Leita í fréttum mbl.is

Stórfurđuleg íslensk minnimáttarkennd

  Konungssteinn

 

Morgunblađiđ tjáir okkur ađ Konungasteinarnir viđ Geysi í Haukadal séu á ömurlegum stađ. Mikiđ er ţetta nú skrítin stađhćfing.

Ég skrifađi í fyrra um Konungssteinana og sýndi myndir af elsta steininum ţegar hann var nýr og fallegur. Ég skrifađi líka fyrr í ár um Geysi.

Nú er búiđ ađ höggva ofan í gömlu meitilsförin á steinunum ţremur til ţess ađ ţeir líti betur út ţegar tignargesti frá Danmörku ber ađ garđi.

Mönnum hefur vćntanlega ţótt ömurlegt ađ ţessir merku steinar vćru ekki eins og nýhöggnir ţegar kóngafólk kemur í heimsókn. En hvađ veit ég?

Ţessi einkennilega ađför ađ fornleifum hefur veriđ gerđ međ leyfi Fornleifaverndar Ríkisins. Ţađ vekur vissulega furđu mína.

Ég biđ ţess vegna Fornleifavernd Ríkisins ađ birta mér skýrslu um efniđ, ţar sem  ég og bloggvinir mínir getum séđ myndir af steinunum fyrir og eftir ţessa "andlitslyftingu". Ég biđ stofnunina sömuleiđis um ađ skýra hvađa kenndir og ástćđa fengu menn til ađ höggva ofan í minjar á ţennan hátt og hvađan erindi um ţessa ađgerđ kom upphaflega.

Vona ég ađ stofnunin svari mér hér á blogginu.

Haldiđ ţiđ lesendur góđrir ađ Danir fćru ađ meitla í Jalangursteina (Jellingsteina/ Jellingestenene) Haralds Blátannar til ađ gleđja einhverja ţjóđhöfđingja.

Ég vona ađ Frederik erfđaprins og Mary hin tasmanska prinsessa hans hafi veriđ ánćgđ međ endurgerđ hnullunganna viđ Geysi. En eitthvađ held ég ađ móđir prinsins, sem er eins konar kollega minn, ţótt ég sé vissulega ekki "drottning", myndi segja ef ţessi vinnubrögđ hefđu veriđ viđ höfđ í Danaveldi.

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafrćđingur

----

P.s. Eftir ađ hin eiginlega fćrsla mín um breytingar á Konungasteinunum var skrifađ, hefur höfundur uppgötvađ ţessi skrif Gísla Sigurđssonar um sögu steinanna. Ţar heldur Gísli ţví fram ađ steinninn frá komu Kristjáns IX heyri undir Ţjóđminjasafn Íslands, ţar sem áletrunin ráđi ţví. Ţetta er rangt međ fariđ. Áletrunin á steininum telst til fornminja ţar sem hún var höggvin áriđ 1874.  Aldur gripa og minja ţarf ađ vera 100 ár til ađ ţeir teljist til fornleifa samkvćmt lögum. Greinilegt er ađ ađförin ađ steininum frá 1907 sé réttlćtt međ ţví ađ hún hafi veriđ farin rétt fyrir tímamörk. Ég tel nú ađ steinninn hafi talist til fornleifa er hann var endurhöggvinn.  

Ég furđa mig einnig á ţví ađ menn kalla steinana Konungssteina. Viđ erum ađ rćđa um 3 konunga og vćri heitiđ Konungasteinar réttara nafn.

Fornleifavernd Ríkisins leyfđi nú manngerđar breytingar á fornleifum og nú er ađ sjá hvernig stofnunin svarar erindi mínu.  Einnig verđum viđ ađ sjá framgangsskýrslu steinsmiđsins sem hjó.

 

P.p.s.  Viđskiptaráđ Íslands er međ ţessa frétt um steinana:

 

Konungssteinar viđ Geysi

Friđrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa,  heimsóttu Geysi í Haukadal til ađ vígja lagfćrđa Konungssteinana, en Dansk-íslenska viđskiptaráđiđ hefur nýveriđ gengist fyrir lagfćringu á  áletrunum á ţeim. 

Fyrirtćkin sem studdu myndarlega viđ ráđiđ voru FIH Erhvervsbank sem er í eigu Kaupţings, Samskip, Marel og Rexam Holmegaard.

Konungssteinarnir,  sem eru ţrír talsins, bera merki konunganna sem höggviđ er í ţá, ásamt ártölunum 1874, 1907 og 1921, til minningar um heimsóknir ţriggja Danakonunga til landsins.

Heimsókn krónprinshjónanna til Íslands, í bođi forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorrit Moussaieff forsetafrúar, hófst mánudaginn 5. maí en lýkur fimmtudaginn 8. maí.

--- 

Ţá höfum viđ ţađ. Friđrik vígđi lagfćrđa Konungssteina. Konungsefniđ setti blessun sína á klámhöggiđ.


mbl.is Konungssteinar fá nýja ásýnd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Doktor Vilhjálmur.
Ţú ćttir nú ađ vita ţađ, hálćrđur mađurinn, ađ Íslendingar geta alls ekki verđi ţekktir fyrir ađ bjóđa frćndum sínum og vinum upp á neitt annađ en nýjar fornminjar. Hvađ ćtli viđ getum veriđ ađ flagga einhverju afgömlu máđu og snjáđu fornminjarusli. Ţađ vćri bara skandall ađ skaka svoleiđislöguđu framan í ungt og módern fólk sem fćri máske ađ hlćgja ađ okkur fyrir forpokun og nesjamennsku á fremur ömurlegum stađ.

Pax.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 5.5.2008 kl. 23:19

2 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Hvađa myndarlegi mađur er kominn í ţinn stađ Vilhjálmur ? Hefur ţú fengiđ birtingarleyfi fyrir ţessari mynd ?

Loftur Altice Ţorsteinsson, 6.5.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála ţér kćri dr. Vilhjálmur Örn. Ég fer sömuleiđis fram á skýringar Fornleifaverndar ríkisins á ţessari leyfisveitingu ţeirra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.5.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Pax nobiscum, Christianus, Celsius, Praedicatusque! ég held ađ ţú hafir rétt fyrir ţér ađ vanda, Kristján. Ég skil ekkert í yfirvöldum ađ fara međ ţau hjúin austur ađ Geysi og Gullfoss, ţegar hćgt er ađ fara í Smáralindina og Perluna. Hćgt hefđi veriđ ađ setja skýrar afsteypur af Konungasteinunum á Sögusafniđ.

Loftur, ţessi mynd er örugglega ekki af spámanni, ţá hefđu einhverjir veriđ drepnir síđan ađ ég setti hana inn í gćr, og sendiráđ brennd til kaldra kola. Ég var orđinn svo leiđur á fermingamyndinni ađ ég fékk leyfi fjölskyldunnar til ađ setja eina alveg splunkunýja í hennar stađ. Ég held ég setji hana líka á Flicr í flokkinn "Jesús with a copyright". Ţá fć ég kannski dálitla auglýsingu.

Predikari, ég vona ađ Fornleifanefnd taki erindi mitt alvarlega. Ţeir eru búnir ađ fá ţađ međ tölvupósti, og ég býst viđ ađ geta kynnt svar ţeirra hér á blogginu ţegar svör berast hiđ bráđasta.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.5.2008 kl. 05:30

5 Smámynd: Ţorsteinn Briem

En Rolling Stones?

Má hrófla viđ ţeim?

Ţorsteinn Briem, 6.5.2008 kl. 08:42

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Steini eru ţeir líka í Haukadal. Annars held ég ađ Prins Frederik og Mary vilji miklu frekar sjá Rolling Stones en Konungssteina.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.5.2008 kl. 09:24

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvađ međ vel meitlađa BriemStones?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.5.2008 kl. 09:25

8 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Einn Stónsarinn var rúnum ristur á Ísafirđi og heilsađi upp á sýsla. Ţeir fara víđa.

Ţarf ekki eitthvađ ađ verđa aldargamalt til ađ verđa fornleifar?

Afi minn í móđurćtt varđ 100 ára.

Ţađ hefđi ţví átt ađ friđa hann, kallinn.

Ađ vísu var hann ekki steinn en ég er steinn.

Ţannig ađ ég treysti ţví ađ verđa friđađur, ef ég verđ 100 ára og ţví rúnum ristur, Vilhjálmur minn.

Ţorsteinn Briem, 6.5.2008 kl. 10:09

9 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Bíđ spennt eftir svari

Arafat í sparifötunum, 6.5.2008 kl. 23:14

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hérer mynd af Friđrik og Mary ađ mćla hitastig í Haukadal. Hvar er myndin ţar sem krónprinsinn "vígir" steinana?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.5.2008 kl. 06:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband