Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íslenskt gyðingahatur

Hallgrímur Pétursson sýknaður af HÍ og tölvan biluð hjá Páli

Svarar ekki

 

RÚV heldur því fram, að ekkert gyðingahatur sé að finna í Passíusálmunum. Þetta gerir RÚV, þó svo að Páll Magnússon segist ekki hafa fengið bréf frá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles, þar sem því er haldið fram af gyðinglegum guðfræðingi, að gyðingahatur sé í Passíusálmunum.

Föstudaginn 24.vfebrúar kl. 18:35 hélt  RÚV því fram að Páll Magnússon hafi ekki fengið margumrætt bréf SWC, sem hefur verið svo umtalað í dag, að neðri helmingurinn af Ísraelshataranum og ungviðisdýrkandanum Jóni Baldvini hefur fengið stundarfrið. En þetta er afar furðulegt, því kl. 15:47 að íslenskum staðartíma í dag, sendi SWC bréf sitt aftur til Páls á netfang hans pall.magnusson@ruv.is . En tölvan hjá Páli Magnússyni segir greinilega "lok lok og lás og allt í stáli, lokað fyrir Páli".

Dr. Margrét Eggertsdóttir, sérfræðingur í Hallgrími, „útgefandi" hans og formaður listafélags Hallgrímskirkju tjáði Íslendingum frá því í síðdegisútvarpinu á RÚV, að það væri ekkert gyðingahatur í Passíusálmunum. Haft er eftir þessari fræðikonu að: „Hallgrímur er að segja þessa sögu á sinn hátt og mér finnst þetta mjög ómaklegt vegna þess að hann túlkar hana einmitt þannig að hann setur sig í spor margra sem þarna koma við sögu," segir Margrét. Skáldið setji sig meðal annars í spor gyðinga. „Þannig að það er alls ekki í anda Hallgríms að fara að skella skuldinni á einhvern hóp eins og gyðinga."

Margrét, sem greinilega veit ekki hvað skrifað hefur verið um gyðingahatur (antijúdaisma) lúterskrar guðfræði á 17. öld, sem Passíusálmarnir eru hluti af, telur að Hallgrímur hafi sett sig í skó gyðinga meðan gyðingar líta svo sannarlega öðruvísi á málin. Kannski er Margrét Eggertsdóttir ein af þeim sem veit betur hvað gyðingahatur er, en þeir sem verða fyrir því?

Ætli Páll svari SWC? Hann er búinn að fá póstinn frá Rabbi Cooper tvisvar. Kannski er tölvukerfið bilað hjá honum Páli Magnússyni, sem skýrir kannski hvernig tekið er á kvörtunum yfir fréttaflutningi RÚV.


Hvað gera stórmennin í Háskóla Íslands nú?

 

Nú er engin undirskrifasöfnun í gangi í Háskóla Íslands eins og árið 2003 þegar 81 háskólaborgari skrifaði undir það, að Ísraelsríki væri líklegt til að fremja þjóðernishreinsanir meðan að órói væri yfirstandandi í hinum múslímska heimi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir árið 2003 voru sagfræðiprófessorar eins og Gísli Gunnarsson, Helgi Þorláksson og Gunnar Karlsson, og sömuleiðis mannfræðiprófessorinn Unnur Dís Skaptadóttir og einhver starfsmaður stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Sjá hérhér og hér getið þið séð nöfn sumra hatursmanna Ísraels sem vinna eða hafa unnið, og hatað, hjá Háskóla Íslands.

Nú er hins vegar mjög rík ástæða til að safna undirskriftum gegn fyrirhugaðri þjóðernishreinsun og þjóðarmorði, því æðsti trúarlegi leiðtogi Mullastjórnarinnar í Íran ajatollinn Khamenei hefur enn einu sinni lýst því yfir  í ræðu, að Ísraelsríki sé krabbamein sem þurfi að fjarlægja (sjá hér). Þar að auki hefur á írönsku vefsíðunni Alef, sem stýrt er af rannsóknarstofnun ajatollans, verið birt nákvæm lýsing á því sem gera skal samkvæmt Khamenei. Ísrael skal eytt og gyðingar, hvar sem þá er að finna, skulu drepnir. Þessi ræða og þetta hatur er auðvitað ekkert nýtt. Hún hefur heyrst áður í hinum múslímska heimi, áður meðal nasista og sumir vinstri menn virðast hallir undir svona morðhjal og tilbúnir í "krabbameinslækningar" Írans.

Nú hefur Íran opinberlega birt Wannsee áætlun sína varðandi útrýmingu gyðinganna. Kjarnorku- og Íslamveldið Íran ætlar sér að gera það sem Hitler mistókst.

En ætla heilagir gyðingahatarar í HÍ að styðja Íran eða mótmæla fyrirhuguðu þjóðarmorði Írans? Geta sagnfræðiprófessorarnir Gísli, Gunnar og Helgi og allir hinir hatursmennirnir í fílabeinsturninum ekki komið sér saman um almennilega undirskrifasöfnun, eða ætla þeir að taka þátt í þjóðernishreinsunum með Khamenei frænda?

Kannski er það sem mig grunar rétt, að í Háskóla Íslands hati menn Ísrael, og kannski Hannes Hólmstein, mest, og hafi því ekki tíma eða andlega getu til að mótmæla fyrirhugaðri útrýmingu eina lýðræðisríkisins í Miðausturlöndum og öllum gyðingum?

Ef til vill er bara best að setjast á sófann með þjóðarmorðingjum og ræða Palestínuvandamálið (sjá hér). Enginn verður dreginn fyrir landsdóm fyrir slíkar öfgar, öfugt við þá sem sáust með Hitler á sínum tíma.

Er ekki við hæfi að senda eina vinsælustu írönsku kvikmyndina á síðustu árum í Sjónvarpinu. Ég hef sett kynningu efst. Myndin styður greininga stefnu utanríkisráðherrans og ríkisstjórnarinnar á Íslandi sem er í góðu stjórnmálasambandi við Íran, en hefur hins vegar margoft rætt um/hótað að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.

Imba og Assad

Fólk sem hagar sér eins og svín - 3. hluti

 

Í hópi þeirra sem skrifuðu undir þessa einkennilegu yfirlýsingu 81 háskólaborgara á Íslandi árið 2003, sem ég fjallaði um í síðustu færslu, er íslenskur prófessor í mannfræði. Það gerði líka annar íslenskur prófessor sem var dóttir nasista. 

Íslenskir háskólamenn óttuðust árið 2003 þjóðarhreinsanir Ísraela. Gyðingar voru í hugum þessa fólks líklegastir til þjóðernishreinsanna.

Þó svo að ég hafi í síðustu færslum mínum um fólk sem hagar sér eins og svín vegna hugsjóna sinna, fárast yfir frumstæðni fárra Íslendinga sem halda að svínaúrgangur séu mótefni gegn Íslam og moskum, er ég ekki fæddur í gær. Ástæðan fyrir því að ég er fylgjandi bygginu moska á Íslandi er sú von mín, að í þeim verði ekki predikað það hatur og sú mannfyrirlitning sem því miður er predikuð  svo mörgum moskum heims. Það hatur fer ekki leynt. 

Ég er heldur ekki blindur og heilaþveginn eins og mannfræðiprófessorinn sem talaði í síðdegisútvarpinu á RÚV sl. fimmtudag. Efnið var kynþáttafordómar og snerist umræðan fljótt upp í að múslímar væru helstu fórnarlömb slíkra fordóma í nútímanum.

Unnur Dís
Unnur Dís Skaptadóttir

 

Mér er næst að halda, að mannfræðiprófessorinn Unnur Dís Skaptadóttir hafi talað gegn betri vitund, nema að hún sé haldin alvarlegum þekkingarskorti. Hún hélt því nefnilega fram að ofsóknir gegn múslímum á okkar tímum væru eins og gyðingaofsóknir nasista. Hún hélt því einnig fram að birtingarmynd hatursins gegn múslímum í Evrópu á okkar tímum væri alveg eins og myndmál nasista gegn gyðingum á síðustu öld. Engin furða þegar maður sé hvaða hatursplagg hún undirritaði árið 2003.

Hatur hluta hins íslamska heims gegn t.d. gyðingum, kristnum (t.d. Armenum og Koptum), vestrænni menningu, BNA, svo og kynþáttahatur í garð þeldökkra múslíma í Afríku, er rógróið í menningu sem og í trúarbrögðunum Íslam. Ef mannfræðiprófessor við íslenskan háskóla veit það ekki, ætti háskólinn sem ráðið hefur prófessorinn að athuga sitt ráð. Það er miklu meira áhyggjuefni fyrir hinn íslenska akademíska "heim"en heimildanotkun Hannes Hólmsteinss Gissurarsonar sem fárast var svo mikið yfir hér um árið að maður gat haldið að fólk væri með Hannes á heilanum.

Það er einfaldlega ekki rétt hjá Unni Dís Skaptadóttur, að eðli og birtingamynd haturs í garð múslíma í Evrópu í dag sé það sama og birtingarmynd haturs nasista í garð gyðinga á síðustu öld og fyrr. Það er alvarleg sögufölsun.

Myndmál öfgamúslíma gegnum síðustu 60 árin í þeirra heimalöndum sem og í Evrópu, þangað sem þeir hafa flutt eða flúið, myndmál haturs sem m.a. beinist gegn þeim hópi fólks sem þeir hata mest, er alveg eins og myndmál haturs nasista á gyðingum. Múslímar birtu og birta enn skopmyndir í anda der Stürmer og annarra nasistablaða. Öfgamúslímar hata nefnilega sama hópinn og nasistar og margir þeirra vilja í ofanálag útríma þjóðríki gyðinga og gyðinga hvar sem þá er að finna. Múslímar í Danmörku voru fyrir nokkrum árum dæmdir til fangelsisvistar fyrir að lýsa yfir slíkum kenndum.

Ef dr. Unnur Dís Skaptadóttir kennir nemendum sínum það sem hún sagði á fimmtudaginn var í síðdegisútvarpinu, þá er hún ekki að miðla fræðilegri umræðu, heldur aðeins yfirborðskenndum tilfinningum sínum sem lýsa alvarlegum þekkingarskorti á minnihlutahópum og þjáningum þeirra undan ofstæki fasískra meirihlutahópa, sem stunda þjóðarmorð í nafni öfgafullrar hugsjónar eða öfgafullrar útleggingar á trúarbrögðum.

Vitanlega er myndmál og eðli haturs ákveðinna hópa í garð múslíma jafn ógeðfellt og hatur öfgamúslíma í garð gyðinga og Ísraels, en það er ekki eins og myndmál og eðli haturs í garð gyðinga eins og það sýndi sig hjá nasistum á fyrri hluta 20. aldar.  Það hatur hafa öfgafullir múslímar einfaldlega fengið að láni og hafa notað grimmt. Maður hefur ekki getað opnað dagblað í hinum múslímska heimi eftir 1940 án þess að sjá það hatur í máli og myndum.

Reyndar notuðu Rússar og önnur ráðsstjórnarríki einnig sama myndmálið. Myndir sem birts höfðu í Nasistablöðum voru endurnotaðar í Pravda og síðan í Al Ahram og öðrum blöðum í miðausturlöndum. Nasistar nútímans afneita þjóðarmorðum nasista og múslímar gera það sama, t.d. þjóðarmorðinu á Armenum árið 1915. Utanríkisráðherra Tyrklands hló nýlega framan í hinn siðmenntað heim um daginn í Sviss og afneitaði þjóðarmorði Tyrkja. Tyrkneski ráðherran sýnir okkur líklega hlægjandi hvar næsta þjóðarmorð mun eiga sér stað í heiminum. Fasismi sá sem við sjáum um gjörvallan heim Íslams getur vart endað í öðru.

Við höfum þegar séð slátrunina í Darfúr. Dyggur stuðningur við fjöldamorð og þjóðarmorð múslíma, t.d. nú á Sýrlandi, kemur frá Pútín keisara í Rússlandi og frá Kína. Það skýrir á vissan hátt þann stuðning sem vinstri menn sýna Öfgaíslam, þar sem þeir afneita hlutum sem gerast fyrir framan augunum á okkur og kenna Ísrael og gyðingum um allt saman. Öfgamúslímar og vinstri menn sem telja sig eiga einkarétt á sannleika og réttlæti eru einfaldlega hættulegustu vopnabræður nútímans.

Ef Unnur Dís Skaptadóttir hefur ekki grundvallarþekkingu á eðli og birtingarmyndir versta kynþáttahatursins í Evrópu á 20. og 21. öld er illt í efni. Mjög mikið hefur verið skrifað um efnið, en það virðist greinilega hafa farið fram hjá prófessornum á Íslandi, nema að hún hafi pólitíska eða hugsjónalega ástæðu til að látast ekki þekkja eða vita þegar hún talar í síðdegisútvarp RÚV. Í ljósi þess að hún hefur tekið þátt í hatursáróðri ráðlegg henni að sækja sér ólaunaðs leyfis og leita sér betri menntunar. 

Pólitísk rétthugsun og lýðskrum mannfræðiprófessorssin í Ríkisútvarpi finnst mér alveg eins alvarlegur hlutur og þegar einhverjir öfgaasnar grafa svínaúrgang í grunna þeirra lóða sem valdar hafa verið fyrir mosku.

Ég vona að þessar tvær myndir frá YouTube gefi mannfræðingnum betri yfirsýn yfir það hatur sem vinstri menn á Íslandi hafa enn ekki gefið upp á bátinn.


Lygaveita RÚV 1. hluti

Burka Beit Shemesh

Fréttamenn RÚV er skrýtinn skari. Við sáum það síðast í saltmálinu, þar sem fréttamaður RÚV laug um Iðnaðarsaltið á bandarískri útvarpsstöð og veffréttamiðli. Nú standa margir í vissu um að Íslendingar borði götusalt, sem stangast auðvitað á við hreinleikaímynd Íslendinga sjálfra, sem annars gleypa í sig iðnaðarsykur í svo miklum mæli að þeir eru næstfeitasta þjóð heims.

Greinilegt er að einhverjum hefur þó orðið meint af allsendis hættulausu salti sem selt var á Íslandi, en eins og fréttakonan á RÚV sagði þegar hún var spurð hve stór skandall saltmálið væri: Well, because it hasn't really posed a health risk it's not as big a scandal as it could have been.  Þannig er fréttamennskan á Íslandi í dag. Endalaus leit af skandölum og lygi meðan horft er framhjá stærsta skandal sögunnar, þeirri ríkisstjórn sem nú situr við völd á Íslandi og þeirri öfga- og lygaklíku sem umlykur hana.

Miðausturlönd eru eins og flestir vita eitt mikilvægasta efni fréttastofu RÚV, fyrir utan fréttaflutning sem er hallur undir núverandi ríkisstjórn. Ísrael er versti skúrkurinn á fréttastofunni. Ekki er það svo frábrugðið afstöðunni á Alþingi. Á Alþingi er  ekkert mál að fá hraðviðurkenningu á sjálfstæði Palestínu (t.d. með dyggri hjálp Miss Teen Bikini 1999) meðan allt annað fer í hönk á hinu háa þingi vegna öfga meðlima þriggja stjórnmálaarflokka í því að dæma einn mann fyrir syndir fjöldans.  að minnir nú dálítið á fornar öfgar, en grýtingar eru eins og kunnugt er stundaðar í þeim heimi sem Alþingi útgefur stuðningsyfirlýsingar á og starfsmenn fréttastofu RÚV styðja svo drengilega.

Öfgagyðingar er orð sem nú er notað á RÚV. Þegar íslamska vorið er að snúast í fimbulvetur og Bræðralag Múslíma tekur völdin í Egyptalandi er talað um sigur íslamista, ekki sigur öfgamúslíma. Bræðralagið vill banna allt vestrænt, m.a. bikini, en ekki er talað um þennan ófögnuð sem öfgamúslíma á RÚV. Nei, þar eru bara til öfgagyðingar, en ekki Öfgasýrlendingar sem drepa sína eigin þjóð. Anders Behring Breivik, ein ljótasta birtingarmynd norskrar græðgisvelmegunar, hefur ekki einu sinni verið kallaður Öfganorðmaður. Ekki eru Rússar kallaðir Öfgarússar þegar þeir selja morðóðri stjórn Sýrlands orrustuflugvélar og eru Rússar þó sannarlega á meðal verstu öfgamanna sögunnar.

Myndin efst er af konum í burkum. Þær eru huldar með svörtu klæði. Það fyrsta sem manni dettur í hug er heimur Íslams, til dæmis eitthvað úthverfi í Teheran eða Jeddah, þar sem konur hylja sig (eða eru huldar) með burkum. En myndin er frá Ísrael, frá bæjarhlutanum Beit Shemesh við Jerúsalem, þar sem öfgagyðingar RÚV búa. Konurnar á myndinni eru gyðingar og tilheyra litlum hópi kvenna sem fylgja geðveikri konu, Bruriu Keren, sem vill að konur hylji sig, líkt og konur múslíma segjast finna þörf á því að hylja sig.

Hvenær hefur RÚV notað orðið öfgamúslímar við fréttir um burkur og brot á réttindum kvenna í Íslam? Mér hefur frekar sýnst að RÚV telji brotið á rétti múslímska kvenna í Frakklandi sem samkvæmt frönskum lögum er bannað að hylja andlit sitt. Meira segja „öfgagyðingarnir " í Beit Shemesh, sem fréttastofu RÚV er svo mikið í nöp við, fordæma þennan klæðaburð nokkurra kvenna í Beit Shemesh. Bruria "Hulda" Keren var árið 2009 dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir harðræði og níð gegn börnum. En eftir stendur, að burka í París eru í augum fréttamanna á RÚV mannréttindi, en burka og kvenfyrirlitning í Beit Shemesh í Ísrael eru bara öfgar.

author_icon_10670

 Gunnar Hrafn Jónsson skreytti einu sinni kynningu á sjálfum sér á bloggi sínu með mynd af Fathaöfgamanni. Lygafréttir Gunnars Hrafns um Palestínu voru kærðar til stjórnar RÚV, en stjórnin braut lög og svaraði aldrei erindi mínu. Geng ég út frá því að stjórnin óski þess að ósannindi séu kölluð fréttir.

Fleiri en öfgagyðingar og öfgamúslímar hylja andlit sitt. Fréttamaður útvarps, Gunnar Hrafn Jónsson, sem er einn helsti áróðursmeistari öfgaafla á RÚV (fyrir utan að vera stjúpsonur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra), huldi einnig andlit sitt þegar hann birti mynd af sjálfum sér á bloggi því sem hann var eitt sinn með á blog.is.  Sjá hér, hér og hér. Það er greinilega í tísku að fela sig.

Annar hluti á morgun.


Össur would like to think, but does he?

 

Mikilmennskubrjálæði, veruleikaflótti eða greindarskerðing er það sem fyrst kemur upp í huga manns, þegar maður hlustar og horfir á Össur Skarphéðinsson í viðtali sem the Stream á Al-Jazeera átti við hann gegnum Skype. Takið eftir því hvernig hann segir að Ísland og Íslendingar hafi stutt Palestínu í 10 ár, hvernig hann heldur því fram, að á Íslandi hafi viðurkenning Palestínuríkis verið í bígerð í tvö ár, þ.e.a.s. að undirbúningur viðurkenningarinnar hafið hafist áður en Abbas sagðast ætla að lýsa yfir stofnun Palestínuríkis.

Sjáið einnig og heyrið hvernig Össur greinir frá því, að Ísland styðji líka Ísraelsríki; Og eins hvernig hann greinir frá því, án þess að það hafi nokkurn viti borinn tilgang í röksemdafærslu hans, að hann hafi ferðast til Palestínu í ár og undirstrikar að hann hafi vísvitandi ekki heimsótt Ísrael í þeirri ferð. Hvernig stendur á því að maður sem segist vilja friðarviðræður stríðandi fylkinga, vill ekki hlusta á rök Ísraels? Það er aðeins til ein skýring á því: Össur er Ísraelshatari og getur ekki hugsað sér að ræða við Gyðinga í ríki þeirra.

Takið eftir því hvernig Össur fer fram úr sjálfum sér þegar hann spilar út norræna kortinu og segir virðinguna fyrir mannréttindum á Norðurlöndunum sé ástæðan til þess að Norðurlandaþjóðirnar styðji Palestínu, því engir séu eins ofsóttir og Palestínumenn. Össur hefur greinilega ekki heyrt um mannréttindabrot Palestínumanna.

Ruglið í manninum setti þó fyrst nýtt heimsmet, þegar hann talaði um "the economical miracle" á Íslandi og var spurður af hverju Ísland vildi í ESB þegar efnahafsástandið þar væri jafnvel verra en á Íslandi.

Hamas við stýrið

Deginum áður en þetta makalaus rugl var sent um alla heimsbyggð öfganna, hafði samstarfsaðili Össurar á Gaza, sem hann reyndar heimsótti fyrr í ár, hvatt menn á  fjölmennum fundi til að fylkja liði í arabískum her til að frelsa Jerúsalem og Aksa moskuna. Stóð Hanieh á ræðupalli sem var í laginu eins og skip og eins og myndin sýndir er þessi stýrimaður Össurar þegar á leiðinni til að eyða Ísraelsríki. Össur og Íslendingar eru nú bátsmenn á árásardalli Hamas, hvort sem þeir vilja það eður ei. Össur er búinn að selja Íslendinga á fæti í hryðjuverkastríð Palestínumanna gegn eina lýðræðisríkinu fyrir botni Miðjarðarhafs, og á nú bara eftir að senda okkur nauðug í ESB. 

Já, ég veit ég bý í ESB, og ég er líka búinn að vera atvinnulaus í nærri 4 ár, síðan ég vann sem póstmaður, þótt ég sé með doktorsgráðu, en þær geta komið sér vel við lestur á umslög. 

Soda head Watching Stream in Hell

Mixa und die Juden

Die Rotschilds oder Mixas

Már Wolfgang Mixa doktorsnemi og kennari við Háskólann í Reykjavík er með afar ósmekklegan pistil á Eyjunni sem hann nefnir Hverjir stjórna heiminum? Þar kennir Mixa Rotschild-ættinni (hinni ríku) um stríðsrekstur og Goldman Sachs (GS) um heimsyfirráð. Sjá einnig hér.

Hann á ekki langt að sækja svona kenningar, þessi gaflaraaríi. Sjáið hvernig hvernig honum kippir í kynið, með því að lesa um karl föður hans hér í ritdómi mínum á eina af hans fyrstu bloggfærslum. Greini ég þar líka frá afa Más Mixa:  

Faðir hans [þ.e. afi Wolfgangs], dr. Franz Mixa (1902-1994), sem starfaði á Íslandi á 3. og 4. áratug 20. aldar gekk nefnilega í nasistaflokkinn þegar þann 16. janúar 1932. Hann var félagi í flokknum númer 782.617. Hann var nasistaembættismaður og tónlistarstjóri í Gau Steiermark frá 1938 til 1943.  Ekki var verið að greina frá þessu í minningargrein um hann árið 1994 í Mogganum. Hann var í þýska hernum og var tekinn höndum og var fangi Frakka fram til 1947 fyrir sakir sem sonur hans þekkir örugglega betur en ég og hann "Jahve". Hann Mixa júníor segir okkur einhvern tíma frá því, þegar hann er búinn að jafna sig.

Þrjár kynslóðir Mixa sem hafa gyðinga á hornum sér. Þetta stoppar víst ekki í sumum ættum.

"Í upphafi tuttugustu aldar var sagt að ekki væri hægt að fara í mikil hernað [sic] án þess að Rothschild fjölskyldan og samstarfsmenn hennar samþykktu að fjármagna það."

Már Wolfgang Mixa  28.9.2011.

Ég get reyndar svarað Má Wolfgang Mixa spurningu hans um hverjir stjórna heiminum. Það gera menn sem hata á sama hátt og hann gerir.

mixa

« Fyrri síða

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband