Leita í fréttum mbl.is

Nífalt Húrra

Linje 9 og Kongen

Danir höfđu miklar áhyggjur af Íslendingum í Seinna stríđi og margar gróusögur bárust til Danmerkur um trúnađ Íslendinga viđ konungssambandiđ. Ţađ var mjög erfitt fyrir danska erindreka á Íslandi og í örđum löndum utan áhrifa Ţriđja ríkisins, ađ gera sér fulla grein fyrir ţví hverjir vildu hrađa sambandsslitunum og hverjir vildu bíđa til loka stríđsins. Einstaka glöggir menn í utanríkisţjónustu Dana, sem voru Íslandsvinir í raun, vissu hins vegar mćtavel ađ skođanir Íslendinga voru eins margar og Íslendingar sjálfir og ađ ţćr gátu breyst eftir hentugleika.

Oft birtust í dönskum dagblöđum skrítnar greinar, sem stundum hefur veriđ erfitt fyrir mig ađ rekja til heimahúsanna. Oft grunar mann ađ fjölmiđlar eđa danskir sendifulltrúar í löndum, sem ekki voru undir hćl nasismans, hafi uppdiktađ sögur, líkt og söguna um Kristján konung sem reiđ um götur Kaupmannahafnar međ gyđingastjörnu til ađ sýna dönskum gyđingum stuđning sinn haustiđ 1943. Um uppruna ţeirrar sögu hef ég skrifađ lćrđa grein eftir ađ ég fyrstur manna uppgötvađi hvernig sagan og margar ađrar slíkar höfđu veriđ búnar til af  Dönum í Bandaríkjunum, Dönum sem gagngert unnu viđ ţađ ađ bćta og fegra ímynd Dana ţar í landi og međal Bandamannalandanna.

Í ágúst 1941 barst frétt frá Íslandi í danska blađinu Aftenbladet, (sem ekki er lengur til), sem líklega hefur gert danska konungssinna glađa og hamingjusama. Ég hef ekki fundiđ fréttinni stođ í íslenskum fjölmiđlum og ţćđi ţví hjálp lesenda minna, ef ţeir vissu eitthvađ meira um ţađ sem hér er greint frá:

Fréttin gekk út á ţađ ađ á Íslandi vćri öflug leynihreyfing konungssinna sem kallađi sig "Nífalt" sem vísađi til hyllingarinnar "Ni gange Hurra / Nífalt Húrra", sem menn heilsuđu jafnan konungi sínum međ á mannamótum. Íslendingar hrópuđu ţetta í kór ţegar konungar ţeirra komu í heimsókn. Hreyfing ţessi átti ađ hafa veriđ starfandi um land allt og međlimir hennar munu ólmir hafa flaggađ danska fánanum og oft haft ţađ fyrir siđ ađ koma fyrir 9 litlum dönskum pappírsfánum umhverfis hús sín á tyllidögum. Međlimir hreyfingarinnar munu einnig hafa heilsađ međ leynilegu fingramerki. Vísifingur var beygđur inn ađ ţumli svo myndađist eins konar 9. Ţessir "Nífeldingar" áttu líka ađ vera hinir örgustu andstćđingar breska og bandaríska setuliđsins. Greinir Aftenbladet frá ţví ađ hermenn á Íslandi hefđu oft lent í ţví ađ Íslendingar hefđu málađ töluna 9 á klćđi ţeirra án ţess ađ dátarnir uppgötvuđu ţađ.

Ef einhver lesenda minna hefur veriđ í ţessari hreyfingu, hefur átt föđur móđur eđa ađra ćttingja í henni, jafnvel óvini, ţá ţćtti mér fengur af ţví ađ frétta meira. Ţiđ finniđ netfang mitt til vinstri undir portrettinu.

Baggaludernes statsvĺben

Enn eru til royalistar á Íslandi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţessi saga af Íslandi hljómar mjög yndislega – fyrir utan andstöđu ţessa hóps viđ brezka og bandaríska setuliđ. Vćri gaman, ef ţér tćkist ađ grafa upp frekar heimildir um ţetta.

Jón Valur Jensson, 17.12.2007 kl. 02:31

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćll Jón Valur, ég hef reynt ađ grafa á ýmsum stöđum og man ekki eftir ađ hafa heyrt um ţessa hreyfingu. Kannski hefur ţetta veriđ hópur manna á Akureyri? Ađ menn máluđu 9 á yfirhafnir dáta ţykir mér ólíklegt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.12.2007 kl. 07:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband