Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Örlög í Oregon

Ragna Ester

Saga Rögnu Estherar Sigurđardóttur var talsvert í fréttum fyrr á árinu. Hér á blogginu var einnig áhugi á málinu. Ragna giftist snemma árs 1946 Emerson Lawrence Gavin, bandarískum dáta sem gegndi herţjónustu á Íslandi. Hún fluttist skömmu síđar međ honum til Oregon í Bandaríkjunum. Nú hefur leit ćttingja hennar og velunnara boriđ árangur og búiđ er ađ fylla út í mikiđ af eyđunum, sem fjölskyldan var skilin eftir međ eftir ađ sambandiđ viđ Rögnu Esther slitnađi fyrir meira en 60 árum.

Frá ţví fyrr í ár hefur Lillý Valgerđur Oddsdóttir sýnt málinu áhuga og fjölskyldu Rögnu samkennd, og leit hennar bar árangur. Nú eru örlög barna Rögnu og Emersons Gavins ţekkt, eftir ađ sumir höfđu um tíma haldiđ ađ fađir ţeirra hefđi jafnvel myrt ţau. Sonur hennar Raymond Leslie Gavin (er á örmum móđur sinnar á myndinn efst) og systir Donita Gavin voru ćttleidd áriđ 1953 og fengu ný nöfn: Robert Benson Allen og Debra Jeanne Allen. Donita/Debra Jeanne gekk aldrei heil til skógar og lést áriđ 1999. Robert er á lífi og býr í Oregon

Lesiđ frábćra frásögn Anne Saker á The Oregonian: The War Bride: The disappearance of Esther Gavin becomes a family legacy, sem meira ađ segja flćkir Davíđ Oddssyni ađeins inn í máliđ, en hann er bróđir Lillý Valgerđar, sem tókst ađ finna son Rögnu Estherear.

Enn er ekkert vitađ um örlög Rögnu Esterar, en miđađ viđ ţađ sem er ţekkt er um hvađ Ragna Ester mátti ţola í hjónabandi sínu međ Emerson Gavin, og hvernig börn hans úr síđari hjónaböndum bera honum söguna, eru lítil ástćđa til ađ ćtla annađ en ađ örlög hennar hefi boriđ ađ međ óeđlilegum hćtti.

Óska ég ćttingjum Rögnu Estherar á Íslandi til hamingju međ ađ finna meiri vissu um afdrif ćttingja sinna, og ađ vera komin í samband viđ frćnda sinn í Oregon. Ţađ geta ţau fyrst og fremst ţakkađ Lillý Valgerđi Oddsdóttur, sem af einhverjum ástćđum var ekki nefnd í frétt Sjónvarps í gćr.

Ragna

Ragna Esther Sigurđardóttir


Was there ever any Hope among the Jews of Iceland?

6a00d83451c49a69e201347fbba947970c-320wi1 

Er gyđingahatur á Íslandi? Greinilega ekki ef trúa má formanni formanni Siđmenntar- félagi siđrćnna húmanista á Íslandi. Hún heitir Hope Knútsson og hefur á vef Morgunblađsins, og sömuleiđis á Pressunni, séđ sig til ţess knúna ađ koma á framfćri leiđréttingum vegna greinar sem "birtist á vef ísraelska dagblađsins Ha'aretz á Ţorláksmessu". ... Er Ţorláksmessa virkilega haldin heilög í Ísrael?

En hvađ er formađur húmanista annars ađ tjá sig um gyđinga á Íslandi? 

Jú, sjáiđ til, í grein Ha'aretz var greint frá ţví ađ gyđingar á Íslandi vćru almennt óttaslegnir og lifđu jafnvel í felum međ trú sína. Í fréttinni á vef Ha'aretz er Hope sögđ vera „kvenkynsleiđtogi íslenska gyđingasamfélagsins" (matriarch of the Jewish community). Hope andmćlir ţessu á vef Morgunblađsins og segir:„Ég hef aldrei veriđ leiđtogi gyđinga, hvorki hér né annars stađar," Ađ sögn Hope hefur hún aldrei ađhyllst gyđingatrú ţó svo ađ hún sé af gyđingaćttum.

Hope
Hope Knútsson

Hope ţvćr hér heldur betur hendur sínar en leyfir sér samt á mjög siđlausan hátt ađ tala fyrir hönd fólks sem hún tengist greinilega ekki lengur, ţegar hún efast um ađ á Íslandi sé gyđingahatur: „Ég efast um ţađ," segir Hope ađspurđ hvort gyđingar hér á landi séu óttaslegnir.

Mér ţykja ţessi ummćli Hope mjög furđuleg. Ég stóđ í ţeirri trú, líkt og eigandi Babalu á Skólavörđustíg, sem skilgreindi Hope sem "the matriarch of the Jewish community", ađ Hope Knútsson hefđi á tímabili ađ minnsta kosti veriđ talsmađur gyđinga á Íslandi. Ţjóđkirkjan benti lengi á hana sem talsmann gyđinga á vef sínum um trúfélög á Íslandi, en fyrir nokkrum árum hurfu gyđingar af ţessum lista Ţjóđkirkjunnar. Ţegar ég ţurfti ađ fá upplýsingar um stöđu gyđinga á Íslandi fyrir grein mína um sögu gyđinga á Íslandi sem birtist í tímaritinu Jewish Political Studies Review 16:3-4 áriđ 2004 og síđar í bókinni Behind the Humanitarian Mask, var mér bent á Hope Knútsson. Svona skrifađi Hope mér međal annars, ţegar ég leitađi upplýsinga um stöđu gyđinga á Íslandi áriđ 2004:

"The Jewish community has discussed applying for registration as a religious organization, but there has never been sufficient interest to do so. Amid the strong support for the Palestinian cause, most Icelandic Jews have not wanted to attract attention to themselves as Jews. Most Icelanders are still unaware that there are Jews in the country, and the handful of Jews would rather not change that perception because of the anti-Semitic climate."

Hér er ekki um neitt ađ villast. Ég notađi meira ađ segja ţessa málsgrein Hope í lokakafla greinar minni um sögu gyđinga á Íslandi áriđ 2004, en ţó án ţess ađ nefna Hope á nafn, ţar sem ég virti hrćđslu hennar viđ ađ standa fram opinberlega međ skođun sína.

Hope er ekki samkvćm sjálfri sér. En enginn vafi má ríkja um ţađ ađ hún hefur valiđ hvar hún stendur. Hún er bara húmanisti. Ţeir geta greinilega ekki líka veriđ gyđingar, og ţađan af síđur trúarlegar matrónur, ađ minnsta kosti ekki á Íslandi.

Hópe er sem sagt ekki gyđingatrúar og hefur lítiđ haft međ gyđinga á Ísland ađ gera og segir ţetta viđ Moggann:

 „Mér skilst ađ einhver hafi einhvern tíma bođiđ Dorrit ađ mćta í eitthvert  kvöldmatarbođ, en í fréttinni er ţetta látiđ líta út fyrir ađ fólkiđ sé sárt út í hana af ţví ađ hún vilji ekki láta tengja sig viđ hópinn. Ég varđ mjög hissa ađ lesa ţetta ţví mig minnir ađ ég hafi lesiđ einhvers stađar ađ hún sé ađeins gyđingur borgaralega séđ en ekki gyđingatrúar, ţannig ađ ţađ er engin ástćđa fyrir hana til ţess ađ tengjast hópnum,"

Áriđ 2004 tjáđi Hope Knútsson sig hins vegar viđ ađra blađakonu frá Haaretz, sem heimsótti Ísland til ađ skrifa um forsetafrúna okkar:

"Hope Knutsson, a New York Jew who works as an occupational therapist in Reykjavik, where she has lived for the past 29 years, thinks "it's nice that there is someone here who represents a different culture. The majority of the people here are very much alike, it's a homogeneous country, so it's nice to have a Jewish woman representing the few Jews who live here. True, we tried to invite her to meetings of ours, and she didn't come, but the average Icelander doesn't even know that there are Jews here. Most of us don't want to be identified as Jews, and it was a brave act by the president to marry a Jewish woman." Sjá enn fremur hér.

Ţađ getur ađeins veriđ ein niđurstađa á ţessum afneitunum og mótsögnum hjá Hope Knútsson: There was no Hope among the Jews of Iceland. Kona sem heldur alţjóđlega ráđstefnu í Íslandi undir heitinu: "A positive Voice for Atheism in Iceland" getur náttúrulega ekki veriđ í forsvari fyrir gyđinga á Íslandi.

En ţótt Hope sé farin og hćtt sem "gćslumađur skrárinnar yfir gyđinga" (les: lauslegan lista yfir gyđinga á Íslandi), ţá er gyđingahatur ekki horfiđ á Íslandi. Ef nokkuđ er, ţá hefur ţađ aukist til  muna síđan ég skrifađi grein mína í Jewish Political Studies Review áriđ 2004.  

Íslendingar hafa mjög litla reynslu af gyđingum eđa ţekkingu á Gyđingdómi og vita mest lítiđ um ţá. En ţrátt fyrir dćmalausa fávisku, en kannski mestmegnis vegna hennar, ţá kraumar á Íslandi rótgróiđ gyđinghatur, og ţađ hefur Hope Knútsson meira ađ segja sagt sjálf og skrifađ. Gyđingahatriđ hefur versnađ eftir ađ vinstri menn tóku viđ keflinu af nasistum.

Stefán Snćvarr er međ ágćta greiningu á vandamáli gyđinga á Íslandi:

"Pressan segir ađ Gyđingar á Íslandi ţori ekki ađ stofna trúfélag vegna ţess ađ ţá ţyrftu ţeir ađ láta skrásetja sig sem Gyđinga og ţađ gćti kallađ yfir ţá vandrćđi.

Ţessi vandrćđi heita á góđu máli „Gyđingahatur“.

Gegn ţví ber ađ berjast eins og öđrum gerđum rasisma."

Vilhjálmur á Nřrrebro 2009

Myndin er af höfundi viđ öfgafullt plakat vinafélags Palestínumanna sem um tíma hékk í Kaupmannahöfn vegna átakanna á Gaza. Eins og sjá má eru gyđingar í Varsjá líka teknir í gíslingu í áróđri líkt og oft er gert í hatrinu á Íslandi.


mbl.is Efast um ótta gyđinga hérlendis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hitler vitjar Palestínumanna í draumi

Hitler and the Mufti2
 

Zayzafuna heitir palestínskt tímarit fyrir börn og ungmenni. Ţessi palestínska Ćska er uppbyggilegt rit sem stćrir sig af ţví ađ efla umburđarlyndi og lýđrćđi. Mennta- og Menningarmálaráđ PLO styđur útgáfuna á Zaysafuna og peningar frá UNESCO og Spáni fara í ađ gefa tímaritiđ út.

Umburđalyndi í ţessu palestínska tímariti á ţó ađeins viđ í samskiptum múslíma viđ kristna og t.d. viđ Drúsa. En ţegar kemur ađ gyđingum er annađ upp hljóđ í skrokknum

Nýlega birti tímaritiđ Zaysafuna grein eftir 10 ára stúlku sem skrifađi dćmisögu ţar sem Hitler vitjar hennar í draumi: "Ég sneri mér ađ nćstu dyrum, ţar á bak viđ beiđ Hitler eftir mér. Ég sagđi, "Ţú ert sá sem drapst gyđingana?." Hitler svarađi: "Já, ég drap ţá [gyđingana] svo ţiđ gćtuđ öll vitađ, ađ ţeir eru ţjóđ sem dreifir eyđileggingu um alla heimsbyggđina. Og ţađ sem ég biđ ykkur um, er ađ vera seig og ţolinmóđ í ţeirri ţjáningu sem Palestína upplifir nú fyrir ţeirra hendi."

Simon Wiensenthal Center hefur haft samband viđ UNESCO sem nýlega gerđu Palestínu ađ fullgildum ađildarríki í samtökunum. Ţar á bć hefur embćttismađur látiđ eftirfarandi frá sér fara: "Leyfiđ mér ađ undirstrika, ađ UNESCO tekur ţetta mál mjög alvarlega og getur ekki annađ en fordćmt og tekiđ afstöđu gegn yfirlýsingum ... Viđ munum vekja athygli viđeigandi palestínskra yfirvalda á málinu".Ţetta er vitanlega vita ósiđlegt svar og algjörlega óviđeigandi viđbrögđ. Palestína er nýorđin fullgildur međlimur í UNESCO, og peningar samtakanna eru strax notađir í gyđingahatur og ofsóknir.

Barnaníđ og -misnotkun Palestínumanna er vitaskuld ekki nýtt fyrirbćri.

Ég velti ţví fyrir mér, hver hafi vitjađ Össurar Skarphéđinssonar í blautum draumförum hans upp á síđkastiđ, međan hann er ekki á svefngöngu í ESB? Alţingi Íslands hefur nýlega fagnađ og stutt stofnun Palestínuríkis, ţar sem ţegnana dreymir Hitler, sem gefur ţeim ráđ. Ísland leggur blessun sína yfir ţjóđ sem leitar ráđa hjá framliđnum ţjóđarmorđingja. Sjá menn ekki hvađa mara hvílir á íslensku ţjóđinni?

Ţessi bakar hálfmána og hakakrossa. Ţađ er víst í tísku. Hún kann ekki viđ gyđingakökur.

Kratabakstur 2011

GLEĐILEG JÓL


Össur would like to think, but does he?

 

Mikilmennskubrjálćđi, veruleikaflótti eđa greindarskerđing er ţađ sem fyrst kemur upp í huga manns, ţegar mađur hlustar og horfir á Össur Skarphéđinsson í viđtali sem the Stream á Al-Jazeera átti viđ hann gegnum Skype. Takiđ eftir ţví hvernig hann segir ađ Ísland og Íslendingar hafi stutt Palestínu í 10 ár, hvernig hann heldur ţví fram, ađ á Íslandi hafi viđurkenning Palestínuríkis veriđ í bígerđ í tvö ár, ţ.e.a.s. ađ undirbúningur viđurkenningarinnar hafiđ hafist áđur en Abbas sagđast ćtla ađ lýsa yfir stofnun Palestínuríkis.

Sjáiđ einnig og heyriđ hvernig Össur greinir frá ţví, ađ Ísland styđji líka Ísraelsríki; Og eins hvernig hann greinir frá ţví, án ţess ađ ţađ hafi nokkurn viti borinn tilgang í röksemdafćrslu hans, ađ hann hafi ferđast til Palestínu í ár og undirstrikar ađ hann hafi vísvitandi ekki heimsótt Ísrael í ţeirri ferđ. Hvernig stendur á ţví ađ mađur sem segist vilja friđarviđrćđur stríđandi fylkinga, vill ekki hlusta á rök Ísraels? Ţađ er ađeins til ein skýring á ţví: Össur er Ísraelshatari og getur ekki hugsađ sér ađ rćđa viđ Gyđinga í ríki ţeirra.

Takiđ eftir ţví hvernig Össur fer fram úr sjálfum sér ţegar hann spilar út norrćna kortinu og segir virđinguna fyrir mannréttindum á Norđurlöndunum sé ástćđan til ţess ađ Norđurlandaţjóđirnar styđji Palestínu, ţví engir séu eins ofsóttir og Palestínumenn. Össur hefur greinilega ekki heyrt um mannréttindabrot Palestínumanna.

Rugliđ í manninum setti ţó fyrst nýtt heimsmet, ţegar hann talađi um "the economical miracle" á Íslandi og var spurđur af hverju Ísland vildi í ESB ţegar efnahafsástandiđ ţar vćri jafnvel verra en á Íslandi.

Hamas viđ stýriđ

Deginum áđur en ţetta makalaus rugl var sent um alla heimsbyggđ öfganna, hafđi samstarfsađili Össurar á Gaza, sem hann reyndar heimsótti fyrr í ár, hvatt menn á  fjölmennum fundi til ađ fylkja liđi í arabískum her til ađ frelsa Jerúsalem og Aksa moskuna. Stóđ Hanieh á rćđupalli sem var í laginu eins og skip og eins og myndin sýndir er ţessi stýrimađur Össurar ţegar á leiđinni til ađ eyđa Ísraelsríki. Össur og Íslendingar eru nú bátsmenn á árásardalli Hamas, hvort sem ţeir vilja ţađ eđur ei. Össur er búinn ađ selja Íslendinga á fćti í hryđjuverkastríđ Palestínumanna gegn eina lýđrćđisríkinu fyrir botni Miđjarđarhafs, og á nú bara eftir ađ senda okkur nauđug í ESB. 

Já, ég veit ég bý í ESB, og ég er líka búinn ađ vera atvinnulaus í nćrri 4 ár, síđan ég vann sem póstmađur, ţótt ég sé međ doktorsgráđu, en ţćr geta komiđ sér vel viđ lestur á umslög. 

Soda head Watching Stream in Hell

Silfursaga

Miđhús Mogginn 2 sept 1980

Fornleifur gamli er í dag međ langan bálk um ađdraganda rannsóknarinnar í Kaupmannahöfn á silfursjóđnum frá Miđhúsum í Eiđaţinghá. Ekki var allt međ međ felldu. Sjá hér

Myndin hér ađ ofan birtist í Morgunblađinu 2. september 1980.

Hver hefur fundiđ silfur sem er rétt eins og  nýpússađ í jörđu?


Forseti Íslands og utanríkisráđherra frćddu Nubo um heimsskautaísinn

Huang og mađur Imbu
 

»Den islandske prćsident og udenrigsminister har fortalt mig, hvordan isen smelter, og at Island ligger godt placeret til havne. Der vil med sikkerhed blive en ny korridor her, som forbinder Europa, og det er ikke en dĺrlig ide. Kinesiske skibe skal ogsĺ kunne bruge den, og det er ikke noget, som de lokale skal vćre bange for,« segir Huang Nubo.

Sjá Kinablog.dk, ţar sem fréttaritari danska dagblađsins Berlingske Tidende í Kína, Kim Ratchcke Jensen, var međ viđtal viđ Huang Nubo í október síđastliđnum.

Er fólk ekki fariđ ađ sjá í gegnum ţennan kínverska heimsvaldafasista og heimsskautaref í pöndubúningnum og međhjálpara hans?

Lesiđ ţessa fjárfestafrétt:

Nubo ćfir Panda
Huang međ peningana í plastkassa á Hólsfjöllum
Matmóđir Nubos 2
Socialdemocratus pecunarius


mbl.is Telja herinn horfa til Íslands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Til hamingju međ daginn

Ysland lille
 

Fullveldisdagurinn verđur brátt liđin tíđ ef Jóga, Skallakollur og hinir trúđarnir í sirkus Alţingi komast upp međ landsöluna. Fólk sem vill selja sig heimsvaldastefnu Kínverja og gefa landsins fáu gögn og gćđi einhverjum gráđugum lýđ í Evrópu, halda örugglega ekki upp á fullveldisdaginn. Grćđgin kemur í veg fyrir slíkt.

Ég segi frekar frá ţessum fallegu fánum á Fornleifi einhvern af nćstu dögum, eđa áđur en blár líkdúkur ESB međ merki ţyrnisrassgatsins fer ađ blakta hér viđ annađ hvert hús.


Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband