Leita í fréttum mbl.is

Aurahljóđ

aurahljóđ lille
 

Fyrsta sinn sem ásjóna mín birtist í fjölmiđli var ţriđjudaginn 11. nóvember 1969. Ţá var ég rúmlega níu ára. Myndin af mér birtist ţá í Vísi heitnum. Á baksíđunni, hvar annars stađar? Undir myndinni af mér og aurapúkunum í Myntsafnarafélaginu mátti lesa ţetta:

AURAHLJÓĐ

Myntsöfnun fćrist nú mjög í aukana og er nú svo komiđ, ađ ýmsar gamlar islenzkar myntir eru fáséđar nema í söfnum, svo sem elztu eins- tveggja og fimmeyringar, krónur og tveggjakrónupeningar. Félag myntsafnara, sem stofnađ var í fyrra, hélt nú um helgina skiptifund í Hábć. Á myndinni sjást nokkrir félagsmenn virđa fyrir sér gamla mynt. Eins og vćnta mátti var á ţessum fundi talsvert aurahljóđ, hringl í koparhlunkum, sem kosta nú orđiđ par hundruđ ţeir sjaldfengnustu. Formađur Félags myntsafnara er Helgi Jónsson, smiđur.

Ég man vel eftir fundum í nýstofnuđu Myntsafnarafélaginu fyrst í Hábć og síđar í Oddfellow húsinu. Ég fór á ţessa fundi međ pabba, ţó ég hefđi ekki mikinn áhuga á mynt. Ég man líka, ađ ţar heyrđi ég fyrst orđin "helvítis gyđingurinn ţinn", sem einhver óheflađur mađur hreytti í föđur minn vegna ţess ađ pabbi vildi ekki selja honum pening á hlćgilegu verđi, sem ţessi mađur lagđi til. Leigubílsstjóri nokkur, skemmtilegur karl sem alltaf var međ olíuskán undir nöglum og jafnvel međ olíugreitt hár, leiddi manninn í burtu og húđskammađi hann. Hann sást víst ekki mikiđ eftir ţađ.

Ég skrifađi fyrstu ritsmíđ mína, sem gefin var út, fyrir sýningarskrá myntsýningar félagsins í Bogasal Ţjóđminjasafnsins, sem haldin var áriđ 1972. Ritsmíđin mín hét "uppáhaldspeningurinn minn" og fjallađi um Jóns Sigurđssonar gullmyntina frá 1961. Réttast er ađ greina frá ţví ađ sá gullpeningur var í meira uppáhaldi hjá föđur mínum en mér, en hann hóf snemma myntsöfnun, jafnvel fyrir stríđ í Hollandi.

Wim 2

Í myntsafnarafélaginu voru margir fyrirtaksmenn og vonandi er ţađ svo enn. Annar formađurinn, Helgi Jónsson smiđur, var gamall neftóbakskarl međ áhuga á öllu gömlu. Ţađ var gaman ađ tala viđ gömlu mennina. Einn hét Guđbjartur og gekk  međ forláta staf, sem ég er nú búinn ađ gleyma hvernig leit út. Ţarna var líka Ungverji, dökkur og ţéttur Magyari, sem reykti álíka svera vindla. Hann kom nokkrum sinnum í heimsókn á heimili foreldra minna. Eitt sinn kom  í ljós ađ fjölskylda ţessa manns hafi veriđ verulega nasísk á stríđsárunum og fađir ţessa manns hengdur fyrir samvinnu sína viđ Ţjóđverja. Međan hann lýsti ţví fyrir föđur mínum og mér, lýsti kona hans fjálglega óbeit sinni á útlendingum og sér í lagi blönduđum hjónaböndum fyrir móđur minni. Ekki mun ţetta fólk hafa komiđ aftur á heimili okkar.

En sérstaklega man ég eftir Sigurjóni Sigurđssyni, sem var kaupmađur í lítilli hornverslun á Snorrabraut sem hét Örnólfur, sem frćgur var fyrir ađ hafa opiđ um helgar í trássi viđ einokunarreglur sem stćrri verslunarkeđjur höfđu komiđ á. Sigurjón var afar góđur og vandađur mađur, barngóđur og góđur vinur föđur míns. Hann var einn af ţessum mönnum sem mađur man alltaf eftir, ţví ţađ var eitthvađ gott yfir andliti hans. Hann kom oft í heimsókn til ađ skođa myntir föđur míns.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ţetta er skemmtilegt og áhugavert innlegg hjá ţér. Í fyrsta lagi hef á áhuga á mynt, eđa hvernig ég á ađ losa mig miđ hana (mörg hnefafylli af aurum eftir 1980 og eldra) og svo af ţví ađ ég hef kannski vinninginn yfir bloggritara: komst á forsíđu DV hér um áriđ (og ţar var kannski meira í ćtt viđ séđ&heyrt dćmiđ, frekar en einhver afrek)  :) Bestu kveđjur!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband