Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.3.2011 | 21:34
Ódámur, ódámur! Fussum, fussum!
Skarnpésinn DV komst í verulega feita frétt, þegar borgarstjórinn í Reykjavík sagði sögu sína um feikna undirlægingu sína á klæðskiptingaskemmtistað í New York, þar sem Jón var staddur fyrir nokkrum árum með fjölskyldu sinni. Gnarrið kann greininga að velja staðina til að gera familíunni dagamun.
Nú liggur í augum uppi, að beinast liggur við að kenna Könum um ófarir Reykvíkinga allra og sérstaklega hávöxnum Blökkukönum með gríðartyppi og mikil brjóst.
En örlítið finnst mér nú niðurlæging Jóns á kynskiptingsbúllunni í New York svipa til niðurlægingar Guðmundar á Brunngili sem var við grasaleit í Hólknardal í Bitrufirði á 18. öld í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Guðmundur komst með naumindum hjá kynferðisáreitni tröllkonu einnar við að bera á sér miðfótinn framan í stórkonuna, sem var með tágahatt á höfði er hún elti hann. Gvöndur brá á það ráð að hneppa niður brókum sínum og bera sig fyrir framan tröllskessuna. Þá sagði hún: "Ódámur, ódámur! Fussum, fussum!", kastaði svo hetti sínum, sem Guðmundur notaði síðan lengi sem eins konar heybagga. Skessan angraði ekki Gvend eftir það. Ég velti oft fyrir mér hvaða sveppi Guðmundur át í Bitrufirði.
Kannski væri vit í því fyrir ósátta Reykvíkinga sem langar að deyja" eftir niðurlægingu þá sem Gnarr og félagar hans hafa boðið almúganum, að mótmæla óstjórn brjósttyppinga í Reykjavík og hrópa að borgarstjóra og legfólki hans: "Ódámur, ódámur! Fussum, fussum!". Takið þetta þó ekki sem áskorun um að ata Páli Óskari með klofið upp á herðar Gnarrans.
Kynlegir og kindeygðir menn á Íslandi
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2011 kl. 05:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.3.2011 | 17:00
The never ending Ellemann-Jensen show
Dóttir hins fremur siðlausa siðvandara Uffe Ellemann-Jensens, sem heitir Karen og er kennari að mennt, virðist vera jafn spæjuð og föðurómyndin hennar, sem oft hefur rennt fyrir lax á Íslandi í boði þeirra sem þurftu að nota ruglið í honum í áróður sinn. Ellemann var t.d. árið 2007 fundarstjóri á fundi með Sigurði Einarssyni, Hannesi Smárasyni og Ólafi Ragnari í Kaupmannahöfn árið 2007 og man ég ekki betur en að hann hafi rómað þar mjög bankadrengina okkar. Kallinn er mikið gefinn fyrir alls kyns víkinga og hyllti hér um árið á heldur ósmekklega hátt SS-liða sem drápu saklausa borgara í Eystrasaltslöndunum í síðari heimsstyrjöld.
Síðan þá hefur hinn gamli refur, Uffe Ellemann-Jensen, haft sig mjög í frammi með að lýsa frati á þessa sömu bankavíkinga sem borguðu annars mjög vel fyrir uppitroðslu hans á fundinum í Kaupmannahöfn og í öðru samhengi. Nú er Ellemann hins vegar orðinn talpípa EU-hungraðra loddara á Íslandi og var nýlega Silfrinu hans Egils í slíkum erindagjörðum. Líklegast hefur Uffe landað einhverjum stórlöxum út á það.
Það er ekki bara á Íslandi, að stjórnmálaþátttaka gengur í ættir, enda er þetta gjöful vinna. Í Danmörku er 3. kynslóð Jensenanna að gera usla. Siðleysi Ellemann Jensen ættarinnar virðist vera í genunum. Karen, dóttir Uffe, er 41 árs og fráskilinn, og býr í villu í Taarbæk norður af Kaupmannahöfn. Það er auðvitað algengt meðal fráskyldra kvenna í hér í EU, þar sem hunang og mjólk drýpur af öllu eins og sumir halda. Þessi einstæða móðir sem er ráðherra umhverfismála í ríkisstjórn Danaveldis réði í fyrra til sín teymi af þýskum iðnaðarmönnum hjá þýska verktakanum Lang, sem undirbýður danska iðnaðarmenn með fátækum iðnaðarmönnum frá Austur-Þýskalandi. Teymið byrjaði vinnuna ofan á Karen fyrir jól. Nú þegar vinnu er nær lokið, kemur í ljós, að þýsku farandiðnaðarmennirnir hafa ekki verið löglega skráðir í Danmörku. Þetta hefur leitt til þess að þeir hafa fengið 10.000 króna sekt (danskar krónur), sem er auðvitað hlægilega lág upphæð. En nú hafa þeir líka verið reknir úr verkinu af Karen Ellemann, sem nú leitar sér nýrra iðnarðamanna til að laga þakið á húsinu sínu. Án þess að drepa tittling segir hún við fjölmiðla, að nágrannar hennar í svindlinu norður af Kaupmannahöfn hafi mælt með þessum þýsku iðnaðarmönnum, sem alltaf mættu tímanlega (sem er víst ekki hægt að segja um danska kollega þeirra). Hún segist vera með þýska iðnaðarmenn "á samevrópskum markaði". Þannig græða þeir enn meira, sem þegar eru á grænni grein á þeim markaði.
Fyrir síðustu jól greindi skólpblaðið Ekstra Bladet, systurblað DV í Danmörku, frá því að blaðamenn þeirra hafi hreinlega grafið í skít : Í nokkur skipti fóru þeir ofan í ruslatunnu Karen Ellemann og fundu þar batterí og ljósaperur og annan úrgang, sem ekki má kasta í ruslið. Hún kastaði víst líka út frekar miklu magni af mat. Skömmu áður en rottur Ekstra Bladets fóru að naga batteríin og kálfasteikina í ruslatunnu Ellemanns hafði hún einmitt sett á laggirnar herferð gegn bruðli með mat. Ekki kenndi hún pólskri hreingerningakonu um, en margir burgeisar þarna norður af Köben hafa slíkar konur á smánarlaunum til að ræsta hjá sér. Um leið og danskar stjórnmálakonur tala hátíðlega um kvenréttindi, púla pólskar konur á heimilum þeirra og annars borgarlegs aðals í Danmörku og skrapa vart saman lægstu launum á markaðnum, þótt þær þræli allan leiðlangan daginn. Svona er nú Samevrópski Markaðurinn sem sumir Íslendingar vilja æstir inn í. Er maður þegar í hankípankíi á Íslandi er það kannski ekki óskiljanlegt að menn vilji ólmir komast í hinn Evrópska félagsskap svindlara.
Hvenær Fritz og Hellmuth koma til að laga þakið hjá Össuri Skarphéðinssyni er allsendis óvíst. Pólverjarnir eru þegar búnir að hertaka markaðinn og sumir þeirra eru meira að segja í aukabissness í að flytja inn E-töflubasa, sem gæti drepið gjörvalla íslensku þjóðina oftar en tvisvar sinnum.
Já, lengi lifi hinn samevrópski markaður! Kannski geta íslenskar stöllur Karen Ellemanns í pólitíkinni boðið henni í silungsveiði við Þingvallavatn og eftirá í smá sætsýn til að sjá hvernig úrganginum úr bústöðum ríka mannsins við vatnið er komið fyrir í næsta skurði út í mýri, köttur með stýri, úti er ævintýri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.3.2011 kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2011 | 08:50
Heimur Íslams
Hafi einhver velt því fyrir sér, af hverju sumir Þjóðverjar telja ómögulegt að Íslam verði hluti af Þýskalandi, og hvað þá að Þýskaland verði hluti af Íslam, horfið þá á myndskeiðið hér á ofan og annan hluta þess hér.
Meðan hinn íslamski heimur veltur sér upp úr sjúklegu hatri sínu, þá á sá heimur ekki samleið með mörgum - nema vera skyldi þeim einfeldningum á Vesturlöndum, aðallega á vinstri vængnum, sem nærast á sama hatrinu og sömu fordómunum sem við sjáum í beinni útsendingu í heimi múslíma.
Vona ég að báðir söfnuðir hins tvístraða samfélags múslíma á Íslandi fordæmi fyrr en síðar gyðingahatur. Um leið og fjölmenningar-Ögmundur er farin í heilagt stríð við Hells Angels, getur hann vonandi líka tekið á þeim öflum í Noregi sem tengjast því trúfélagi sem ráðuneyti hans veitti nýlega leyfi til trúariðkana í Öskjuhlíðinni.
Nýlega las ég álit Íslendings, blaðamanns, sem sagðist aðeins trúa því sem hann sæi um heim múslíma, ef hann sæi það á Al Jazeera: Hér er þáttur á Al Jazeera, þar sem Siwa-Berbar í Egyptalandi keppast um að fullvissa Araba og aðra trúbræður sína um hinn múslímska heim, að það sé ekki fótur fyrir því að þeir hafi nokkur tengsl við gyðinga. Rakari nokkur í eyðimörkinni fullvissar herraþjóðina, Araba, um að hann geti þekkt gyðinga frá öðrum ferðamönnum, ef þeir setjast í rakarastólinn hjá honum - á þefnum.
Neðst er einnig áhugaverður fréttaþáttur frá Marokkó, sem kannski sýnir okkur, hvaðan vandi fólks í ríkjum N-Afríku, sem nú gerir uppreisn gegn oki og einræðisherrum, er ættaður. Hvet ég svo menn að fara á www.memri.org og kynna sér umræðuna í heimi múslíma, því íslenskum fjölmiðlamönnum með áskrift að Al-Jazeera er ekki treystandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2011 kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2011 | 09:03
Post Mortem hjónaband Bobby Fischers
Árið 2008 sagði maður nokkur, að hann hafði verið vitni við brúðkaup Robert J. Fischers og Miyoko Watai í fangelsi í Japan árið 2004. Árið 2005 talaði sami maður, sem lengi kallaði sig umboðsmann Fischers, um Watai sem unnustu (fiancé) Fischers í viðtali við útvarpsstöð í Ástralíu. Ég hef skrifað um þessa og aðrar mótsagnir í erfðamáli Fischers og bendi mönnum á að lesa það aftur.
Litla trú hef ég á því að Fischer hafi kvænst Watai og tel að íslenskt dómskerfi hafi látið leika illilega á sig. Ef svo er ekki, tel ég að héraðsdómur Reykjavíkur hljóti að vera lygilega hlutdrægur í máli þessu.
Hvað sem það er, sem japönsk yfirvöld hafa skrifað upp á, þá er það ekki sönnun þess að Fischer hafi kvænst Watai. En ætli háttvirti héraðsdómur Reykjavíkur hafi haft samband við vitnið sem var viðstatt brúðkaup Fischers og Watai í Japan árið 2004? - þótt hann hafi enn talað um Miyako Watai sem unnustu Fischers árið 2005. Það verða dómsyfirvöld á Íslandi að gera.
Heyrt hef ég í áreiðanlegum fréttum úr heita pottinum uppi á Íslandi, að frú Watai-Fischer hafi reynt að fá Sæma Rokk (Sæmund Pálsson fv. lögreglumann) til að vitna um fyrir rétti að þau hefðu gifst, og að Sæmi hafi hafnað því, þar sem hann vissi ekki til þess að Fischer hefði kvænst kerlu og var heldur ekkert viðstaddur neina athöfn.
Watai langar hér rosalega að rokka með Sæma, en eitthvað virðist Sæmi tregur
Ein grundvallarspurning: Hvaða heilvita fólk týnir giftingavottorðum sínum, nema að hjónabandinu hafi verið slitið? Jú, Bobby var ekki eins og fólk er flest, og mig grunar að frú Watai sé dálítið sér á báti. Í Japan eru slík vottorð gefin út, enda Japanar þekktir fyrir skriffinnsku í tíriti. Hvað hefur orðið um upphaflegu vottorðin? Blessuð "hjónin" hafa kannski notað bakhliðina til að hripa niður nokkra góða leiki úr hjónabandinu?
![]() |
Ný skjöl réðu úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2011 | 07:17
Bílstjóri Assange aðalblaðamaðurinn á Íslandi
Kristinn Hrafnsson, sem fékk 1. verðlaun Blaðamannafélags Íslands, er að mínu mati ekki neinn blaðamaður. Matreiðsla hans á myndbandinu frá Bagdad á nefnilega ekkert skylt við blaðamennsku. Kristinn Hrafnsson tók eineygða afstöðu til þess sem maður sá á myndbandinu.
Fyrir utan blákaldar staðreyndir stríðs mátti á myndbandinu sjá vopnaða menn á jörðu niðri. Menn þessir, sem gengu með svo kölluðum blaðaljósmyndara, báru vopn sem grandað geta þyrlu. Assange viðurkenndi þetta og sagði: "Based upon visual evidence I suspect there probably were AKs and an RPG, but I'm not sure that means anything". Þannig var það afgreitt, ekki ósvipað og þegar Assange viðurkennir að hann notaði ekki smokka við samfarir í Svíþjóð þótt hann hafi verið beðinn um það. En hann skilur ekki af hverju hann, þessi guðlega vera, þurfi að gera það sem einhver kona biður hann um í landi, sem hann heldur nú fram að sé lögfræðilega vanþróað. Fróðlegt væri að vita, hvort hin íslenski skósveinn Assange hafi sömu skoðun á konum og sprengjuvörpum og Assange.
Í hugarheimi Kristins Hrafnssonar mega allir skjóta á bandarískan her, en bandarískur her má ekki skjóta á menn sem tilheyra hópum sem vilja ala á glundroða og eymd í Írak. Kristinn er að mínu mati ekki blaðamaður. Hann er miklu frekar hermaður í liði þeirra afla sem sakna Saddam Hussein. Hann er uppvartari Assange - og leiðinlega öfgafullur ameríkanahatari.
Að gera mann, sem vinnur sem kúskur og hjálparkokkur gúru-fyrirbæris eins og Assange, eftirlýsts nauðgara og þjófs, að blaðamanni ársins á Íslandi, sýnir í sjálfu sér að það er eitthvað mikið að á Íslandi. Sú ákvörðun að veita Kristni verðlaun er og verður hneisulegur dómur blaðamannstéttarinnar á Íslandi yfir sjálfri sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
20.2.2011 | 15:16
Ólafur er sannur forseti
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.2.2011 | 06:38
Býr Hómer á Bessastöðum?
Sumir Íslendingar eru farnir að ruglast á veruleikanum og teiknimyndafjölskyldunni Simpson í Springfield og halda að allir sem vilja kjósa gegn Icesave-samningnum séu loddarar eins og þeir sjálfir. Við getum bara beðið og vonað að forsetinn á Bessastöðum sé ekki eins ginnkeyptur og Hómer Simpson er fyrir kleinuhringjum frá ESB, þegar hann tekur ákvörðun sína um Icesave-samninginn.
Auðvitað fylgir Ólafur ekta fólki, sem er búið að sannreyna þrisvar, og krefst kosninga með því að neita að undirskrifa skussalögin frá Galþingi. Annars er Óli bara einhver Hómer, aumur larfur án viljastyrks.
![]() |
Þrenns konar prófanir gerðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 15:51
Icesave = Gulag
Utanríkisráðherrann er að setja sig inn í hlutina. Vonandi er, að hann og hinir 43 labbakútarnir á Alþingi séu borgunarmenn fyrir Icesave-skuldinni. Líklegra er þó að hann ætli að verða kapó í íslenska gúlaginu, þar sem saklaus almenningurinn verður útþrælkaður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.2.2011 | 07:19
Framtíð Egyptalands er ekki björt
Þó svo að öldungurinn Mubarak sé hrumur eins og einhver stráklingurinn á RÚV lýsti honum í gær, þá eru víst margir fréttamenn RÚV meira hrumir en Hosni gamli. Nú, þegar Faraóinn er farinn út í eyðimörkina og fylgifiskar hans er syntir burt úr glundroða Egyptalands, er enginn sem getur haldið því fram að vandamál landsins séu leyst. Í versta falli mun Egyptaland nú sjá fram á tíma óvissu og meiri glundroða en áður, þar sem ýmsir hópar munu berjast um völdin undir hæl herforingja landsins. Ekki ósvipað og á tímum faraóanna.
Mikilvægur hópur í því uppgjöri sem nú fer í hönd, þar sem þeir vinna í happadrættinu sem geta unnið með hernum, eru íslamistar, sem eru síðari tíma meinsemd.
Íslamistar hata BNA og þeim er alveg sama hvort leiðtoginn sé einþykkur krossfari eða bláeygður Núbíumaður, sem ekki getur sagt neitt nema í viðtengingahætti framtíðar.
Hosni hrindi í gær í gamlan vin sinn í Ísrael, Binyamin Ben-Eliezer fv. ráðherra, og sagði meðal annars: "'They may be talking about democracy but they don't know what they're talking about and the result will be extremism and radical Islam,'".
Íslamistar eiga einn fjandmann sem þeir hata mest af öllum þeim sem þeir hata og hafa útgefið fötvur fyrir eða lýst jihad á hendur. Íslamistarnir í Egyptalandi eiga ásamt fjölda kjána á Vesturlöndum sameiginlegan óvin. Hatur þetta sýnir sig fyrst og fremst í garð gyðinga og Ísraelsþjóðarinnar í þjóðríkinu Ísrael. En það endurspeglar líka hatur þessa bræðralags öfgamanna á öllu því sem vestrænt er, þar með talið á trúarbrögðum þeim sem algengust eru á Vesturlöndum. Enginn Útópía verður til án einhvers sem verður að hata. Kommúnismi og nasismi eru svipuð trúarbrögð og íslamismi. Þau sameinast í hatrinu. Trúarbrögð sem boða byltingu og fórnir.
Þó svo að meirihluti Egypta sé ginnkeyptur fyrir ameríska draumnum, er birtingarmynd gyðingahaturs og fyrirlitningar á kristnum ekkert öðruvísi en hún hefur ávallt verið í heimi múslíma. Byltingin" í Egyptalandi hefur ekki farið varhluta af því, eins og meðfylgjandi myndir sýna. "Bylting" kjánanna fær kraft sinn úr þess konar hatri.
Egyptaland er nú verr statt en fyrir rúmum hálfum mánuði síðan. Hér má lesa um rótgróið gyðingahatur á Egyptalandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.2.2011 | 14:47
Sannir Evrópumenn borga brúsann
Það gerðu Neanderthalsmenn líka, en þeir dóu drottni sínum fljótlega eftir að þeir punguðu út. Hér eru nokkrar myndir af þeim íslendingum sem ætla að borga skuldir annarra. Það er svipur með þeim og aumingja Neanderdalamönnunum, sem misstu allt og hurfu við það af sjónarsviðinu.
Bjarni Ben er hér afar brúnaþungur, í bakgrunninum sést Þorsteinn Pálsson. Ekki laust við að hann sé kominn á hærra stig.
Össur er glaður
Eiríkur Bergmann, sem fann upp grautinn og þvæluumræðuna, þar sem öllu er blandað saman, borgar líka.
Hér er aðeins betri mynd af Eika.
Náttúrukvendið Svavarsdóttir hefur allt á spjótum sér, ef maður borgar ekki eins og pabbi hennar segir.
Steingrímur og Jóhanna, eru borgunarfólk, alveg inn að beini. Takið eftir brosinu. Falskt segja sumir.
Þessi vinstrigrænu hjón í Fellahverfinu hlakka til að borga, með lífi sínu.
Óli kúlupungur, formaður Icecavemanna, er auðvitað þakklátur fyrir að Evrópufólkið ætlar að borga fyrir hann skuldirnar.
Meðlimir VG og Samtyppinga borga alltaf að fullu.
Ríkistjórnin er öll sammála, en á nálum í málinu
Prófessor á Akureyri lýsir hér Hannesi Hólmsteini af eintómri öfund
Og nú skil ég af hverju Ögmundur vill halda í búrkuna -
- og Gnarr fær sér meira Múmínskraut.
Jón Jónsson hinn ríki, thalsmaður Neandertalsmanna, sem hafði ráð á því að greiða skuldir annarra. Margur verður af aurum api.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007