Leita í fréttum mbl.is

Á vígvelli siđmenningar MMVIII

 

Halla Gunnarsdóttir

 

Núna, rétt áđur en míní-borgarastyrjöldin hefst á Íslandi ţar sem réttlćtiđ og sannleikurinn mun vinna, er Björn Bjarnason herforingi greinilega farinn ađ velta fyrir sér, hvort lýđrćđiđ sé of dýrkeypt fyrir sig og vini sína.

Ţađ er auđvitađ af sem áđur var, ţegar Moggablađamenn eru farnir ađ auglýsa múgćsingu í Iđnó og jafnvel verklegar ćfingar međ spćlegg og tómatsalat frá Bónus á Austurvelli. „Halla Gunnarsdóttir (Sigurđssonar)" vćri líklega búin ađ missa vinnuna, hefđi Mogginn enn veriđ málgagn Sjálfstćđisflokksins. Ţessi Rósa Luxemborg Íslandskreppunnar sagđist á fundi í Iđnó ađ hún hefđi ađeins krćkt sér í örbylgjuofn í íslenska kaupćđinu. Hún á ekki einu sinni sjónvarp stúlkukindin. Er hún ekki Íslendingur?

General Björn er í öngum sínum og skrifar laugardaginn 8. nóvember:

Í dagbókarfćrslu í gćr velti ég fyrir mér, hvort unnt vćri ađ treysta á óhlutdrćgni fjölmiđlafólks í ţessari orrahríđ allri. Ég hef fengiđ ábendingar um, ađ fleiri velti ţessu fyrir sér.

Fjölmiđlaliđiđ, sem Björn Bjarnason er ađ tala um, er auđvitađ gallagripir og fífl upp til hópa (Haarde 2008), dauđadrukknir kommar, menntađir í Svíţjóđ, ef ţá nokkuđ. Til hvers ađ hafa fjölmiđla? Ţeir gera máliđ bara flókiđ međ öllum ţessum spurningu. Bloggiđ er enn verra. Ţar er fólk međ ţráhyggju ađ básúna sig um ţađ sem ţađ veit ekkert um, ţegar ţađ er ekki í kaupćđi.

Ég veit ekki um hvađa ábendingum vinir Björns eru ađ gauka ađ honum, en ég vona ađ ţađ sé ekki ţađ sem ég held ađ ţađ sé. Annars held ég ekki ađ Björn eigi svo marga vini einmitt núna.

Ekki ţótti mér ţetta nú beysnir byltingamenn sem ég sá í sjónvarpsfréttum frá Iđnó, eđa ţeir sem spćndu upp malbikiđ fyrir framan Alţingishúsiđ. Mér er spurn, vćri ekki nćr ađ búa til ommelettu og tómatsalat fyrir fátćka fóliđ, međ skyrböku í eftirrétt, í stađ ţess ađ vera ađ sletta mat á friđađ og hljóđlátt, gamalt hús?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband