Leita í fréttum mbl.is

Menningarhjólhestur

gamla hjólið

Fyrst ég var að skrifa um reiðhjól, þá verð ég að greina frá minnisstæðasta hjólhesti æsku minnar. Ég átti ekki þýskarahjól, einhverja Möwe druslu, eins sumir sem renna sér gegnum lífið án hindrana.

Fyrsta tvíhjólið mitt, sem ég man eftir, var danskt og gulllitað og hét "Sound of Music". Því var smyglað til Íslands af einhverjum barngóðum vélstjóra á Fossunum, sem keypti það fyrir afa minn í Køben.

Vorið 1971 kom til landsins eðalhjól, DSB Apache, með stælgír á stönginni, mælaborði, löngu sportsæti og allt mjög krómað. Þetta hjól var í huga 11 ára drengs eins og Mustang Mach 1. Þeir sem voru svo vitlausir að fá Chopper druslur í 9 og 10 ára afmælisgjafir, nældu sér ekki í Apache hjól. Við sem biðum, riðum á flottustu hjólunum í bænum. Ég borgaði hjólið að mestu sjálfur fyrir skildinga sem ég hafði safnað á ýmsan hátt. Hróðugur keypti ég gripinn í verslun Fálkans og hjólaði á því heim. 

Ég notaði hjólið lengi. Meira að segja til að hjóla á í menntaskólann. Það þótti þá orðið afar púkó aðeins 5-6 árum eftir að það kom á markaðinn. Hjólið lenti svo í geymslu þegar ég flutti til Danmörku og rauk svo í vorhreingerningum móður minnar fyrir rúmum áratug síðan. Ég vona að einhver ungur drengur eða stúlka hafi getað notið gæða þessa eðalhjóls.

Nýlega fann ég hjólið aftur á veraldarvefnum. Apache hjól eru nefnilega í hávegum höfð í Noregi og er eitt slitið eintak komið á sýningu á Teknisk Museum í Noregi. Þar fann ég forláta litmynd af því. 

Ef einhver finnur apache hjólið mitt, farið vinsamlegast með það upp á Þjóðminjasafn Íslands. Apache hjól eru hluti af menningarsögu Íslands, ekkert síður en Noregs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband