Færsluflokkur: Dægurmál
21.5.2007 | 17:52
Slæðingur
Þessa dagana er vart meira talað um í Danmörku en slæður múslíma og Nasser Khader stofnanda hins nýja stjórnmálaflokks Ny Alliance. Nýbúinn Nasser brunar áfram í skoðanakönnunum, og flokkurinn hans er kominn með meira fylgi en gamlir, rótgrónir flokkar á danska þinginu. Nasser stelur jafnt þingmönnum frá íhaldsflokkinum og gamla flokkinum sínum Radikale Venstre. Sagt er að danski forsætisráðherran, Anders Fogh Rasmussen, sé farinn að gjóta hýru auga til flokksins sem samstarfsaðila. Giftar konur yfir fertugt eru sérstaklega hrifnar Nasser. Konan mín, sem er stjórnmálafræðingur (og 26 ára), skýrir þetta fyrir mér á þennan hátt: "Hann er laglegur maður, sem hefur stjórn á skoðunum sínum og er vel talandi. Hann hefur komist á toppinn "against all odds", og hann talar fallega um gamla og veika móður sína. Svo kom hann hreint til dyranna í vitleysunni í kjölfarið á Múhameðsteikningunum".
Ég er ekki yfir mig hrifinn af Nasseri, en ég er heldur ekki kona. Ég held að hann sé dálítill refur og "nærbuxnaþjófur".
Nú er komið upp skrýtið mál með Nasser í aðalhlutverki. Fyrrverandi flokksfélagi hans í Radikale Venstre ásakar hann um að ljúga. Nasser hefur nefnilega sagst hafa séð þennan flokksfélaga sinn, Elsebeth Gerner Nielsen, á arabískri sjónvarpsstöð á hóteli sem hann gisti á í Bandaríkjunum, er hann var staddur þar nýlega. Hann segist hafa tekið þá ákvörðun að stofna nýja flokkinn Ny Alliance, þegar hann sá Gerner Nielsen í sjónvarpinu í BNA. Það eru heldur hörkuleg viðbrögð, ef Elsebeth Gerner Nielsen hefði ekki í sjónvarpsfréttaþætti leikið Mahal-módel og íklætt sig að hætti trúaðra múslímskra kvenna til að sýna samstöðu sína með konum, sem fá lífsfyllingu með því að hylja höfuð sitt á einn eða annan hátt til að þóknast Allah og/eða eiginmanninum sínu. Það er tíska, sem fer afar mikið í taugarnar í hinum móderata múslimi, Nasser Khader.
Þeir sem rannsakað hafa málið telja, að Nasser hafi ekki getað séð Gerner Nielsen í sjónvarpinu í BNA, því hótelið sem hann gisti á hafi ekki arabíska rás og upptakan með upptroðslu Gerner Nielsens með klútinn um hausinn hafi víst ekki verið verið seld amerískri sjónvarspsstöð.
Hvort Nasser hefur haft martröð á hótelinu í BNA eða segir satt, kemur í ljós á næstu dögum. En að það hafi áhrif á vinsældir hans, að hann verður tekinn í smá ósannindum um það sem hann sá á hótelherbergi i BNA, trúi ég vart. Hann lýgur vart meira heldur en margur annar í dönskum stjórnmálum.
Í morgun var skítableðillinn Ekstra Bladet med æsifrétt um að einn náinn ættingi Nassers, sem er af ætt Palestínumanna, hafi verið handtekinn í Danmörku í tengslum við skotárás . Nasser er auðvitað í sjokki út af því . Fyrir nokkrum árum var sonur viðskiptaráðherra Dana, Bendts Bentsens af ætt Fjóneyinga, handtekinn og dæmdur í fangelsi fyrir fíkniefnasölu , og Bendt Bendtsen (sem er Konserva(s)tívur) var meira að segja lögreglumaður áður en hann fór í pólitík
Dægurmál | Breytt 22.5.2007 kl. 02:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2007 | 15:34
Lömbin í mónum, leika þau sér
Treystið mér, nýsjálenska kindin kemst vart með klaufirnar, þar sem íslensku rollurnar fella spörðin.
Ég hef étið þennan andfætluóþverra, og stundum borið fram. Oftast er ekki annað að hafa á dönskum stórmörkuðum.
Ef ég fæ ekki íslenskt lambakjöt í Danmörku, kaupi ég frekar skoskt, danskt eða sænskt lambakjöt, sem er slátrað upp á gamla mátann. Það fæst í verslunum gyðinga eða múslima, og er það miklu betra en það sem hefur verið flutt yfir hálfan hnöttinn sem "ferskt" kjöt. Hugsið ykkur CO2 útleiðsluna við að koma 1 kg af rollu frá Nýja Sjálandi á markað á Íslandi. Það er hreinlega út í hött.
Ef Móa fuglinn stóri er enn til á Nýja Sjálandi, eins og sumir halda, ættu Aðföng og Ferskt kjöt hiklaust að flytja hann inn ferskann. Það vantar greinilega kjöt. Meira kjöt.... grilla, grilla ....meiri sósu - já sósu líka, og helst innflutta.
Prófessor með "Móa kjúkling"
Ráðuneytið hafnaði innflutningi kindakjöts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2007 | 12:02
Með lögum skal land byggja - Iran style
Smellið hér til að sjá íranskar löggukonur að leik
Í dag eru tvær greinar í danska, helgar- og menningarsnobbblaðinu Weekendavisen, sem ég hef gerst svo frægur að skrifa nokkrar greinar í í lífsleiðindunum mínum, enda menningarsnobbari á köflum.
Ein greinin, "Østen og Vesten" er eftir cand. mag. í írönsku og trúarbragðasögu, sem virðist komin á mála hjá stjórninni í Íran. Fjallar greinin um fréttaflutning á vesturlöndum af lögreguaðgerðum gegn konum í Íran, sem ekki bera hulinshettur á réttan hátt. Gerir sérfræðingurinn því skóna að gjörvallir fjölmiðlar, sem birt hafa þessar fréttir og sýnt hafa fatagínur sem írönsk yfirvöld hafa sagað brjóstin af, í samræmi við lög landsins, og aðra upplýsingar um aðgerðir gegn konum á götum úti sé tilbúningur og útúrsnúningur með rangar áherslur. Candmaginn telur greinilega að fjölmiðlar eigi að vera siðapostular.
Hin greinin, "Kvindekamp", sem fyllir heila baksíðu í fyrsta hluta blaðsins, er eftir ágæta blaðakonu á Weekendavisen, Pernille Bramming. Hún leggur fram 10 myndir til stuðnings fréttunum um aðgerðir siðgæðislöggunnar í Íran, og bendir jafnframt á heimasíðu kvenna sem hafa mótmælt siðgæðislögum þeim sem komið hefur verið á í Íran. Greinin sýnir fram á það sem candmagagreinin dregur í efa.
Ekki er því hægt að kvarta undan því að Weekendavisen sýni ekki báðar hliðar á málunum, enda stórmerkilegt blað. En grein candmagans Mette Hedemand Søltoft sýnir hins vegar vel hvernig vinstri-menntamenn eru smáhrifnir af mannréttindabrotum í hinum íslamska heimi.
Býð ég nú lesendum mínum aftur í bíó. Ef þið klikkið hér, þá getið þið séð íranska lögreglu handtaka konu, sem ekki var klædd eftir dresskóti ógnarstjórnarinnar í Íran. Kannski var handtekna konan bara bankastarfsmaður í Teheran á allt of háum launum?
Hér eru annað myndskeið. Þetta minnir dálítið á Apaplánetuna.
Dægurmál | Breytt 17.5.2007 kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2007 | 06:17
Þokunni létti
Vaknaður og sé að þokunni létti.
Flöggum fyrir því! Ríkisstórnin verður aldrei söm eftir þetta. Það ætla ég nú að vona. Framsókn bíða ný hlutskipti eftir þessa mörunótt og hugsið ykkur öll atkvæðin ef dóttir Jónínu Bjartmarchssctz hefði fengið ríkisborgararétt á eðlilegan hátt. Já, og Sturla er bara einnota afurð.
Gisp! En það er eftir að telja 12 % atkvæða. Hvað eru menn að hugsa. Í Guatemala yrði þeim atkvæðum bara hent og svo farið í mál við þá sem gagnrýna.
Nú verða menn að fara að haga sér skikkanlega og gera það sem Geir Haarde segir.
Takk Ómar Ragnarsson, þú hefur gert gagn í þessum kosningum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 00:22
Þoka á kosningamiðnætti
Allt frekar óljóst - enn.
En það ér þó nokkuð ljóst að austur-Evrópu áhrifin í Júróvissjóninu hafa teygt arma sína til Íslands. Nú fáum við 4 ár með allt á reiki. Þreyta fólksins og óþolinmæði var greinilega farin að segja til sín, þó svo að aldrei hafi fólk haft það betra í þessu landi á síðustu 1140 árum. En þegar utanríksiráðherra stingur upp á stjórnmálasambandi við Hamas er ekki nema vona að fólk kvái. Framsókn er tímaskekkja.
Basl- , biðraða- og spillingarflokkurinn úr sveitinni (B) hefur greinilega verið dæmdur úr leik og dregur kannski með sér gæðinga Geirs Haarde (D), sem ekki virðast hafa misst traust - né aukið. En í staðinn hefst að öllum líkindum nokkurra ára stjórn ævintýra- og rómantíkera á sauðsinnsskóm, sem vilja lifa af landinu og sölu myndbanda Ómars Ragnarssonar. Eiginlega ekki svo mikið öðruvísi en Framsókn. Það er bara búið að sparsla og mála framhliðina.
Einu sinni hefði ég kosið svona rauðgrænt. Þá var ég borgarskæruliði, fyrir ca. 25 árum. Nú er ég orðinn gamall og veit að það sem er boðið upp á eru innistæðulausir tékkar. Áfram munu flokksgæðingar reisa sumarbústaði sína á friðuðum stöðum, og enn sem áður verður vaðið út í botnlaust skuldafen vegna hégóma og vitleysu. Helluþjófar eru til í öllum flokkum og allir vilja tvíbreiða vegi í stað hraðatakmarkanna. Það er ekki hægt að strika í burtu.
Mér sýndist rétt í þessu að litla handtaskan hennar Ingibjargar Sólrúnar á Grand Hotel hefði verið nokkuð Gucci. Handtöskur eru gífurlega mikilvægar. Vonandi verður létt á einhverjum aurum úr töskunni fyrir þá sem minna mega sín á næstu 4 árum. Annars er auðvitað hægt að fella ríkisstjórnina hvenær sem er.
Ég sá líka Jón Baldvin Hannibalsson í viðtali á kosningavöku, þar sem hann minnti menn á það að ný ríkisstjórn þæði umboð sitt frá fólkinu í landinu, en ekki frá Bessastöðum. Það er greinilega enn straumur á tengigrindinni í Jóni. Ekki er víst að svo sé í yngri gerðum stjórnmálamanna.
Nú verðum við að bíða og sjá. Sumir af bestu vinum mínum eru í Samfylkingunni..... En talningu er enn ekki lokið.
Nú nenni ég ekki að vaka lengur. Klukkan orðin 2 að nóttu í Danmörku.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 06:05
Mínu Mús hefur líka verið rænt
Nýjustu fréttir herma að Mínu Mús hafi verið rænt. Hún hefur sést á götu í Teheran, en ekki er hægt að staðfesta þessa frétt, þar sem okkar maður í Teheran hefur verið fangelsaður fyrir að taka myndir af konum í klæðnaði sem er þóknanlegur Allah. Daman á myndinni sagðist heita Mína retta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 16:17
Ferðafólkið er í bráðri hættu!
Tónelska ferðafólkið, sem allir eru að tala um, eru Roma, þ.e.a.s. sígaunar. Áður fyrr voru sígaunar og tatarar oft sjómenn í Noregi. Sumir komu til Íslands.
Norðmenn eru vanir að senda sígauna úr landi. Þeir lokuðu á þá árið 1927 og boluðu mörgum burt. Seinna var þetta fólk í flestum tilfellum myrt í útrýmingu nasista á fólki sem minnti þjóðverja á mannlegt eðli. Sígaunar og tatarar (Sinti), sem enn voru í Noregi, átti að koma fyrir kattarnef árið 1943, en því var sem betur fór aldrei komið í verk. Eftir stríð reyndu norsk yfirvöld að sundra tatarafjölskyldum og þvinga þær til fastrar búsetu. Norskar sígaunakonur voru vanaðar með valdi og börn voru tekin frá fjölskyldum sínum og nauðgað. Norðmenn eru enn ekki búnir að bæta fyrir þessar hörmulegu aðfarir að þessum minnihlutahópi í landi sínu. Norðmenn ætluðu sér líka að setja peninga og eignir þeirra 769 gyðinga sem voru sendir til Auschwitz í ríkiskassan.
Ég beini þeim óskum til íslenskra yfirvalda: Frelsið það fólk sem þið senduð úr landi úr klóm Norðmanna. Sagan sannar að þeim er ekki treystandi í meðferð sinni á farandsfólki.
Hér getið þið lesið örlítið um LOR, Landsorganisasjonen for Romanifolket í Noregi
Norska útlendingastofnunin í viðbragðsstöðu vegna Rúmena | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 11:49
Leitin að beinum Egils (2. hluti)
"The skull gradually fills in with densitites, as shown here, and the skull thickens and softens"
Þessa skýringu á framskriðnum Paget's sjúkdómi er að finna á síðu Stanfords háskóla um sjúkdóminn. Ekki urðu meint bein Egils "soft", smkv. Egils sögu og Byock, eða hvað?
Leit Jesse L. Byocks að beinum Egils eru náttúrulega tálbeita. Byock notar álíka aðferð til að fá fjármagn til rannsókna sinna og þegar Kári í DeCode dáleiðir menn með "ættfræðirannsóknum", sem sýna eiga ættir manna aftur til sagnapersóna í miðaldabókmenntunum. Það hjálpar greinilega fjársterkum aðilum að létta á pyngjunni. Góð saga selur alltaf vel.
En Byock hefur farið óþarflega fram yfir það sem sæmilegt er í þessari sölumennsku í fræðunum. Að minnsta kosti yfir það sem leyfilegt er í fornleifafræði. En fornleifafræðin fjallar um allt annað nú á dögum en það að leita uppi ákveðnar persónur. Það virðast íslenskufræðingar enn vera að gera, líkt og þegar þeir eru að leita uppi höfunda Njálu og annarra fornrita.
Til þess að gera Mosfells-verkefnið kræsilegra telur Byock mönnum trú um að Egils saga lýsi Agli með sjúkdómseinkenni Paget´s disease. Hann trúir því greinilega einnig á söguna sem sagnfræðilega heimild. Hann hefur vinsað það úr af einkennum sjúkdómsins, sem honum hentuðu í greinum sínum um efnið í Viator (Vol 24, 1993) og Scientific American (1995). Menn geta svo, þegar þeir hafa lesið greinar hans, farið inn á vef Liðagigtarsamtaka Kanada (The Arthritis Society ) eða á þessa síðu til að fá aðeins betri yfirsýn yfir sjúkdómseinkenni hjá þeim sem hrjáðir eru af þessum ólæknandi sjúkdómi. Þau einkenni eru langtum fleiri en þau sem Byock tínir til og flóknari en hausverkurinn og höfuðskelin á Agli. Byock hefur ekki sagt lesendum sínum alla sjúkdómssöguna; til dæmis að þeir sem eru hrjáðir af sjúkdóminum geti einnig liðið af sífelldum beinbrotum og verði allir skakkir og skelgdir fyrir neðan mitti. Hryggurinn vex saman og mjaðmagrindin afmyndast. Byock heldur því fram að Agli hafi verið kalt í ellinni vegna þessa sjúkdóms. Annað segja nú sérfræðingarnir: "The bone affected by Paget's disease also tends to have more blood vessels than normal. This causes an increase in the blood supply to the area, and as a result the area may feel warmer than usual". Læknisfræði er greinilega ekki sterkasta hlið Byocks og óskandi er að hann stundi ekki lækningar í aukavinnu, líkt og þegar hann gengur fyrir að vera fornleifafræðingur á Íslandi.
Í greinum þeim um verkefnið, sem birtar hafa verið opinberlega, er heldur ekki verið að skýra hlutina til hlýtar. Eins og til dæmis að tæmda gröfin að Hrísbrú sé undir vegg kirkjunnar sem þar fannst. Það þýðir að gröfin eða gryfjan er eldri en kirkjan sem samkvæmt kolefnisaldursgreiningu er frá því um 960. Kannski er erfitt fyrir bókmenntafræðing eins og Byock at skilja svona flókna hluti. Hann átti líka erfitt með að skilja grundvallaratriði í fornleifafræði árið 1995 og þurfti að hafa íslenskan fulltrúa sér innan handar. Mér skilst að þetta sé nú mest orðið norsk-bandarísk rannsókn og gerir Margrét Hermannsdóttir skiljanlega nokkuð veður úr því í grein sinni í Lesbók Mbls. 5.5.2007. Þegar sótt var um rannsóknarleyfi og fjárveitingar árið 1996 var greint frá því að samvinna yrði höfð við fáeina Íslendinga "for ethical reasons".
Hvað varðar fjármögnun rannsóknarinnar, var alveg ljóst frá byrjun, að Byock hafði báðar hendur niður í íslenska ríkiskassann. Hann greindi mér hróðugur frá því, er hann reyndi að fá mig með í rannsóknina, að Björn Bjarnason væri "verndari" rannsóknarinnar og hefði lofað stuðningi, tækjum, fæði og þar eftir götunum. Björn bóndi hefur greinilega ekki brugðist Byock og hafa eftirmenn hans á stóli menntamála verið álíka gjafmildir. Að Björn Bjarnason er meiri aufúsugestur á Hrísbrú en ég og kollegar mínir, sést á þessari og annari færslu í dagbókum dómsmálaráðherrans.
Þegar íslenskir fornleifafræðingar með doktorsgráðu geta ekki starfað við grein sína sökum fjárskorts og aðstöðuleysis og einn þeirra vinnur sem póstburðardýr í Danmörku, vantar mig orð yfir þá fyrirgreiðslu sem prófessor Byock hefur fengið á Íslandi til að leita beina persónu úr Íslendingasögunum. Eins og ég skrifaði í greinargerð minni árið 1995 um leit hans af Agli: "Það er í sjálfu sér sams konar verkefni og leitin af beinum Jesús Krists og gröf hans eða leitin að hinum heilaga kaleik (The Holy Grail)".
En riddari nútímans leitar ekki að gylltum kaleik eða brandinum Excalibur , heldur Agli Skallagrímssyni. Riddarinn heitir Byock og atgeir hans heitir "Spin and PR". Riddarinn er reyndar búinn að afneita sér þeim óþægindum sem það virðist vera að vera Bandaríkjamaður í brynju. Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2004 (væntanlega á eðlilegri hátt en tendadóttir ráðherra umhverfismála um daginn). Hver veit, kannski er Byock líka orðinn tengdasonur eftir langa búsetu á íslandi. Hann er að minnsta kosti orðinn "fornleifafræðingur", en það geta víst nær allir kallað sig á Íslandi sem kaupa sér skóflu.
Gárungarnir segja mér, að næsta verkefni Byocks sé að leita uppi Loðinn Lepp. Nafnið eitt bendir eindregið til þess að þessi norski erindreki á 13. öld hafi verið með sjúkdóm, sem lýsir sér í óhemju hárvexti, ekki ósvipað og á þessum kappa:
Dægurmál | Breytt 29.12.2007 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 14:12
Hamingjusamir, heiðarlegir en séðir í viðskiptum
Ætli þessi ungi Guatamala-búi fái einhvern tíma íslenskt ríkisfang?
Lucia Celesta Molina Sierra, lögfræðinemi og líklega "Maya-prinsessa" frá Guatemala, er nú í góðum málum. Lula er orðinn Íslendingur og það hlýtur samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum að auka bjartsýni og ánægju konunnar. Svo ekki sé talað um væntanlega námsdvöl á Bretlandseyjum með syni íslensks ráðherra. Lucia getur auðvitað ekkert gert að því hve hamingjusöm við erum á Íslandi og hve góðir og glaðir sumir alþingismenn eru í 360. hvert skipti sem þeir veita ríkisborgararétt í Paradíslandi. Til hamingju Lucia, þú ert nú á meðal hinnu útvöldu! Guatemala hefur einn færri munn að metta.
Hvað eru allir að tala um spillingu í sambandi við ríkisfangsveitinguna? Nýlegar rannsóknir sýna nefnilega á afgerandi hátt, að á Íslandi og í Finnlandi er minnst spilling á byggðu bóli.
Nú þegar er orðið svo auðvelt að verða Íslendingur, leyfi ég mér að minna á vanda þeirra flóttamanna af gyðingaættum sem komu til Íslands á 4. áratug síðustu aldar. Sumum þeirra var tafarlaust vísað úr landi eða frá. Enginn þeirra var heldur á föstu með syni íslensks ráðherra.Tímarnir eru breyttir. Jú, þegar gyðingarnir komu voru ýmsir hræddir um sinn hag á Íslandi. Hin útspekúleraða kauphéðnaþjóð mátti ekki festa rætur í landinu hreina og menga kynstofninn.
Sendifulltrúi Þriðja Ríkisins, Werner Gerlach, stytti sér stundir í þýska sendiráðinu við Túngötu með því að rannsaka hætturnar sem íslenska "stofninum" stafaði af útlendingum. Honum leist svo sem aðeins í meðallagi á mannavalið í landinu. Það gekk fram af honum þegar ungur, íslenskur samferðarmaður hans um landið sagðist aðspurður vera tilbúinn að kvænast gyðingastúlku. En lokadómurinn í úttekt Gerlachs á Íslendingum hljóðaði svo: "Útsjónasemi í viðskiptum og siðferði: Gyðingar geta ekki náð hér fótfestu. Íslendingar eru svo miklu séðari."
Hamingjusamir og séðir í viðskiptum. Er ekki eitthvað til í því?
Lucia, þú skalt vera ævinlega velkomin sem borgari í Paradís á jörð. Mér er nefnilega alveg sama þótt einhverjir hafi hjálpað þér til að verða (Parad)Íslendingur. Hver sagði að það væri ekki spilling í Paradís? Lofaðu mér þó einu. Ekki að búa til heimasíðu eins og þá sem Bobbi Fischer er með. Það er alveg óðarfi að brjóta lögin á Íslandi, þó svo að maður hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu í landi hamingjuseminnar. Það gera menn auðvitað heldur ekki venjulega. En í Paradís er allt hægt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 21:15
Tískan á þingi: Skuplur, hattar eða hárkollur?
Asmaa Abdol-Hamid langar í Folketinget
Útlendingahatarar í Danska Þjóðarflokknum hafa nú líkt slæðum og andlitsblæjum múslimakvenna við hakakross nasista. Hugmyndaflugið virðist líka mikið í þessum öfgahópi. Hvað ætli nasistar hafi minnt Dani á árið 1945? Kannski hina rómuðu samvinnupólitík og góð sölu á dönskum afurðum í stríðinu.
Kona nokkur, Asmaa Abdol-Hamid, sem fer í taugarnar á danska þjóðarflokknum þar sem hún er kappklædd á höfði, langar mjög á þing í Danmörku. Hún hefur reyndar ekki afrekað neitt sérstakt til þess, annað en að koma fram með klútinn sinn vafinn um hausinn í spjallþáttaröð í danska sjónvarpinu, þar sem framkoma hennar var afar leiðigjörn. Nú vill hún á þing fyrir Enhedslisten (Einingarlistann), sem er samansull af fólki úr ýmsum framliðnum flokkum á öfgavæng vinstrimennskunnar í Danmörku. Kommar í Danmörku vilja greinilega nota klúta, slæður og skuplur í kosningaslaginn. Þetta hefur farið farið fyrir brjóstið á einum flokkmanni í Enhedslisten. Hann heitir Benito Scocozza, og er hann sagnfræðingur og gamalreyndur jálkur á vinstrivængnum og jafnvel meiri marxisti en Marx sjálfur.
Í gær, 22. apríl, birti dagblaðið Politiken stutt bréf, þar sem Scocozza skrifar, að það geti verið að Danski Þjóðarflokkurinn ætli sér að hefja trúarbragðastríð ef Asmaa Abdol-Hamid verði kosin á þing með vafninginn um hausinn. En gamli komminn undrast hins vegar mjög "að Einingarlistanum geti dottið í hug að bjóða fram trúaðan flokksmann, sama hvaða trúabrögð hann aðhyllist. Það ætti að vera hlutverk sósíalísks flokks að hindra hina umfangsmiklu trúarhyggju sem gripið hafi um sig á síðustu árum".
Já, kannski hefur Scocozza rétt fyrir sér. Ópíum fólksins og allt það. En er tíma prestaveldisins ekki lokið í Evrópu?
Gætuð þið góðir landsmenn unað því ef kona með slæðu, sem fylgjandi væri sharía-löggjöf fyrir utan lög landsins okkar, yrði kosin til Alþingis? Væri hulinshettan hennar mannréttindi? Mér skilst að höfuðbúnaður múslimakvenna, í hvaða formi sem hann er, sé upphaflega ekki einu sinni trúarlegt tákn, heldur uppfinning karlrassgata sem lagt hafa eign sína á gjörvallt kvenkynið.
Mér sýnist að margir á Íslandi eigi bágt með að sætta sig við menn sem vilja á Alþingi og sem tala vart annað en sloraíslensku. Aðrir mega ekki ganga bindislausir meðan aðrir virðast fæddir með slíka hengingaról um hálsinn. Er þar um að ræða tísku eða fordóma?
Mér er svo sem alveg sama hvað konur og karlar hafa á hausnum, ef eitthvað bitatstætt er inni í honum. Hef heldur ekkert á móti stjórnmálamönnum með hárkollur, ef þeir afneita ekki "hairpísinu". En öðru máli gegnir um konur og karla, sem vilja setja mér skorður í nafni trúarbragða. Það á ekki samleið með lýðræðinu.
Ég verð að viðurkenna, að sjálfur geng ég mikið með amerískan eightpiece eða írskan newsboy. Hattarnir mínir eru eins konar trúarleg tákn. Ég trúi því nefnilega að enginn, jafnvel ekki Herran, sjái skallann minn þegar ég er með húfuna á hausnum. Eru hattarnir mínir ástæða þess að ég er ekki enn kominn á þing, eða er það vísitalan undir hattinum? Á ég að fá mér hárkollu eða kannski slæðu og sjá hvað setur?
Asmaa hin þingelska er líka miklu myndarlegri undir hvítu klæði en ég:
Amen í þetta sinn.
Dægurmál | Breytt 24.4.2007 kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 1352301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007