meiri háttar ritskođunar.

Orđaskak stjórnmálamanna eins og Ólafs Ragnars, Ingibjargar Sólrúnar og Jón Baldvins eru einnig minnisstćđ, en ţau nýttu máliđ í baráttu sinni viđ Davíđ Oddsson, sem tók upphaflega viđ beiđni SWC í Jerúsalem. Menn töldu til ađ byrja međ, vegna fordóma og lélegrar blađamennsku og ef til vill afleits íslensks embćttismanns í för međ Davíđ, ađ beiđnin um rannsókn á máli Miksons (Eđvalds Hinrikssonar) vćri runnin undan rifjum Ísraelsstjórnar.

Ég er búinn ađ leita nokkuđ ađ grein ţinni. Hana finn ég ađ minnsta kosti ekki í úrklippusafni mínu um máliđ. Tímarit.is gaf heldur ekkert. Ef ţú finnur greinina Jón, settu endilega hlekkinn inn hér eđa sendu mér hann á emli.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.3.2014 kl. 04:16

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Baldvin Hannibalsson fékk bréf frá eistneskum gyđingi, Kaplan, áriđ 1991 um Mikson. Jón, sem ţá var utanríkisráđherra gerđi ekki neitt. Segjum ekki ađ máliđ hafi ekki veriđ reynt áđur en Efraim Zuroff tók á ţví. Áriđ 1963 hafđi kona samband viđ Halldór Laxness um máliđ en Laxness vildi ekki kona nálćgt málinu. Ţetta er hćgt ađ lesa í Á Gljúfrasteini.

Ţetta er Efni í skáldsögu og sagnfrćđirit. Ég bíđ enn eftir ţví ađ Ţór Jónsson skrifi um máliđ, ţví hann hefur ef til vill meiri ţekkingu á ţví en flestir ađrir - og hefur ţurft ađ ţola ýmislegt vegna góđrar frammistöđu sinnar í ţví . Ţáttur íslenskra stjórnmálamanna og nokkurra lögfrćđinga í ţessu máli er samt ljótasti bletturinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.3.2014 kl. 04:28

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Yakov Kaplan (f. 1927) sem Jón Baldvin vildi ekki svara. Kaplan var fangi í Gúlagi fram til 1958 og komst ekki til Ísrael fyrr en 1969.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.3.2014 kl. 04:39

11 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég fann ýmislegt í Mogganum í febrúar 1993 og aftur 1999, ţá m.a. grein eđa bréf frá Zuoff. Auđvelt ađ finna međ ţví ađ fletta á timarit is. upp á Epwald Mikson árin 1990-2000.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 16.3.2014 kl. 12:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband