11.7.2008 | 13:02
Ég glími við Guð
Fyrr í ár skrifaði ég um spurningu sem borist hafði Vísindavef HÍ um uppruna orðsins gyðingur. Spurningunni var beint til Guðrúnar Kvaran forstöðumanns Orðabókar Háskólans, sem svaraði svona.
Mér þótti svarið þvælukennt og ég hef leyft mér að gagnrýna það við Vísindavefinn. En það virðist verða glíma við Guð.
Í svari Guðrúnar Kvaran stóð m.a. mjög ruglingslegt og hlutlægt mat á eðli gyðinga, sem ég hef þegar gert athugasemd við vegna þess að það er sögufölsun í fjórum setningum. Svona ritaði Guðrún Kvaran:
"Neikvæða merkingin í júði á líklegast rætur að rekja til þess að gyðingar sem stunduðu viðskipti víða um heim á síðari öldum, þóttu erfiðir viðfangs, nískir okurkarlar og efnuðust oft vel. Þetta litu aðrir hornauga og farið var að nota jew, jøde, júði í neikvæðum tón um kaupsýslumenn af gyðingaættum. Hin neikvæða merking sem Jude fékk í Þýskalandi á árunum milli stríða og í síðari heimsstyrjöldinni er af öðrum toga og var tímabundin. Hún náði yfir allt fólk af gyðingaættum, ekki aðeins kaupsýslumenn."
Forstöðumaður orðabókarinnar skrifar einnig frekar óljóst á þennan veg:
"Bæði orðin júði og gyðingur koma fyrir í fornu máli. Gyðingur er eiginlega norræn ummyndun á latínu jūdaeus þannig að nafnið var tengt orðinu guð. Gyðingur merkti því í raun upphaflega sama og júði."
Það er einfaldlega ekki rétt hjá Guðrúnu Kvaran að gyðingur sé ummyndun af orðinu Judæus. Judæus er upphaflega leitt af hebreska orðinu Yehudi, heiti þegna konungsríkisins Júda (Malchut Jehuda). Gyðingur er hins vegar skylt orðinu Guð, líkt og gyðja. Orðið verður að teljast hafa verið nýyrði á 13. eða jafnvel 12. öld, sem líklega hefur orðið til þegar menn fóru að þýða kafla úr Biblíunni. Orðið er ekki ummyndun á orðinu judæus. Þessi skýring Guðrúnar er afar furðuleg. Judeaus, Yehudi og skyld heiti eru ekkert skyld orðinu Guð, hvorki í hebresku, latínu eða íslensku (vestnorrænu). Gyðingur er aftur á móti, svo ég endurtaki sjálfan mig nógu oft, tengt og dregið af orðinu Guð.
Þessi rök mín bar ég undir Vísindavefinn, en menn þar á bæ vísa gangrýninni frá með þeim rökum að Guðrún Kvaran hafði notast við Íslenska Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989, sem upplýsir frekar óljóslega: "eiginl. norr. ummyndun á lat. judaeus og nafnið tengist orðinu guð." (Bls. 290). Vísindavefurinn ábyrgist því niðurstöðu forstöðumanns Orðabókar HÍ.
Ég sé náttúrulega ekkert því til til fyristöðu að menn vitni næstum orðrétt í þann merka mann Ásgeir Blöndal Magnússon. En getur ekki hugsast að Ásgeir Blöndal hafi haft á röngu að standa? Hvernig getur orð með stofnmyndina guð verið ummyndun úr orðinu judæus á latínu, þegar stofn þess orð er ekki guð? Það er ekki ummyndun heldur orðskipti (transformation).
Orðið gyðingur var snilldarlegt nýyrði, sem fyrst kemur fyrir svo vitað sé, þegar Gyðinga Saga varð til rétt eftir miðbik 13. aldar. Brandur Jónsson, síðar biskup á Hólum var líklegast höfundurinn. Orðið gæti þó verið miklu eldra. Orðið gyðingur var örugglega búið til til þess að eiga við um "Guðs þjóð". Á þessum tíma var orðið judæus (Jude, Jew og önnur skyld orð) fyrir löngu búið að fá neikvæðan blæ í Evrópu, m.a. vegna meðferðar kirkjunnar á gyðingum. Brandur Jónsson, sem setti saman Gyðinga Sögu, þýddi t.d. einnig franska 12. aldar guðfræðinginn Philippus Gualterus yfir á íslensku, en Gualterus þessi var meðal annars þekktur fyrir rit sín gegn gyðingum. Ætli Brandur hafi þekkt þau níðrit og þótt þau leiðinleg og lagst í það að búa til orðið gyðingur, svona til málsbóta? Þar sem allt hljómar best á íslensku, hefur Gualterus verið endurskírður og er kallaður Valtýr frá Kastala.
En sjaldan er ein báran stök. Skoðið þetta svar Vísindavefsins, sem er hið mesta dómsdagsrugl sem ég hef séð á lífsleiðinni. Þarna er t.d. haldið fram:
"Hins vegar má fullyrða að allir Íslendingar eru komnir af Gyðingum ef grannt er skoðað. Til þess að átta sig á því má til dæmis lesa svör hér á Vísindavefnum um afkomendur Karlamagnúsar og Jóns Arasonar. Það þarf sem sé ekki að hafa verið uppi nema einn þokkalega kynsæll Íslendingur af Gyðingaættum fyrir 1500 eða svo til þess að við séum öll Gyðingar" í þessum skilningi. Með því að þessir Íslendingar hafa sjálfsagt verið margir er líklegast að við séum öll komin af Gyðingum á marga vegu."
Hvert er verið að fara? Kannski getum við líka haldið fram að ef eitthvert skyldmenni Pauls Ramsesar hefði komið til Íslands vel fyrir 1500 værum við öll "svört" í "þessum skilningi". En hvað skilningi? Eigum við ekki að fara okkur hægt í þennan Vísindavef ef svörin þar eru sem hér segir. En ef Vísindavefurinn er óskeikull og heldur sem fastast í fyrrgreind svör, þá segi ég bara Shabat Shalom Ísgyðingarnir mínir.
Myndin efst sýnir gyðing stjórna bænahaldi við páskamáltíð gyðinga í Reykjavík fyrir nokkrum árum.
Meginflokkur: Gyðingdómur | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:20 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 90
- Frá upphafi: 1352311
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Gyðingur er augljóslega rótin guð- ásamt viðskeytinu -ingr, sem veldur þá i-hljóðvarpi. Hugsanlegt er að Ásgeir hafi heldur verið að reka sögu orðsins, þar sem þýðendur hafa þurft að glíma við hvernig skuli snara júðunum á íslensku. Mögulegt er að þýðendur hafi myndað orðið gyðingur að fyrirmynd upprunalega orðsins, þar sem viðurkennast verður að orðin eru keimlík. Það er etv. það sem Ásgeir átti við með "eiginlegri ummyndun."Með ummynduninni er orðið tengt við guð. Þá er einnig afar fátítt að orð í forn-íslensku hafi byrjað á ju-, þó að júði sé eitt þeirra.
Sófisti (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 15:11
Bjarne Bjerulfson held ég að hann heiti eða hafi heitið, sá sem skrifaði um sögu Gyðinga á Norðurlöndum í Miðalda-Lexiconinn fræga. Ef ég man rétt taldi hann að þetta væri stytting úr "guðsníðingur". En langt síðan ég las þetta...getur vel verið vitleysa í mér, en amk hef ég heyrt þessa skýringu nokkuð oft.
En síðan; hvaðan er nafnið Gyða komið?
Snorri Bergz, 11.7.2008 kl. 17:14
Vilhjálmur, þú nefnir að íslendingar séu jafnvel komnir af gyðingum. Hver er skoðun þín á kenningu Arthurs Rutherford um uppruna íslendinga; þ.e. að einn kynþáttur gyðinga* hafi haldið austur í Asíu, þaðan norður, síðan vestur eftir Síberíu allt til Noregs og hafi ekki staldrað við (að ráði) fyrr en á Íslandi?
* A.R. tiltók kynþáttinn en ég man því miður ekki hvern þeirra, en þó einn af 12 sonum Jakobs.
Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 17:23
Ég þakka Sófista fyrir athugasemdina. Eitthvað á ég samt erfitt með að sjá að orðið Judeus sé keimlíkt gyðingi. Judaeus er líkt júða.
Sæll Snorri ben Adam. Bjarne Berulfsen hét maðurinn og ég hef alltaf KLNM við höndina, og segir hann ekki alveg það sem þú segir. Hann segir að í Postola sögumhafi orðið gyðingur fengið á sig myndina guðníðingur (er gyðing blitt folketymologisk omtydet til guðniðing). Guðnýðingar er að mínu mati tilvaðið nafn á Vantrúarmenn. .....Nú koma þeir í heimsókn, vertu viss.
Kolbrún, ég segi ekkert um að Íslendingar séu komnir að gyðingum. Það er einhver í Háskóla Íslands sem er að leika sér við þá hugmynd. Hver vill ekki líka vera náfrændi Arthurs Rubinsteins eða Woody Allens? Var Rutherford ekki Adam að fornafni? Út frá niðurstöðum mtDNA rannsókna á Íslendingum, erfðaefni sem varðveitist í gegnum móðurlegg, sem ég hef séð birtar, tel ég að ljóst sé að við getum hæglega gleymt og grafið kenningar Rutherfords. Íslendingar eiga lítið sameiginlegt með hinum mismunandi gerðum gyðinga sem ganga á jörðinni í dag eða með þeim sem voru til um leið og Kristur í Júdeu.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2008 kl. 18:13
Hippókr. það skrifaði ég líka og hef skrifað áður, þó það sér varla rétt að þetta sér Guðs útvalda þjóð. Það getur bara ekki verið miðað við það sem yfir hana hefur gengið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2008 kl. 19:29
Jújú og svei mér þá, hann er til og hann lætur engan bug á sér finnast. Gyðingar völdu reyndar Herrann en ekki öfugt. Bölvuð frekja segja sumir, en hér getur þú fræðst um þetta http://www.aish.com/literacy/concepts/The_Chosen_People.asp
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2008 kl. 19:51
Eitt sem ég staldra við hjá Guðrúnu er staðhæfingin að júði hafi verið notað í neikvæðri merkingu svona snemma. En var það almennt? Mér finnst ég hafa lesið í gegnum árin bæði íslenskan og þýskan literatúr frá nítjándu öld og fram á þá tuttugustu þarsem orðið júði er notað í svipaðri merkingu og gyðingur í dag.
María Kristjánsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:40
María, nú höfðu Þjóðverjar aðeins eitt orð um gyðinga, að ég best veit. Ég hef þó látið mér detta í hug að eftirnöfnin Gottling, Gottsling og Gosling gætu verið orð sem menn fyrr á tímum notuðu um gyðinga á góðum degi. Jude var bæði notað neikvætt og hlutlaust í hinum þýskumælandi heimi og það gildir um öll þau nöfn sem notuð vor um gyðinga í norðanverðri Evrópu að síðari Heimsstyrjöld.
Það var ekki orðið eitt/orðin ein sem voru vandamálið, heldur þær kenndir sem ríktu gegn gyðingum í þjóðfélögunum. Í landi eins og Íslandi, þar sem lengi vel voru engir gyðingar, var orðið júði notað neikvætt og niðrandi og jafnvel líka nafnorðið gyðingur. Sjá t.d. Passíusálma síra Hallgríms Péturssonar. Gyðingahatur, sama hvaða orð maður notar, ferðaðist nefnilega hraðar en gyðingar á flótta.
Hatur getur nefnilega líka verið "menningararfur" og hluti af trú. Við sjá um það nú í ákveðnum heimshluta, þar sem enn er verið að hella úr bikurum haturs og reiði yfir gyðinga. I heimi múslíma hafa gyðingar heldur ekki verið hátt skrifaðir og þurftu t.d. að merkja klæði sín löngu áður en það komst í tísku í Evrópu. Samvinna gyðinga, kristinna og múslíma í Andalús (á Spáni), er fyrst og fremst mýta. Gyðingar voru annars flokks í því dæmi, þó svo að þeir hafi fært menningunni á Spáni á miðöldum mest allra. Þó svo að gyðingar gerðust margir kristnir á Spáni og í Portúgal til að bjarga sér, voru búin til ný heiti fyrir þennan nýja hóp kristinna. Það var Marranos, sem þýðir svín og er dregið af arabíska orðinu muharram,sem þýðir óhreint (um mat). Svona breiðist menningin út.
Gyðingahatur eða hatur á einum hópi hefur einnig orðið arfur stjórnmálastefna og hugsjónamanna. Nasisminn og Kommúnisminn eru lýsandi dæmi um það. Sovétríkin og ráðstjórnarríki ofsóttu gyðinga og gyðingurinn var samnefnari hjá þeim fyrir kapítalistann og hið vonda (einhvers konar Satan) ...... og ég er hræddur um þegar ég les suma íslenska vinstri sinnaða bloggara, að svo sé enn. Jafnvel í Kína var gyðingum formælt, þó svo að þeir væru þar fáir og í engum tengslum við aðra gyðinga.
Það er eins og að menn hafi aldrei, sama hvaða stefnu og trú þeir vildu nota til að bjarga heiminum og mannkyninu, getað losað sig undan hellisbúastiginu, þar sem byrjað var að skilja "keppinautinn" frá og kasta honum út í kuldann og hata hann - vegna þess að hann var betri. Svo þegar gekk betur í helli þess sem kastað var út var farið og ráðist á hann og útrýma honum. Hinn sterki hatari fær múginn með sér, því múghugsunarhátturinn er sá að bera ekki neina ábyrgð, en gjarnan að taka gjarnan þátt í múgæsingunni. Þannig er jafnvel hægt að myrða 6.000.000 manns og hafa engar áhyggjur, þar sem Hitler og nánustu vinir hans fengu reikninginn og báru ábyrgð
Hatur stjórnmálastefna er því ekki minna en trúarbragðanna. Allir bera ábyrgð.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2008 kl. 07:03
Frakkar notuðu 2 orð um Gyðinga, a.m.k. á 20. öld, þegar flóttamenn af gyðingaættum komu til Frakklands. Orðin voru / eru:
Israelites og Juifs.
Ég man ekki alveg hvort var hvað, en mig minnir að Israelites hafi verið franskir Gyðingar, en Juifs hafi verið erlendir Gyðingar og/eða flóttamenn af gyðingaættum í Frakklandi. En kannski var þetta öfugt.
Villi: Þú hefðir vísast verið kallaður Jude í Þriðja ríkinu. En nánari skilgreining væri "mischling", ef ég man rétt. Þér hefði síðan verið vísað úr landi og til Hollands. Annars hef ég aldrei heyrt annað þýskt orð um Gyðing en Jude, amk á síðari öldum. Mig minnir þó, að hafa lesið um að á tíð Lúters eða þar í kring hafi Hebrear verið notað í einhverri mynd, m.a. í einhverjum af hatursritum Lúters gegn Gyðingum. Síðan, á einhverjum tímapunkti, ku þjóðernissinnaðir Þjóðverjar notað einhver sérstök nöfn um rússneska Gyðinga c.a. 1880-1914, man bara ekki hver þau voru. Þá var semsagt verið að taka franska módelið; greina á milli óvelkominna flökkugyðinga og þýskra Gyðinga. Eitt orðið mun hafa þýtt "fatakaupmaður". Þar hittir skratinn ömmu sína, því þegar tveir skoskir kaupmenn, sem við Villi "þekkjum báðir vel", komu hingað til Íslands undir lok 19. aldar að selja notuð og ný föt, voru þeir kallaðir "fatajúðar" í íslensku blaði og litnir sérstaklega hornauga fyrir þetta af helstu broddborgurum Reykjavíkur. Þeir voru hins vegar bara skoskir kaupmenn sem stunduðu þessa "sérstöku atvinnugrein Gyðinga" (t.d. var sala notaðs fatnaðs formlega séð eina atvinnugreinin sem Finnar leyfðu Gyðingum að stunda!)
Og um frægu mýtuna um umburðarlyndi múslima í garð Gyðinga og kristinna manna á miðöldum og fram á okkar daga, bendi ég á bækur Bat Yeor. Hún hefur hrakið þessa dellu niður í svaðið.
Bernard Lewis og aðrir fræðimenn hafa einnig komið þar sterkir inn.
En oft er auðveldara að trúa bara mýtunni en að taka upp óvinsæla skoðun.
Hitt er svo annað mál, að á einstaka stað meðal múslíma voru Gyðingar látnir í friði. En það átti líka og enn frekar stað um hinn kristna heim, þar sem alvöru umburðarlyndi hófst fyrir all nokkru, meðan slíkt umburðarlyndi er enn ekki komið á í löndum íslams, þar sem Gyðingar búa við alvarlegt misrétti enn þann dag í dag, séu þeir enn til staðar.
En í heildina, þá segir máltæki Gyðinga: "Betri er stjórn Edóms (hinna kristnu) en Ísmaels (Araba)."
Snorri Bergz, 12.7.2008 kl. 10:14
Schnorrer (he he), mig minnir að þú hefði verið mjög upptekinn af "Skotunum" og sendi ég þér ein 20 tölvubréf (sem ég geymi enn) til að fá þig af ofan af þeirri skoðun, meira að segja hafði ég samband við einhvern Kaplan hjá Ættfræðifélag gyðinga í Skotlandi. Mig minnir að einn "fatagyðingurinn", sem svo var kallaður í Reykjavík (vegna fordóma og hræðslu við keppinaut), hafi verið Íri og hinn Breti en þeir voru búsettir og giftir í Leith og voru baptistar eða eitthvað slíkt. Annars var Kleerkooper (sem þýðir kaupmaður notaðra fata, upphaflega þó líka fatakaupmaður) algengt gyðinganafn í Hollandi.
Juif og Israelite hefur held ég aldrei verið notað á ákveðinn hátt í Frakklandi. Israelit (-ite) var oft notað af gyðingum sjálfum fyrir stofnanir sínar. Israelitisches Kultusgemeinde var algengt nafn fyrir söfnuðu í hinum þýskumælandi heimi. Einu sinni skrifaði ég grein í Lesbók Morgunblaðsins þar sem ég vitnaði í skjöl Israelitisches Kultusgemeind i Vín. Moggamenn breyttu þessu í KULTURGEMEINDE. Stundum var líka notast við Mosaisch, t.d. í Danmörku þar sem aðalsöfnuðurinn heitir enn Mosaisk Troessamfund. En það hefur staðið til að breyta því.
Varðandi mýtuna um umburðalyndið: Hún er sterkari en þú heldur og það er sífellt verið að hamra á henni.
Fyrst þú nefnir Bernhard Lewis, þá get ég nefnt að nýlega dó danskur mágur hans, Ralph Oppenhejm, í Kaupmannahöfn. Hann var einn af þeim Dönum sem voru í Theresienstadt 1943-45. Hann hélt fyrirlestur í Selskabet for Dansk Jødisk Historie, þar sem ég sit í stjórn og er orðinn ritstjóri ársrits félagsins, Rambam (til reynslu). Nýlega var kona Lewis í Kaupmannahöfn. Ég hefði getað hitt hana en hafði því miður ekki tíma.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2008 kl. 13:20
Ég er sammála Vilhjálmi og flestum öðrum sem hér hafa tekið til máls.
Gyðingur er ummyndun af orðinu "guðingi" (guð-ingi). Líklega er ekki öllum ljóst að orðið "ingi" merkir "maður" og "guð-ingi" merkir því "gvuðs-maður". Gvuður (guð) var líklega upphaflega "gefuður", það er að segja sá sem gefur líf. Orðið "góður" er sennilega af sama uppruna.
Þjóða-nöfnin Gepidar og Egyptar hafa lengi valdið mér heilabrotum, í þessu sambandi. Gepidar eru taldir hafa komið frá Skandinavíu og réðu stóru landsvæði (376 - 567), nokkurn vegin þar sem nú er Rúmenía. Ein túlkun á nafninu er " gefendur". Hins vegar virðast tengsl við nafnið Egyptar möguleg og "pidar" (Ge-pidar) er þá hægt að bera saman við Lat: "pater" og Sanskrít: "pitar".
Uppruni nafnsins Egyptar er hins vegar þekkt og er dregið af Hwt-ka-PtaH, sem merkir "staður þar sem lífsorka PtaH birtist". Menn og gvuðir eiga sér lífsorku (ka), en þessi PtaH (PataH) er Faðirinn á himnum (Latína: Pater). Koptar er annað form á nafninu Egyptar og fleirri rithættir eru til.
Hwt-ka-PtaH var upphaflega nafn á borginni Memphis í Egyptalandi. Egyptski sagnfræðingurinn Manethon (280* - 220* f.X.) ritaði nafnið "Ai-gu-ptos" (A? ?? ??o?). Stóra "H" í upphafi og enda nafnsins finnst mér réttara að rita "z", en er oft ritað sem lítið "h" með punkti undir. Til samanburðar má benda á Hebreska orðið "messías", sem ritað er massiaH.Júði er hins vegar nærsta örugglega dregið af nafni Júdeu (Latína: Judaea).
Hvað varðar "upplýsingar" Ritstjórnar Vísindavefsins, get ég ekki verið annað en sammála Vilhjálmi. Þær vangaveltur sem þarna getur að líta, eiga enga stoð í vísindum né fræðum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.7.2008 kl. 23:34
Þetta orð "kleerkooper" finnst mér skemmtilegt fyrir afbökunina sem orðið hefur á því. "Rétt" form ætti vafalítið að vera "kleeder-kooper", sem merkir "klæða-kaup-maður".
Orðin "kleeder" og "kooper" eru Hollendsk og orðabækur sýna ýmis afbrigði: kleden, kleedde, gekleed, kleding, kleed, kleer + koop, kopen.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.7.2008 kl. 11:27
Jú Loftur, svona samdráttur er afar algengur í hollensku. Hérgetur þú lesið um það ef þú kannt hollensku. T.d. ordið vledermuis, sem einnig er til sem vleermuis.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.7.2008 kl. 12:00
Því miður get ég ekki sagt að ég kunni mikið í Hollendsku, en "flaðurmús" er flott nafn á leðurblöku.
Loftur Altice Þorsteinsson, 13.7.2008 kl. 13:04
Já, Thor Jensen sigldi með öðrum þeirra frá Akranesi til Borgarness og sagði að þar hafi Júði verið á ferð. Allir aðrir en þú og þínir félagar í samtökum GYðinga í Skotlandi sögðu að þar hafi Júðar verið á ferð, að vísu hafðir þú rétt fyrir þér (eða ég treysti þér amk betur), en engin furða þó maður hefði viljað tékka málin betur. En ég gæti nú dregið eitt og annað upp á móti, ef ég hefði áhuga á svona málflutningi.
En þetta í Frakklandi er staðreynd. Skoðaðu t.d. skjöl á USHMM um Gyðinga í Frakklandi. Þar er þetta tíundað og sérstaklega tekið fram að þessi aðgreining eigi sér stað. Ég á eiga þetta einhvers staðar í möppum...
Lestu líka t.d. skjölin um Dreyfus! Ertu ekki seigur í frönskunni?
En a.m.k.; fleiri en eitt orð virðast hafa verið notuð um Gyðinga í hinum ýmsu löndum, flest a.m.k. í háðungarskyni eða til níðs.
Snorri Bergz, 13.7.2008 kl. 14:43
Ertu aftur búinn að tína tölvunni þinni (eða einhver búinn að stela henni) fyrst þú ert ekki lengur með upplýsingarnar frá mér um Hermitage og Tierney.
Fyrst Thor Jensen, sem svo margir vilja hafa gert að gyðingi, ruglaði skotum við gyðinga, sýnir þetta einna best að hann var ekki gyðingur sjálfur fyrst hann þekkti ekki muninn á meintum "ættmennum" sínum og baptistum.
Jensen hafði líkast til lesið Þjóðólf, þar sem "Skotunum" hafði verið snúið til Gyðingdóms af Jóni Ólafssyni ritstjóra Þjóðólfs. Eufemía Indriðadóttir leikkona las það einhvern tíma og skáldaði síðar í eyðurnar. Hún fæddist reyndar árið 1881 og hefur ekki verið nema 3-5 ára meðan Skotarnir voru á Íslandi. Það er því kraftaverki næst að hún muni að þetta hafi verið gyðingar með krullu og kollhúfu. Jensen hafði hins vegar ekkert á móti "gyðingunum", enda Skotarnir í sömu hugleiðingum og hann. Voru þeir ekki saman í bisness áður en Skotarnir fóru á hausinn.
Þeir John Ha(e)rmitage og William Tierny (bróðir konu Harmitage), sem var giftur konu sem upphaflega var Steward og var systir skipstórans Steward sem var með þeim félögum á Íslandi, voru ekki gyðingar. Ég talaði við frú Sacharin sem ræddi við hr. Kaplan og þau þekktu engar slíkar ættir. Svo fann ég þetta fólk í ættfræðigrunni mormónanna, og einnig manntal með Harmitage fjölskyldunni í Lieth frá 1881.
Dwelling: 18 Broad Wynd
Census Place: South Leith, Edinburgh, Scotland
Source: FHL Film 0224020 GRO Ref Volume 692-2 EnumDist 49 Page 1
Marr Age Sex Birthplace
John HARMITAGE M 37 M England
Rel: Head
Occ: Seaman
Alice HARMITAGE M 37 F EdinburghSouth Leith, Edinburgh, Scotland
Rel: Wife
John J. HARMITAGE 8 M South Leith, Edinburgh, Scotland
Rel: Son
Occ: Scholar
Sarah A. HARMITAGE 3 F South Leith, Edinburgh, Scotland
Rel: Daur
Henry HARMITAGE 6m M South Leith, Edinburgh, Scotland
Rel: Son
Munurinn, sem þú nefnir á tveimur orðum fyrir gyðinga í Frakklandi var vissulega veruleiki í einhverjum embættisfærslum Vichy stjórnarinnar, en dags daglega var Juif notað um gyðinga hvort sem þeir voru frá Þýskalandi eða Frakklandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.7.2008 kl. 18:05
Ég stend á gati með hvaðan frönsku orðin "juif" (gyðingur) og "juive" (gyðingakona) koma. Heldst dettur mér í hug að þetta sé frönsk útgáfa af YahWeh ?
Hér eru franskar orðabóka-skilgreiningar á orðunum: hebreux, israelite, juif. Í fljótu bragði, sé ég samt ekki, að þær leysi gátuna:
http://www2.cnrs.fr/sites/thema/fichier/hebreudefatilf.pdf
http://www2.cnrs.fr/sites/thema/fichier/israelitedefatilf.pdf
http://www2.cnrs.fr/sites/thema/fichier/juifdefatilf.pdf
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.7.2008 kl. 10:52
Mér hefur dottið í hug önnur skýring á orðunum "juif" og "juive". Svo virðist sem orðið: "juivillon/ juivaillon / juifaillon" sé einnig notað yfir gyðinga. Spurningin er þá, hvað merkti upphaflega þessi lengri gerð ?
Mér kemur í hug, að upphaflegt form kunni að vera samsetta orðið "jui-villon", sem líklega merkir "gyðinga-þorpari". Villon/villan er sagt komið af Latneska "villanus" sem merkti "vinnumaður á bóndabýli".
Samkvæmt þessari hugmynd, eru orðin "juif" og "juive" styttingar af "juivillon/ juivaillon / juifaillon".
Hér eru dæmi um orða-notkun: http://www.cnrtl.fr/lexicographie/juifs
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.7.2008 kl. 11:59
Loftur fer með óhefðbundnar orðsifjar:
1) Ímyndaðar frumindóevrópskar rætur orðanna góður og guð eru ekki sams konar. Ein er með sérhljóð og ófráblásið önghljóð þar sem hin er með hljómanda og fráblásið lokhljóð.
2) Það er heldur mikill ótrúleikabragur yfir tengslum Egypta og Gefiða. Gefiðar, sem germanskur þjóðflokkur, hefði þá þurft að fara aðra leið í sérhljóðaþróun en hinir þjóðflokkarnir. Skjalfest nöfn Gefiða mæla gegn því. Þá hefðu einnig þurft að vera skyldleikatengsl milli indóevrópskra og afróasískra mál (frum-nostraíska?), eða orðið þyrfti að vera tökuorð í öðru hvoru frummálinu. Vitnisburður um orðið beggja megin er hins vegar afarforn.
Annars grunar mig að einnig hafi misskilist merking ptah, en ég þekki ekki nógu vel til þessa máls.
Sófisti (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:48
Góð grein, dr. Vilhjálmur, og ég er sammála þér um uppruna orðsins. Tek ofan fyrir Brandi okkar (enn einu sinni), ábóta og biskupi, hafi hann fundið það upp. Svo bendi ég ío framhjáhlaupi á, að illa er hún grunduð greinin hans próf. dr. Vilhjálms frænda míns Þorsteinssonar um afkomendur Karlamagnúsar, því að hann gerir þar ráð fyrir miklu meiri tímgun afkomenda Karls mikla fyrstu aldirnar en tilefni er til og þurfti þar ekki að vera með einhverjar getsakir og alhæfingar út frá einum saman tölfræðilegum líkum, því að fyrir löngu hefur verið tekið saman niðjatal keisarans (Nachkommen Karls des Großen), sem ég á eintak af, og þar er vitað um tímgunina að mjög miklu leyti, en barnadauði og ótímabær áföll dundu oft yfir ættfólk hans og fjöldi manns féll fyrir sverði og fyrir morðingja hendi með eitri, hnífi og á fleiri vegu og slíkt gjarnan skráð í annála og getið á bók þessari með dagsetningum eða ártölum; ég bar reiknilíkan nafna þíns saman við bókina, og þar kom í ljós, að hann ofreiknaði stórum fjölgunina í kynslóðunum fyrstu aldirnar, og það kemur þá út í enn hrikalegri skekkju í lokaniðurstöðunum. Jafnágætur og hann er á sínu eigin fræðasviði (eðlisfræði og vísindasögu), hefði hann betur látið mig um ættfræðina á þessum Vísindavef sínum.
Jón Valur Jensson, 15.7.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.