Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2007 | 09:00
Jesús - 485.460 kaloríur
Súkkulaði Kristur í Nýju Jórvík, sem kaþólskir telja til helgispjalla, og sem ég sagði frá í gær, er ekki meira né minna en 480.000 kaloríur. Hvort einhverjir leggja sér meistarann til munns um Páska veit ég ekki, en þá verða þeir að vara sig, því að hann inniheldur 7020% meira af kólestróli en hollt þykir í daglegan skammt manns. Ekkert C vítamín er í Kristi.
"Maður lifur ekki á súkkulaði einu saman" .... Það get ég alveg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 21:25
Íslenskur her - júbbí
Góð hugmynd hjá Birni Bjarnasyni að búa til 240 manna varaher. Ég legg hér með inn umsókn. Það sem gerir mig að sérstaklega áhugaverðu efni í herinn er, að afi minn sálugi, sem ég aldrei þekkti, var á tímabili hermaður. Hann ráðskaðist með 16 manna hóp hollenskra risa á 3. áratug síðustu aldar. Að sögn föður míns heitins, var afi minn heltekinn af heraga. Hann burstaði skóna sína á hverjum degi o.s.fr. Hann gekk í herinn í trássi við hefðir í fjölskyldunni, þar sem flestir voru skraddarar, kaupmenn og þvíumlíkt. Ég hef líklega erft þessi hermennskugen hans og hef mikinn áhuga á að verja Ísland.
Björn, þú getur haft samband við mig, viljir þú virkilega fá ekta hermann. Sjáðu bara afa minn. (Hann var reyndar bara í verkfræðideild hersins og gafst upp þegar honum var sagt það). Faðir minn var reyndar líka í hollenska hernum eftir stríð, en var settur á skrifstofu, þar sem hann hafði keyrt á þegar hann var að taka bílpróf á trukk.
Mér er margt til lista lagt. Get unnið á skrifstofu hersins. Get verið hershöfðingi. Get grafið skotgrafir. Er nefnilega með doktorsgráðu í fornleifafræði, sem hefur nýst helst til lítið síðan ég talaði við þig síðast. Svo get ég "spottað" terrorista í margra kílómetra fjarlægð. Viljir þú meðmæli, get ég alltaf skaffað þau.
Bloggar | Breytt 31.3.2007 kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 20:26
Súkkulaði Kristur
Allt er að verða vitlaust í heimi kaþólskra, því að stytta af Kristi krossfestum verður afhjúpuð næstkomandi mánudag í New York.
Styttan er eftir matarly(i)stamanninn Cosimo Cavallaro, og er hún alfarið búin til úr gæðasúkkulaði. Þykir kaþólskum það miður. Líkami og blóð Krists er, eins og kunnugt er, étið í miklum mæli í formi obláta og víns, en súkkulaði hefur hingað til ekki verið notað mikið sem sakramenti. Ekki einu sinni í Sviss.
Talsmaður pápískra, Bill Donohue, segir að Súkkulaði Kristur sé alversta móðgun við kristna menn frá fæðingu meistarans. Eins og dönsk Múhameðsteikning.
Það sem mest fer fyrir brjósin á Donohue er að hlutföll öll á Súkkulaði Kristi eru rétt og mun hann einnig vera umskorinn og líkur gyðingi.
En hvaða mórall er þetta? Það er ekkert nýtt undir sólinni. Jesús súkkulaði hefur verið selt í áraraðir.
Hvað með svona oblátur í íslenskar kirkjur? I am Cerious, Nói!
GLEÐILEGA PÁSKA
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 12:23
Falskir Íslendingar í Þýskalandi árið 1936
Dr. Eyþór greindi frá því að flokkurinn kallaði sig Eismännschen (sem má víst útleggjast sem ísdvergar). Hann lýsti listamönnumum sem stríhærðu fólki með rauðleit augu. Die ganze Aufmachung und die Primitivität der Darbietungen ist geeignet, bei den Zuschauern das isländische Volkstum herabzuwürdigen var haft eftir íslenska lækninum. Ræðismaðurinn danski lét þegar rannsaka málið og skrifaði skýrslu, sem send var danska sendiráðinu í Berlín og utanríkisráðuneytinu í Kaupmannahöfn.
Rannsóknin leiddi í ljós, að um var að ræða 6 manna hóp og fékk ræðismaðurinn mynd af hópnum. Í ljós kom einnig að hópurinn kallaði sig ekki Eismännschen heldur Eismenschen (Ísfólk). Á kynningarspjaldi var sagt að hópurinn kæmi frá Islands hohem Norden. Kynnir sýningarinnar tilkynnti hins vegar, að hér væri á ferðinni blómaviðundur frá Reykjavík. Það kostaði 10 pfenniga að sjá sýninguna. Ræðismaðurinn lét sig hafa það. Hópurinn kom svo fram á einföldu sviði og lék Sunnuleiki (Sonnenspielen), þar sem töfruð voru fram blóm svo að lokum varð úr blómahafinu Reykvískur blómagarður.
Eftir showið spurði ræðismaðurinn fyrirliða hópsins, hvort hann eða aðrir meðlimir væru í raun Íslendingar. Sagði fyrirliðinn, að foreldrar hans og forfeður hefðu verið Íslendingar, en að hann væri sjálfur Austurríkismaður. Hann bætti því við að allir í hópnum væru albínóar. Er kynnir sýningarinnar var spurður um uppruna hópsins, fór hann í fyrstu undan í flæmingi, en sagði að lokum að maður mætti ekki búast við neinni þjóðfræðilegri sýningu það sem boðið væri upp á væru Listir frá Norðurhöfum.
Ræðismaðurinn, sem greinilega hefur brosað út í annað munnvikið þegar hann skrifaði skýrslu sína, bætti við: Sýning þessarra albínóa gæti vel hugsast að gefa áhorfendum með litla þjóðmenningarlega þjálfun ranghugmyndir, en hins vegar verður að líta þannig á málið, að það er mjög lítill trúverðugleiki í sýningunni og að hana ber frekast að flokka undir töfrasýningu. Ræðismaðurinn lauk bréfi sínu til sendiráðsins í Kaupmannahöfn með því að skrifa: Skylduð Þér, þrátt fyrir það sem fram er komið, óska eftir því að ég hafi samband við tilheyrandi yfirvöld hér í bæ, þætti mér vænt um að fá skeyti þar að lútandi. H.P. Hoffmeyer í danska sendiráðinu taldi ekki neina þörf að eyða meiri tíma ræðismannsins í erindi Eyþórs Gunnarssonar, sem mógaðist yfir blómasýningu sex albínóa í München árið 1936.
Þetta á ekki að verða lærð grein, en þess má þó geta, að albínóar þóttu gjaldgeng viðundur fyrir sýningaratriði í fjölleikahúsum fyrr á tímum. Hér að neðan er mynd af hollenskri albínóafjölskyldu, Lucasie, sem sagðist vera komin af negrum frá Madagaskar. Hið rétta var að herra Lucasie var frá Frakklandi, kona hans frá Ítalíu og sonurinn var fæddur í Hamborg. Hinn heimsþekkti bandaríski sirkusmaður Phineas Barnum, flutti þau með sér til Bandaríkjanna árið 1857.
Allar frekari upplýsingar um austurrískan albínóna, son íslenskra hjóna, eru hins vegar vel þegnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2007 | 20:16
Eitthvað nýtt?
Íranar reiðubúnir til að grípa til ólögmætra aðgerða. "Business as usual".
![]() |
Æðsti klerkur Írans: Íranar reiðubúnir að grípa til ólögmætra aðgerða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 19:55
Ísland - Íslam = Draumalandið
Áhrif í Kaupmannahöfn?
Formaður danska landhreinsunarfélagsins Den Danske Forening var í heimsókn á Íslandi og líkaði víst mjög vel. Hitti hann þar fyrir frábæra menningu og frábæra og hreina þjóð.
Hann skrifar þetta á heimasíðu sinni:
"Det er altid dejligt at befinde sig i et monokulturelt samfund, som er fri for indre kulturelle spændinger, og som er i harmoni med sig selv.
Island er et af verdens fristeder, hvor man slipper for at opleve ynkværdige kvinder med underkastelsesslør, - og fri for at blive konfronteret med brovtende mandlige muhamedanere med herrefolksmentalitet.
Som et monokulturelt samfund er Island venligt og imødekommende overfor fremmede - som forventes kun at opholde sig i landet som midlertidige gæster. Og naturen - jeg elsker dens rasen!"
Þetta er greinilega hræddur maður, sem fynnst að sér þrengt. En hefur hann greint íslenskt samfélag rétt?
Óæskileg áhrif í Reykjavík?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2007 | 19:22
Sænsk móðir hýðir geimveru
Sænsk móðir tapaði sönsum nýlega, þegar sonur hennar 4 ára kom grátandi i heim. Eitthvert hrekkjusvín í nágrenninu hafði verið að hrekkja snáðann. Hrekkjusvínið, sem er níu ára, hafði borið geimverugrímu og hrætt líftóruna úr yngri drengnum.
Þegar sænska mamman heyrði hvað gerðist, hljóp hún út og elti geimveruhrekkjusvínið uppi. Þegar hún fann geimveruna, voru sumar senurnar i "Men in Black" barnaleikur einn hjá því sem þessi Ulla Britt (rétt nafn konunnar er annað) gerði við hrekkjusvínið. Nágrannakonur sáu barsmíðar móðurinnar á hrekkjusvíninu. Í Svíþjóð má sem betur fer ekki berja börn (né geimverur, né stríðglæpamenn, né morðingja forsætisráðherra). Svíar eru ekki ofbeldisþjóð (þó að þeir selji vopn).
Nú hefur sænska mamman verið dæmd í 9.600 sænskra króna sekt.
Hér langar mig nú að koma því að, að sonur minn fann grímu eins þá sem þið sjáið á myndinni hér að ofan. Hann fann hana í kassa á markaði, sem haldinn er hér í nægrenninu á sumri hverju, þar sem börn geta selt gömul gull sín og keypt gull annarra barna. Sonur minn var tæplega 3ja ára og vildi ólmur fá geimverugrímuna. Hann fékk hana fyrir 2 krónur með í kaupunum á hríðskotariffli, sem hann keypti af dreng, sem var komin á æðra stig í hryllingsleikföngum. Ég verð oft hræddur, þegar sonur minn setur á sig grímuna og baunar á mig með hríðskotarifflinum.
Ég skil alveg hvað Ulla Britt fór í gegnum, þegar sonur hennar kom heim eftir árás geimverunnar. 9.600 sænskar krónur er ef til vill allt of há sekt fyrir að berja á litlum hrekkjusvínum. En þótt Svíar hafi frá blautu barnsbeini séð Emil frá Kattholti barinn á hverjum sunnudegi, er enginn ástæða til þess berja börn nágrannanna nú á 21. öld. En stundum springur ventillinn líka í velferðarparadísinni. Gott að Ulla Britt átti ekki Husquarna riffil.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 16:24
Danska svínið og hin heilaga pølse
Úr þessum forláta pulsuvangi seldi útlendingaráðherra Dana, Rikke Hvilshøj, heitar, pólitískar pylsur fyrir síðustu kosningar. Nú sendir hún múslimi úr landi.
Í gær birti Nyhedsavisen, sem að hluta til er í eigu Íslendinga sem þessa dagana verma stóla Reykvískra réttarsala, afar merka grein. Greinin fjallaði um pulsuvagna, þetta rammdanska menningarfyrirbæri, sem sumir Danir myndu deyja fyrir.
Greinin fjallar um gæði og vinsældir ákveðinna pulsuvagna í Kaupmannahöfn. Ég get ekki frætt ykkur um þetta, enda hef ég ekki étið á þeim stöðum sem nefndir eru til sögunnar í grein Nyhedsavisen. En Nyhedsavisen bregður á leik, ef svo má að orði komast, og biður leigubílstjórann Turkan Daminovski, sem er múslimur um að dæma pusluvagnana. Turkan þessi mun vera mikill pylsugleypir og áhugamaður um svínakjötsát.
Það er einmitt þetta atriði í greininni, frekar en gæði pulsuvagnanna, sem ég hef mannfræðilegan áhuga á . Turkan er nefnilega múslimur og alla jafnan borða múslimir ekki svínakjöt. Eins og í fréttinni stendur: Turkan er nútíma múslimur, eins og hann segir sjálfur. Enginn annar í fjölskyldu hans borðar svínakjöt ..... << Synir mínir sem eru 16 og 18 ára kasta upp af svínakjöti og pabbi minn segir að ég verði að borða svínakjötið utan heimilisins og ekki taka það með mér heim>>, segir Turkan.
Ekki veit ég hvaða leigubílastöð pulsusérfræðingurinn Turkan ekur fyrir, en tel víst, að það sé ekki hann sem hefur neitað að aka með gyðinga í Kaupmannahöfn (sjá fyrri færslu).
Kannski grísakótilettan og danskar pulsur muni brúa það bil sem er á milli þeirra menningaheima, sem harðast takast á um þessar mundir.
Ekki mæli ég þó með dönsku útflutningsátaki á pulsum í heimi múslima, nú í kjölfarið á hamaganginum með teikningarnar af Múhameð spámanni. Það gæti orðið svínslegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 14:31
Leigubílastöðin 4x35 harmar mismunun
Í bréfi, sem Anne Kilde Bawja þjónustufulltrúi leigubílafyrirtækisins 4x35 í Kaupmannahöfn ritaði söfnuði gyðinga þar í borg þann 14. þ.m., er það harmað að einstakir bílstjórar fyrirtækisins hafi mismunað gyðingum og neitað að aka þeim til safnaðarheimils þeirra í hjarta Kaupmannahafnar.
Anna Kilde Bawja skrifar, að það verði gerðar ráðstafanir geng þeim bílstjórum sem verða uppvísir af slíkri mismunum og óviðeigandi hegðun, þar sem þannig framkoma brýtur í bága við reglur fyrirtækisins og dönsk lög.
Nú geta danskir gyðingar aftur ekið óhultir með 4x35.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007 | 17:58
Für Juden verboten
Er hér verið að biðja um réttu farþegana?
Nú er það svart maður. Öryggisfulltrúi gyðingasafnaðarins í Kaupmannahöfn hefur sent frá sér yfirlýsingu um að gyðingum sé ekki óhætt að panta leigubíl frá ákveðnu leigubílafyrirtæki í Kaupmannahöfn. Sumir bílstjórar hjá fyrirtækinu 4x35, sem eru fylgjendur Íslams, trúar friðar og virðingar, neita að aka fólki að heimilisfanginu Ny Kongensgade 6 í hjarta Kaupmannahafnar. Ástæðan er, að þar er safnaðarheimili gyðinga til húsa. Sumir bílstjórar 4x35 vilja greinilega ekki aka þangað samkvæmt öryggisverði safnaðarins Jerry Hessner. Kvenfélag safnaðarins, sem hefur orðið fyrir barðinu að trúuðum bílstjórum, hefur því sent út tilkynningu og beðið fólk um að nota önnur fyrirtæki en 4x35.
Bar ég þetta af forvitni undir leigubílastöðina, sem neitaði alfarið að svona lagað gæti átt sér stað, en ætluðu menn þar á bæ þó að rannsaka málið hið fyrsta. Ef það er rétt, að leigubílstjórar mismuni fólki vegna trúar, varðar það við hegningarlög.
Þegar ég frétti þetta minntist ég fréttar af múslimi af sómalískum ættum, sem starfaði í BNA. Ók hann tvo námsmenn niður vegna þess að hann deildi við þessa tvo farþega sína um trúarbrögð.Stór hluti leigubílstjóra í Minneapolis, sem eru múslimir, tóku upp á því í fyrra að neita að aka með farþega, sem annað hvort höfðu neytt áfengra drykkja (sjá hér), eða með þá sem höfðu áfengi í fórum sínum. Bílstjórarnir komust upp með þetta um skeið, og flugvallar- og borgaryfirvöld leyfðu þeim að framfylgja Sharíalögum sínum. Nú er búið að afnema þetta leyfi og snúa kvæðinu í kross. Ef menn neita að aka með fyllibyttur og fólk með þunga plastpoka, varðar það sektum.
Svona bönn voru líka mikið notuð af nazistum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007