3.12.2009 | 00:46
Til hamingju með nasistaverðlaunin Andri Snær
Ljósmynd af Andra Snæ, sem í upphafi prýddi þessa færslu, hefur verið fjarlægð að ósk aðila sem hafa haft samband við www.mbl.is. Ég hef rætt við ljósmyndarann sem reyndist eiga myndina, en ekki hafði hann samband við Morgunblaðið og heldur ekki rit það, gefið út af Iceland Express, sem keypt hefur myndina af honum (en ekki einkaréttinn). Greinilegt er að færsla mín hefur farið fyrir brjóstið á einhverjum. Þessum "einhverjum", sem eru búnir að skíta í leðurbuxurnar, og Andra Snæ til heiðurs birti ég nú mynd af ekta þýskum náttúruverndarmanni sem er ekki ósvipaður Andra í Draumalandinu: Ljósmyndin er einnig notuð í leyfisleysi af Alfred Töpfer Stiftung.
Andri Snær hefur fengið KAIROS-verðlaunin frá Töpfer Stiftung i Hamborg. Er ekki óborganlegt að forystumaður landverndar á Íslandi þiggi bitling úr sjóð sem fjöldi manns hefur afþakkað verðlaunin frá?
Og vitið þið af hverju:
Alfred Töpfer(1894-1993) var illræmdur nasisti. Hann var félagi í SS. Hann var m.a. foringi í gagnnjósnadeild í París. Hann komst í álnir vegna starfa sinna fyrir SS. Starf hans var að ræna. Hann stórgræddi á stríðinu. Seldi meðal annars kalk til Lodz gettósins, sem notað var til að hella yfir líkhrúgurnar. Eftir stríð hafði hann í þjónustu sinni stríðsglæpamenn eins og Edmund Veesenmeyer sem vann með Adolf Eichmann við morð á 400.000 ungverskum gyðingum. Hjá honum starfaði einnig Hans-Joachim Riecke, sem var viðriðin útrýmingu á rússneskum föngum. Allt fram til 1970 studdi Töpfer nasistann Thies Christoffersen fjárhagslega, (Christoffersen bjó um tíma bjó í Danmörku), Christoffersen gaf síðar út ritið "Lygarnar Um Auschwitz" (Die Auschwitzlüge).
Til hamingju Andri Snær. Þú ert greinilega kominn í góðan félagsskap!
Það er ekki nema von að fanatísk umhverfisvernd minni mig stundum á nasisma.
Íslenska þjóðin og þeir sem fagna verðlaunum Andra Snæs, ætlar einfeldnin aldrei að yfirgefa ykkur?
Sjá frekari upplýsingar hér
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 4.12.2009 kl. 09:50 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 1352297
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ég verð að játa að mér hefur ekki mikið til Andra Snæs koma hvað varðar umhverfismál.
Eftir lestur þessa pistils Vilhjálmur þykir mér Andri Snær gengisfella sjálfan sig og vekur upp þá spurningu hvort allt þetta brölt á honum hafi eftir allt saman eingöngu snúist um peninga en ekki umhverfisvernd.
Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 05:42
Hafþór, ekki veit ég hvað drífur Andra Snæ áfram. Hugsjónin eða peningurinn. Skáld verða líka að lifa.
En skáld verða líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvaðan gott kemur. Eru peningar Alfred Töpfers hreinir, þótt hann hafi átt sér draum um hreina, sameinaða Stórevrópu hvíta mannsins, þar sem Þjóðverjar réðu ríkjum. Kannski hefur draumur Töpfers ræst í ESB og kannski er Andir Snær ESB-sinni?
En fórnarlömb nasistans voru mörg og Andri gæti hæglega valið að senda peningana til þeirra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2009 kl. 08:29
Jahérna hér. Ekki hafði ég nú hugmynd um þetta. Kannski svo sé farið um Andra líka. Og hvað með alla hina mektarmennina???
Annars skrítin gæska í gamla nasanum að styrkja svona lagað. Ætli hann hafi hrjáðst af eftirsjá?
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 09:46
Þetta er sannarlega mál sem ekki er hægt að líta framhjá eins og ekkert sé. Mig grunar samt að það ætli Íslendingar að gera.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 10:25
Sigurður, er ekki allt hægt í Draumalandinu?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2009 kl. 10:55
Hann hefur sennilega ekki haft hugmynd um þessa forsögu sem hér er
bent á.
Einar Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 12:00
Það er ekkert óeðlilegt við það að Þjóðverji, fæddur á tíunda áratug nítjándu aldar skuli hafa verið nasisti. Það væri frekar skrítið ef hann hefði ekki verið það.
Historiker, 3.12.2009 kl. 13:39
Forðastu öll fyrirtæki sem unnu með nasistum? Nú ertu með Jón Val sem vin - var ekki trúarleiðtoginn hans nasisti líka?
Hvað viltu að verði gert við peningana í sjóðnum?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 3.12.2009 kl. 15:25
Hver er eiginlega Alfred Eichmann?
Annars finnst mér þetta ansi hart vegið að honum Andra Snæ -- í fyrsta lagi er ekki eins og listamenn stjórni því hverjir ákveða að veita þeim verðlaun. Í annan stað má taka fram að KAIROS verðlaunin hafa verið veitt til dæmis Albrecht Dümling, formanni musica reanimata félagsins sem helgar sig kynningu tónlistarmanna sem voru ofsóttir af nasistum?
Einnig má auðvitað taka fram að ekki eru allir sammála þér um kaupsýslumanninn Alfred Töpfer. Ég hef ekki kynnt mér málið neitt mikið, en ég gleypi hinsvegar ekki blint við heiftúðugum aðdróttunum sem eru aðeins studdar af einhverri síðu sem ég hef aldrei heyrt um. Ef þessar ásakanir eru á rökum reistar, afhverju er þetta til dæmis ekki skráð á wikipedia -- standast ásakanirnar kannski ekki gæðastaðla þeirra óháðu samtaka?
Steinn E. Sigurðarson, 3.12.2009 kl. 17:01
þú gefur í skyn að Alfred Töpfer stofnunin í dag sé á vegum nazista og að verðlaun og styrkir sem hún veitir séu nazistaverðlaun.
Törpfer var kaupmaður og studdi ráðandi öfl á þeim tíma og trúði á yfirburði þýsku þjóðarinnar. Að fyrirtæki Alfred Töpfers hafi grætt á stríðinu er nokkuð öruggt. Það voru mörg fyrirtæki sem græddu á stríðinu og lifa góðu lífi í dag. Alfred Töpfer stóð ekki og afgreiddi kalk í útrýmingabúðir þótt fyrirtæki hans hafi framleitt eða selt kalk sem notað var í útrýmingabúðum. Törpfer snéri hins vegar baki við Hitler og þjóðernissósialismanum 1943 og taldi að Hitler hefði mistekist að framkvæma hugmyndina um sameinaða Evrópu undir stjórn Þýskalands. (En það voru náttúrulega bretar eyðilögðu þá hugmynd Hitlers með þvi að blanda sér í stríðrekstur hans í Evrópu.)
Eftir 1943 einbeitt Törpfer sér að hugmyndinni um sameinaða Evrópu þar sem landamæri og yfirburðir einstakra kynþátta væru ekki til trafala.
Hvaða heimildir hefur þú fyrir þvi að Alfred Töpfer hafi verið félagi í SS? Engar geri ég ráð fyrir.
Hvaða heimildir hefur þú fyrir þvi að Alfred Töpfer hafi verið illræmdur nazisti? Engar geri ég ráð fyrir.
Alfret Töpfer Stiftung F.S.V er stofnun sem kemur hreint fram og styður alla umræðu og rannsóknir á fortíð stofnandans Alferd Töpfers eins og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar hér: http://www.alfred-toepfer-stiftung.de/aktuelle-debatten.html?&L=1
Eftir að hafa eytt 30 mínútum í að lesa mér til um Alfred Törpfer er mín niðurstaða að lífsferill þessa kaupmanns endurspegli þá þróun sem varð á hugmyndarfræði þýskrar elítu frá 1933 1945- frá kynþáttastefnu og hugmyndum um yfirburði þýskalands yfir í hugmyndir um sameinaða Evrópu á lýðræðisgrundvelli.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 17:13
Hugmyndafræði þessarar elítu, eins og hún var þegar hún hafði mest áhrif, kostaði margar miljónir mannslífa. Sú hugmyndafræði lét bara undan síga vegna þess að hún var ofurliði borin af öðrum. Frá þessari hugmyndafræði er ekki hægt að sleppa billega.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 17:38
Vilhjálmur:
Þessi færsla minnir á gamlar færslur á bloggi Sóleyjar Tómasdóttir. Hún túlkaði allt þannig að það samræmdist þeirri heimsmynd að karlmenn kúguðu konur. Á bloggi hennar enduspegluðust þessi barátta í öllum gjörðum karlmanna. Þú sérð hins vegar heiminn út frá þeirri heimsmynd að Gyðingar séu síofsóttir af heiminum. Og að þeir sem ekki taki þátt í ofsóknunum beint þjónkist kúgurunum með því að slíta ekki á öll sambönd við alla sem á einhvern hátt gætu hafa tengst ofsóknunum á einhverjum tíma.
Þessi röksemdafærsla hér að ofan er langsótt og bitlaus leið til að vega að mannorði.
Sóley hefur eflaust haft meira fyrir sér varðandi kúgun karla á konum en þú hefur varðandi þjónkun Íslendingar við ofsækjendur Gyðinga án þess að ég neiti því að dæmi hennar finnist í sögunni.
Már Kristjónsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 17:44
Einar: líklegast hefur Andri Snær ekki haft hugmynd um hvaðan gott kemur. En einhverjir sem mælt hafa með honum hljóta að hafa vitað það.
Hystoriker: Hvað voru aftur margir gyðingar í Þýskalandi, einu sinni? Þeir voru líka Þjóðverjar.
Jón Logi:hann hefur varla hrjáðst af vondri samvisku. Hann var bara að gera ímynd sína sauberrein, en hann iðraðist einskis.
Tinna:Ekki vissi ég að trúarleiðtogi Jóns Vals hefði verið nasisti. Sumir forðast bandarískar vörur og aðrir forðast vörur sem framleiddar eru af fyrirtækjum sem græddu á tá og fingri í morðæði nasista. Annars á Jón Valur, sem þú ert að teyma hér inn í umræðuna, sem ekki fjallar um hann, miklu frekar skilið að fá verðlaun fyrir eldmóð sinn en Andri Snær, sem mér finnst vera yfirborðslegur poppgúru sem höfðar til fólk sem ekki hefur meiri þekkingu á sögunni en að þeir vita ekki hver Eichmann var.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2009 kl. 18:07
Steinn Sigurðsson, það er ekki nema von að þú spyrjir um Alfred Eichmann. Hann hét auðvitað Adolf, og samstarfsmaður hans starfaði fyrir karlinn sem átti peningana sem Andri Snær fær nú. Þakka fyrir leiðréttinguna.
Már Kristjónsson: Hvaða mannorði er ég að vega að? Mannorði Andra Snæs?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2009 kl. 18:32
Þráinn:Töpfer Stiftung hefur áratugum saman verið að reyna að hreinsa ímynd karslins sem allt í einu varð Evrópusinni árið 1943. Það hefur bara ekki tekist. Meira að segja "stórir" sagnfræðingar eins og Hans Mommsen, hefur fengið borgað fyrir það að þvo nasann af honum með grænsápu.
Ertu Þráinn, að verja mannorð manns sem hélt uppi náunga sem gaf út ritling undir heitinu Auschwitzlügen. Er það sannur Evrópuandi að ráða stríðglæpamenn í vinnu og afneita Auschwitz? Ef svo er, veit það ekki á gott. En þú hefur kannski heyrt um þá sem tala um hið nýja gyðingahatur í Evrópu?
Menn gátu ekki fengið viðskiptasambönd og tækifæri þau sem Töpfer fékk voru félagar í Allgemeine SS, en flestum tókst að láta eyðileggja gögn um félagsskap sinn eftir stríð.
Evrópusinni, segir þú. Var Töpfer af sömu tegund og íslenskir Evrópusinnar (allir ESB-vitleysingarnir)? Mjög athyglisvert
Breyttist hugmyndafræði nasistanna og morðingjanna í góða doktrínu ESB-Evrópusinna?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2009 kl. 18:52
vera má að téður Töpfer hafi verið hið argasta flón. ég veit ekkert um það. en þótt flón hafi stofnað þetta KAIROS dæmi, gerir það þá KAIROS apparatið að alræmdum viðbjóði út í hið óendanlega? Töpfer kemur hvorki nálægt fjármögnun sjóðsins né að öðru, verandi undir grænni torfu.
ættum við þá ekki allt eins að slíta öllum tengslum við ástrala, verandi afkomendur glæpamanna?
er vitrænt að eltast við syndir forfeðranna út í hið óendanlega og láta þá sem á eftir koma gjalda þeirra?
Brjánn Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 19:29
Brjánn Guðjónsson, ekki hef ég viðbjóð á börnum og afkomendum Töpfers, ef hann átti einhver slík - nema að þau fylgi sömu ógeðfelldu gildunum og hann. Ég trúi ekki á erfðasyndina, en ég veit að manneskjan er ófullkomin.
Hins vegar voru fé og völd Töpfers illa fengin. Sjóðir hans eru fullir fjár sem menn vilja vita upprunan á. Þetta eru ekki illa þefjandi peningar einhvers klósettkeisara í Rómarveldi. Það er enn verri óþverri á þeim.
Samlíking þín við Ástrala er út í hött.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2009 kl. 19:45
Vilhjálmur. þegar ég vísa til afkomenda á ég ekki við hina blóðskyldu afkomendur, heldur þá sem tóku við keflinu. er fólkið sem í dag stjórnar sjóðnum eða greiðir í hann svo hræðilegt?
Brjánn Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 19:48
„eftirmenn“ hefði átt betur við.
Brjánn Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 19:48
Ég verð nú að segja það Vilhjálmur að þú ferð nú nokkuð frjálslega með þann texta sem þú vísar í sem helstu heimild þína um stofnanda sjóðsins. Hvergi í þessum texta kemur fram að hann hafi verið í SS, hins vegar er sagt að hann hafi verið SS promoter sem er einhvers konar agitator. Þá kemur fram á síðunni að hann hafi sett up gagnnjósnanet fyrir þýska herinn en ekki SD.
Að auki liggur fyrir að sjóðurinn var stofnaður löngu fyrir stríð og það segir manni að stofnandi sjóðsins hafi verið sterk efnaður fyrir stíð og hafi því ekki bara komist í álnir fyrir það að vera nasisti.
Ekki ætla ég nú að fara að bera í bætifláka fyrir gamla nasista, en það sem maður hefur lesið um Töpfer á netinu getur nú ekki veitt því stoð sem þú ritar um hann. Þá tekur þú mun dýpra í árinni í lýsingum þínum á fortíð Töpfer en ásæða er til miðað við þær heimildir sem þú vísar til.
Bestu kveðjur,
Grétar.
Gamli (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 20:32
Gerður Pálma, 3.12.2009 kl. 21:18
Vilhjálmur: Ég veit afskaplega vel hver Adolf Eichmann er, mér fannst bara skrautlegt að þú skildir annaðhvort af vanþekkingu eða ofsa ekki hafa fyrir því að réttnefna fólk í þessari aðför þinni að saklausum manni. Það ætti því ekki að koma mér á óvart að þú reyndist einnig ófær um að réttnefna mig í svari þínu.
Þú ert brandari.
Steinn E. Sigurðarson, 3.12.2009 kl. 21:45
Grétar Gamli: Hann var ekki skráður í Abwehr, en það var oft Gestapo (SD) sem kenndi Wehrmacht. Þetta var í Alsace, en Töpfer starfaði einnig í París og þá gekk hann ekki í Wehrmacht-einkennisbúningi.
Gerður Pálma: Það eru einhverjar "urban mýtur" í gangi hjá þér. Fjöldi banka í Sviss var í tygjum við Nasista. KLM hefur verið ásakað um að fljúga með nasista til Suður-Ameríku. Ég hef enn ekki séð fullnaðarrannsókn á því. Önnur flugfélög gerðu það líka. KLM hagnaðist á flugi til Ameríku, en ekki á einvörðungu á nasistaflugi. Til Íslands var meira að segja smyglað nasistum og stríðsglæpamönnum. Sumir settust bara að og einn gekk af strandstað og gerðist nuddari og þjálfari.
Íslendingar framseldu aldrei gyðinga, heldur vísuðu þeim úr landi. Það getur þú lesið um í bók minni Medaljens Bagside og í greinum sem þú finnur hér á mínu bloggi, sem hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins.
En hvað kemur þetta verðlaunum Andra Snæs við? Fiskveiðar ESB valda meir eyðileggingu en báxítvinnsla. Hvaða ímyndunarveiki er í gangi hjá hinum frelsuðu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.12.2009 kl. 22:41
Mér finnst þetta bara helvíti töff að fá þessi verðlaun. Eiginlega bara betra að flæka einhverju nazistabulli inn í þessa umræðu.
Enganveginn sammála Andra Snæ og hans Draumalandi en ef "nazistarnir" vilja veita honum verðlaun er það einfaldlega hið bezta mál.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.12.2009 kl. 23:06
Hverjir eru þekktastir af þeim sem hafa þegið verðlaunin? Hverjir eru þekktasir af þeim sem hafa hafnað verðlaunum?Kannski getur Vilhjálmur Örn svarað?
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:11
Á heimasíðu Alfred Toepfer Stiftung kemur fram að verðlaunin hafi verið veitt frá 2007. Hins vegar veitir stofnunin fleiri verðlaun og hafa t.d. Harold Pinter og Ólafur Elíasson meðtekið þau.
Már Kristjónsson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 23:29
Já athyglisverð tilraun til að sverta íslenskan rithöfund, skemmtilega gert og virkilega þroskað.
Og hvað er svo næst á dagskrá? Að opinbera alla íslendinga sem nota IBM, drekka Fanta og kaupa olíu frá Standard?
Hver er tilgangur þinn með þessum vangaveltum ef einhver?
Virkilega ónotalegt og afar fyndið um leið.
Umhverfissinnar minna þig á nasista og þetta er allt saman bara illska að vera að hugsa um náttúruna og framtíð lands og þjóða?
Einhver Ágúst, 3.12.2009 kl. 23:56
Má vera Vilhjálmur að þú hefir einhvern tímann verslað drykki frá Vífilfell?
Kók, Sprite eða Fanta?
ef svo þá hefurðu átt viðskipti við fyrirtæki sem græddi á viðskiptum við nasista.
eða vorum við ekki í þeim brókunum að vera með aumar tengingar og slappann rökstuðning í dag?
Egill, 4.12.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.