Leita í fréttum mbl.is

Bloggleyfi í leyfisleysi

Vegna báglegra (baugslegra) niðurstaðna Alþingiskosninga fer ég nú í smá bloggbindindi, meðan ég fer til lands öfganna, sem sumir kalla landið helga.

Það er greinilega ekkert sem ég get gert til að gera ringulreiðina á Íslandi meiri en hún er. Ég hef nú rembst í meira en tvö ár við að hafa mátulega neikvæð áhrif á þjóðmælaumræðuna og heimsmálin, og hvað kom út úr því?: Tvíhöfða kálfur, með einn haus sem fer með innantóma ESB möntru og hinn sem baular Nallann. Og það er ekki einu sinni mér að kenna.

Undur og stórmerki

Ég bið Herrann hæsta, Gjörvallan Ásgarð og góðar vættir að varðveita Íslendinga frá frekari útrásasvínaríi og að gengi krónunnar sé stöðugt næsta mánuðinn eða svo, meðan ég hvíli mig á vanabindandi eiturlyfi, sem sumir kalla blogg.

Jóhanna reddar þessu á meðan, ef ekki ein, þá með aðstoð túlka og hjálparkokka. ESB verður ekki komið á meðan ég hvíli mig á blogginu, en hér er mynd beint úr efri deild ESB. Fékk ég myndina frá Jóni Val Jenssyni, sem nýlega heimsótti ESB.

ESB

Jú og eitt enn, passiði ykkur á Sigurði Þór Guðjónssyni.  Hann er á launum hjá mbl.is við að espa menn upp í að blogga þegar þeir eru komnir í bindindi eða frí. Bloggið í hófi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Má vera að þú getir ekki aukið á ringulreiðina, en þú getur í það minnsta gert hana skemmtilegri. Góða ferð.

Ragnhildur Kolka, 28.4.2009 kl. 07:33

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hafðu það gott í fríinu Vilhjálmur

Hilmar Gunnlaugsson, 28.4.2009 kl. 12:01

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er nú púkalegasta blogg þitt ever.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband