Leita í fréttum mbl.is

Leitin ađ beinum Egils (1. hluti)

Egill 

Í gćr birti kollega minn merka grein í Lesbók Morgunblađsins. Ég frétti af grein Margrétar Hermanns-Auđardóttur gegnum Morgunblađsbloggiđ. Viđ dr. Margrét erum kannski ekki lengur starfsfélagar, ţví hvorugt okkar hefur haft sérstaklega góđ tök á ţví ađ vinna viđ frćđigrein ţá sem viđ notuđum fjölda ára til ađ sérhćfa okkur í. Ég hef ţurft ađ leita á önnur miđ eftir ađ mér var vísađ úr starfi og ég settur í ćvarandi atvinnubann á Ţjóđminjasafni Íslands (Ţađ er víst einsdćmi á Íslandi). En Margrét hefur alla tíđ veriđ útundan í greininni, einatt vegna öfundar og óskammfeilni ýmissa kollega hennar og ađila, sem hafa reynd ađ hefta framgang fornleifafrćđinnar á Íslandi.

Grein Margrétar fjallar á gagnrýninn hátt um fornleifarannsóknir Jesse L. Byocks í Mosfellsdal; um leitina ađ beinum Egils Skallagrímssonar, rannsóknir á haugi hans; um kirkju ţá sem menn telja ađ haugbúinn Egill hafi veriđ greftrađur í eftir ađ haugurinn var rofinn, svo og rannsóknir á Mosfelli, ţar sem bein kappans munu hafa veriđ flutt til hinstu hvílu.

Jesse L. Byock er ekki fornleifafrćđingur, en hefur samt stjórnađ fornleifarannsóknum á Íslandi í rúm 10 ár. Ţađ sem Margrét Hermanns- Auđardóttir skrifar um rannsóknir hans í grein sinni í Lesbók Morgunblađsins, get ég í alla stađiđ tekiđ undir. Hvet ég fólk til ađ ná sér í Lesbókina og lesa greinina gaumgćfilega. Ţar er einnig hćgt ađ lesa um vinnubrögđ í Háskóla Íslands, sem eru fyrir neđan allar hellur.

Ég skrifađi 9 blađsíđna greinargerđ ţegar umsókn um leyfi til rannsóknarverkefnisins "The Mosfell Archaeological Project"barst Fornleifanefnd áriđ 1995. Ég sat ţá í Fornleifanefnd tilnefndur af Háskóla Íslands. Ţađ varđ uppi fótur og fit. Lektor einn í háskólanum kvartađi fyrir hönd Jesse Byocks til Fornleifanefndar (međ bréfi og greinargerđ) og til menntamálaráđherra, sem kallađi strax formann nefndarinnar á teppiđ. Formađurinn reyndi svo međ öllum mćtti ađ fá mig til ađ draga greinargerđ mína til baka. Ég neitađi, ţví hún stangađist ekki á viđ neitt í Ţjóđminjalögum. Ég var bara ađ vinna fyrir nefndarlaununum og ég sá líka óhemjumarga galla á umsókninni. Rannsókninni var síđan veitt leyfi og ţađ reyndar gefiđ fornleifafrćđingi er heitir Timothey Earle (sem ekki er lengur viđriđinn rannsóknirnar í Mosfellsdal), ţar sem Byock uppfyllti ekki skilyrđin til ađ stjórna rannsókninni. Ég ákvađ ađ sitja hjá viđ leyfisveitinguna. Í greinargerđ minni frá 1995 sýnist mér, í fljótu bragđi, ađ ég hafi reynst nokkuđ sannspár.

Margrét telur Byock og starfsfélögum hans ţađ til lasts, ađ ţeir hafi ekki einu sinni vitnađ í rannsóknir mínar á Stöng í Ţjórsárdal. Ţađ er líka rétt hjá Margréti. Ţađ er ekkert nýtt eđa neitt sem ég kippi mér upp viđ. Ég er harla vanur frćđilegri sniđgöngu eđa ađ ađrir geri mínar uppgötvanir ađ sínum (mun ég skrifa um ţađ síđar). Ţegar Byock og ađstođarmenn hans sóttu um leyfi til rannsóknanna áriđ 1995, var ţó lögđ áhersla á mikilvćgi rannsókna í Mosfellsdal í ljósi niđurstađna rannsókna minna á Stöng. Síđan ţá hafa ţćr ekki veriđ nefndar á nafn af Mosfellsmönnum. Kirkjurústin á Stöng, sem ég hef ekki getađ stundađ rannsóknir á síđan 1995, er líklega frá svipuđum tíma og kirkjan á Hrísbrú sem Byock og félagar hafa rannsakađ. Úr kirkjugarđinum á Stöng hafa bein veriđ flutt í annan kirkjugarđ eftir ákvćđum Grágásar. Sjá Lesbókargrein um rannsóknina.

Ef menn hefđu tekiđ tillit til greinargerđar minnar frá 1995, ţar sem ég fjalla t.d. um tilurđ sögunnar um haug Egils í Tjaldanesi, hefđu ţeir ekki fyrir nokkrum árum asnast til ađ grafa í náttúrumyndun, ţar sem ekkert fannst nema ísaldaruđningur. Hvers kyns "haugurinn" í Tjaldanesi er, kom einnig fram viđ fornleifaskráningu Ţjóđminjasafnsins á svćđinu áriđ 1980. Áriđ 1817 könnuđust lćrđir menn ekkert viđ ţennan haug, ţegar Commissionen for Oldsagers Opbevaring var ađ safna upplýsingum um fornleifar, fastar sem lausar, á Íslandi. Haugurinn er ţví rómantískt hugarfóstur frá 19. eđa 20. öld, eins og svo margt annađ í tengslum viđ The Mosfell Archaeological Project. Verkefniđ teygir vissulega rómantíkina í frćđimennsku fram á 21. öld.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband