3.2.2008 | 10:30
Líkrán og ljúgvitni
Í gær hafði varaforseti Skáksambands Íslands, Óttar Felix Hauksson, samband við stuðningshópinn fyrir Jinky Ong Fischer, sem ég og Greta Björg Úlfsdóttir reynum að byggja upp á bloggum okkar á milli annarra hugleiðinga og starfa. Í ljósi þeirra upplýsinga sem varaformaður kemur með og þeirra upplýsinga sem ég miðlaði í gær um reglur sem gilda fyrir bandaríska borgara sem giftast japönskum ríkisborgurum í Japan, má ætla að fleiri en einn glæpur hafi verið framinn í tengslum við lát Róbert J. Fischers. Það virðist svo að það sé enn meiri ástæða nú en áður, að leita uppi Jinky Ong, sem sögð er vera dóttir Fischers.
Þetta skrifaði Óttar til Gretu og mín:
Ég er varaforseti Skáksambands Íslands. Ég var að koma heim frá Frakklandi nú í vikulokin. Ástæða þess að þú hefur ekki náð sambandi er líklega sú að ég notaði þarlent símakort meðan ég var staddur í Frakklandi. Ég er hræddur um að sjálfur Arnaldur Indriðason hafi varla það hugmyndaflug sem þarf til að láta sér detta í hug þá atburðarás sem orðið hefur. Það líkist ótrúlegri bíræfni af hálfu Garðars Sverrissonar að hlutast til um að lík skákheimsmeistarans var flutt austur fyrir fjall í myrkrinu að morgni mánudagsins 21. janúar, huslað þar niður í kirkjugarði á býli tengdaföður Garðars Sverrissonar og ekki einu sinni sóknarprestinum gert kunnugt um gjörningin, líklega í fyrsta skipti í íslenskri kirkjusögu!. Þetta virðist kalla á lögreglurannsókn. Mér sýnist réttast að borgaryfirvöld biðji lögreglustjórann í Reykjavík að taka skýrslu af Garðari, lækni þeim er gaf út dánarvottorðið, ábyrgðarmanni þeirrar útfararstofu sem sá um kistulagninguna tæpum sólarhring eftir dauða Fischers og Jakobi Rolland kaþólska prestinum sem jarðsöng Fischer. Það lítur út fyrir að Garðar hafi gert sig myndugan í þessu máli gagnvart öllum aðilum, lækni þeim sem gaf út dánarvottorðið og sennilega afhent Garðari það og svo starfsmanni/mönnum útfararstofnunar þeirrar sem flýttu líksnyrtingu og kistulagningu sem fram fór föstudaginn 18. janúardaginn eftir dauða Fischers, svo og Jakobi Rolland kaþólska prestinum. Það virðist sem Garðar hafi látið í veðri vaka að hann hefði umboð eiginkonu hins látna. Líklegt verður að teljast að Garðar Sverrisson hafi því haft áætlun um framangreinda atburðarás strax við dauða Fishers. Mér var tjáð að Garðar hafi á fundi sínum við aðila tengda RJF hópnum ekki minnst einu orði á jarðsetninguna sem í vændum var. Mér skilst að á kvöldi sunnudagsins hafi hann farið hann suður á Keflavíkurflugvöll að sækja Miyoko Vatani og fer með henni og fjölskyldu sinni austur að Laugdælum þar sem tengdafaðir hans og mágur búa. Þar gista þau og snemma morguns koma líkbíllinn og presturinn og jarðsetning fer fram skammt frá gangstéttarkanti kirkjustéttarinnar. Enginn kross, ekkert. Maður sá bara moldarhrúgu í sjónvarpinu í kvöldfréttunum og glaðbeittan mág Garðars á gröfu sinn, hann virtist hinn ánægðasti. Merking orðsins "líkrán" hlaut nýja og eiginlegri merkingu í mínum huga við frétt þessa. Hverjir eru aðstandendur? Ef Garðar Sverrisson segir " að þetta sé að ósk hins fallna meistara" þá læt ég mér fátt um finnast. Arfleifð Bobby Fischers og íslenskrar skáksögu er stærri en svo að hann geti huslað heimsmeistaranum niður nánast í kálgarðinum hjá tengdapabba sínum. Reykjavíkurborg, sem Fisher kom á heimskortið og Skákakademía Reykjavíkur eiga að fara þess á leit við lögregluyfirvöld að þau, í samvinnu við sýslumanninn á Selfossi flytja líkið í kirkjugarð í Reykjavík og þeir aðalmenn sem upphaflega hvöttu forsætisráðherra Davíð Oddson að beita sér fyrir lausn Fishers úr fangelsinu í Japan ( giftingarpappírar Miyoko Vatani reyndust gagnslausir). Menn eins og Friðrik Ólafsson stórmeistari, Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambands Íslands í heimsmeistaraeinvíginu og síðast en ekki síst Helgi Ólafsson sem ötulastur allra hért á landi hefur verið að halda merki Fishers á lofti. Þetta eru mennirnir sem bera eiga kistu Fishers til grafar með sæmd í Reykjavík. Þar verði reist leiði sem skákáhugamenn hvaðanæva úr heiminum hafi aðgengi og geta vottað þessum merkasta heimsmeistara skáksögunnar virðingu sína. Garðar Sverrisson var alltaf í mínum huga aftaníossi þeirra manna er kölluðust RJF hópurinn. Þetta er svipað eins og Björgvin Halldórson vinur minn myndi orða það: "Söngvarinn er dáinn og nú er rótarinn búinn að reka alla í hljómsveitinni, tekur öll sólóin sjálfur og segir það vilja hins fallna meistara".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Kynning, Spil og leikir, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 1352298
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
merkilegt... og krípí!
halkatla, 3.2.2008 kl. 11:41
Óttari er varla alvara með því að vilja grafa aftur upp lík Fischers. Svo skulum við gæta a því að þessi frásögn er algerlega einhliða. Ekki hefur heyrst neitt frá Garðari eða ekkju Fischers.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 13:39
Ekkja Fischers? hver er það Sigurður? Hvað hefur hún að segja?
Það er einn einstaklingur, sem ég þekki ekkert, Garðar Sverrisson af nafni, sem hefur líklega svar við öllum spurningum okkar.
Er flutningur á Fischers úr Flóanum nokkuð furðulegri en jarðaförin við Laugadælakirkju?
Hvað með að spyrja dóttur hans, ef hún kemur í leitirnar, í stað þess að angra konu sem ekki var gift manninum.
Sendiráð Filippseyja á Íslandi (í Oslo) tjáir mér að innanríkisráðuneyti Filippseyja muni nú leita að Jinky Ong. Heldur þú, Sigurður, að það sé fyrir tilstuðlan Sverris Garðarssonar?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.2.2008 kl. 13:56
Kannski skildi Fischer eftir heimilisfang eða símanúmer til dótturinnar?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.2.2008 kl. 14:30
Þetta ER krípí!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 16:05
Skiptastjóri búsins hlýtur að geta farið fram á aðgangi að skjölum Fischers til að finna heimilisfangið, því það er dagljóst að hann hafði það, fyrst hann gekkst í að fá hana hingað fyrir rúmum tveimur árum. Það er líka talað um Eugene Torre viti hvar þær búa, talað er um Davao City. Fæðingin og faðerneið hlýtur líka að finnast í skrám Sacred Hearts Hospital í Baguio City, þar sem stúlkan fæddist, svo framarlega sem það er í lagi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.2.2008 kl. 16:59
Svo framarlega sem það er í lagi = það er að segja skjalasafn sjúkrahússins.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:00
Gott að sendiráðið ætlar að gangast í málið.
Það er spurning hvort það sé hægt að skipa stelpunni lögmann fyrr en búið er að hafa upp á henni? Veit einhver um það?
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:04
Ég endurtek það sem ég skrifað á fyrri blggi þínu Vilhjálmur. Hvað gerir þig, og Gretu, að sjálfskipuðum hagsmunagæsluaðila fyrir meinta dóttur Fischer? Og af hverju eruð þið að gera ekkju Fischers tortryggilega?
Þú spyrð Sigurð Þór: "Ekkja Fischers? hver er það Sigurður? Hvað hefur hún að segja?"
Eins og þú vitir ekki hver hún er og hvað hún hefur að segja! Það hefur margoft komið fram í umræðunni.
Ég endurtek spurningu mína frá hinni bloggfærslu þinni. Er það hatur þitt á "óvinum Ísraels" sem fær þig til að skipta þér af málefnum Fischers?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 17:50
Torfi minn, fáðu þér eitthvað róandi. Ég er ekki að skipta mér af málefnum Fischers. Hann er dáinn. Ég hef áhuga á málefnum dóttur hans.
Það er ekki til nein ekkja Fischers, að minnsta kosti ekki enn. Sjá http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/432091/
Ég og Gréta erum ekki sjálfskipuð í eitt eða neitt. Við bloggum um mál sem við höfum áhuga á. Eitt af þeim málum var þögnin um dóttur Fischers. Dóttir eins frægast Íslendings sem sögur fara af, var ekki eftirlýst af íslenskum yfirvöldum, þegar ég hafði samband við sendiráð Filippseyja á Íslandi. Ég vildi óska þess að aðrir gerðu tækju líka þátt í því sem við Greta erum að gera.
Hvað með þig Torfi? Myndir þú neita að aðstoða 7 ára barns vegna þess að einver vinur Ísraels er að vinna í málum hennar? Mega vinir Ísraels ekki gera nema ákveðna hluti?
Ert þú guðfræðingurinn Torfi Stefánsson?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.2.2008 kl. 18:18
Fái ég mér eitthvað róandi? Ætli það sé ekki nær að þú fáir þér eitthvað róandi.
Þú heldur því fram að það sé ekki til nein ekkja Fischers og notar orðið ljúgvitni hér í fyrirsögn. Hver er ljúgvitnið? Er það forseti skáksambands Japans, Watai? Eru þá allir að ljúga um pappíana sem sýna svart á hvítu að Watai og Fischer voru gift, og líka lögfræðingurinn sem var vígsluvottur við athöfnina. Gott að þú veist allt best sjálfur!
Er það virkilega "þögnin um dóttir Fischers" sem rekur þig og Gretu áfram? Hvaða þögn? Af hverju ættu íslensk stjórnvöld að auglýsa eftir þessari stúlku? Ekki var Fischer forsjármaður hennar.
Ég fer ekki að aðstoða einhverja meinta dóttur einhvers manns nema ég sé beðinn um það. Þess vegna er ég tortrygginn í garð ykkar og spyr mig hvort það sé í raun hrein og klár manngæska sem rekur ykkur áfram.
Svo vil ég upplýsa þig um að það eru fleiri að gera það sama og þið skötuhjúin. Það er hinn margumræddi RJF-hópur. Hann er líka að reyna að hafa upp á "dóttur" Fischers.
Það sem virðist draga hann áfram er þörfin fyrir að vera í sviðsljósinu. Ég hef óljósan grun um að það sé ekki sama stefið sem dregur þig áfram.
Ert þú fornleifafræðingurinn Vilhjálmur?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 18:49
Já, ég er fornleifafræðingurinn Vilhjálmur. Þarf ekki að leyna neinu, hvað það varðar. Hvað með þig?
Gott að heyra að þú vitir að RJF hópurinn sé líka að reyna að hafa upp á dóttur Fischers. Því fleiri, því betra! Þeir voru þó ekki búnir að biðja yfirvöld á Filippseyjum um hjálp þegar ég gerði það. Vonandi hafa þeir einhverjar betri vísbendingar.
Ekki veit ég hvaða hvatir sá hópur hefur að leiðarljósi, en vona það sé ekki illska og vonska eins og sú er skín í gegn í skrifum þínum.
Góðar stundir Torfi, og ég bið að heilsa RJF hópnum næst þegar þú hittir hann. Segðu okkur endilega fréttir af störfum þeirra. Þeir eru svo þöglir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.2.2008 kl. 19:25
Vonska sem skín úr skrifum mínum? Þú ert nú varla svara verður, þú sem talar um líkrán og ljúgvitni, þ.e. berð upp á fólk refsivert athæfi.
Þú mátt eflaust þakka fyrir að verða ekki lögsóttur fyrir meiðyrði. Þú ert kannski ekkert hræddur við að sem "Dani" því þar er lenska að níða fólk niður (helst þá sem hafa eitthvað á móti framferði Bandaríkjamanna og Ísraels í Miðausturlöndum) og bera tjáningarfrelsinu við?
Ég nenni ekki að fylgjast með bullinu í þér hér eftir, nema það berist mér til eyrna efir öðrum leiðum. Farvel Frans.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 20:22
Bless sí(ý)ra Torfi. Á nú að lögsækja fólk fyrir að reyna að hjálpa barni?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.2.2008 kl. 20:32
Ég fæ ekki séð að það komi þessum Trausta, fyrrverandi presti, neitt við um hvað ég blogga, eða hvern/hverja ég vil styðja með mínum málflutningi eða af hvaða hvötum ég geri það.
Ég sé ekki að það komi honum neitt við, frekar en að dóttir Fischers kemur mér við, nema að því leyti að ég vil að það sé farið að landslögum og að réttlætinu sé fullnægt með því að ALLIR málsaðilar og hugsanlegir rétthafar séu teknir til greina þegar kemur að því að skipta búi eftir Fischer. Það er að segja ekki bara einn, ekki bara tveir og ekki bara þrír, heldur fjórir aðilar, það er að segja systursynir hans tveir, meint ekkja hans og DÓTTIR HANS, sem mér virðist vera að margir vilji helst gleyma að sé til.
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.2.2008 kl. 21:00
Þessi Torfi Stefánsson virðist eiga við alvarlegan vanda að stríða. Ég vil ekki fara um þetta frekari orðum, en vísa á eftirfarandi slóðir, með kveðju:
http://www.torfi-stefan.blogspot.com/
http://thorkell.annall.is/2006-11-13/18.06.09/
http://gunnlaugur.annall.is/2007-06-20/halsbolga-um-hasumar-og-salmar-i-daudans-skuggadal/
http://unglingaskak.blog.is/blog/unglingaskak/entry/371998/
http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=6982
http://hornid.com/cgi-bin/mwf/topic_show.pl?tid=7102
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.2.2008 kl. 22:41
Æ, já, hann heitir víst Torfi, en ekki Trausti, bull var þetta í mér!
Hefði átt að gefa auga leið, eins tyrfinn og hann er...
Greta Björg Úlfsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:49
Vihjálmur, í tenglinum sem Eyjólfur gefur upp er búið að dubba þig upp í prófessor í guðfræðideildinni - hvernig líst þér á það?
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.2.2008 kl. 12:33
Er það í gamla eða nýja testamentinu? Líklegast hafa aðrir kallað Torfa "sýra" á undan mér. Það liggur í augum uppi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.2.2008 kl. 12:47
Einnig hefur málið verið rætt í öðrum þræði á Skákhorninu, þar sem ég vogaði mér að segja mína skoðun á málinu.
Hrannar Baldursson, 4.2.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.