Leita í fréttum mbl.is

Ţegar ég borgađi Itzhak

 

Ţegar Obama var settur á forsetastól var mikiđ um dýrđir í kuldanum í Washington. Strengjakvartett Itzhak Perlmans lék undir berum himni. En Perlman og félagar léku samt ekki. Vegna kuldans, hćttunnar á ađ eyđileggja hljóđfćrin og hendur sínar, var hljómlistin playback. Ţađ var svo kalt viđ bakka Potamac ár, ađ ef Michael Jackson hefđi trođiđ upp, hefđu nef og limir frosiđ og dottiđ af.

Síđast ţegar ég hitti Itzhak Perlman var í Reykjavík, ég held voriđ 1975.  Ég borgađi ţá Perlman fullt af dollurum. Ekki úr eigin vasa. Ég var sendill hjá Ríkisútvarpinu, svona međ skólanum. Ég var stundum sendur međ tékka frá gjaldkera RÚV ofan af 5 hćđ á Skúlagötunni til ađ borga fólki sem bjargađi Sinfóníuhljómsveitinni. Ţessum flutningi ávísanna í bankann var ekki öllum treyst fyrir. Tékkann handa Perlman fór ég međ í brúnni skólatösku niđur í Landsbanka.

Ţá voru mikil gjaldeyrishöft, jafnvel meiri en nú. Ţegar ég var kominn niđur í Landsbanka í Hafnarstrćti, afhenti ég gjaldkeranum ávísunina og eyđublađ og hann gretti sig. Svo gekk hann til ćđri samstarfsmanna sinna og ţeir litu gaumgćfilega á ávísunina og fóru svo bakatil til ađ rćđa viđ sér ćđri menn, og komu svo aftur eftir drykklanga stund. Ţá var mér afhent búnt af dollaraseđlum, mest 20 og 100 $ seđla, sem ég setti í umslag sem á stóđ Itzhak Perlman.

Hr. Perlman og kona hans voru ţegar komin í bankann. Hann sat međ stífa fćtur sína og hćkjur og var hinn ánćgđasti  ţegar ég afhenti honum peningana hans. Hann skjögrađist á fćtur og sagđi, „I am so very happy to see you", og ég svarađi eins og Klint Eastwood eđa gyđingurinn í Feneyjum: „You better count your money Mr. Perlman". Perlman hló dátt og ţakkađi mér mjög fyrir peningana.  Hann sagđi ađ ég yrđi einhvern tíma mikill bankamađur.

Hér spilar hann fyrir ykkur, án ţess ađ ţiđ ţurfiđ ađ borga grćnan dal:


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband