Leita í fréttum mbl.is

„Ţví má ćvinlega treysta ađ Vilhjálmur Örn sé málefnalegur í skrifum sínum"

 Lingual Diversity is also Biological Diversity

Ţetta fína orđspor fékk ég um helgina međ undirskrift og lakkstimpli Eiđs Guđnasonar. Ţađ kom til vegna ţess ađ ég skrifađi tvćr kaldhćđnislegar greinar um málfasísku á Íslandi. Ég hef áđur gert ţá ísku ađ umtalsefni, vegna ţess ađ mér leiđist hvernig sumt fólk setur sig á háan hest, ţó ţađ valdi íslensku betur en sauđgrár almúginn, sem bara horfir á amerískt sjónvarp um leiđ og hann forheimskast.

Börn innflytjenda fá stanslaust ađ vita ađ ţau verđi ekki góđir og gjaldgengir borgarar á Íslandi ef ţau fá ekki 10 í íslensku á öllum prófum. Börn innflytjanda hafa samt í gegnum tíđina stađiđ sig betur í íslensku en međaltaliđ. Eitt sinn ţurfti íslenskur ađdáandi nasismans, Knútur Arngrímsson, ađ hrósa nemanda sínum, innflytjandanum Wolfgang Edelstein, ţví hann skrifađi betri stíla á íslensku en alíslenskir bekkjafélagar hans, og ţađ eftir ađeins nokkurra ára dvöl á Íslandi.

Á Íslandi hefur sá ljóti siđur lengi tíđkast, ađ menn voru reknir af ritvellinum vegna ţess ađ einhver bláklćddur postuli sagđi ađ ţeir skrifuđu ekki nógu gott mál. Sumir ţorđu ekki ađ skrifa meira vegna slíkra dóma.

Einn ćđsti sjálfskipađur prestur og tortúrumeistari málvöndunarrannsóknarréttarins, Eiđur S. Guđnason, heiđrađi mig međ athugasemd sinni í gćr. Eiđur hnýtti reyndar ekki í málfar mitt (ţótt ţađ sé rotiđ eins og hjá öđrum innflytjendabörnum sem forpesta tunguna). Hann skildi líklega frekar eftir sig athugasemd vegna ţess ađ ég heiđrađi hann međ kommenti hér um daginn. Ég gaf góđlátlega í skyn ađ málrausiđ í honum vćri Viagraiđ hans. Ég hef reyndar ritađ um Eiđ áđur, í fćrslu sem ég kallađi "Eyđur Eiđs". Svo nú var náttúrulega kominn tími fyrir Eiđ ađ svara fyrir sig - ţótt fyrr hefđi mátt vera. Hann er alltaf velkominn hér.

Eiđur hefur rétt fyrir sér ţegar hann skrifar og hrósar mér: "Ţví má ćvinlega treysta ađ Vilhjálmur Örn sé málefnalegur í skrifum sínum". Ţetta er alveg satt hjá Eiđi. Ég geri mér far um ađ vera mjög málefnalegur. Ţađ er ekkert rangt međ fariđ í ţví sem ég skrifađ fćrslunni Kötuskór, um ritgerđ Katrínar Jakobsdóttur um skó, sem hún flutti á málţingi í HÍ sl. laugardag.

Katrín flytur erindiđ Kata flytur erindiđ í HÍ

Ţađ má líka treysta ţví, sem ég skrifa í bók minni Medaljens Bagside, sem olli ţví ađ Anders Fogh Rasmussen (núverandi framkvćmdastjóri NATO) bađst opinberrar afsökunar á ađgerđum danskra yfirvalda gagnvart saklausu fólki, (krötum) og kommúnistum fyrr á tímum. Milljónir múslíma um heim allan hafa brennt allt og bramlađ til ţess ađ fá afsökunarbeiđni frá sama manni, en allt hefur komiđ fyrir ekki. Múslímar eru heldur ekki alltaf jafnmálefnalegir í málflutningi sínum, líkt og Egill Helgason, sem nokkrum mánuđum áđur en bók mín kom út áriđ 2005 kom međ óheiđarlegar ađdróttanir í garđ minn og frćđistarfa minna í Danmörku á síđu sinni, sem leiddi af sér smá múgćsingu .

Sturla Böđvarsson, minn gamli vin og velgjörđarmađur, skrifađi  nýlega málefnalega grein um Egil Helgason, og fjandakorniđ ef Sturla hefur bara ekki rétt fyrir sér í ţessari greiningu sinni: Egill Helgason er um margt hugmyndaríkur og flinkur ţáttastjórnandi.  En hann kann sér ekkert hóf í bloggfćrslum sínum og ýtir undir ósómann  sem fylgir međ ţegar hann skrifar og opnar síđan fyrir umsagnir um ţađ sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viđbrögđ viđ ţví sem er í fréttum. Ţar setur hann fram nćr undantekningarlaust einhverjar fullyrđingar og oft meiđandi ummćli um nafngreinda menn sem leyfa sér ađ hafa ađra skođun en Egill sem bloggar á Eyjunni  í skjóli  RÚV og fer ţá lítiđ fyrir hlutleysi ţessa starfsmanns ríkisútvarpsins. Viđbrögđin láta ekki á sér standa eins og sjá má á bloggsíđunni ríkiskynntu.

Nú höfum viđ ţađ á hreinu. Sturla Bö segir Egil vera ómálefnalegan og Eiđur Guđna hrósar mér fyrir málefnalega umfjöllun.

Verđir íslenskrar tungu hafa alltaf veriđ miklir dressmenn. Föt Jónasar, sem Reykvískar konur á öllum aldri heilluđust af, enduđu forđum á báli bak viđ Friđriksspítala í Kaupmannahöfn til ađ koma í veg fyrir frekari syfilissmit. Hin sígildu, ljósbláu strumpaföt Eiđs, sem hann sést í hér ađ ofan, ćtti ađ bjarga málsins vegna. Jakkann gćti Eiđur hćglega gefiđ Ţjóđminjasafni og buxunum gćtu menn komiđ fyrir í brynvörđum skáp á Árnastofnun međ öđrum dýrgripum menningarsögu okkar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Hehe, burtséđ frá (and-)zionisma og semísku ćtterni ţínu Villi, held ég ađ jafnvel ólíklegustu menn hafi gaman ađ skrifum ţínum. En ţađ fór góđur biti í hundskjaft ţegar ţú fórst ađ sóa orkunni í ađ skrifa á dönsku... ţú ert einfaldlega međ skemmtilegri og snorrískustu pennum sem ég ţekki.

Spurning hvort mađur taki sér ekki bara kúlulán og fari ađ kíkka á ţig ţarna í smurbrauđslandinu.

Snorri Bergz, 17.11.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einhverra hluta vegna set ég biologiskt diversití alltaf í samband viđ kálfa međ tvö höfuđ. Kannski féđ í Tálkna falli líka undir ţađ, en ţá er líklega of seint ađ skrifa undir verndarsamninga Sţ ţeim til handa.

Ragnhildur Kolka, 17.11.2009 kl. 21:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband