Leita í fréttum mbl.is

Af nýafstöđnum hengingum á Bessastöđum

 
Óli hengir fálka

 

Nú er Ólafur Ragnar Grímsson búinn ađ hengja og nćla fálka og jafnvel stórfálka á handboltadrengina "okkar". Ekki segi ég ađ ţeir eigi ţađ ekki skiliđ eftir ađ ţeir fengu okkur alveg til ađ gleyma ţví hvernig Kínverjar fara međ margt fólk sem aldrei kemst á Ólympíuleikana.

Eitt sinn var til Heiđurspeningur Forseta Íslands. Hefđi slík medalía ekki veriđ betur viđ hćfi? Gleđi forsetans viđ ađ nćla í menn orđur er ţó ekkert miđađ viđ gleđibútbrot Ţorgerđar Katrínar, sem fann heilan silfursjóđ til ađ efla handboltaíţróttina. Slíkir sjóđir virđast leynast hér og ţar. Ţorgerđur Katrín á stórriddarakross skilinn fyrir ađ finna ţennan sjóđ.

Heiđurspeningur
Heiđurspeningur Forseta Íslands

Mér hefđi ţótt nóg ef sprengdir hefđu veriđ nokkrir kínverjar á Bessastöđum.

Mér finnst alltaf gaman ađ bera saman ţjóđir. Danir, frćndur vorir, hlađa ekki orđum á menn sem ţegar eru ţegar komnir međ skotsilfur um hálsinn. Fjölskylda drottningarinnar er undantekningin, og er karlpeningurinn í hennar ćtt hlađinn síldasalati frá fermingu. Danir settu líka ţá reglu eftir Síđara stríđ, ađ ekki ćtti ađ gefa mönnum sem börđust geng nasismanum Dannebrogsorđur. Heiđurinn ađ berjast fyrir föđurlandiđ var nćgilegur. Einn fremsti nasisti Dana, SS-mađurinn Sřren Kam, sem enn er eftirlýstur fyrir glćpi sína, ţar sem hann lifir undir verndarvćng Ţjóđverja í hárri elli, varđ ţeirrar hamingju nótandi ađ mjög orđuglađur mađur, sem hét Hitler, nćldi í hann tvo járnkrossa. Ef mađur barđist gegn Danmörku fékk mađur orđur. Hitler var alltaf orđuglađur viđ stráka í stórrćđum. Ekki segi ég ađ Danir beri betra skynbragđ á ţađ en Íslendingar, hverjir hćfir séu til ađ bera orđur og afrekspjátur um hálsinn. Danir gáfu Ceausescu einrćđisherra og kommúnista í Rúmeníu stórriddarakross Dannebrog og Elefantorđuna áriđ 1980. 

Já, svona er dómgreind manna nú merkileg, ţegar kemur ađ orđuhengilshćtti. Ţó ég hafi engu áorkađ sem veitt getur jakkaskreytingar, tala bćđi og skrifa ljótt mál og illa um fólk, leyfi ég mér ađ  koma međ tillögu: Ađ fyrir utan fálkaorđuna, sem nú hefur lent í óđaverđbólgu, verđi tekin upp Hvítabjarnaorđan, sem fyrst og fremst verđi gefin leiđtogum og íţróttamönnum sem stunda skot og hrađaupphlaup. Stríđ halda áfram og hćtt er viđ ađ Íslendingar vinni fleiri verđlaun á Ólympíuleikum.

Medalíum

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauđa Ljóniđ

Sćll. Eftirvill hefđi Heiđurspeningur Forseta íslands átt betur viđ, hefur lítiđ veriđ notađur ásamt Afreksorđunni.

Rauđa Ljóniđ, 28.8.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjartanlega sammála kćri dr. Vilhjálmur Örn. Ţađ á ađ fara sparlega međ orđurnar. Ekki vegna kostnađarins heldur gjaldfellingarinnar á fálkaorđunni međ ţví ađ strá henni svona um sig.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.8.2008 kl. 23:52

3 Smámynd: Adda bloggar

stórskemmtileg lesning!!!

Adda bloggar, 29.8.2008 kl. 09:33

4 Smámynd: Hafsteinn Viđar Ásgeirsson

Frábćr pistill Vilhjálmur og orđ í tíma töluđ

Hafsteinn Viđar Ásgeirsson, 2.9.2008 kl. 09:40

5 Smámynd: Auđun Gíslason

Ţvílík endemis ţvćla og nöldur!  Einhverjum kann ađ finnast ţetta nöldur ţitt skemmtilegt, en biturđ ţín og geđvonska lekur í gegn einsog ávallt í skrifum ţínum!

Auđun Gíslason, 4.9.2008 kl. 09:48

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţú fćrđ riddarakross fyrri ţetta, Auđun!

Medalían

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.9.2008 kl. 11:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband