28.6.2007 | 14:30
Sönnunargagn frá 1699
Sigið músinni á myndina til að sjá hana betri og stærri.
Ýmsir Íslendingar gera sér þær grillu, að landamæri Ísraelríki sé til umræðu eins og þorskkvótinn á Íslandi. Maður fær oft á tilfinninguna að þessu fólki sé næst að halda að Ísraelsmenn eigi að yfirgefa land sitt og fara eitthvað út í buskann. Hvert skal halda? Til Madagaskar, Patagóníu eða Alaska, eins og fyrrum var stungið upp á? Þessi veruleikafirring hjá Íslendingum, sem vilja bjarga heimsfriðinum með því að minnka og skera niður Ísraelsríki, og jafnvel hjálpa til við eyðingu þess með Hamas, byggir á hatursveilu sem margir vinstri minn hafa þróað með sér. Ísraelsríki er fyrir marga eitthvað sem ber að hafa fyrirlitningu á líkt og á Bandaríkjunum. Þetta er eins og hjá heilaþvegnum lýðnum á miðöldum, sem fylgdu hatursdoktrínum kirkjunnar. Þótt að gyðingar væru ekki til staðar í sumum löndum, voru þeir samt innilega hataðir, fyrir morðið á Kristi og fyrir flest annað sem miður fór um álfuna.
Tillögur um að koma gyðingum burtu úr Evrópu eða Palestínu hafa verið margar, sumar meira að segja settar fram af gyðingum til að friðþægja lýðinn. En þetta er gömul lausn, sem er greinilega miklu eldri en þær tillögur um brottflutning gyðinga sem settar voru fram i kjölfarið á ("fræðilegu") bíólógísku gyðingahatri 19. aldar.
Ég á í fórum mínum gamalt dagblað frá 17. júlí árið 1699. Cornelis van Bynkershoek, útgefandi dagbleðilsins Nieuwe Oprechte Haegse Mercur, sem gefinn var út í den Haag í Hollandi, skrifaði þann dag á forsíðu blaðsins um óskir sínar um að losa sig við gyðinga til nýja landsins í vestri, Ameríku. Hann heldur því meðal annars fram að gyðingar sitji á fjórðungi allra eigna í Evrópu. Van Bynkershoek var mikils metinn lögfræðingur og dómari. Lögfræði er handverk sem greinilega getur ekki læknað gyðinghatur. Hér sjáið þið lesendur góðir, að hin siðmenntaða Evrópa var orðin til og gyðingahatrið var hluti af Evrópu árið 1699, og það í ríkasta landi álfunnar. Þá, eins og í dag, leystu menn vandamál sín og geðræna kvilla með því að reka gyðinga í burtu og kenna þeim um alla heimsins kvilla.
Hollendingar stæra sig oft af því að vera það ríki í Evrópu, sem fyrst gaf gyðingum borgararéttindi og trúfrelsi og halda þess vegna að þeir hafi verið betri við gyðinga en flestir aðrir. Gyðingar í Hollandi voru oft taldir vera óhemjuríkir. Það er stór mýta. Í lok 18. aldar voru 54% gyðinga undi fátækramörkum og árið 1840 voru 60% gyðinga undir fátækramörkum. Í byrjun 20. aldar var ástandið ekki miklu betra. Þá voru hinir annars velstæðu, gyðingar ættaðir úr Portúgal orðnir armari en þýskættaðir gyðingar.
Gyðingahatur hefur ekki farið fram hjá hinu frjálslynda Hollandi í lok 20. aldar. Á síðustu árum hefur skítkastið og hatrið komið jafnt frá fótboltabullum sem kalla Ajax gyðingalið, sem frá ungum marokkönskum múslimum, sem gera aðsúg að gyðingum á leið til samkunduhúsa. Það hef ég sjálfur upplifað árið 1975 í den Haag. Ég leyfi mér aftur að mæla með ritgerð eftir Manfred Gerstenfeld
Þrátt fyrir morðæðið gegn gyðingum i Evrópu fyrir 60 árum, er ekkert fararsnið á gyðingum frá Ísrael. Fáir eru á leið til Madagaskar, Úganda eða Patagóníu, enda er land þeirra ÍSRAEL og það verður ekki aftur tekið.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.6.2007 kl. 10:45 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þakka góðan pistil um málefni sem er jafn brýnt að ræða nú og áður. Gyðingahatrið lifir nefnilega góðu lífi og því miður á Íslandi einnig.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:37
Sælir heiðursmenn.
Ég er ekki eins svartsýnn og þú Skúli. En ég hef þó haft martraðir líka. Ein leiðin til að þær verði ekki að veruleika, er virðing fyrir trúarbrögðum annarra (ekki þar með sagt að þú berir ekki virðingu fyrir Íslam, þótt þú sért dómharður). En margir fylgismanna Íslams bera sannarlega ekki virðingu fyrir kristnum mönnum, gyðingum eða öðrum sem ekki vilja beygja sig undir boðskap Íslams. Gyðingahatur er leiður sjúkdómur og hefur eyðilagt mikið. Mér þykir leiðast að sjá hvernig allir vinstrimennirnir, sem að eigin sögn eru svo gáfaðir, aðhyllast þetta óeðli á fólskulegan hátt og gerast meðreiðarsveinar Íslamismans í hatrinu geng Ísrael.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2007 kl. 11:52
Enn einu sinni að reyna að klína gyðingahatursstimpli á þá, sem gagnrýna landrán Ísraela. Staðreyndin er einfaldlega sú að stór hluti Ísrels er byggður á stolnu landi og það felst ekkert gyðingahatur í því að gera kröfu til þess að því sé skilað.
Sigurður M Grétarsson, 3.7.2007 kl. 22:00
"Gyðingahatursstimpill" og dagblað frá 1699. Ég sé ekki alveg samhengið Sigurður. Lestu ekki áður en þú gagnrýnir það sem þú lest? Ertu viss um að þú sért jafnaðarmaður?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2007 kl. 06:07
Ég var að vitna í þessi ummæli í grein þinni.
"Ýmsir Íslendingar gera sér þær grillu, að landamæri Ísraelríki sé til umræðu eins og þorskkvótinn á Íslandi. Maður fær oft á tilfinninguna að þessu fólki sé næst að halda að Ísraelsmenn eigi að yfirgefa land sitt og fara eitthvað út í buskann. Hvert skal halda? Til Madagaskar, Patagóníu eða Alaska, eins og fyrrum var stungið upp á? Þessi veruleikafirring hjá Íslendingum, sem vilja bjarga heimsfriðinum með því að minnka og skera niður Ísraelsríki, og jafnvel hjálpa til við eyðingu þess með Hamas, byggir á hatursveilu sem margir vinstri minn hafa þróað með sér."
Þessi texti inni í miðri grein um gyðingahatur í Evrópu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að þú teljir það til gyðingahaturs að gera kröfu til þess að Ísrelar skili hernumdu (stolnu) landi.
Sigurður M Grétarsson, 4.7.2007 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.