Leita í fréttum mbl.is

Er ekki nóg komiđ?

Barak i Al Ahkbar

Barak í egypska dagblađinu Al-Akhbar

Ég hef fengiđ nokkra gesti í heimsókn á bloggiđ mitt, sem eru miklir stuđningsmenn Palestínumanna. Ein helstu rök ţessara manna eru samlíkingar ţeirra á Ísraelsríki viđ Ţýskaland nasismans.

Mig langar ađ benda ţeim á ađ EUMC (European Monitoring Centre on Racism and Xenophobia) hefur sett ákveđna stađla á hvađ gyđingahatur er. Samkvćmt reglum EUMC eru ţessir tveir- ţrír gestir mínir, sem sí og ć líkja Ísraelum og gerđum ţeirra viđ nasista og óyndisverk ţeirra, gyđingahatarar (rasistar). Síđast í fyrradag ţegar ég birti opiđ bréf til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, kom einn af ţessum gyđingahöturum í heimsókn.

Niđurstöđur EUMC varđandi gyđingahatur sem tengist Ísrael eru ţessar:

 • Denying the Jewish people their right to self-determination, e.g., by claiming that the existence of a State of Israel is a racist endeavor.
 • Applying double standards by requiring of it a behavior not expected or demanded of any other democratic nation.
 • Using the symbols and images associated with classic anti-Semitism (e.g., claims of Jews killing Jesus or blood libel) to characterize Israel . . . .
 • Drawing comparisons of contemporary Israeli policy to that of the Nazis.
 • Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.
 •  

  Bendi ég mönnum á ađ lesa ţessa ágćtu grein eftir Dr. Manfred Gerstenfeld til ađ frćđast um skilgreiningu EUMC á gyđingahatri.

  Ef ég sé fleiri landa mína líkja Ísraelsríki viđ Hitler-Ţýskaland, hef ég samband viđ EUMC, ECRI (European Commission against Racism and Intolerance) og SŢ og biđ stofnanirnar ađ hafa samband viđ dómsmálaráđuneytiđ í Reykjavík til ađ biđja ţađ ađ hefja viđeigandi ráđstafanir gegn gyđingahatri á opinberum vettvangi á Íslandi.

  Vinsamlegast lesiđ dćmi um gyđingahatur, sem ég safnađi saman á einni kvöldstund í fyrra, hér til vinstri á síđunni eđa hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Ég las grein ţína um gyđingahatur hér á landi, og mér misbauđ gjörsamlega.  Ţó svo ađ ég vćri ekki trúuđ persónu mundi ţessi skrif misbjóđa mér.  Ţú ert ađ gera góđa hluti og ég styđ ţig heilshugar, viđ erum ekkert bćttari fyrir vikiđ ađ afneita ţví ađ gyđingahatur hefur og er ađ fćrast í aukanna.

Linda, 26.6.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţakka ţér fyrir Linda. Ég leyfi mér ţó ađ halda, ađ meirihluti íslensku ţjóđarinnar sé međ međ sönsum og blöskri ţetta líka.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2007 kl. 18:57

3 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Ekki veit ég hverja ţú ert ađ kalla gyđingahatara hér en miđađ viđ svör ţín viđ gagnrýni minni á bréf ţitt til Ingibjargar Sólrúnar rennur mér í grun ađ ţú eigir međal annars viđ mig.

Endilega sendu öll mín skrif til EUMC,

Sigurđur M Grétarsson, 26.6.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Ýti aftur óvart á senda takann áđur en ég er búinn međ greinina.  Hér kemur framhaldiđ.

Endilega sendu öll mín skrif til EUMC, ECRI, Sţ og Dómsmálaráđuneytisins og biddu ţá um ađ kćra mig fyrir gyđingahatur. Ţeir munu hlćgja ađ ţér einfaldlega vegna ţess ađ ţađ er ekkert í mínum skrifum, sem getur flokkast undir gyđingahatur. Gagnrýni á framferđi Ísraela gagnvart Palestínumönnum er ekki gyđingahatur frekar en ađ gagnrýni á framferđi Rússa gagnvart Téténum sé fordómar gagnvart rússnesku rétttrúnađarkirkjunni eđa gagnrýni á framferđi Breta á Norđur Írlandi sé fordómar gagnvart ensku biskupakirkjunni.

Ef einher skrif á bloggsíđu ţinni eiga erindi til dómsmálaráđuneytisins eru ţađ skrif ţín ţar, sem ţú kallar menn "gyđingahatara" ađ ósekju.

Hvernig vćri ađ rökrćđa um ástandiđ fyrir botni Miđjarđarhafs viđ ţá, sem eru ósammála ţér um hverjir beri ţar mestu sökina í stađ ţess ađ uppnefna ţá međ nafngift, sem ţeir eiga engan vegin skiliđ? Svona framferđi er dćmigert framferđi rökţrota manns.

Sigurđur M Grétarsson, 26.6.2007 kl. 23:25

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Elsku Sigurđur, ţú og vinir ţínir í atvinnumennskunni viđ stuđninginn viđ hryđjuverk ćttuđ ađ lesa greinagerđir EUMC, Evrópuráđsins, SŢ og annarra stofnana.  Lestu grein Gerstenfelds. En fyrst og fremst, kynntu ţér sögu Seinni Heimstyrjaldarinnar og hörmungar hennar áđur en ţú notar hana til ađ bađa ţér upp úr eymd Palestínuţjóđarinnar.

Mig hefur alls ekki ţrotiđ rök; ég bendi ţér einfaldlega á ađ fara varlegar í hlutina og kynna ţér ţá betur.

Ég skil vel áhyggjur ţínar af Palestínumönnum. Múslimir verđa ađ hjálpa brćđrum sínum. Ţeir gera ţađ ekki međ vopnum, hatri , útrýming og fyrirlitningu fyrir öđrum ţjóđum. Í virđingu felst lausnin. Réttur tilvista Ísraelsríki er óumdeilanlegur. Međan Palestínumenn tala um útrýmingu Ísraelsríkis og jafnvel gyđinga á samlíking ţín á nasistum ađeins rétt á sér í tengslum viđ Palestínumenn.

Samlíkingar ţínar og annarra gesta hér á PostDocs eru frekar virđingarsnauđar. Ţú ert aö eigin sögn jafnađarmađur og ćttir ađ vita betur, ţó svo ađ rotin egg hafi veriđ til međal ykkar, eins og t.d. Jónas Guđmundsson, sem ţú getur lesiđ um í grein eftir mig um gyđinga á Íslandi, sem hćgt er ađ lesa á spássíunni til vinstri.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2007 kl. 02:25

6 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Bara svona til ađ byrja međ. Ég hef aldrei stutt hryđjuverk hvorki í atvinnumennsku né sjálbođavinnu. Ég spyr enn og aftur. Hvernig vćri ađ koma međ rök í stađ ţess ađ kalla mig uppnefnum, sem engan vegin eiga viđ? Ég hef lesiđ svör viđ öllum greinum ţínum upp á síđkastiđ og hef ekki séđ eina grein, sem flokkast getur undir gyđingahatur eđa stuđning viđ hryđjuverk.

Ţú segist ekki vera rökţrota en kemur ekki međ nein rök eđa svör viđ spurningum, sem beint er til ţín. Ég kem ţví međ ţessa spurningu aftur.

Hvađ er ţađ, sem gerir hernám Ísraela í Palestínum svo sérstakt ađ íbúar hernámssvćđa ţeirra hafi ekki sama rétt til vopnađrar andspyrnu viđ hernámiđ eins og íbúar annarra hernámssvćđa nú og fyrr hafa og hafa haft samkvćmt alţjóđalögum?

Ţjáningar Palestínumanna stafa ekki af ţví hvernig önnur ríki múslima hafa hagađ sér heldur af ţví hvernig hiđ grimma hernámsveldi Ísrael hefur hagađ sér.

Réttur tilvistar Ísraelsríkis er ekki óumdeildur. Ţađ er fjöldi ríkja, sem ekki viđurkennir tilvist Ísraelsríkis til dćmis Indónesía eins og ţú sjálfur segir frá í öđru erindi hér á bloggsíđu ţinni. Hitt er annađ mál ađ í samţykktum Sameinuđu ţjóđanna er tilvist Ísraelsríkis viđurkenndur en ađeins innan ţeirra landamćra, sem ţeim var úthlutađ međ samţykkt Sameinuđu ţjóđanna áriđ 1947. Öll önnur svćđi, sem Ísrelar ráđa yfir eru ólögleg hernámssvćđi eđa stoliđ land. Ţar á međal er Jerúsalem. Réttur Palestínumanna til ađ berjast fyrir frelsi sínu og landi er einnig viđurkenndur samkvćmt alţjóđalögum. Í ţví felst réttur ţeirra til árásar á hernađarleg skotmörk og ţar međ talda ísraelska hermenn.

Hvađ varđar skilgreiningar EUMC á gyđingahatri ţá eru ţrjár af ţeim fimm, sem ţú vitnar ţarna í út í hött. Ţađ ađ tala illa um ţjóđríkiđ Ísrael getur ekki á nokkurn hátt talist gyđingahatur. Ţađ eru ţví ađeins skilgreiningar ţrjú og fimm, sem geta talist gyđingahatur. Ekki veit ég hvers konar fyrirbrygđi ţetta EUMC er en ég trúi ţví ekki fyrr en ég tek á ţví ađ einhver ţjóđríki í Evrópu taki skilgreiningar eitt, tvö og fjörur alvarlega.

Ég er jafnađarmađur og friđarsinni. Ţess vegna fordćmi ég hernám og grimmilega kúgun á íbúum hernámssvćđa eins og Ísraelar hafa ástundađ í meira en hálfa öld. Ţess vegna tek ég málstađ ţeirra kúguđu gegn kúgurum ţeirra. Engin sannur jafnađarmađur og friđarsinni getur stutt framferđi Ísraela gagnvart Palestínumönnum.

Sigurđur M Grétarsson, 27.6.2007 kl. 18:29

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurđur, friđarsinni og jafnađarmađur, ef ţú vilt setja reglurnar í EUMC, skrifađu ţeim og segđu ţeim skođun ţína og hvađ ţú hefur skrifar um Ísrael. Evrópuríki taka EUMC alvarlega, en "jafnađarmenn" og margir vonlausir vinstrimenn eru ađ reyna viđ rasismann á fullu.

Ég hef ţegar lesiđ skođun ţína. "I AM NOT IMPRESSED".

Lifđu samt heill! Ég mćli međ ţví ađ ţú verđir gerđur ađ fyrsta ritara í sendiráđi Ingibjargar Sólrúnar, hvort sem ţađ verđur á Sprengjuleirum á Vesturbakka eđa í Gíg í Hamastan. En diplómatíu verđur ţú víst ađ lćra áđur en ţú ferđ.

Ég ef fullviss um ađ ţú ert góđur mađur, en á milli skođana okkar eru t.d. 6 milljónir manna, og ţađ ţykir mér vont.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2007 kl. 19:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband