Leita í fréttum mbl.is

Sönnunargagn frá 1699

haegsemercur 1699

Sigið músinni á myndina til að sjá hana betri og stærri.

Ýmsir Íslendingar gera sér þær grillu, að landamæri Ísraelríki sé til umræðu eins og þorskkvótinn á Íslandi. Maður fær oft á tilfinninguna að þessu fólki sé næst að halda að Ísraelsmenn eigi að yfirgefa land sitt og fara eitthvað út í buskann. Hvert skal halda? Til  Madagaskar, Patagóníu eða Alaska, eins og fyrrum var stungið upp á?  Þessi veruleikafirring hjá Íslendingum, sem vilja bjarga heimsfriðinum með því að minnka og skera niður Ísraelsríki, og jafnvel hjálpa til við eyðingu þess með Hamas, byggir á hatursveilu sem margir vinstri minn hafa þróað með sér. Ísraelsríki er fyrir marga eitthvað sem ber að hafa fyrirlitningu á líkt og á Bandaríkjunum. Þetta er eins og hjá heilaþvegnum lýðnum á miðöldum, sem fylgdu hatursdoktrínum kirkjunnar. Þótt að gyðingar væru ekki til staðar í sumum löndum, voru þeir samt innilega hataðir, fyrir morðið á Kristi og fyrir flest annað sem miður fór um álfuna.

Tillögur um að koma gyðingum burtu úr Evrópu eða Palestínu hafa verið margar, sumar meira að segja settar fram af gyðingum til að friðþægja lýðinn. En þetta er gömul lausn, sem er greinilega miklu eldri en þær tillögur um brottflutning gyðinga sem settar voru fram i kjölfarið á ("fræðilegu") bíólógísku gyðingahatri 19. aldar.

Ég á í fórum mínum gamalt dagblað frá 17. júlí árið 1699. Cornelis van Bynkershoek, útgefandi dagbleðilsins Nieuwe Oprechte Haegse Mercur, sem gefinn var út í den Haag í Hollandi, skrifaði þann dag á forsíðu blaðsins um óskir sínar um að losa sig við gyðinga til nýja landsins í vestri, Ameríku. Hann heldur því meðal annars fram að gyðingar sitji á fjórðungi allra eigna í Evrópu. Van Bynkershoek var mikils metinn lögfræðingur og dómari. Lögfræði er handverk sem greinilega getur ekki læknað gyðinghatur. Hér sjáið þið lesendur góðir, að hin siðmenntaða Evrópa var orðin til og gyðingahatrið var hluti af Evrópu árið 1699, og það í ríkasta landi álfunnar. Þá, eins og í dag, leystu menn vandamál sín og geðræna kvilla með því að reka gyðinga í burtu og kenna þeim um alla heimsins kvilla.

Hollendingar stæra sig oft af því að vera það ríki í Evrópu, sem fyrst gaf gyðingum borgararéttindi og trúfrelsi og halda þess vegna að þeir hafi verið betri við gyðinga en flestir aðrir. Gyðingar í Hollandi voru oft taldir vera óhemjuríkir. Það er stór mýta. Í lok 18. aldar voru 54% gyðinga undi fátækramörkum og árið 1840 voru 60% gyðinga undir fátækramörkum. Í byrjun 20. aldar var ástandið ekki miklu betra. Þá voru hinir annars velstæðu, gyðingar ættaðir úr Portúgal orðnir armari en þýskættaðir gyðingar.

Gyðingahatur hefur ekki farið fram hjá hinu frjálslynda Hollandi í lok 20. aldar. Á síðustu árum hefur skítkastið og hatrið komið jafnt frá fótboltabullum sem kalla Ajax gyðingalið, sem frá ungum marokkönskum múslimum, sem gera aðsúg að gyðingum á leið til samkunduhúsa. Það hef ég sjálfur upplifað árið 1975 í den Haag. Ég leyfi mér aftur að mæla með ritgerð eftir Manfred Gerstenfeld

Þrátt fyrir morðæðið gegn gyðingum i Evrópu fyrir 60 árum, er ekkert fararsnið á gyðingum frá Ísrael. Fáir eru á leið til Madagaskar, Úganda eða Patagóníu, enda er land þeirra ÍSRAEL og það verður ekki aftur tekið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka góðan pistil um málefni sem er jafn brýnt að ræða nú og áður. Gyðingahatrið lifir nefnilega góðu lífi og því miður á Íslandi einnig.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sælir heiðursmenn.

Ég er ekki eins svartsýnn og þú Skúli. En ég hef þó haft martraðir líka. Ein leiðin til að þær verði ekki að veruleika, er virðing fyrir trúarbrögðum annarra (ekki þar með sagt að þú berir ekki virðingu fyrir Íslam, þótt þú sért dómharður).  En margir fylgismanna Íslams bera sannarlega ekki virðingu fyrir kristnum mönnum, gyðingum eða öðrum sem ekki vilja beygja sig undir boðskap Íslams. Gyðingahatur er leiður sjúkdómur og hefur eyðilagt mikið. Mér þykir leiðast að sjá hvernig allir vinstrimennirnir, sem að eigin sögn eru svo gáfaðir, aðhyllast þetta óeðli á fólskulegan hátt og gerast meðreiðarsveinar Íslamismans í hatrinu geng Ísrael.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Enn einu sinni að reyna að klína gyðingahatursstimpli á þá, sem gagnrýna landrán Ísraela. Staðreyndin er einfaldlega sú að stór hluti Ísrels er byggður á stolnu landi og það felst ekkert gyðingahatur í því að gera kröfu til þess að því sé skilað.

Sigurður M Grétarsson, 3.7.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Gyðingahatursstimpill" og dagblað frá 1699. Ég sé ekki alveg samhengið Sigurður. Lestu ekki áður en þú gagnrýnir það sem þú lest? Ertu viss um að þú sért jafnaðarmaður?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2007 kl. 06:07

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég var að vitna í þessi ummæli í grein þinni.

"Ýmsir Íslendingar gera sér þær grillu, að landamæri Ísraelríki sé til umræðu eins og þorskkvótinn á Íslandi. Maður fær oft á tilfinninguna að þessu fólki sé næst að halda að Ísraelsmenn eigi að yfirgefa land sitt og fara eitthvað út í buskann. Hvert skal halda? Til  Madagaskar, Patagóníu eða Alaska, eins og fyrrum var stungið upp á?  Þessi veruleikafirring hjá Íslendingum, sem vilja bjarga heimsfriðinum með því að minnka og skera niður Ísraelsríki, og jafnvel hjálpa til við eyðingu þess með Hamas, byggir á hatursveilu sem margir vinstri minn hafa þróað með sér."

Þessi texti inni í miðri grein um gyðingahatur í Evrópu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að þú teljir það til gyðingahaturs að gera kröfu til þess að Ísrelar skili hernumdu (stolnu) landi.

Sigurður M Grétarsson, 4.7.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband