Leita í fréttum mbl.is

Kirkjunnar maður?

  Taddy Rucksack

Kirkjunnar maður, það er að segja maður kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, Pater Tadeusz Rydzyk, er gyðingahatari af verstu tegund, sem svífst einskis til að dreifa óþverra og illu umtali um gyðinga.

Nýlega hélt hann ræðu fyrir háskólastúdenta, þar sem hann hélt því fram að gyðingar hefðu Lech Kaczynski, forseta Póllands, í vasanum; að pólskir gyðingar væru að hrifsa til sín því sem nemur milljörðum Bandaríkjadala frá Pólverjum. Faðir Rydzyk rekur útvarpsstöðina  Radio Maryja, þar sem gyðingum er kennt um allt sem miður fer í Póllandi.

Árið 1939 voru um 3 milljónir gyðinga í Póllandi. Flestir þeirra tórðu undir fátækramörkum. Í dag, eftir útrýmingar nasista og útskúfanir kommúnista, búa aðeins nokkur þúsund gyðinga í Póllandi. Faðir Tadeusz og fylgifiskar hans vilja greinilega að sagan endurtaki sig. 

Og viti menn, mikið er líka rætt um prestskömmina á síðu sem heitir http://www.iceland.pl/  . Sumir af þeim sem taka þátt í umræðunni eru búsettir á Íslandi og ekki trúi ég öðru en að Pólverjar á Íslandi séu lítið gefnir fyrir presta eins og Rydzyk.

Benedikt páfi í Róm hefur ávítað þennan preláta, en þú lesandi góður, og helst allir kaþólikkar á Íslandi, og sér í lagi kaþólskir pólverjar búsettir á Íslandi, getið gert ykkar til að setja Rydzyk út af sakramentinu. Það er einfaldlega skylda ykkar.

Það eru 10.000 Pólverjar á Íslandi og þeir eru látnir í friði. Það eru í hæsta lagi 10.000 gyðingar í Póllandi, en þeir eru ofsóttir af illmennum innan Hinnar Heilögu Rómverskkaþólsku Kirkju. Pólverjar á Íslandi gætu nú aldeilis látið til sín taka til að kveða niður þann andskota.

Farið inn að heimasíðu Stofnunar Símons Wiesenthals og ritið undir beiðni til Biskupastefnu Póllands um að svipta Tadeusz Rydzyk kjól og kalli hið fyrsta. Það yrði landhreinsun í meira lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

búin að kvitta.  Þeir sem gleyma að Jesú var Gyðingur, lifði sem Gyðingur og dó sem Gyðingur vita mest lítið um Jesú og eiga ekki að vera prestar, því hver getur hatað það sem Jesú var og er.

Linda, 11.7.2007 kl. 15:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka ykkur fyrir innlitið. 

Gott og mikið rétt hjá þér Linda.

Þrymur, ég vona að það séu einhverjir betri menn á Radío Maríu en Tadeusz þessi og það sé nóg að hann missi stöðuna, svo hinir geti áfram sent út friðarboðskap og ljúfan söng.

Gunnar, íslenska þjóðin er vissulega mjög heppin. Ég held bara að við séum stundum heppnasta þjóð í heimi, nógu langt frá öllum til að lenda ekki í slæmum málum. En samt......

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2007 kl. 17:28

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona menn og ofstæki þeirra félli blessunarlega í gleymskunnar dá ef fullyrðingum þeirra og þvaðri væri ekki haldið á lofti af gyðingum og þeim, sem hann beinir spjótum sínum að.  Ég hefði allavega ekkert vitað af hræringum hans brenglaða huga ef ekki væri fyrir þessa ábendingu.  Ég efast um að margir taki orð hans alvarlega eins og þú nefnir og að þau dæmi sig sjálf.  Því teldi ég best að láta þau sem vind um eyru þrjóta.

Heimurinn er fullur af fólki með ómannúðlegar skoðanir og lífssýn. Til allrar hamingju er þeim sjaldnast hampað.  Sé þetta þó birt af þeirri hvöt að kasta rýrð á kaþólsku kirjuna, sem stofnun þá er það ekki minni fordæming en fjallað er um.  Ekki skal ég verja gjörðir þessarar stofnunnar í gegnum tíðina né tjá mig um hlutverk hennar og áhrif en það er ekki sanngjarnt að setja samasemmerki á milli þessa umdeilda einstaklings og eðli heilla trúarbragða.  Mér hefu þó sýnst á skrifum þínum að þér sé mikið í mun að bregða neikvæðu ljósi á kaþólska trú.

Fortíðarhyggja ykkar varðandi ofsóknir og svífyrðilega meðferð er að mínu mati einkennileg í ljósi þess að nánast enginn einstaklingur, sem ábyrgur var í því lifir í dag og er því ekki sanngjart að bendla þjóðir og núlifandi almenning við þessi voðaverk.

Að mínu mati er slík hyggja birtingarform ofbeldisdýrkunnar og þjónar tæplega varnaðar eða lærdómshlutverki lengur.  Framferði Gyðinga í mið austurlöndum og stuðningur þeirra við ofbeldisverk og lögleysu ameríkana í vitfirrtri heimsvaldastefnu gefur ekki tilefni til annars en að skynja tvöfeldni út úr slíkum áróðri og jafnvel álykta að holocost fyrri tíma verði réttlæting slíkra glæpa í garð annara.

Það eru aðrir tímar og annar veruleiki en þá var. So give it a break for crying out loud.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.7.2007 kl. 18:36

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll

Þú virðist vita eitthvað um gyðinga og þá væntanlega um gyðingdóm. Ég óska hér með eftir grein um gyðinglega afstöðu sem Guð þeirra hefur til þeirra sem ekki eru gyðingar. Í fyrsta lagi hvað segir trú þeirra? Í öðrulagi hvað er í praxis? Þriðja lagi í hverju felst útvalning nefnds Guðs á þeim?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.7.2007 kl. 19:40

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Jón Steinar Ragnarsson, þú hefur svo sannarlega höndlað sannleikann, maður, og setur þetta allt í samhengi, sem er svo heilagt að ég get ekkert við neinu gert og engu svarað. Þú ert engum líkur!

En það sem ég hef lesið eftir þig varðandi Ísrael og gyðinga sýnir mér að það sé ástæða til að hafa áhyggjur á Íslandi líka, ekki aðeins í Póllandi.

En verst er hvernig þú lest úr orðum manna allt annað en þeir skrifa og gerir þeim upp skoðanir.

"Framferði" gyðinga í Miðausturlöndum er akkúrat það framferði sem allar þjóðir myndu einnig hafa, ef allir nágrannar þeirra vildu þá feiga. Svo, þegar einhver gepill uppi á Íslandi, sem er heltekinn af hatri á BNA, og sem aldrei hefur upplifað annað en að kría réðist á hann á skeri er að móralísera heila þjóð með undarlegum samlíkingum, tek ég því rólega. Heimalningar hafa ávallt átt erfitt.

Því miður eru menn eins og Rydzyk teknir alvarlega. Gyðinghatur og ofbeldi gegn gyðingum hefur aukist í landi hans og víðar. Oft eru þar að verki menn sem haldnir eru þeirri skilningsbrenglun að Guðs útvalda þjóð hafi verið valin af Guði.

Kirkjunnar boðskapur, boðskapur Kristninnar, á ekkert skylt við hatursvanlíðan Taddeuszar Rydzyks. Rydzyk notar eins og þú "holocaust" til að ásaka gyðinga um að gera öðrum það sem þeir hafa sjálfir orðið fyrir.  Fórnarömbunum er kennt um glæpina.

Jón minn, þú værir líklega þegar dauður um aldur fram, ef gyðingar hefðu goldið í sömu mynt fyrir alla þá glæpi sem framdir hafa verið gegn þeim í nafni öfundarinnar, kristninnar, hatursins, nasismans, íslams, íslamismans, kommúnismans og fáviskunnar. Það síðasta er því miður þitt brennimark í þessari umræðu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2007 kl. 20:41

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Kristján,

Það er greinilega einhver rökvilla eða -veila í spurningu þinni, þegar þú óskar "hér með eftir grein um gyðinglega afstöðu sem Guð þeirra hefur til þeirra sem ekki eru gyðingar". Ég er ekki með neinn greinabanka eða trúarlega þjónustu, en líklega getur þú fundið eitthvað með því að googla.

Jafnvel þó þú haldir að Guð gyðinga sé gyðingur, "með gyðinglega afstöðu", get ég ekki svarað þér á annan hátt en en með spurningu: Hvaða afstöðu hefur þú til gyðinga? Og svarið liggur í svari þínu: Sömu skoðun og þú hefur á þeim, hafa þeir á þér. Þeir eru alveg eins og þú. Og gyðingar eru misjafnir eins og menn eru flestir. Trú gyðinga er eins fjölbreytileg og þeir eru margir og álit þeirra á öðrum þar með líka.

Ef þú hefur eitthvað misjafnt í handraðanum úr Gamla Testamentinu um hvernig gyðingaþjóðin leit einu sinni á nágranna sína, máttu eiga það og njóta vel, ef það veitir þér einhverja hlýju í ógnvekjandi heimi. Það segir akkúrat ekkert um gyðinga, trú þeirra og fjölbreytileika í dag. Þrátt fyrir endalausar tilraunir illmenna til að útrýma þjóðinni og bera ásakanir á hana, er Gyðingdómurinn heilsteypt trúarbrögð, full af kærleika, sem mörg trúarbrögð hafa reyndar lánað ýmislegt frá, með mismunandi árangri þó.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2007 kl. 21:01

7 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Sæll Vilhjálmur Örn.

Getur ekki verið að það sé eitthvað til í því sem þessi prestur, Pater Tadeusz Rydzyk er að ásaka gyðinga um?

Kjartan Eggertsson, 11.7.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Varðandi spurningu þína, Kristján, um  "Guðs útvöldu Þjóð" langar mig til þess að segja þér frá því að hópur listamanna hélt sýningu á Gallerí Kling & Bang í fyrra. Sýningin bar einmitt heitið “Guðs útvalda Þjóð”. Hún fjallaði um gyðinga og Ísraelsmenn, sem útvalda þjóð, án þess að listamennirnir gerðu sér nokkra grein fyrir því hvaða skilning gyðingar leggja í það hugtak, sem er Am Nivchar á hebresku. Skilningur gyðinga á vali sínu á Herranum á ekkert skylt við þann kristna, germanska miðaldaskilning og þýðingarvillu, sem enn ríður fjöllum meðal ófróðs fólks er hatast út í þjóðir og trúarbrögð, sem það þekkir ekki neitt.

Vegna þessa misskilnings var "gyðingur hengdur" af ónafngreindum listamanni á sýningunni. Listamaðurinn er ekki gyðingur, en tilheyrir greinilega "Guðs útvöldu þjóð" sem hengir fólk sem hann hatar. Kannski er hann Íslendingur? Hvað heldur þú, Kristján? Eru Íslendingar ekki bara hin eina sanna útvalda þjóð, þjóðanna.

Kristján, ég get ekki annað en bent þér á að lesa þetta til að svala þekkingarleit þinni. Lifðu heill og hættu að hafa áhyggjur af því að aðrir séu meira útvaldir en þú.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2007 kl. 21:22

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kjartan Eggertsson, skólastjóri, komdu sæll. Hvað heldur þú sjálfur? Eru gyðingar að ræna milljónum dollara frá Pólverjum? Það er saga til næsta bæjar ef sönn væri. Nei, ég held að sérann í Póllandi sé maður sem hefur gert hatrið að sínu leiðarljósi og velur gamlan syndahafur, sem alltaf hefur reynst vinsæll meðal pólsku þjóðarinnar.

Reyndar er séra Taddeusz líka á móti hommum, fóstureyðingum og örugglega mörgu öðru. Jesús hefur greinilega fyrir löngu yfirgefið þessa veiku sál hans því maðurinn á krossinum var líka gyðingur og gæti því hæglega komið og krafist Taddeusz skýringar á vinsældunum sem hann nýtur meðal múgsins fyrir svikin við "Guðs son". Og það kostar miklu meira en þær milljónir dollara sem gyðingar eiga að hafa rænt af Pólverjum, samkvæmt "kirkju" Taddeuzsar Rydzyks.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2007 kl. 21:36

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Orð þín og fordæming dæma sig sjálf.  Þú hellir úr einhverjum demónískum brunni, fyrirlitningu þinni og sleggjudómum, sem er kannski það brennimerki málflutnings þíns, sem ekki vekur mikla samúð með málstað þínum.  Ég frábið mér slíkann þótta.  Láttu þetta endilega standa öðrum til að dæma og sjá hvort þú hefur lesið eitthvað annað úr orðum mínum en ég gaf tilefni til.  Hvað það í skrifum mínum, sem þér þóknast ekki er mér hulið.  Lítilsvirðing þín á því er augljós og bið ég því gesti þína að skoða þau skrif til staðfestingar.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.7.2007 kl. 21:40

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hverju bjóstu við, Jón Steinar? Ég er ekki kirkjunnar maður eins og prelátinn í Póllandi.

Hefðu 6 milljónir Íslendinga verið til og drepnir, og langtum fleiri liðið þau örlög fyrir 20. öldina, mættirðu hundur heita ef þú neitaðir því að þú sætir ekki einhvers staðar sorry yfir örlögum þjóðar þinnar og órétti þeim sem henni hefði verið beittur.

Þinni rauði vísifingur er blóðugur, langt upp á öxl. Þinn móralismi er byggður á vanþekkingu, en mest á skorti á meðkennd.

Hættu að hatast út í BNA og "heimsvaldastefnur", sem reyndar gera þér kleift að rífa kjaft við mig hér á örbylgjuhraða á frekar siðmenntaðan hátt. Okkar skoðanaskipti, þó svo að við séum ósammála, leiða ekki til þess að þú eða ég verðum teknir af lífi á torgi í landi þar sem heimsvaldastefnur sem boða frelsi eru hataðar og fyrirlitnar í nafni Guðs.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2007 kl. 22:14

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað viltu að ég geri Vilhjálmur, leggist í grát með þér yfir hinu óumbreytanlega.  Ég er einungis að leggja til í nafni friðar að sleppa.  Að horfa fram á veg og reyna að leita sátta við guð og menn í stað þess endalaust að vasast í flokkadráttum og sleggjudómum um trúarbrögð og þjóðflokka. Það er einmitt það sem þú gagnrýnir í málflutningi annara.

Íslendingar hafa aldrei verið margar milljónir og liðið þjóðarmorð. Ég get ekki sett mig inn í það frá mínu sjónarhorni hvaða biturð býr í brjósti Gyðinga, sem ekki upplifðu hörmungarnar heldur.  Íslendingar liðu kúgun og harðræði og hægfara þjóðarmorð erlendra valdhafa. Að vísu eirir á kergju enn í garð Dana en það er vonandi aðeins í nösunum á mönnum.  Kannski hefur hið kristna kærleiksboð um fyrirgefningu sefað þá biturð.

Þú sakar mig um hatur á Ameríkönum.  Slíkt frábið ég.  Það er eitt að gagnrýna framgang stjórnvalda og það að dæma þá alþýðu sem landið byggir.  Ég minni á að í dag eru um 70% Ameríkana sjálfra andsnúnir forsetanum, hernaðaraðgerðum hans og utanríkisstefnu.  Það er því ekkert abnormal að pacifisti uppi á íslandi sé sömu skoðunar.

Ég hef gagnrýnt á minn alþýðlega hátt alla þá hugmyndafræði, sem felur í sér kúgun mismunun og flokkadrætti án þess að kalla mig "and"-eitthvað.  Vildi bara að heimurinn gæti leitast frekar við að finna frið, hvort sem það er innra eða ytra.  Það er kannski barnaskapur.

Máske eru hendur mínar blóðugar fyrir það að vera hluti mannkyns, en það er ekki fallegt af þér að segja að mig skorti meðkennd.  Það fæ ég ekki skilið.  Hef ekki hlakkað yfir óförum þjóða.  Þvert á móti. 

Hvenær við ætlum að læra af ofbeldisverkum fortíðarinnar veit ég ekki eneitt er víst að nálgun okkar við þann lærdóm virðist meingölluð og ofbeldið og klofn ingurinn virðist aukast frekar en hitt. 

Ég held að við verðum að fara að skoða hvar við erum að feila í því sambandi.  Mig grunar þó að múgæsing og flokkadrættir, fordæming og oflæti séu ekki til bóta.

Shalom aleichem.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.7.2007 kl. 23:00

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Svona menn og ofstæki þeirra félli blessunarlega í gleymskunnar dá ef fullyrðingum þeirra og þvaðri væri ekki haldið á lofti af gyðingum og þeim, sem hann beinir spjótum sínum að.  Ég hefði allavega ekkert vitað af hræringum hans brenglaða huga ef ekki væri fyrir þessa ábendingu"

Samkvæmt þessari "möntru" þinni Jón Steinar Ragnarsson, sem þú  hefur oftar en einu sinni opinberað, eiga gyðingar bara sitja og halda kjafti og vera ekki að æsa sig út af vinsælum prestum í Póllandi og allra síst út af helförinni. Hún átti sér stað fyrir 60 árum og þú ert, svo að segja, búinn að gleyma henni. Hommarnir, sem Pólski presturinn hatar líka, eiga að væntanlega að sitja og bíða þangað til að hætt verður að sparka í þá. Þeir vekja bara athygli á sér með því að tala um málið. Samkvæmt þessari röksemdafærslu Jóns ættu negrar að halda kjafti, þegar þeir eru kallaðir "niggarar" osfr. Þrælkun þeirra er fyrir löngu um garð gengin, þeir verða að komast yfir þetta og hefja nýtt líf. Íslendingar með eitthvað hvalakvabb ættu bara að halda kjafti......

Margir Íslendingar hampa fjálgir illmennum og þeir svæsnustu nota jafnan gyðinga og Ísraelsríki sem skálkaskjól. Margir geta ekki rætt um heimsfriðinn án þess að draga Ísrael inn í þá umræðu og kenna ríki gyðinga og auðvitað Bandaríkjunum um allan ófrið á jörðunni (Ég skrifaði ekki Ameríkana, eins og þú sakar mig um, heldur BNA- Þú verður að fara rétt með og þar með er ég farinn í háttinn - og þessi umræða líka. Og vert þú nú líka til friðs. Amen

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.7.2007 kl. 23:26

14 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll

Þú ert mæddur vegna andsvara og mér finnst þú ekki hafa kastað henni alveg í andsvörum við mig. Málið er áð ég er að fletta í Gamlatestamentinu þar eru gyðingar í senn hundskammaðir og lofaðir sem útvalin þjóð af guði þeirra. Ég átta mig ekki alveg á í hverju þessi útvalning felst. Felst hún í því að gyðingar eru skárra fólk og eigi einir von á eilífu lífi eða felst hún í því að gyðingum var út-falið að segja öðrum þjóðum frá nefndum guði sem skásta eða eina kostinum sem trúandi væri á og fá svo skammir fyrir slóðahátt í trúboðinu. Línkurinn sem þú bentir á hallast, að mér finnst, undir hið síðara.

Mér datt í hug að leita til þín einmitt vegna þess að þú ert ekki "með trúarlega þjónustu" en þakka veitt svör fram að þessu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 11.7.2007 kl. 23:27

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Kristján, ég held að sú útlegging, sem þú getur lesið í línkinu sé sú algengasta á meðal gyðinga sem íhugað hafa hlutina, og þótt hún sé sett fram á síðu heittrúaðra og margt annað þarna á Aish.com myndi ekki vera góður sannleikur hjá obbanum af nútímagyðingum.  Annars var einu sinni gerð frekar góð kvikmynd, sem bar heiðið The Chosen (1981) og sem var sýnd í Regnboganum, því þar sá ég hana. Frábærir leikrar, leikstjórar og framleiðendur. Hún gaf nokkuð góða skýringu á þessu "útvalda" hugtaki, enda byggir hún á samnefndri skáldsögu meistarans Chaim Potok (d. 2002), sem var rabbíni, sagnfræðingur, skáld, guðfræðingur, ritstjóri og listamaður, sem sagt maður sem hafði velt hlutunum fyrir sér frá mörgum hliðum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2007 kl. 05:59

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Gunnar Friðrik,

gott mál, en biskupastefnan í Póllandi sendi þetta víst til baka, eins og þú hefur líklegast komst í raun um. Greint var frá þessu máli á BBC í gær og Símon Wiesenthal-stofnunin mun koma undirskriftum okkar sem þegar höfum skrifað undir (13.000 í gær) til réttra aðila. Ef þeir loka á okkur í Póllandi verður þetta örugglega sent til páfans í Róm.

Benedikt páfi á ekki sjö dagana sæla. En svo er oft um sendiboða Guðs hér á jörð. Slíkir menn hafa ekkert stétterfélag á bak við sig, bara Guð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.7.2007 kl. 06:08

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vilhjálmur Örn og Jón Steinar. Þið eruð báðir ágætir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.7.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband