Leita í fréttum mbl.is

Sönnunargagn frá 1699

haegsemercur 1699

Sigiđ músinni á myndina til ađ sjá hana betri og stćrri.

Ýmsir Íslendingar gera sér ţćr grillu, ađ landamćri Ísraelríki sé til umrćđu eins og ţorskkvótinn á Íslandi. Mađur fćr oft á tilfinninguna ađ ţessu fólki sé nćst ađ halda ađ Ísraelsmenn eigi ađ yfirgefa land sitt og fara eitthvađ út í buskann. Hvert skal halda? Til  Madagaskar, Patagóníu eđa Alaska, eins og fyrrum var stungiđ upp á?  Ţessi veruleikafirring hjá Íslendingum, sem vilja bjarga heimsfriđinum međ ţví ađ minnka og skera niđur Ísraelsríki, og jafnvel hjálpa til viđ eyđingu ţess međ Hamas, byggir á hatursveilu sem margir vinstri minn hafa ţróađ međ sér. Ísraelsríki er fyrir marga eitthvađ sem ber ađ hafa fyrirlitningu á líkt og á Bandaríkjunum. Ţetta er eins og hjá heilaţvegnum lýđnum á miđöldum, sem fylgdu hatursdoktrínum kirkjunnar. Ţótt ađ gyđingar vćru ekki til stađar í sumum löndum, voru ţeir samt innilega hatađir, fyrir morđiđ á Kristi og fyrir flest annađ sem miđur fór um álfuna.

Tillögur um ađ koma gyđingum burtu úr Evrópu eđa Palestínu hafa veriđ margar, sumar meira ađ segja settar fram af gyđingum til ađ friđţćgja lýđinn. En ţetta er gömul lausn, sem er greinilega miklu eldri en ţćr tillögur um brottflutning gyđinga sem settar voru fram i kjölfariđ á ("frćđilegu") bíólógísku gyđingahatri 19. aldar.

Ég á í fórum mínum gamalt dagblađ frá 17. júlí áriđ 1699. Cornelis van Bynkershoek, útgefandi dagbleđilsins Nieuwe Oprechte Haegse Mercur, sem gefinn var út í den Haag í Hollandi, skrifađi ţann dag á forsíđu blađsins um óskir sínar um ađ losa sig viđ gyđinga til nýja landsins í vestri, Ameríku. Hann heldur ţví međal annars fram ađ gyđingar sitji á fjórđungi allra eigna í Evrópu. Van Bynkershoek var mikils metinn lögfrćđingur og dómari. Lögfrćđi er handverk sem greinilega getur ekki lćknađ gyđinghatur. Hér sjáiđ ţiđ lesendur góđir, ađ hin siđmenntađa Evrópa var orđin til og gyđingahatriđ var hluti af Evrópu áriđ 1699, og ţađ í ríkasta landi álfunnar. Ţá, eins og í dag, leystu menn vandamál sín og geđrćna kvilla međ ţví ađ reka gyđinga í burtu og kenna ţeim um alla heimsins kvilla.

Hollendingar stćra sig oft af ţví ađ vera ţađ ríki í Evrópu, sem fyrst gaf gyđingum borgararéttindi og trúfrelsi og halda ţess vegna ađ ţeir hafi veriđ betri viđ gyđinga en flestir ađrir. Gyđingar í Hollandi voru oft taldir vera óhemjuríkir. Ţađ er stór mýta. Í lok 18. aldar voru 54% gyđinga undi fátćkramörkum og áriđ 1840 voru 60% gyđinga undir fátćkramörkum. Í byrjun 20. aldar var ástandiđ ekki miklu betra. Ţá voru hinir annars velstćđu, gyđingar ćttađir úr Portúgal orđnir armari en ţýskćttađir gyđingar.

Gyđingahatur hefur ekki fariđ fram hjá hinu frjálslynda Hollandi í lok 20. aldar. Á síđustu árum hefur skítkastiđ og hatriđ komiđ jafnt frá fótboltabullum sem kalla Ajax gyđingaliđ, sem frá ungum marokkönskum múslimum, sem gera ađsúg ađ gyđingum á leiđ til samkunduhúsa. Ţađ hef ég sjálfur upplifađ áriđ 1975 í den Haag. Ég leyfi mér aftur ađ mćla međ ritgerđ eftir Manfred Gerstenfeld

Ţrátt fyrir morđćđiđ gegn gyđingum i Evrópu fyrir 60 árum, er ekkert fararsniđ á gyđingum frá Ísrael. Fáir eru á leiđ til Madagaskar, Úganda eđa Patagóníu, enda er land ţeirra ÍSRAEL og ţađ verđur ekki aftur tekiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakka góđan pistil um málefni sem er jafn brýnt ađ rćđa nú og áđur. Gyđingahatriđ lifir nefnilega góđu lífi og ţví miđur á Íslandi einnig.

Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 28.6.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćlir heiđursmenn.

Ég er ekki eins svartsýnn og ţú Skúli. En ég hef ţó haft martrađir líka. Ein leiđin til ađ ţćr verđi ekki ađ veruleika, er virđing fyrir trúarbrögđum annarra (ekki ţar međ sagt ađ ţú berir ekki virđingu fyrir Íslam, ţótt ţú sért dómharđur).  En margir fylgismanna Íslams bera sannarlega ekki virđingu fyrir kristnum mönnum, gyđingum eđa öđrum sem ekki vilja beygja sig undir bođskap Íslams. Gyđingahatur er leiđur sjúkdómur og hefur eyđilagt mikiđ. Mér ţykir leiđast ađ sjá hvernig allir vinstrimennirnir, sem ađ eigin sögn eru svo gáfađir, ađhyllast ţetta óeđli á fólskulegan hátt og gerast međreiđarsveinar Íslamismans í hatrinu geng Ísrael.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Enn einu sinni ađ reyna ađ klína gyđingahatursstimpli á ţá, sem gagnrýna landrán Ísraela. Stađreyndin er einfaldlega sú ađ stór hluti Ísrels er byggđur á stolnu landi og ţađ felst ekkert gyđingahatur í ţví ađ gera kröfu til ţess ađ ţví sé skilađ.

Sigurđur M Grétarsson, 3.7.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Gyđingahatursstimpill" og dagblađ frá 1699. Ég sé ekki alveg samhengiđ Sigurđur. Lestu ekki áđur en ţú gagnrýnir ţađ sem ţú lest? Ertu viss um ađ ţú sért jafnađarmađur?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2007 kl. 06:07

5 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Ég var ađ vitna í ţessi ummćli í grein ţinni.

"Ýmsir Íslendingar gera sér ţćr grillu, ađ landamćri Ísraelríki sé til umrćđu eins og ţorskkvótinn á Íslandi. Mađur fćr oft á tilfinninguna ađ ţessu fólki sé nćst ađ halda ađ Ísraelsmenn eigi ađ yfirgefa land sitt og fara eitthvađ út í buskann. Hvert skal halda? Til  Madagaskar, Patagóníu eđa Alaska, eins og fyrrum var stungiđ upp á?  Ţessi veruleikafirring hjá Íslendingum, sem vilja bjarga heimsfriđinum međ ţví ađ minnka og skera niđur Ísraelsríki, og jafnvel hjálpa til viđ eyđingu ţess međ Hamas, byggir á hatursveilu sem margir vinstri minn hafa ţróađ međ sér."

Ţessi texti inni í miđri grein um gyđingahatur í Evrópu er ekki hćgt ađ skilja öđruvísi en svo ađ ţú teljir ţađ til gyđingahaturs ađ gera kröfu til ţess ađ Ísrelar skili hernumdu (stolnu) landi.

Sigurđur M Grétarsson, 4.7.2007 kl. 10:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband