Færsluflokkur: Vísindi og fræði
16.2.2007 | 16:26
Dráp, eyðilegging og ofstæki

Jerúsalem fyrir daga Íslams. Samkvæmt öfgamönnum mega fornleifafræðingar ekki rannsaka leifarnar eftir þá mismunandi menningarstrauma, sem ráðið hafa ferðinni í hinni helgu borg.
Nú boðar snarvitlaus leiðtogi Íslamista í Palestínu 3. Intíföduna. Greinilegt er, að menn eru ekki búnir að fá nóg af morðæðinu, sem hefur herjað síðan um aldamótin. Nú á greinilega að drepa enn fleira saklaust fólk. Sprengja rútur, sprengja saklaust fólk á veitingastöðum, sprengja allt og alla í Ísrael. Tylliástæðan fyrir nýja uppþotinu er fornleifarannsókn Ísraelsmanna á musterishæð, sem ég skrifaði um í gær.
Í mörg ár hafa múslimir sjálfir eyðilagt fornleifar á Musterishæð. En allt verður svo vitlaust vegna rannsókna sem fram fara í tengslum við framkvæmdir á göngubrú. Nú er gyðingum hótað dómsdegi af Sheikh Raed Salah, sem er leiðtogi Íslamistasamtaka Palestínu. Hann sagði meðal annars í ræðu í dag um gyðinga: Þeir vilja reisa musteri sitt meðan blóð okkar er á fötum þeirra, á dyrastöfum þeirra, í mat þeirra og vatni.
Hvenær fær hinn vestræni heimur nóg af þessum yfirgengilega miðaldabarbarisma? Af hverju styðja heilvita menn, jafnvel trúlausir vinstrimenn, svona frávita öfgar? Musterishæð köllum við þetta svæði, kristnir og gyðingar. Þetta er helgur staður fyrir okkur. En öfgaklerkar Palestínu hafa verið beðnir um að hefja nýja Intífödu í kjölfarið á skálmöldinni á milli öfgahópanna sem berjast um völdin í Palestínu. Því er borið við að hættulegir fornleifafræðingar séu að grafa undir göngubrú. Hvað geta ekki svona fornleifafræðingar leitt í ljós. Þeir gætu kannski eyðilagt máttarstoðir kreddunnar. Brjálæðið er löngu gengið úr böndunum. Múslimir líta á Musterishæð sem sína eign. Gyðingum og kristnum skal úthýst. Sheikh Raed Salah lýsir því yfir að hann vilji sjá höfuðborg nýja Wahab-Klífatsins (Stórríkis múslima) í Jerúsalem.
Og hvað þýðir það? Það þýðir að Ísraelsþjóð skal útrýmt, vegna þess að trúarofstækið knýr hatrið, en gyðingahatur er ekki nein nýleg uppfinning nasista, ef einhver heldur það. Mottó öfgamúslima er því miður er orðið: Við erum fórnarlömb heimsins. Heimurinn er aðeins vondur við okkur. Þetta er reyndar ekki neitt sem stendur í Kóraninum eða öðrum ritum. Þetta er viðlag sem mig grunar að vinstrimenn á Vesturlöndum hafi fyrst og fremst kennt öfgamúslimum. Þess vegna kemur þeim svo vel saman.
Félaginu Ísland-Palestína ber tafarlaust að fordæma yfirlýsingar Palestínuaraba um 3. Intíföduna. Eða ætla menn að taka þátt í nýjum hildarleik og bera í bætifláka fyrir enn eitt blóðbaðið.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 17:02
Tvískinnungur á Musterishæð
Fornleifum úr "framkvæmdum" múslima á Musterishæð er kastað niður í Kidrondal. Sárt að verða vitni að slíkum skemmdaverkum.
Mikið fjaðrafok er nú vegna fornleifarannsóknar í Jerúsalem, í grennd við Al Aksa moskuna, þ.e.a.s. á Musterishæð gyðinga, þar sem moskan var reist á sínum tíma og reyndar í leyfisleysi.Ísraelar ætla að endurnýja gamla göngubrú úr tré, upp á Musterishæðina. Því var ákveðið að rannsaka undir brúarstæðinu. Þetta gera múslimir að bitbeini og gjörvallur heimur múhameðstrúarmanna er nú í uppnámi og ásaka gyðinga um vanhelgun á því næstheilagasta í Íslam. Tyrkir vilja nú senda hóp sérfræðinga til Jerúsalem til þessa að skoða rannsóknina og hafa þeir verið boðnir velkomnir af Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraelsríkis.
Það er heldur ekkert að fela. Rannsóknin gæti hins vegar aukið þekkingu okkar á þessum merka stað. Það verður hins vegar ekki sagt um allar þær vafasömu framkvæmdir sem hafa verið við Musterishæð á vegum múslima á síðustu árum. Waqf , eða æðstaráð múslima í Jerúsalem hefur gefið leyfi til fjölmargra framkvæmda og látið eyðileggja fornleifar við og á Musterishæð. Vélskóflur hafa verið notaðar, án fornleifarannsókna, og uppgröfnu efni hefur m.a. verið kastað niður í Kidrondal. Ísraelsmenn og gyðingar kvarta og kveina yfir skemmdarverkunum, en þau eru gerð í nafni Allah með blessun Waqf, svo lítið er að gera. Lesendur geta kynnt sér skemmdarverk Waqf á þessari vefsíðu.
Aldrei er að vita hvort tyrkneskir kollegar mínir rannsaki líka skemmdarverk trúbræðra sinna á Musterishæð, um leið og þeir líta niður til fornleifafræðinganna undir brúnni. Sömuleiðis væri það umhugsunarefni fyrir ýmsa starfsbræður mína um heim allan, að spyrja sjálfa sig af hverju þeir æsa sig út af fornleifarannsókn gyðinga undir göngubrú, þegar þeir þegja þunnu hljóði yfir skemmdaverkum múslimaklerka á einum helgasta stað Gyðingsdóms, Kristni og Íslams.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 17:20
Hver á hvað?
1 2 3 4 H G
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú í þriðja sinn úrskurðað, að fara skuli fram mannerfðafræðileg rannsókn á lífsýnum til að ganga úr skugga um faðerni Lúðvíks Gizurarsonar hæstaréttarlögmanns. Lúðvík telur að hann sé sonur Hermanns Jónassonar fyrrverandi forsætisráðherra. Hæstiréttur hefur tvívegis hafnað því að erfðafræðilegar rannsóknir verði látnar skera úr um faðerni Lúðvíks.
Í haust lagði Lúðvík fram nýtt skjal til stuðnings máli sínu; yfirlýsingu systkina sinna, þar sem þau segja það siðferðilega skyldu sína að bera sannleikanum vitni. Hann sé sá að foreldrar þeirra báðir, hafi talið Lúðvik vera son Hermanns.
Áður en tappað verður blóð úr Steingrími Hermannssyni, langar mig að setja fram spurningu til lesenda þessa bloggs. Myndirnar hér að ofan sýna 4 börn (1-4 frá vinstri til hægri). Þrjú þeirra hafa hingað til löglega verið feðruð Gizuri (G) og eitt Hermanni (H). Hver eru börn G og hver eru börn H?
Allar tillögur eru jafnréttháar, og enginn þrýstingur er á Hæstarétti til að fara að mati ykkar. Komið með athugasemdir hér að neðan. Kannski leysum við vandann án blóðs, svita og tára.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2007 | 06:50
"Ég þykja hákarlinn bara voða vondur"
Segir danski rokkarinn Børge Suhr, sem var í kaupavinnu á Snæfellsnesi á 7. áratug síðustu aldar. "En íslensku er mjug falleg mál!"
![]() |
Íslenska er algjört lykiltungumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2007 | 19:28
Kalda stríðið í Danmörku
Eru þetta danskir KGB njósnarar? Eða bara heitfengir Kratar?
Nú liggja tveir einstaklingar, blaðamaður á danska dagblaðinu Politiken og prófessor við háskólann í Oðinsvéum (Syddansk Universitet) undir grun um að hafa birt upplýsingar um aðra einstaklinga, sem þeir hafa fengið aðgang að í skjalasafni Dönsku Leynilögreglunnar (Politiets Efterretningstjeneste, sem oftast er kölluð PET). Blaðamaðurinn og sagnfræðingurinn Hans Davidsen Nielsen og prófessorinn Bent Jensen hafa báðir fengið aðgang að gögnum frá Kaldastríðsárunum, sem aflétt hafði verið leynd á. En nú viðra yfirmenn PET möguleikann á því að lögsækja þessa góðu menn, sem ég þekki báða lítillega, vegna þess að haldið er fram að þeir hafi birt nöfn einstaklinga og upplýsingar - sem ekki mátti birta.
Hægan, hægan. Það er eitthvað sem ekki passar alveg hér. Fyrst eru heimildir gerðar aðgengilegar og skjalasöfn opnuð, og svo er bannað að vitna í þær að fullu. Ég hef reyndar lent í sömu hringavitleysunni, þegar ég uppgötvaði ríkisglæpi danskra yfirvalda, sem sendu flóttamenn í klærnar á nasistum 1943-45. Alls kyns hömlur voru settar til að hindra vinnu mína. Mér var í raun bannað að birta nöfn fórnarlambanna, en virti það að vettugi, það sem þær hömlur var ekki hægt að rökstyðja með lögum.
En Kalda Stríðið lætur ekki að sér hæða. Kitlandi spurningar um hverjir af kommunum voru njósnarar fyrir Sovét geta ekki verið leyndarmál endalaust. Sérstaklega þegar búið er að veita aðgang að heimildunum um þessar miklu byltingahetjur. Hvað halda yfirvöld eiginlega; að sagnfræðingar verði rosalega glaðir yfir því að fá heimildaaðgang, en að þeir óski ekki eftir því að miðla þeim upplýsingum sem í heimildunum er að finna? Hvers konar ídjót eru þetta í dönsku leynilöggunni?
Hans Davidsen Nielsen tekur tíðindunum um að PET vilji fara að rannsaka bók hans afar létt. Hann segist m.a. hafa birt sömu mannanöfn (njósnaranna) og prófessor Bent Jensen hefur gert. En Jensen hefur verið húðskammaður fyrir að gera það og nú hefur honum meira að segja verið stefnt afblaðamanninum Jørgen Dragsdal, sem Bent Jensen segir hafa verið njósnara KGB í Danmörku.Hans Davidsen Nielsen hefur í nýrri bók sinni skrifað að samkvæmt gögnum PET, hafi Dragsdal þessi verið talinn vera Maður Nr. 1 í Danmörku af KGB.
Gamlir kommar og aflóga æsingahippar ganga berserksgang þessa dagana út af þessu máli. Bent Jensen tekur æsingi þeirra með stillingu (sjá góða grein í Berlingske Tidende). Hans Davidsen Nieslen segir, að ef hann verði fundinn sekur um að hafa misnotað heimildir, nánar tiltekið sömu heimildir sem Bent Jensen og sérfræðingar á Dansk Institut for Internationale Studier (DIIS) hafa notað og birt, þá hlakki hann til að spila þriggja manna vist við Bent Jensen og stjórnanda DIIS rannsóknarinnar í fangaklefanum. Kannski gætu Lenínistarnir á myndinni hér að ofan fengið að spila með.
Dönsk yfirvöld verða að taka því að margir gamlir Kratar munu verða afhjúpaðir sem Rússanjósnarar í Kalda Stríðinu. En vandamálið í Danmörku er, að völd Kratanna eru óhemjuleg, einnig á stofnun eins og PET.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2007 | 19:28
Þorskur dagsins, og maður
Dr. Jón Bragi Bjarnason er maður dagsins. Hann hefur drepið kvefið og fuglaflensu með þorski, (með smá fyrirvara þó). Geri aðrir betur!!!!
Mér sýnist á öllu að það þurfi að breyta skjaldamerkinu til eldri gerðar.
![]() |
Íslenskt lyf gegn fuglaflensu og kvefi væntanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2007 | 20:01
San Demon og fjósið
Þennan púka tókst Margit Sandemo á við á Stöng, en tókst ekki að kveða hann niður. Nú er hann kominn með blogg á Mbl. og vinsældirnar aukast líkt og hjá Sandemo. Leyndarmálið er kynlíf (sjá færsluna á undan)
Á eftir er heimildakvikmynd í Ríkissjónvarpinu um norska súpermetsöluhöfundinn Margit Sandemo. Ég get ekki séð þáttinn í sjónvarpinu mínu, en ég get hins vegar sagt sögu af Margit Sandemo. Ég hitti þessa merku konu fyrir 21 ári að Stöng í Þjórsárdal, þar sem ég var að grafa upp rúst kirkju frá 11.-12. öld og tilheyrandi grafir ábúenda á staðnum, sem höfðu verið tæmdar (fluttar) eftir eldgos í Heklu árið 1104 (sjá nánar um það hér). Sandemo kom þarna með íslenskum fararstjóra á miklum trukk, alveg upp í hlað. Frú Sandemo sneri honum um fingur sér og skipaði honum mikið fyrir. Fjótlega féll konan í eins konar trans og gekk kringum holuna okkar eins og hún væri að leita einhvers. Ég spurði bílstjórann, hvort hún þyrfti á læknishjálp að halda. Hann svaraði með lotningu, en hvíslaði eins og hann vildi ekki trufla Sandemo, að hún fyndi fyrir tilvist ungrar konu, sem hefði orðið undir hrauninu í gosinu og dáið í skálanum á Stöng. Ég hvíslaði til baka, að enginn hefði orðið undir hrauni á staðnum. Ég kunni engin deili á Sandemo, og vissi ekkert um vinsældir hennar á Íslandi þegar þetta gerðist. Sandemo hélt áfram og vappaði alveg fram á brún uppgraftrarins. Skyndilega hrein hún á nær óskiljanlegri norsku nærri 4 metrum yfir hausamótunum á mér: Det er et fjøs, det er et fjøs, du står i, et fjøs unge mand. Ég svaraði um hæl á heimatilbúinni, sönglandi norsku: Nej, det ein kirkje og du står oven på de døde, og svo glotti ég stríðnislega.
Sandemo gaf mér illt augnaráð og hélt áfram sálarannsóknum sínum, eins og ekkert hefði í skorist. Bílstjórinn hennar trúði henni frekar en mér og taldi það af og frá að við hefðum fundið kirkju, þar sem greinilega hafði verið fjós.
Vísindi og fræði | Breytt 5.12.2008 kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007