Leita í fréttum mbl.is

L'Unita for breakfast

img_14262.jpg

Eins og allir vita er ég gamall laumukommi og byltingaseggur og les aldrei annađ en málgögn ţeirra er ég er á ferđalögum um útlönd. Sama hvort ţađ er lygi eđa ekki. Á morgungöngunni minni í Cori í morgun keypti ég mér L'unita til ađ hafa ţađ sem andlegt međlćti međ morgunbrauđinu á veröndinni í 400 metra hćđ yfir hausamótunum á lýđnum. Blađasalinn í Cori er einn af fáum vinstrimönnum í bćnum. Hér er hins vegar allt fullt af ítölsku framsóknarfólki, sem er ekki ósvipađ ţví íslenska, en vinalegra ţó. Ţegar ég bađ um ţetta málgagn sósíalista tendruđu augu blađasalans og hann dró fram eitt eintak sem faliđ var undir bunka af knallrómönum.

L'Unita er ekki sett á hillurnar međ Corriere della Sera eđa t.d. blađinu LATINA sem er bölvađ Berlusconiblađ samkvćmt blađasalanum sem nćr fussađi yfir ţví, ţegar ég spurđi hvort ţađ vćr kannski líka gefiđ út á latínu. Ég las grein um "Vladimir (Putin) d'Arabia" sem ítalskir vinstri menn hata álíka mikiđ og ţeir elska ISIS. Í dag fann ég ekkert gyđingahatur í L'unita en hins vegar algjért smér um Robert Redford. "Redford quel bravo ragazzo progressista". Morgunmaturinn var skemmtilegur. Nú skal haldiđ til Rocca Massima í 800 metra hćđ. Ţar er svalt og ţar búa margir milljónamćringar og kapítalistasvín sem hafa keypt sér íbúđir í bć ţađ sem á vetrum búa 5 gamlar ekkjur í elsta hlutanum og 10 sjálfmenntađir bifvélavirkjar og fjölskyldur ţeirra í yngri hluta bćjarins. Á vetrum er ţarna oft allt á kafi í snjó.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband