Leita í fréttum mbl.is

Hver vinnur ?

 

Blóđpeningur

 

Íslenska landsliđiđ í handbolta keppir nú til úrslita ţegar ţetta er ritađ. Ţađ er annađ hvort silfur eđa gull í Beijing 2008, ţótt ađ silfur sé nú líklegast. Landsliđađ á hvortveggja skiliđ og fá ţađ sem ţeir verđskulda, "strákarnir okkar", alveg sama ţótt ađ ţeir verđi burstađir.

Hins vegar fá ţeir sem sitja í fangabúđum í Kína hvorki silfur né gull. Hús 79 ára konu var rifiđ niđur án skađabóta svo íţróttahátíđ mannsandans gćti fariđ fram í Beijing. Hún var sett í endurhćfingarbúđir vegna ţess ađ hún ritađi nafn sitt á lista, ţar sem hún óskađi eftir ţví ađ taka ţátt í mótmálum. Gamla konan kemst ekki á verđlaunapall eins og strákarnir okkar.

Engir eđalmálmar og medalíur verđa gefnir ţeim sem mótmćla mannréttindabrotum í Kína. Engin silfurverđlaun fyrir ţađ sem sitja í stofufangelsum eđa ţá sem ekki mega fara á Veraldavefinn. Engin verđlaun fyrir ţá sem langar ađ hugsa frjálst í Kína. Ţađ verđur vćntanlega heldur ekki silfur eđa gull í kúlunum sem Kínverjar verđa skotnir međ í hnakkann um nćstu helgi, ţegar ógnarstjórnin í Beijing byrjar stórhreingerningar sínar eftir Ólympíuleikana.

Gull eđa silfur til Íslands? Alveg sama, segir forseti Íslands, ţađ verđur ţjóđhátíđ um nćstu helgi. Blóđrauđar veigar verđa drukknar međ grillkjötinu. Partý, partý.

En ţađ verđur engin ţjóđhátíđ í Tíbet eđa veisla í kínverskum fangabúđunum um nćstu helgi. Eru öll tárin sem felld hafa veriđ fyrir Tíbet á Íslandi til einskis? Brunnu kertin út um leiđ og samkenndin međ hinum ţjáđa lýđ í Kína?  Fá gulldraumar og silfurćđi Íslendinga til ađ gleyma?  

Gull- eđa silfurdrengirnir fá verđlaun sem eru blóđi drifin. Mannrétttindabrot fengu stćrstu gullpeninginn í Beijing. Silfur er svo sem ágćtt. Heimsmarkađsverđ á gulli hefur líka lćkkađ svo mikiđ upp á síđkastiđ og mannréttindi eru víst einskis virđi lengur.  15:10 ţađ lítur illa út í hálfleik. Ćtli sér kominn hálfleikur í Kína öfganna.

Til hamingju.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hér ćtla ég ađ gera athugasemd ţví ég sé ađ menn forđast ađ gera athugasemdir viđ ţau fáu blogg sem eru á ţessum nótum í silfvurvímunni sem nú ríkir. Ţau eru bara hundsuđ. Ég tek undir meginhugsunina hjá ţér. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 26.8.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţú vinnur eins og venjulega, Sigurđur. Ég held barasta ađ ţú sért međ betri mönnum sem ég hef hitt hér á blogginu.

Mér ţótti heimsóknarleysiđ svo hrópandi, ađ ég hugsađi eins og ţú; Ađ Íslendingar vćru í vímu og vildu ekki heyra neitt ljótt eđa lesa, međan ţeir voru ađ ná sér. Ég ákvađ ađ skođa ekki nein blogg nćstu daga, kannski vikur.  

Ég samgleđst auđvitađ afreksmönnunum, en ég hafđi vonast til ađ verđlaunin myndu einmitt skerpa sjón manna og efla stuđning viđ baráttuna fyrir frjálsu Tíbet og mannréttindum og tjáningarfrelsi í Kína. Ég vona ađ ráđamenn ţjóđarinnar gleymi ţví ekki í rćđum sínum nćstu dagana.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.8.2008 kl. 10:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband