24.6.2007 | 17:23
Opið bréf til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
Virðulegi ráðherra,
Það hefur ekki fari fram hjá neinum, að eitt af þínum hjartans málum er stjórnmálasamband við Palestínumenn, löglega kosna leiðtoga þjóðarinnar, bæði úr röðum Hamas og Fatah.
Nýlega hafa málin þróast þannig á Gazaströndinni, að Hamas, sem opinberlega hvetur til eyðingar Ísraelsríkis, hefur sagt sig úr lögum við hefðir þeirra manna sem kosnir eru í löglegum og lýðræðislegum kosningum, og hrakið þjóðkjörna leiðtoga Fatah í burtu frá Gazaströndinni. Nú eru í raun tvö ríki Palestínu, sem þú getur væntanlega ekki gert upp á milli.
Mig langar að biðja þig, þegar þú ferð til Gaza að beita þér í einu máli:
Á skjön við allar alþjóðareglur rændu liðsmenn Hamas ungum Ísraelsmanni, Gilat Schalit, inni í Ísrael fyrir réttu ári síðan. Tveir félagar hans voru myrtir. Honum hefur síðan verið haldið föngnum og notaður til að krefjast lausnar hundruða glæpamanna sem sitja í fangelsum Ísraels og annarra landa.
Þú hefur áður hvatt til þess að Íslendingar einangri þjóðir sem brjóta alþjóðasáttmála og sagt það vera siðferðilega skyldu Íslendinga að gera slíkt. Palestínska þjóðin kaus Hamas og hefur lagt blessun sína yfir mannrán á Ísraelsku yfirráðasvæði. Palestínska þjóðin kaus Hamas, sem hefur útrýmingu Ísraelsríkis á stefnuskrá sinni. Er ekki siðferðileg skylda þín að einangra Palestínumenn ef þeir gera ekki það sem þú biður þá um?
Virðulegi ráðherra, valdið er í hendi þinni. Þú kemur frá þjóð í norðri sem getur leyft sér að "einangra aðrar þjóðir siðferðislega".
Áður en þú situr heilu þjóðirnar í einangrun, væri á hinn bóginn mikill heiður af því fyrir Ísland, ef þér tækist að koma því verk, að hinn tvítugi Gilat Schalit yrði frelsaður og um leið komið Palestínumönnum í skilning um, að þeir nái engu fram með áframhaldandi árásum á saklausa borgara í Ísrael og annars staðar eða með stuðningi við hryðjuverk um heim allan.
Virðulegi ráðherra, ég hlakka til að sjá ferðaáætlun þína til Palestínu.
Virðingarfyllst
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Kynning, Menning og listir | Breytt 27.6.2007 kl. 19:00 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 1352686
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þessi pistill verður að ná til ISG!
Heiða B. Heiðars, 24.6.2007 kl. 17:37
Sæl Heiða, ég held að Ingibjörg Sólrún stelist ansi oft í Moggabloggið eins og við hins, en ég sé vitaskuld til þess að hún fái bréf mitt - og vona að hún geri eitthvað gagn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.6.2007 kl. 18:46
Var hún ekki í Noregi að kynnast reynslu Norðmanna af Hamas?Ingibjörg hlýtur að búa til skýrslu um þá ferð. Forveri hennar í starfinu var líka með svipaðar fyrirætlanir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.6.2007 kl. 20:46
Nokkur atriði varðandi þetta bréf. Samkvæmt Genfarsáttmálanum og nokkrum öðrum alþjóðasáttmálum er íbúum hernuminna svæða heimilt að ástunda vopnaða andspyrnu gegn hernáminu og flokkast það undir sjálfsvörn. Alþjóðalög eru reyndar ekki mjög skýr með það hversu langt þeir mega ganga í því efni, en það að ráðas á hermenn hernámsliðsins og vega þá eða handtaka er klárlega innan marka heimillar vopnaðrar andspyrnu. Það að handtaka Gilat Schalit og vega tvo félaga hans fellur því klárlega undir heimila vopnaða andspyrnu og er því ekki á skjön við nein alþjóðalög. Hins vegar á Gilat Schalit að njóta réttinda stríðsfanga og hafa meðal annars heimild til að fá heimsóknir frá Rauða krossinum en þau réttindi hans hafa verið hundsuð og ber að fordæma það. Í því efni verður þó að hafa það í huga að erfitt er fyrir andspyrnumenn í hernumdu ríki að fara eftir þessari reglu vegna þess að þeir verða að halda verustað stríðsfangans leyndum fyrir hernámsríkinu meðan þeir eru enn innan hernámssvæðisins því þar innan hefur hernámsríkið öll tögl og haldir til að sækja sinn mann og drepa þá, sem halda honum föngnum. Það er misskilningur hjá þér Vilhjálmur, sem þú hefur skrifað annars staðar, (þar, sem ekki er lengur hægt að koma með andsvar) að ég sé að líka grimmd Ísraela við grimmd Nasista. Ég er hins vegar að segja það að Palestínumenn hafa sama rétt á vopnaðri andspyrnu við hernám Ísraela eins og íbúar hernuminna ríkja Nasista í síðari heimstyrjöldinni höfðu. Það er því engin munur á þegar Palestínumenn fella Ísraelskan hermann og þegar íbúar hernuminna ríkja Þjóðverja felldu þýskan hermann. Hitt er þó staðreynd að grimmd og hrottaskapur Ísraela gagnvart Palestínumönnum er þvílík að það er á verulega gráu svæði að flokka Ísraela meðal siðaðra ríkja veraldar. Við erum að tala um ríki, sem á fyllilega skilið nafngiftina “hryðjuverkaríkið Ísrael”, sem Jónas Kristjánsson notaði oft í ritsjórnarpistlum sínum hjá DV. Með þessu er ég þó ekki að segja að Ísrael sé versta hermámsríki veraldar enda grimmd Kínverja gagnvart Tíbetum og grimmd Rússa gagnvart Téténum mun meiri en grimmd Ísraela gangvart Palestínumönnum. Svo ekki sé talað um grimmd Indónesa gagnvart íbúum Austur Tímor meðan hernám þeirra stóð þar. Það afsakar þó ekki villimennsku Ísraela. Ef Ingibjörg Sólrún ætti að fara að ræða brot á alþjóðalögum í deilu Ísraela og Palestínumanna þá held ég að hún þyrfti að ræða ansi miklu lengur við hið grimma hernámsríki Ísrael en við ráðemenn í Palestínu. Ég efast um að það finnist margar greinar í Genfarsáttmálanum um meðferð hernámsríkis á íbúum hernámssvæðis síns, sem Ísralar hafa ekki margbrotið. Svo dæmi sé tekið er það alvarlegt brot á alþjóðalögum að hrekja íbúa hernámssvæðis frá heimkimum sínum og flytja eigin borgara á það svæði til búsetu. Það er alveg rétt hjá þér að það er rétt að gagnrýna árásir Palestínumanna á saklausa Ísraela en það er ekki síður ástæða til að ræða margfalt fleiri árásir og morð Ísraela á saklausum Palestínumönnum. Í pistli þínum, sem ég nefndi áðan, talar þú um að það hljóti að varða við lög stuðningur minn við hryðjuverk. Getur þú nefnt eitt atriði í þessu eða eldri skrifum mínum, sem flokkast getur undir stuðning við hryðjuverk? Ég er aðeins að styðja baráttu Palestínumanna gegn grimmdarlegu hernámi Ísraela. Það að einhverjir berjist fyrir þeim sama málstað með hryðjuverkum gerir mig ekki að stuðningsmanni hryðjuverka. Ég held að þú ættir frekar að líta í eigin barm og skoða stuðning þinn við hermámsríki, sem fremur jafn skipulega villimannslega stíðsglæpi og Ísrael. Ef þú vilt leita af hryðjuverkamönnum/stríðsglæpamönnum í miðausturlöndum þá finnur þú þá flesta meðal borgara hernámsríkisins Ísrael.
Sigurður M Grétarsson, 24.6.2007 kl. 21:47
Biðst afsökunar á að hafa klúðrað greinaskilum. Hér kemur þetta vonandi rétt frá mér.
Nokkur atriði varðandi þetta bréf. Samkvæmt Genfarsáttmálanum og nokkrum öðrum alþjóðasáttmálum er íbúum hernuminna svæða heimilt að ástunda vopnaða andspyrnu gegn hernáminu og flokkast það undir sjálfsvörn. Alþjóðalög eru reyndar ekki mjög skýr með það hversu langt þeir mega ganga í því efni, en það að ráðas á hermenn hernámsliðsins og vega þá eða handtaka er klárlega innan marka heimillar vopnaðrar andspyrnu. Það að handtaka Gilat Schalit og vega tvo félaga hans fellur því klárlega undir heimila vopnaða andspyrnu og er því ekki á skjön við nein alþjóðalög. Hins vegar á Gilat Schalit að njóta réttinda stríðsfanga og hafa meðal annars heimild til að fá heimsóknir frá Rauða krossinum en þau réttindi hans hafa verið hundsuð og ber að fordæma það. Í því efni verður þó að hafa það í huga að erfitt er fyrir andspyrnumenn í hernumdu ríki að fara eftir þessari reglu vegna þess að þeir verða að halda verustað stríðsfangans leyndum fyrir hernámsríkinu meðan þeir eru enn innan hernámssvæðisins því þar innan hefur hernámsríkið öll tögl og haldir til að sækja sinn mann og drepa þá, sem halda honum föngnum. Það er misskilningur hjá þér Vilhjálmur, sem þú hefur skrifað annars staðar, (þar, sem ekki er lengur hægt að koma með andsvar) að ég sé að líka grimmd Ísraela við grimmd Nasista. Ég er hins vegar að segja það að Palestínumenn hafa sama rétt á vopnaðri andspyrnu við hernám Ísraela eins og íbúar hernuminna ríkja Nasista í síðari heimstyrjöldinni höfðu. Það er því engin munur á þegar Palestínumenn fella Ísraelskan hermann og þegar íbúar hernuminna ríkja Þjóðverja felldu þýskan hermann. Hitt er þó staðreynd að grimmd og hrottaskapur Ísraela gagnvart Palestínumönnum er þvílík að það er á verulega gráu svæði að flokka Ísraela meðal siðaðra ríkja veraldar. Við erum að tala um ríki, sem á fyllilega skilið nafngiftina hryðjuverkaríkið Ísrael, sem Jónas Kristjánsson notaði oft í ritsjórnarpistlum sínum hjá DV. Með þessu er ég þó ekki að segja að Ísrael sé versta hermámsríki veraldar enda grimmd Kínverja gagnvart Tíbetum og grimmd Rússa gagnvart Téténum mun meiri en grimmd Ísraela gangvart Palestínumönnum. Svo ekki sé talað um grimmd Indónesa gagnvart íbúum Austur Tímor meðan hernám þeirra stóð þar. Það afsakar þó ekki villimennsku Ísraela. Ef Ingibjörg Sólrún ætti að fara að ræða brot á alþjóðalögum í deilu Ísraela og Palestínumanna þá held ég að hún þyrfti að ræða ansi miklu lengur við hið grimma hernámsríki Ísrael en við ráðemenn í Palestínu. Ég efast um að það finnist margar greinar í Genfarsáttmálanum um meðferð hernámsríkis á íbúum hernámssvæðis síns, sem Ísralar hafa ekki margbrotið. Svo dæmi sé tekið er það alvarlegt brot á alþjóðalögum að hrekja íbúa hernámssvæðis frá heimkimum sínum og flytja eigin borgara á það svæði til búsetu. Það er alveg rétt hjá þér að það er rétt að gagnrýna árásir Palestínumanna á saklausa Ísraela en það er ekki síður ástæða til að ræða margfalt fleiri árásir og morð Ísraela á saklausum Palestínumönnum. Í pistli þínum, sem ég nefndi áðan, talar þú um að það hljóti að varða við lög stuðningur minn við hryðjuverk. Getur þú nefnt eitt atriði í þessu eða eldri skrifum mínum, sem flokkast getur undir stuðning við hryðjuverk? Ég er aðeins að styðja baráttu Palestínumanna gegn grimmdarlegu hernámi Ísraela. Það að einhverjir berjist fyrir þeim sama málstað með hryðjuverkum gerir mig ekki að stuðningsmanni hryðjuverka. Ég held að þú ættir frekar að líta í eigin barm og skoða stuðning þinn við hermámsríki, sem fremur jafn skipulega villimannslega stíðsglæpi og Ísrael. Ef þú vilt leita af hryðjuverkamönnum/stríðsglæpamönnum í miðausturlöndum þá finnur þú þá flesta meðal borgara hernámsríkisins Ísrael.Sigurður M Grétarsson, 24.6.2007 kl. 22:04
Eitthvað er þetta erfitt þegar maður skrifar þetta fyrst í word og afritar yfir. Vonandi tekst að gera þetta læsilegt núna.
Nokkur atriði varðandi þetta bréf. Samkvæmt Genfarsáttmálanum og nokkrum öðrum alþjóðasáttmálum er íbúum hernuminna svæða heimilt að ástunda vopnaða andspyrnu gegn hernáminu og flokkast það undir sjálfsvörn. Alþjóðalög eru reyndar ekki mjög skýr með það hversu langt þeir mega ganga í því efni, en það að ráðas á hermenn hernámsliðsins og vega þá eða handtaka er klárlega innan marka heimillar vopnaðrar andspyrnu. Það að handtaka Gilat Schalit og vega tvo félaga hans fellur því klárlega undir heimila vopnaða andspyrnu og er því ekki á skjön við nein alþjóðalög. Hins vegar á Gilat Schalit að njóta réttinda stríðsfanga og hafa meðal annars heimild til að fá heimsóknir frá Rauða krossinum en þau réttindi hans hafa verið hundsuð og ber að fordæma það. Í því efni verður þó að hafa það í huga að erfitt er fyrir andspyrnumenn í hernumdu ríki að fara eftir þessari reglu vegna þess að þeir verða að halda verustað stríðsfangans leyndum fyrir hernámsríkinu meðan þeir eru enn innan hernámssvæðisins því þar innan hefur hernámsríkið öll tögl og haldir til að sækja sinn mann og drepa þá, sem halda honum föngnum. Það er misskilningur hjá þér Vilhjálmur, sem þú hefur skrifað annars staðar, (þar, sem ekki er lengur hægt að koma með andsvar) að ég sé að líka grimmd Ísraela við grimmd Nasista. Ég er hins vegar að segja það að Palestínumenn hafa sama rétt á vopnaðri andspyrnu við hernám Ísraela eins og íbúar hernuminna ríkja Nasista í síðari heimstyrjöldinni höfðu. Það er því engin munur á þegar Palestínumenn fella Ísraelskan hermann og þegar íbúar hernuminna ríkja Þjóðverja felldu þýskan hermann. Hitt er þó staðreynd að grimmd og hrottaskapur Ísraela gagnvart Palestínumönnum er þvílík að það er á verulega gráu svæði að flokka Ísraela meðal siðaðra ríkja veraldar. Við erum að tala um ríki, sem á fyllilega skilið nafngiftina hryðjuverkaríkið Ísrael, sem Jónas Kristjánsson notaði oft í ritsjórnarpistlum sínum hjá DV. Með þessu er ég þó ekki að segja að Ísrael sé versta hermámsríki veraldar enda grimmd Kínverja gagnvart Tíbetum og grimmd Rússa gagnvart Téténum mun meiri en grimmd Ísraela gangvart Palestínumönnum. Svo ekki sé talað um grimmd Indónesa gagnvart íbúum Austur Tímor meðan hernám þeirra stóð þar. Það afsakar þó ekki villimennsku Ísraela. Ef Ingibjörg Sólrún ætti að fara að ræða brot á alþjóðalögum í deilu Ísraela og Palestínumanna þá held ég að hún þyrfti að ræða ansi miklu lengur við hið grimma hernámsríki Ísrael en við ráðemenn í Palestínu. Ég efast um að það finnist margar greinar í Genfarsáttmálanum um meðferð hernámsríkis á íbúum hernámssvæðis síns, sem Ísralar hafa ekki margbrotið. Svo dæmi sé tekið er það alvarlegt brot á alþjóðalögum að hrekja íbúa hernámssvæðis frá heimkimum sínum og flytja eigin borgara á það svæði til búsetu. Það er alveg rétt hjá þér að það er rétt að gagnrýna árásir Palestínumanna á saklausa Ísraela en það er ekki síður ástæða til að ræða margfalt fleiri árásir og morð Ísraela á saklausum Palestínumönnum. Í pistli þínum, sem ég nefndi áðan, talar þú um að það hljóti að varða við lög stuðningur minn við hryðjuverk. Getur þú nefnt eitt atriði í þessu eða eldri skrifum mínum, sem flokkast getur undir stuðning við hryðjuverk? Ég er aðeins að styðja baráttu Palestínumanna gegn grimmdarlegu hernámi Ísraela. Það að einhverjir berjist fyrir þeim sama málstað með hryðjuverkum gerir mig ekki að stuðningsmanni hryðjuverka. Ég held að þú ættir frekar að líta í eigin barm og skoða stuðning þinn við hermámsríki, sem fremur jafn skipulega villimannslega stíðsglæpi og Ísrael. Ef þú vilt leita af hryðjuverkamönnum/stríðsglæpamönnum í miðausturlöndum þá finnur þú þá flesta meðal borgara hernámsríkisins Ísrael.Sigurður M Grétarsson, 24.6.2007 kl. 22:07
Sigurður M. Grétarssyni er greinilega mikið niðri fyrir, sendir sama bréfið þrisvar. Ég læt það standa.
Ingibjörg Sólrún, getur þú ekki tekið Sigurð með þér til Gaza, sem sérlegan erindreka. Hann er víst yfirmaður hjólreiðakappanna á Íslandi, (sem er fólk í mikilli hættu), svo hann er ýmsum hættum vanur.
Þegar þið hafið fengið leyfi til að heimsækja Gilat Schalit, sem rænt var "á löglegan hátt" samkvæmt Sigurði, getið þið skroppið skottúr til Jórdaníu og spurt Hussain fjölskylduna af hverju þau drápu 8000 Palestínumenn á sínum tíma.
Sigurður, hefur þú ekki fylgst með? Ísrael er ekki lengur í Gaza. Það eru vinir þínir í Hamas og Fatah, sem stjórnað hafa þar og hafa t.d. splundrað öllum gróðurhúsunum, sem skilin voru eftir handa þeim af Ísraelum. Þeir hafa nefnilega engan tíma til að búa til mat! Heimta hann bara sem Takeaway fra SÞ.
Grimmilegt uppgjör Hamas og Fatah kemur Ísraelsmönnum ekkert við. Uppgjörið er afleiðing spillingar og óeiningar sem ávallt hefur fylgt þessari ólánsömu þjóð, síðan hún varð til á pappírnum.
Ingibjörg Sólrún, taktu líka Jónas Kristjánsson með þér til Gaza. Hann gæti kennt þeim að skjóta hvorn annan í blöðunum í stað þess að gera það á götum úti.
Sigurður M. Grétarsson, er þér kunnugt um að þú ert að brjóta alþjóðlega samninga, sem Íslendingar hafa samþykkt !, þegar þú opinberlega líkir Ísraelum við hermenn nasista, sem útrýmdu gyðingum. Mundu að stofnandi og hugmyndafræðingur Hamas var bandamaður Hitlers. Hamas hefur alltaf haft útrýmingu gyðinga á dagskrá sinni. Þetta er relatívismi hjá þér, sem sver sig í ætt við afneitun Helfararinnar. Ingibjörg Sólrún getur frætt þig um það. Hún á samkomulagið.
Sigurður, ef þú heldur áfram þeim ósóma að líkja gyðingum við böðla þeirra á þessu bloggi, neyðist ég að fjarlægja þig með valdi. Hér vil ég ekki hafa neina terrorista og ofbeldismenn flakkandi með ofuryrði. Stuðningur þinn við Palestínumenn á ekki að þurfa að notast við ósmekklegar samlíkingar á Ísraelsríki við ríki Evrópuþjóðarinnar sem ætlaði sér að útrýma gyðingum og sem á endanum átti sök á dauða tugmilljóna manna í Evrópu. Ef þú heldur því áfram mun verða gripið til viðeigandi ráða.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.6.2007 kl. 02:40
Þetta með þrjár útgáfur snýst reyndar um vandræði mín með að fá greinaskil í textaa, sem ég afritaði úr word skjali. Ég endaði með að þura að játa mig sigraðan í þeim efnum. Það er alger óþarfi að láta tvær seinni útgáfurnar standa en er samt ekkert að því.
Það eru nokkur ár síðan ég hætti, sem formaður Landsamtaka hjólreiðamanna þannig að vart get ég talist "yfirmaður hjólreiðakappanna á Íslandi".
Það að Jórdanir hafi drepið 8.000 Palestínumenn réttlætir ekki grimmilega meðferð Ísraela á Palestínumönnum.
Ég man ekki til þess að hafa kennt Ísraelum beinlínis um deilur Fatah og Hamas en það ástand, sem hernám Ísraela hefur skapað á reyndar sinn þátt í ástandinu en það dregur í engu úr ábyrgð þeirra, sem þarna berast á banaspjótum.
Ekki get ég áttað mig á því hvaða alþjóðlegir samningar banna það að líkja Ísraelum við Nasista. Hitt er annað mál að ég man ekki til þess að hafa nokkurn tíman gert það. Ég hef aðeins bent á það að vopnuð barátta gegn hernámi er heimil samkvæmt alþjóðsáttmálum og því er réttur Palestínumanna til að vega ísrelska hermenn sá sami og réttur hernuminna þjóða Þjóðverja í síðari heimstyrjöldinni til að vega þýska hermenn. Þetta átti líka við um rétt Afgana til að vega Sovéska hermenn meðan Afganistan var hernumið af Sovétmönnum og rétt íbúa Kuweit til að vega Íraska hermenn meðan Kuweit var hernumið af Írökum.
Þó réttur íbúa hernámssvæðanna til vopnaðrar andspyrnu sé sá sami í öllum þessum tilfellum er ekki þar með sagt að grimmd hernámsliðsins sé sú sama. Það skiptir einfaldlega engu máli. Það að ein þjóð hernemi aðra veitir hinni hernumdu þjóð rétt til vopnaðrar andsprnu.
Ekki veit ég hvað fær þig til að kalla mig "terrorista og ofbeldismann" og kannast ekki við að slíkt geti átt við mig. Ég kannast heldur ekki við að hafa skrifað neitt, sem kallast getur stuðningur við slíkt eins og þú hefur áður verið að klína á mig. Það verð ég líka að segja að þegar stuðninsmaður jafn girmmilegs hernámsríkis og Ísraels er farin að gagnrýna aðra fyrir að styðja ofbeldismenn þá er viðkomandi farinn að kasta steini úr glerhúsi.
Þessi skrif þín um stuðning minn við ofbeldismenn er álíka og sumar þær tilvitnanir, sem þú kallar gyðingahatur hér til vinstri á bloggsíðunni þinni. Þó sumt af þessu geti flokkast, sem gyðingahatur á það engan vegin við allar þessar tilvitnanir. Slíkt á alveg sérstaklega við tilvitnun þína í grein Sveins Rúnars Hauksssonar. Orðið "gyðingur" kemur hvergi fyrir í þessari grein hans. Gagnrýni á þjóðríkið Ísrael getur á engan hátt flokkast undir gyðingahatur þó stuðningsmenn Ísraela reyni oft að klína slíkum stimpli á stuðningsmenn Palestínumanna til að gera minna en efni standa til úr gagnrýni þeirra. Ég lkannast ekki við að hafa nokkurn tíman lesið eða heyrt neitt koma frá Sveini Rúnari Haukssyni, sem getur flokkast undir gyðingahatur. Ég er þess fullviss að ef hann færi í meiðyrðamál við þig fyrir að kalla hann gyðingahatara þá ynni hann það mál alveg örugglega.
Sigurður M Grétarsson, 25.6.2007 kl. 22:38
Sigurður Grétarsson, samkvæmt EUMC eru samlíkingar þínar á Ísrael og Þýskalandi nasismans gyðingahatur! Þú skrifaðir "Það er því engin munur á þegar Palestínumenn fella Ísraelskan hermann og þegar íbúar hernuminna ríkja Þjóðverja felldu þýskan hermann."
Fyrst þú ert að draga Svein Rúnar Hauksson inn í málið, hefur hann einnig stundað sömu iðju og þú, reyndar ekki hér á mínu bloggi.
Hann hefur til að mynda skrifa grein sem hann kallaði. Ísrael, Ísrael über alles. Á þingi um gyðingahatur á Akureyri í apríl 2006 skilgreindi prófessor Wolfgang Benz þessa grein Sveins sem "Anti-Semitismus".
Ég vona að þú skiljir orð mín og afleiðingar skrifa þinna. Barátta þín fyrir Palestínuþjóðina er ósmekkleg. Stuðningur þinn við Hamas er gegn vilja hins siðmenntaða heims. Mér sýnis að einu fórnarlömb stuðnings þíns við Palestínuþjóðina séu Palestínumenn sjálfir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2007 kl. 02:33
Ég hélt að jafn vel menntaður maður og þú ætti að geta skilið munin á því að bera saman rétt hernuminna þjóða til vopnaðrar andspyrnu gegn hernámi og að halda því fram að grimmd hernámsríkjanna sé sú sama. Málið er einfalt, réttur hernuminna þjóða til vopnaðrar andspyrnu er til staðar í alþjóðasáttmálum. Palestínumenn hafa sama rétt til að vega ísrelska byssumenn (hermenn) og Ísraelar til að vega palestínska byssumenn. Ástæða þess að ég hef sérstaklega talað um víg á þýskum hermönnum í síðari heimstyrjöldinni er sú að það eru dæmi, sem við Íslendingar rétt eins og aðrir Evrópubúar þekkjum og lítum á þá, sem stríðshetjur en ekki hryðjuverkamenn, sem það gerðu. Það er hræsni í meira lagi að líta á víg á þýskum hermönnum í síðari heimstyrjöldinni sem hetjudáð en líta einhverjum öðrum augum á víg Palestímumanna á ísraelskum hermönnum. Það breytir engu í þvíu efni þó grimmd þessara tveggja hernámsliða sé á engan hátt sambærileg, hernám er hernám.
Ég tók það sérstaklega fram í síðasta pistli mínum hér á blogginu að með þessu væri ég ekki að líkja grimmd hernámsæliðana saman. Þú ættir að lesa greinar áður en þú svarar þeim. Ég tók einnig líkingu við tvö önnur hermám. Hvað er það annars, sem þú telur svo sérstakt við hermám Ísraela að íbúar hernámssvæða þeirra hafi ekki rétt til vopnaðrar andspyrnu rétt eins og íbúar annarra hernámssvæða í sögunni? Hvað er það í alþjóðasamningum um rétt íbúa hernámssvæða til vopnaðrar andspyrnu við hernám, sem undanskilur hernám Ísraela í Palestínu?
Ég er ekki gyðingahatari og hef aldrei skrifað neitt, sem talist getur gyðingahatur. Orði þín um gyðingahatur mitt eru aðeins hugarburður þinn þar, sem þú eins og margir stuðningsmenn Ísrela eru að reyna að klína gyðingahatursstimpli á gagnrýnendur framferðis Ísraela gagnvart Palestínumönnum til að gera lítið úr málstað þeirra. Þetta eru aðferðir rökþrota manna, gera lítið úr gagnrýnandanum ef ekki er hægt að hrekja gagnrýni hans.
Þessi prófessor Wolfgan Bens er greinilega að falla í þessa sömu gryfju. Orðið gyðingur kemur hvergi fram í þessari grein. Hann segir "ÍSRAEL über alles" en ekki "gyðingar über alles
Sigurður M Grétarsson, 26.6.2007 kl. 22:25
Ýtti óvart á takkan "semda áður en ég var búinn með greinina. Hér kemur áframhaldið.
Gagnrýni á framferði þjóðríkisins Ísrel getur ekki á nokkurn hátt talist gyðingahatur, ekki einu sinni ómálefnanleg gagnrýni á það þjóðríki. Ef þetta ætti að teljast gyðingahatur þá ætti gagnrýni á framferði Rússa í Tétéíu að teljast fordóar gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og gagnrýni á framferði Breta á Norður Írlandi að teljast fordómar gegn ensku biskupakirkjunni. Þessi umrædda grein Sveins Rúnars Haukssonar getur því ekki á nokkurn hátt talist gyðingahatur og ef hann færi í mál við þig fyrir að kalla hana slíkt myndi hann örugglega vinna það mál.
Enn ert þú að halda því fram að ég styðji Hamas. Hvernig væri að þú færðir rök fyrir þeim orðum þínum? Hvernig væri að þú vitnaðir í einhver ummæli mín um slíkan stuðning? Hvernig væri að þú færir að svara skrifum mínum með rökum í stað þess að kalla mig uppnefnum eins og gyðingahatari eða terroristi?
Ef einhver á skilið gagnrýni fyrir að koma fram með fordóma gagnvart trúarbrögðum á þessari bloggsíðu er það Skúli Skúlason. Skrif hans um Islam eru vægast sagt ósmekkleg og lýsa miklum fordómun enda myndu þau væntanlega hvergi fást birt á lesendasíðum dagblaða.
Sigurður M Grétarsson, 26.6.2007 kl. 22:39
Ég skil ekkert í Ísraelsvinum hvernig þeir leggjast svona lágt til að verja aðgerðir og yfirgang Ísraelsríki. Um leið og einhver mótmæli þessu hryðjuverkaríkið þá fara þessir menn að væla og segja þetta flokkist undir gyðinga hatur. Mig langar að spyrja, Hver var það sem laumaðist ólöglega inní gamla Palestínu og rak fólkið frá sínum heimilum? Var það ekki Ísraelsmenn? Hver brýtur og hunsar alla ályktanir Sameinuðu þjóðanna í máli Palestínu? Hver annar en Ísrael? Hver hertekur land frá þrem nágrannaríkjum? Hver hefur 11000 pólitíska, Palestínu, fanga? annar en Ísrael?
Það eru réttur Palestínumanna að berjast fyrir frelsi sínu. Þessir hermenn voru þar til að drepa Palestínumenn. Þessi hermenn eru hluti af morðingjum sem hertaka og drepa saklaust fólk. Vinir þinir, Ísraelsmenn, sem hertaka Vesturbakkann, Jerúsalem, Gólan hæðir og Shaba líbanska svæði, hafa haldið áfram morðæði sínu og sést það með því að 12 Palestínumenn hafa verið drepnir, bara í dag . Ég er alveg sammál þér að það á að sleppa Gilaad en ekki fyrir en Ísrael sleppir 11000 þúsund palestínskum föngum, þar af 400 börn yngri en 18 ára, og draga sig tilbaka af herteknu svæði Palestínumanna, Sýrlendinga og Líbana.
Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:47
Sigurður. Það eru ýmsir takkar í ólagi hjá þér. Ekki aðeins "senda" takkinn. Mæli með því að þú fáir þér betri tölvu ef þú hefur ráð á því.
Ísrael er land Gyðinga. Ísrael er sameiningaheiti Gyðingaþjóðarinnar. Flestir Ísraelar eru gyðingar. Önnur trúarbrögð eru þó ekki bönnuð í Ísrael, eins og meðal aarabaríkjanna og Palestínumanna, sem vilja banna gyðingum búsetu á "gömlu" landi sínu. Sumar yfirlýsingar þínar og annarra Íslendinga eru gyðingahatur. Ef þú ert ósáttur við það getur þú farið í mál með formanni Palestínuvinafélaginu (sem þú ert víst málpípa fyrir) og þið saman getið lagt fram greinar ykkar fram í réttinum hér í Danmörku. En þú hefur öllu að tapa eins og þjóð sú sem þú lifir og hrærist fyrir. Þú ert væntanlega læs, þótt takkarnir séu lausir. Lestu hvað EUMC skrifar. Þegar maður líkir Ísraelsmönnum við nasista er maður gyðingahatari. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Skrif Skúla Skúlasonar eru hans eigið mál. Hann á vonandi ekki yfir höfði sér nokkrar Fötwur, þó hann leyfi sér að setja fram skoðanir. Skúli skoðar það sem stendur í Kóraninum. Engin getur bannað honum það. Ef hann snýr ekki út úr því sem stendur þar og rangfærir, sé ég ekkert að því að hann tjái sig. Hann líkir ekki eins og þú, þjóð, sem er að verja sig gegn 6 nágrannaþjóðum og öðrum, við Þjóðverja sem myrtu milljónir manna fyrir 60 árum og fengu til þess stuðning æðstaprests múslima í Jerúsalem, hugmyndafræðing afvegaleiddrar baráttu Palestínumanna.
Best væri þó fyrir þig að fara til Gaza og berjast með vinum þínum við "nasistana" frá Ísrael. Þeir nota sömu rök og þú og teikna myndir af Ísraelum sem nasistum. Meira hef ég ekki að segja við þig. Langur hjólreiðartúr og köld sturta væri kannski til bóta.
Salam Salman. Sé að þú ert alveg kominn í spreng að ræða við mig.
Vopnuð barátta Palestínuþjóðarinnar hefur ekki skilað miklu. Ertu ekki sammála. Hvorki gegn Ísrael né öðrum. Tími er nú kominn fyrir Palestínumenn að venda kvæði sínu í kross, ef svo má að orði komast.
Palestínumenn eru ekki saklausustu börn jarðarinnar. Það er víst staðreynd, sem runnin er upp fyrir flestum. Þegar þeir hætta að kenna öðrum um og ræða frið á málefnalegan hátt, hætta að drepa hvern annan, hætta að líkja gyðingum við nasista, viðurkenna hatur sitt á gyðingum og kristnum gegnum aldirnar, og elska náungann eins mikið og sjálfa sig, þá gerast örugglega kraftaverk.
Palestínumenn hafa haft alla möguleika og velvild heimsins. Þeir hafa valið að hatast við gyðinga í Ísrael og um heim allan. Á einhvern undarlegan hátt tekst alltaf að glopra því niður sem staðið hefur Palestínumönnum til boða.
Mér finnst á núverandi stigi ekki nein ástæða fyrir Ísrael að skila neinu landsvæði til baka. Sum þessara svæða eru nú ísraelsk landssvæði vegna þess að arabaríki ætluðu sér að "útrýma" Ísrael. Við sjáum hvað gerðist eftir að Ísraelsk búseta var hrakin frá Gaza, þar sem gyðingar hafa búið í yfir 2000 ár.
Palestína er ekki gamalt land eins og þú heldur fram Salmann, og hefur aldrei verið til sem eiginlegt ríki áður en Ísrael var endurreist. Forfeður þínir hafa ekki verið Palestínumenn í þúsundir ára og hugsanlega voru einhverjir af forfeðrum þínum gyðingar, sem neyddir voru til að taka Múhameðstrú (nema að þú sért kristinn). Ég virði þó ósk þína um um land fyrir Palestínumenn, en þar verða þó gyðingar að geta búið óáreittir eins og aðrir íbúar ef Palestínumenn eiga að búa í Ísrael.
Ég verð þó að viðurkenna að mér þykir ólíklegt að mér verði að ósk minni í Hamastan, en fyrrverandi? afneitari helfarar Gyðinga, Abbas á Vesturbakka, gæti hugsanlega leyft Gyðingum að búa á Vesturbakkanum.
Friður kemur, en leiðin að honum er ekki vopnuð barátta, sjálfsmorðsárásir, hryðjuverk, eldflaugaárásir, ósannindi og afneitun helfarar gyðinga.
Lifðu heill
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.