4.7.2009 | 22:13
Lars Christensen har talt
... og han har ret som altid.
Mennirnir sem við elskuðum að hata hafa talað. Davíð hefur rænt sviðsljósinu í kvöld. En hlustum nú líka á Banka Lása án þess að hata hann og fordæma eins og Davíð gerði.
Lars Christensen hjá Danske Bank, sem allir hötuðu fyrir að segja sannleikann í litríkum skýrslum sínum hér um árið, þar sem hann líkti íslenskum efnahag við goshveri. Hann hafði á réttu að standa. Nú álítur hann réttast að við lýsum yfir þjóðargjaldþroti.
Hvað er hægt að gera annað með ríkisstjórn eins og þá sem nú er við völd, sem vill selja okkur í þrælkun?
Ráðum Lars Christensen og setjum hann á skrifstofu við hliðina á Joly. Lars Christensen verði þrotabússtjóri Íslands.
Í alvöru talað, Ísland er á kúpunni. Viðurkennum það og byrjum upp á nýtt, án skuldbindinga við skallakomma og upplitaðar kratakerlingablækur með vota ESB-drauma. Höfnum Icesave frumvarpinu með rökhugsun og raunsæi.
Við erum ekki mikilvægari en það, þótt sumir hafi haldið að við hefðum hlutverki að gegna á meðal þjóðanna og værum rétttæk í Öryggisráð SÞ og önnur leiðtogahlutverk. Sjáið hvert sá hybris leiddi okkur.
Lars bendir okkur á Argentínu. Argentínumenn halda tign sinni og dansa enn tangó, þótt allt hafi farið á hausinn. Það getum við líka og sleppt við að verða þrælar.
Og ef George Brown vill setja okkur á hryðjuverkalistann sinn, sá hlægilegi manngarmur, þá gerir hann það í einu af æðisköstum sínum og við munum hlæja að honum eins og allir hlæja af kækjum hans.
Ísland er gjaldþrota. En enginn er dáinn. Enginn missti lífið í Hollandi né Bretlandseyjum. Sumir þeirra sem komu okkur á hausinn ættu að fá 4000 ára fangelsi ef réttarkerfið væri eins og í BNA. Kæmust út eftir 2000 ár fyrir góða hegðun. Þeir munu borga með því að fá aldrei að koma nálægt viðskiptum aftur.
Tak Lars Christensen, nu er jeg enig med dig! Du er faneme en god ven af Island! Lad os håbe nogen lytter til dig denne gang.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 1352301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
ég viðurkenni að þetta voru föðurlandssvik fyrir svefninn. En ég er sammála Lars.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2009 kl. 22:27
Það er spurning hvort að þú tekur að þér að stíga á stokk fyrir okkur í Danaveldi og útskýra fyrir þeim enn og aftur hvað þeir eru vitlausir og ólæsir á íslensk fjármál. Við höfum tæpast efni á þotueldsneyti undir heila sendinefnd.
Ólafur Eiríksson, 4.7.2009 kl. 22:31
Hann getur siglt með fyrsta skipi. Engin ástæða til að senda neinn til Danmerkur, þegar gjaldeyrisforðinn er þurrausinn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2009 kl. 22:38
Jamm. Held að Lassi danski viti nú kannski betur en að Argentínumenn stígi tangó á lánamörkuðunum. Þeir bera kannski fæturna hratt en ekki bera þeir höfuðið hátt.
Við sitjum uppi með Ice-safe. Því er nú fjandans verr og miður. Það verður neglingur að borga þetta sukk. Og svo Dave-safe líka eftir að Seðlabankahróið fór á hausinn í vetur leið. En það hefst, það hefst … kannski.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 00:27
Fyrst Vilhjálmur vill ekki taka að sér að fræða Dani um þeirra fáfræði varðandi íslensk efnahagsmál - fyrir okkar hönd. Þá verðum við líklega að senda nefnd með haustskipinu. Vonandi eigum við nægilega sjóhrausta embættismenn í verkið og nægilega dugmikla til að þrauka í Köben yfir veturinn án stuðnings frá Íslandi þar til vorskipið flytur þá aftur hingað í selspik og hvalket.
Fréttir á íslensku af því sem Lars Cristensen sagði eru reyndar í stíl við annað. Hann var ekki að stinga upp á þjóðargjaldþroti heldur því að við semdum við lánadrottna á réttum forsendum - sem eru þær að erlendar skuldir eru á jaðri hins mögulega.
Ps.
Meintir þú ekki hubris Vilhjálmur?
Ólafur Eiríksson, 5.7.2009 kl. 03:49
Nei Ólafur, ég meinti HYBRIS. Hubris er enska útgáfan. Marga Íslendinga vantar ventla. Þeir halda að þeir séu mestir, bestir og færastir í heimi hér. T.d. hæfir til að borga af "skuld" sem engir aðrir myndu borga. Menn geta það ómögulega á Íslandi. Ég tel mig ekki hæfan til að greiða fyrir afglöð örfárra manna.
Við getum ekki tekið sameiginlega (kollektíva) skuld frekar en aðrar þjóðir. Þýska þjóðin myrti ekki alla gyðinga. Það gerði aðeins hluti þýsku þjóðarinnar. Við eigum að taka á okkur reikning fyrir syndir sem enginn dó út af.
Ólafur Eiríksson, erlendar skuldir Íslands eru ekki á jaðri hins mögulega. Icesave samningurinn er afleikur íslenskrar nefndar sem stjórnað er af manni sem er haldinn hybris. Hann telur eins og skoðanabræður hans og systur, sem áður voru höll undir Stalín, Lenín og aðra morðhunda, að við eigum að meðtaka nemesis örfárra manna.
Þjóðargjaldþrot, sem mun skella á (og nú leggst á mig hybris) mun vera miklu betri lending en dansinn við Icesave skuldirnar. Ég er á því að Johan Barnard sem ég talaði við á Föstudaginn væri sammála mér um það. En hann vinnur auðvitað sem handrukkari fyrir sína þjóð. Hann veit að þjóðargjaldþrot væri best fyrir Íslendinga, en hann veit að þá tekst honum ekki ætlunarverkið.
Við erum hins vegar með ríkisstjórn sem vinnur á móti sinni þjóð! Það er engin hæfa.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2009 kl. 08:19
Ekki gleyma að Danske Bank var í samkeppni og þeir ætluðu að shorta krónuna daginn eftir að skýrslan kom út en voru svo óheppnir að lenda á sumardaginn fyrsta (Kauphöllin lokuð) og lífeyrissjóðirnir fréttu af þessu og vörðu krónuna. Annað er að þessi danski snillingur setti fram sínar spár áður en Icesave varð til. Veit ekki hvort þetta er á almennu vitorði, en sýnir að enginn er annars bróðir í leik.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 5.7.2009 kl. 10:47
Rangt Sigurgeir, þessa samsæriskenningu þína kaupi ég ekki. Icesave var ekki efni skýrslu Christensen árið 2006. En Icesave varð til þegar varnaðarorð hans voru sem hæst. Enginn hlustaði, allir vissu betur og fínu drengirnir byrjuðu að græða á svikamyllu sinni, sem þý og þjóðin viljið boga nú.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2009 kl. 11:14
Þetta er auðvitað alveg rétt ályktun hjá Lars.Miklu betra að semja við kröfuhafa með niðurfærslu.Aðgengi að erlendum fjármálamörkuðum er ekki nauðsynleg nema tekist verði á við hina dýru og landlægu spillingu.Engin vill lána íslendingum vegna spillingarinnar, áhugaleysis á að halda uppi lögum og að komast að því hvað varð um peningana, ekkert eftirlit etc og rekstrarkosnaður nýbankanna upp á 38. milljarða í ár.Það eru veglegar atvinnuleysisbætur og ekkert að gera nema að vera á tæturunum.Allt sama fólkið og engin lánveitandi né lántakar vilja eiga viðskipti við þá.Bankarnir hér eru óstarfhæfir því að aðeins 12.000. íslendingar treysta þeim og starfsmenn þeirra eru 4000.Það þýðir að í meðalfjölskyldu bankamanns eru það ekki einu sinni allir fjölskyldumeðlimir mannsins sem treysta honum.Að eigandinn VG banki skuli ekki skilja þetta sýnir mikið vanhæfi.
Einar Guðjónsson, 5.7.2009 kl. 12:07
Nú fáum vid Börge Rosenbaum, alias Viktor Borge til ad koma okkur öllum i gott skap. Thessi óvidjafnanlegi listamadur og komiker spilar af fingrum fram á ógleymanlegum tónleikum í Stokkhólmi ásamt Anton Kontras:
http://www.youtube.com/watch?v=tvUbrbFdJ8g
S.H. (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:46
Eitt sinn fékk Lalli Johns 6 mánuði fyrir að stela sígarettukartoni. Árni Johansen var dæmdur fyrir skjalafals, umboðssvik, fjársvik, mútuþægni, stuld og fyrir að bregðast trausti sem opinber umsýslunarmaður ríkisins og fékk 2 ár. hann slapp út eftir eitt ár og hótaði að fletta ofana af miklu alvarlegri glæpum ef hann fengi ekki að bjóða sig fram. Það liðu ekki nema 3 vikur frá þessari hótun þangað til Björn Bjarna, Gunnlaugur Klassen, Sólveig Pétursdóttir og Geir Haarde voru búin hreinsa mannorð hans.
Miðað við þetta þurfa útrásarvíkingarnir engu að kvíða.
Sigurður Þórðarson, 6.7.2009 kl. 00:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.