Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
4.6.2009 | 11:15
Í nöp við kaþólska
Ég verð að létta þessu af hjarta mínu. Mér var eitt sinn í nöp við kaþólikka. Álíka mikið og Sigurði G. Tómassyni á Útvarpi Sögu er við gyðinga. Ekki alla, bara suma. Ekki til dæmis við Jón Val og ekki við páfann í Róm. Hins vegar dæmdi ég þá einu sinni, alla sem einn, og mig langar að segja ykkur af hverju. Mea culpa.
Ég fór á unga aldri í sumarbúðir kaþólskra í Ölfusi. Ég fór í þessar búðir, þar sem faðir minn þekkti prestinn þar. Ekki er ég kaþólskur frekar en andskotinn, og enginn hefur verið það í fjölskyldu minni íslenskri síðan forfeður mínir, munkar og biskupar Rómarkirkjunnar voru það á miðöldum. Nefni ég engin nöfn. Þá var mikið syndgað. Ég get þannig stoltur sagt, að ég sé afrakstur hórlífis í íslenskum torfklaustrum, þegar konur gátu sig ekki varið, enda verjur synd og holdið var veikt.
Í sumarbúðunum í Ölfusi, sem voru í Riftúni, voru bæði nunnur og prestur einn hollenskur, séra Georg, sem var hinn vænsti maður. Hann er nýlega látinn. Hann spilaði mikið fótbolta við okkar strákana, enda hafði hann verið liðtækur knattspyrnumaður áður en hann svaraði kallinu og fékk brauð á Íslandi. Enski boltinn var greinilega mikilvægari fyrir hann en messan á sunnudögum, sem allir urðu að vera viðstaddir til að sjá kaþólikkana borða líkama Krists, Amen.
Kvöl okkar, barnanna í Riftúni sem ekki vorum kaþólikkar, og sérstaklega þeirra sem voru algjörir heiðingjar og efasemdamenn eins og ég, var þýsk kona. Hún var vond við börn og var gædd þeim leiða eiginleika að ofsækja ákveðin börn.
Konu þessari var einstaklega illa við mig og mér við hana. Margir aðrir fengu að kenna á teutónískri grimmd hennar. Hún stærði sig af því við börnin, að bróðir hennar hefði tekið í höndina á Hitler. Sjálf leit hún út eins og Marteinn Lúther, bara ljótari.
I Riftúni léku menn skrítna leiki ef veður leyfði ekki útiveru. Þá var leikið teningaspil um súkkulaði það sem þýska konan hafði gert upptækt í pökkum barnanna. Leikurinn gekk út á það ef maður kastaði og fékk tvo teninga með sex í sama kasti, fékk maður bakka með súkkulaðiplötu, hníf og gaffal. Maður mátti brjóta stykki af með hnífnum og gafflinum og borða eitt stykki í einu og kyngja því þangað til næsti maður fékk 2x6. En ef maður tók annað stykki áður en maður var búinn að kyngja því fyrsta, tók meira en eitt stykki eða framdi þann hræðilega glæp að halda áfram átinu í nokkrar sekúndur eftir að sú þýska sagði Schtopp", þá gátu börnin búist við kinnhesti eða því að vera slegin í hnakkann. Eitt sinn rak hún fingurinn upp í strák og krækti súkkulaði út úr munni hans. Hann kastaði upp. Ég fékk ekki þetta Straf hjá Frau Verbissene, en nóg annað mátti ég reyna. Eitt sinn tognaði ég alvarlega í hástökki. Ég gat rétt dröslað mér í matsalinn en kom of seint. Þýska konan gerði bara grín af mér og sagði að ég væri bara aþ zykjast". Fyrir bragði fékk ég ekki hádegismat.
Sama dag um kvöldið uppgötvaði systir Klementína, sem var íslensk kona, ástand ökklans á mér. Það var í einasta sinn sem ég hef séð nunnu reiðast og hún hellti sér yfir þýsku ráðskonuna, úlfynjuna Ilse, - nei það var reyndar ekki hið rétta nafn hennar. En mig grunaði síðar að hún hefði verið böðull í fangabúðum nasista, eða pabbi hennar.
Myndin að ofan er úr þýsku blaði sem dreift var til foreldra þeirra sem sjást á myndinni. Textinn undir henni hljóðaði: Frohes Leben herrscht in katolischen Kinderferienheim Riftun auf Island. Ég er þarna að dansa (í köflóttri skyrtu) eftir bítlaplötu, en var í raun að skipuleggja flótta úr kaþólsku fangabúðunum í huga mér. Einn drengur flýði reyndar fótgangandi frá búðunum og komst með bíl til Reykjavíkur. Mér var af einhverjum ókunnum kennt um það! Rannsóknarrétturinn, STRAF, og dómur féll: Ég fékk engan mat og ekki að fara oftar til Þóroddsstaða, bæjar í grenndinni, til að gefa hænsnunum þar matarúrganga okkar í Riftúni.
Hver vill ekki flýja stað, þar sem plata með þýskum mörsum var spiluð þegar einhver átti afmæli?
Eitt sinn vildi svo illa til að sippuband sem ég sveiflaði að hætti kúreka slóst í í kinnina á stelpu af fínum ættum. Alveg sama hvað ég reyndi að skýra hvað gerst hefði , þá var dómurinn að ég hefði framið mikinn glæp. Sú zýska setti ofsóknir í gang gegn mér. Ég hafði slasað kaþólikka, nú átti ég greinilega að iðrast og biðja 40 maríubænir og skríða á hnjánum alla leiðina suður í Róm. Ég fékk ekki frið fyrir konunni.
Vegna þýsku konunnar hataði ég lengi kaþólikka. Ég geri það stundum enn, en það kemur ekki niður á neinum. Þýska konan var ekki á vegum Guðs, hún var bara vond kerling, sem ekki hefði átt að fá að koma nálægt börnum, sem hún áleit vera vond frá nátúrunnar hendi. Ég er alveg viss um að Kristur hefði ekki átt 7 dagana sæla í Riftúni hefði Jósef faðir hans sent hann þangað í stað þess að láta hann pússa mublur með vikri frá Sínaí.
Til að kóróna allt kom systir zýsku konunnar í heimsókn frá Þýskalandi með börnin sín tvö, sem voru eins og Hans og Gréta - skrímsli. Hann, gekk í Lederhosen, sama hvernig viðraði og hún var með fléttur og í þjóðbúningakjól eins og Heidi í Heiðarkofanum. Drengurinn í leðurbuxunum reyndist vera hinn versti böðull og sadisti og stjórnaði öllu með leikjum sem höfðu kvalarlosta að ívafi. Ég vona að hann sé ekki prestur í dag. Gabi, þjóðbúningastúlkan var liðtæk í Gestapo. Hún klagaði yfir öllu. Var eyru og augu frænku sinnar í Straffinu.
Misskiljið mig ekki, ég hef ekkert á móti Þjóðverjum heldur. Sumir Þjóðverjar eru bestu vinir mínir.....bara ef þeir berja mig ekki í Lederhosen í Ölfusinu, eins og ribbaldar börðu Ögmund biskup Pálsson á Hjalla Ölfusi forðum.
Síðar segi ég frá góðu kaþólsku fólki sem ég hef kynnst. Jón Valur er nú örugglega farinn að hugsa mér purgatoríið á 666 gráðum fyrir þessar minningar. Þess vegna set ég punkt hér.
Menning og listir | Breytt 10.6.2009 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.6.2009 | 16:02
Orrahríð í íslenskri fornleifafræði
Það vakti mikla athygli hér um árið, er dr. Orri Vésteinsson var ráðinn að fornleifadeild Háskóla Íslands. Doktorspróf hans í sagnfræði var tekið fram yfir próf umsækjenda, sem voru með doktorstitla í fornleifafræði frá Svíþjóð. Allt það mál dró mikinn dilk á eftir sér, eins og kunnugt er orðið, og fór fyrir hæðstu dómstóla. Það var HÍ til lasts og dómnefndarmönnum, sem dæmdu hæfi manna í stöðuna, til vansa. Fullvíst má telja að HÍ hafi séð mikið eftir þeirri stöðuveitingu, þó svo að menn hafi kannski enn ekki lært af henni. Nú eru hins vegar aðrir tímar, fjármagn allt af skornum skammti og framtíð fornleifafræðinnar ef til vill ekki eins glæsileg og hún virtist vera í góðæri síðasta áratugar.
Nú um daginn reyndi Orri Vésteinsson, maður sem hefur það fyrir venju að vitna mjög takmarkað í rit fornleifafræðinga, (eða þekkir þau jafnvel ekki), að fullvissa okkur um, að hann og stofnunin, (FSÍ), sem hann rekur með öðrum jafnframt því að vera starfsmaður HÍ, eigi engan hlut að máli í þeirri aðför sem doktorsnemi í fornleifafræði varð nýlega fyrir í New York. Aðför þessi átti sér stað í kjölfar þess að stúdentinn var svo frakkur að leyfa sér að freista gæfunnar á frjálsum" markaði íslenskrar fornleifafræði. Sjá um það mál hér og hér.
Það má teljast skrítin árátta hjá stórum prófessor í New York að reka Íslending úr námi, vegna þess að neminn leyfir sér að fara í samkeppni við stofnun á Íslandi sem lektor í HÍ tengist - lektor, sem (alveg óvart) hefur verið í margra ára fjárhagslegu og akademísku sambandi við prófessorinn í New York og stofnun hans. Ef við veljum trúa Orra og sakleysi hans, er prófessorinn í New York líklegast ekki með öllum mjalla. Hvaða heilvita maður gengur í það að bana ferli ungs og efnilegs fornleifafræðings og kalla hana lélegan nemanda opinberlega, vegna þess að hún leyfir sér að stunda þá tegund af fornleifafræði sem Orri og íslenskir samverkamenn hafa stundað manna mest, og sem tröllriðið hefur öllu á Íslandi.
Hvað eiga menn að lesa út úr orðum Thomas McGoverns, þegar hann segist vera að velja á milli hennar og FSÍ um leið og hann gengur milli bols og höfuðs á henni? Af hverju þarf þessi maður að hafa sér eins og mannýgt naut? Jú það liggur í augum uppi. Hann sinnir sínum eiginhagsmunum. Þeim er best borgið í samvinnu við FSÍ, en ekki Albínu Huldu Pálsdóttur, sem leyfði sér að fara inn á svæði, sem FSÍ telur sig hreinlega eiga einkarétt að. Er það frjáls samkeppni? Það hljóma í mínum eyrum, og væntanlega Skúla Fógeta sem vakir fyrir Alþingisreit, sem einokun.
Um leið og Orri lýsir sakleysi sínu án nokkurra sönnunargagna, lýsir hann ágæti eigin verka í greinargerð sinni í Morgunblaðinu, og er jafnframt að fárast yfir þeirri verðbólgufornleifafræði á Íslandi, sem hann, ef einhver, ber einna mesta ábyrgð á. Hann talar niður til námsmanna, þ.e. sinna eigin námsmanna í HÍ, og segir þeim að stunda sitt nám og eyða ekki tíma í uppgraftarævintýri.
Það vekur kátínu að sjá sagnfræðing vera með slíkar yfirlýsingar við fornleifafræðinga, en kannski er þetta dæmigert. Samkvæmt Orra eiga nemar HÍ að stunda sitt nám meðan Orri, félagar hans í FSÍ og samstarfsaðilar í BNA fá öll verkefnin. Kannski er þetta rétt hjá Orra. Varla á það að vera hlutskipti nema að standa í hinum endalausu klögumálum, kærum og jafnvel réttarhöldum sem tengjast framkvæmd fornleifarannsókna á Íslandi. Ástandi sem ekki hefur frægt greinina. Ekki dreg ég í efa að stúdentar við HÍ hafi notið góðs af leiðsögn góðra manna hjá FSÍ, en flestir þeirra stúdenta sem ég hef talað við hafa kvartað sáran yfir því að FSÍ borgi verst allra á hinum frjálsa markaði fornleifageirans.
Ekki er hægt að segja annað en að mokað hafi verið undir FSÍ. Þeir hafa notið ýmissar fyrirgreiðslu frá íslenska ríkinu og ýmsum sveitarfélögum, sem verður að teljast óeðlilegt ferli í frjálsri samkeppni. Reykjavík hefur valið FSÍ sem sinn aðalverktaka þegar fornleifar eru annars vegar. Öll nýlega útboðin fornleifaverkefni í Reykjavík hafa greinilega, af ástæðum sem hljóta að vera eðlilegar, farið til FSÍ og félaga. Þess vegna verður auðvitað uppi fótur og fit þegar FSÍ fær svo ekki stórt verkefni eins og rannsóknin á Alþingisreit er. Sjóðir FSÍ hljóta því að vera magrir nú en, árin á undan hafa vissulega verið feit.
Ef græðgi hefur slegist í för með fornleifavísindunum, eða við þau eins og Orri gerir því skóna, þá er það líklegast frekast á FSÍ, þar sem fundin var upp íslenska útboðsfornleifafræði, sem þrifist hefur í séríslenskri gerð frjálsrar samkeppni", allt þar til nú.
Þó ég sé einhvers konar liberalisti, þá er ég í vafa um að fornleifafræði sé hentug grein á markaði í litlu landi eins og á Íslandi.
Vandi sá sem við eigum við að etja í fornleifamálunum á Íslandi, sem menn hafa kvartað undan á mismunandi hátt, er þó fyrst og fremst fortíðarvandi, sem skapaðist í ládeyðu og fjársvelti því sem var í þeim málum á Þjóðminjasafni Íslands allar götur frá stofnun Lýðveldis og fram til 1995, er sjálfstæð fornleifafyrirtæki komu fram í sviðsljósið. Fornleifafyrirtækin í dag eiga sannast sagna afar erfitt með að yfirgefa þá einokunartilhneigingar sem ávallt ríktu í tóminu á Þjóðminjasafninu. Eitt fornleifafræðifyrirtækið (og það er ekki svo að þau séu mörg) á greinilega sérstaklega erfitt með að standa á eigin fótum án þess að hafa samstarf við fremur óyfirvegaða menn í útlöndum, eins og Thomas McGovern, sem finnur þörf hjá sér að lóga framtíð íslensks stúdents síns, þegar hann heldur að það gagnist viðskiptavinum sínum á Íslandi.
Ég vorkenni líka dálítið Fornleifavernd Ríkisins (sem mönnum ber ekki að rugla saman við Fornleifastofnun Íslands. Fornleifaverndin er ríkisapparat en Fornleifastofnun er prívatfyrirtæki), sem samkvæmt lögum er stofnun sem hlýtur ströngum siðferðilegum reglum. Það hlýtur að vera erfitt í landi, þar sem siðferði í stjórnmálum og fjármálum er slakt, að framkvæma hina göfugu fornleifagæslu án þess að komast í siðferðilegar hremmingar.
Nú, eftir veislu í fornleifafræðinni eins og í gjörvöllu íslenska þjóðfélagi, og í miðri kreppu þjóðarinnar, er fornleifafræðin líklega aftur orðin spörfuglafag, þar sem ránfuglaháttur og græðgin sem ríkt hefur á tímum guðanna sem átu gull með hrísgrjónunum, hlýtur að minnka og vonandi hverfa. Draga mun mjög úr öllum framkvæmdum og þar með úr fornleifarannsóknum tengdum raski og framkvæmdagleði. Um leið og jarðýturnar þagna, missir fornleifafræðingurinn vinnunna á Íslandi.
Mæli ég með því að menn setjist niður á næstu árum og klári verk sín eins og völ er á. Þessi mögru ár koma ekki einvörðungu niður á FSÍ. Þau koma verst niður á stúdentunum í faginu, sem ekki fá eins góð tækifæri í fornleifafræðinni og sagnfræðingurinn Orri Vésteinsson og samverkamenn hans, sem vitanlega voru fremstir. Fremstir í því að skapa það ástand, sem veldur því að erfitt er að sjá hvort vísindi ráði ferðinni í fornleifafræði á Íslandi, ellegar hin miskunnlausa græðgi mannsins, sá eiginleiki sem dregur Íslendinga í -dilka, í feitu sauðina og þá rúnu.
Ef Yahoo er spurt hvað fornleifafræðingar geri eiginlega, kemur upp eftirfarandi svar, sem ekki á við um Ísland, enda einhver rómantík hjá höfundi, sjá hér: Most archaeologists work with universities or museums, and part of their job is to obtain funding for digs. They also may employ students on digs to have extra man or womanpower on the job. Students usually work without pay, but relish the training they receive in their chosen field.
Sjá Einnig: The Big Professor , Af siðferði og siðleysi í íslenskri fornleifafræði
Fornleifafræði | Breytt 3.6.2009 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 1352567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007