Leita í fréttum mbl.is

Danski stríđsglćpamađurinn sem enginn mátti heyra um

 

Í byrjun árs 2005 birtist eftir mig grein í helgarblađinu Weekendavisen í Danmörku. Greinin, sem hćgt er ađ lesa hér, fjallađi um danskan stríđsglćpamann, Gustav Alfred Jepsen, sem enginn hafđi heyrt um áđur. Ástćđan fyrir ţeirri ţögn var ađ dönsk yfirvöld höfđu klórađ mjög vandlega yfir málaferli gegn honum og aftöku hans áriđ 1947. Ţessi danski borgari framdi stćrsta glćp Dana í síđari Heimsstyrjöld. Dönsk yfirvöld vildu ekki ađ mál hans skyggđi á "hetjulega" framgöngu ţeirra í stríđinu. 

Ţegar ég sá heimasíđu íslenskra rasista (skapari.is, sem virđist hafa veriđ lokađ), sem mikiđ hefur veriđ skrifađ um, kom danski fjöldamorđinginn upp í huga mér. Ég held ađ einstaklingarnir bak viđ ţá síđu eigi bágt eins og danski stríđsglćpamađurinn. Ég held ađ ţessir menn gćtu hćglega leikiđ sama hlutverk og danski SS mađurinn ef ađstćđur vćru fyrir hendi.

Jepsen fra PROlille
Áriđ 1947 var Gustav Alfred Jepsen hengdur fyrir glćpi sína. Hann var fjölskyldufađir sem varđ ađ ófreskju vegna ţess haturs og mannfyrirlitningar sem nasisminn sáir út frá sér 

 

Ekki voru allir Danir sáttir viđ grein mína. Fylgismenn ţeirrar söguskođunar, ađ samvinna viđ Ţriđja ríkiđ hafiđ veriđ vćnsti kostur fyrir Dana eru margir. Fyrir utan hótunarbréf og tvö dólgsleg símtöl, skrifuđu nokkrir Danir lesendabréf í Weekendavisen og mótmćltu grein minni. Ţeir töldu Gustav Alfred Jepsen hafa veriđ Ţjóđverja, vegna ţess ađ hann tilheyrđi ţýska minnihlutanum í Danmörku.  Gustav Alfred Jepsen leit hins vegar sjálfur á sig sem Dana og var danskur ţegn, skráđur í SS sem Dani og krafđist ţess ađ tala dönsku viđ réttarhöld sín. Dönsk yfirvöld litu á hann sem eins konar Dana, lagalega séđ, og héldu vörđ um ţögnina til hins síđasta, eins og fram kemur í grein minni. Dönsk yfirvöld mćltu međ ţví viđ konu hans og son, ađ ţau fćru ekki til ađ kveđja hann áđur en hann var hengdur.

Sumir Danir töldu áriđ 2005 ađ Ţjóđverjar vćru einir fćrir um ađ fremja ţá glćpi sem Gustav Alfred Jepsen framdi. Ég er á annarri skođun og tel ađ einstaklingarnir bak viđ rasistasíđuna íslensku séu á góđri leiđ ađ lenda í sömu sporum og morđhundar Heimsstyrjaldarinnar.

Lögregluyfirvöld og dómskerfiđ á Íslandi verđa ađ hafa upp á ţessum pörupiltum og koma ţeim bak viđ lás og slá eđa í međferđ á geđsjúkrahúsi. Ţessi síđa ţeirra er ekkert spaug, heldur endurtekning á morđhótunum sem hafa heyrst einum of oft.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst vanta ţarna hvađ honum var gefiđ ađ sök annađ en ađ vera í SS?  Myrti hann fólk.  Bara svona forvitinn. 

Alveg skrifa ég undir ţađ ađ senda ţurfi meindýraeyđi á stađinn, ţegar svona vitfirringar vađa uppi eins og á Skaparinn.is. Ég hélt í fyrstu ađ ţetta vćru einhverjar gelgjur í uppreisn og fannst best ađ ţegja um ţessa síđu. Síđan ţegar ţeir birtu hitlista og höfđu í hótunum um skemmdarverk og morđ, ţá stóđ mér ekki á sama.

Ţađ er nefnilega ótrúlegt hvađ svona einstaklingar geta haft áhrif á ómótađa hugi og grama ţunglyndissjúklinga, svo ekki sé talađ um fólk á öđrum hugbreytandi efnum.  Dćmin úr trúarofstćkisgeiranum sanna ţađ.

Sá hóp í US sem lofađi Guđ fyrir aids og dauđa hermanna í Írak og vil drepa alla sem eru í minnihluta, eins og homma og negra og jafnvel kristna, sem ekki fylgja sannfćringu ţeirra, sem byggir ađ mestu á ţví stćkasta úr Mósebókum. 

Ţeir vađa samt uppi í skjóli málfrelsisins og ansi skítt ađ ţađ ţurfi ađ bíđa eftir morđum til ađ stoppa ţá.  Viđ erum ţó međ klausuna um andfélagslega hegđun, sem leyfir ađ svona liđ sé stoppađ.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćll Jón,

Ţú getur lesiđ allt um glćpi danska SS-liđans í grein minni. Ţađ er tenging viđ hana. Hann vann ađ minnsta kosti ekki hjá Sláturfélagi Suđurlands.

Ég tel líka öruggt ađ hann hafi ekki veriđ trúađur og vasasálfrćđi mín segir mér ađ peyjarnir sem haldiđ hafa úti óskapnađinum á skapari.is séu líka lítt gefnir fyrir trú og gyđinga eins og Jesús. Ţeirra trú er hatur og öfund. Ţú hefur rétt fyrir ţér ţađ er hćgt ađ misnota trú til margs. En einlćg trú er og verđur alltaf hjartahrein.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.11.2007 kl. 16:30

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćll Ţrymur, Ásgeir Guđmundsson hefur ýmislegt til málanna ađ leggja um sögu Ólafs og ţađ birtist í bókinni Berlínarblús (1996). Saga fórnalamba hans í Noregi hefur hins vegar ekki veriđ sögđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.11.2007 kl. 20:19

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vilhjálmur, ţađ er ekki búiđ ađ loka skapari.is, ég var ađ lesa ţetta sjálfshól ţeirra ţar rétt í ţessu:

" Mikiđ hefur veriđ látiđ međ ţessa síđu í blogg heimi Íslands
sem og í fjölmiđlum - magnađ hefur veriđ ađ fylgjast međ ţeirri
umrćđu ţví já-kórinn er mikill og gagnrýnin umrćđa engin.
Yfir 40 % af ţeim póstum sem berast eru jákvćđir.
Fólk er greinilega orđiđ mjög leitt á ástandi ţjóđfélagsins.
En ţví miđur ţá er pólitísk rétthugsun svo sterk í ţessu landi
ađ almenningur ţorir ekki ađ tjá sig - breytum ţví !!!
Ţessi síđa er lítiđ skref í rétta átt.
Göngum saman til sigurs
Hvítt land er Hreint land og Fagurt."

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2007 kl. 01:21

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ţađ heitir nefnilega skapari.com, en ekki .is, ţar sem síđan er hýst erlendis - sem gefur eiginlega auga leiđ, held ađ enginn á Íslandi međ snefil af sjálfsvirđingu myndi taka í mál ađ hýsa ţetta ógeđ.

Greta Björg Úlfsdóttir, 20.11.2007 kl. 13:04

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćl Gréta,

ég er búinn ađ sjá ţetta aftur. Ţađ er um mjög fáa ađila ađ rćđa og ef lögreglan hefur fylgst međ ţeim sem hafa tjáđ sig um öfgafullar skođanir sínar opinberlega áđur, ćtti ađ vera auđvelt mál ađ finna ţessa "bleiku" og náfölu rćfla.

Hér um áriđ, í Helgarpóstinum sáluga, tjáđu nokkrir menn sig um ágćti hins íslenska kynstofns og nauđsyn ţess ađ hreinsa tunguna og mannfólkiđ. Ţeir voru reyndar ekki einir um tunguhreinsunarátakiđ. "Skaparinn" virđist ţó ekki hafa í sínu röđum neina kandídata fyrir Móđurmálsverđlaunin. Einn ţessara manna, sem gekk fram á völlinn sem nasisti og kynţáttahatari, fékk bođskap sinn birtan í Morgunblađinu ţann 25. febrúar 1995, bls. 49.  Skođiđ: http://www.timarit.is/?issueID=433179&pageSelected=24&lang=0 

Sá sem skrifađi ţetta áriđ 1995 átti sér nokkra vini, m.a. rauđskeggjađan og snođklipptan hvítingja, sem lýsti ţví yfir ađ hann vćri nýnasisti.  

Skođiđ líka lesendabréf mitt sem veriđ er ađ vitna í: http://www.timarit.is/?issueID=432973&pageSelected=22&lang=0 ţar sem ég skrifađi um forkastanlega klausu eftir félaga í Nýalssinnafélaginu og Ásatrúarfélaginu, sem m.a. ills dró helför gyđinga í efa. Ég er viss um ađ Ţór, Óđinn og Helgi Pjetursson hefđu nú ekki gert ţađ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.11.2007 kl. 08:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband