Leita í fréttum mbl.is

Léleg pápíska

Bálköstur kirkjunnar2

Páfagarđur neitar ađ taka ţátt í minningardeginum um helför gyđinga í Helfararsafninu (Yad Vashem) í Jerúsalem á morgun, á Yom Hashoah, minningardegi gyđinga um Helförina. Sendiherra Vatíkansins, erkibiskupinn Antonio Franco, ćtlar ađ sniđganga sýninguna í safninu, ţar sem ţar er ađ finna mynd af Píusi XII. páfa, og greinargerđ um ţađ sem hann ađhafđist í stríđinu, eđa réttara sagt ţađ sem hann ekki ađhafđist til ađ reyna ađ bjarga međbrćđrum sínum. Franco neitar ađ vera viđstaddur ef myndin verđur ekki fjarlćgđ.

Ţađ verđur ađ segja ţađ eitt skipti fyrir öll: Kaţólikar verđa ađ lćra af sögunni eins og ađrir. Ţađ er ekki hćgt ađ fá fyrirgefningu syndanna í litlum kústaskáp í kirkunni fyrir međferđ kirkjunnar á gyđingum. Páfar eins og Píus XII. eru ekki, og verđa aldrei, dýrđlingar. Píus XII. var raggeit. Mikill fjöldi kaţólskra presta, biskupa og erkibiskupa höfđu náin samskipti viđ nasista. Hann átalađi ţađ ekki. Píus hefđi getađ leikiđ lykilhlutverk til ţess ađ bjarga ćttmennum Jesús. Ţađ gerđi hann ekki. Kaţólska kirkjan gćti hafa leikiđ lykilhlutverk viđ ađ koma morđingjunum fyrir dómsstóla. Kirkjan var hins vegar öflugust í ađ skaffa ţeim farmiđa til Suđur-Ameríku og á ađra felustađi.

Vatíkaniđ verđur tafalaust ađ opna skjalasöfn sín varđandi 2. Heimsstyrjöld. Vatíkaniđ verđur ađ opna skjalsöfn međ upplýsingum um gyđinga, sem páfagarđur ofsótti gegnum árhundruđin. Ţađ er í raun óskiljanlegt ađ ţetta ţurfi ađ segja heilagri stofnun suđur í Róm á öndverđri 21. öld.  En hún er greinilega uppteknari af ţví ađ segja fólki í Afríku ađ nota ekki smokka.

Ţađ er líklega margt ljótt ađ finna í skjalabúnkum Páfagarđs. En er ekki kominn tími til ţess ađ kaţólska kirkjan komi út úr skriftarstólnum og viđurkenni syndir sínar og geri ţađ sama sem hún skipar litla manninn ađ gera?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Ţađ má skilja á orđum ţínum ađ ţetta mál sé frekar einsleitt og sök páfans og kirkjunnar skýlaus. En er ţetta ekki frekar mikiđ sagt t.d. í ljósi upplýsinga sem koma fram á eftirfarandi tenglum: [1],[2],[3],[4]?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 15.4.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Yfirlýsingar David G. Dalins hafa fengiđ mjög misjafna dóma. Jafnvel hafa sumir gengiđ svo langt ađ segja ađ hann fari rangt međ ýmislegt í bók sinni. Ađ hann ţyggur laun sín frá kaţólskri stofnun, hefur einnig veriđ fundiđ honum til foráttu.

Bók Dalins er hins vegar athyglisverđ ađ ţví leyti ađ hann fer ofan í kjölinn á hlutverki stórmúftíans í Jerúsalem í Seinni Heimsstyrjöld. Múftíinn hvatti múlslima ađ berjast međ nasistum, heimsótti Hitler og Eichmann og hafđi síđar stór áhrif á Yassir Arrafat.  Píus XII. var auđvitađ dýrđlingur miđađ viđ ţann mann.

Yfirlýsingar Gilberts koma mér reyndar dálítiđ á óvart miđađ viđ fyrri bćkur hans. Ég hef talađ viđ manninn sjálfan í Viníus fyrir fjórum árum og veit ađ hann er fyrst diplómat og svo sagnfrćđingur. Ég ćtla ađ kynna mér ţađ sem hann segir um máliđ.

Ţví er oft haldiđ fram ađ danski yfirrabbíninn Marcus Melchior, fađir yfirrabbínans Bent Melchiors og afi rabbínans og ráđherrans í Ísrael, Michaels Melchior, hafi hrósađ Píusi XII. páfa fyrir störf sín. Ţađ hrós er tekiđ úr samhengi enda gat Melchior ekki hrósađ páfanum fyrir eitt eđa neitt í Danmörku.

Ţau dćmi sem ţú kemur međ hér breyta ekki skođun minni og margra annarra. Vatíkaniđ hefur engu ađ leyna og ćtti nú ađ fara ađ opna skjalasöfn sín í stađ ţess ađ vera ađ tína spörđ í einstaka sagnfrćđing. 

Kaţólskir menn voru kannski almennt  ekki verri en ađrir í Evrópu gagnvart gyđingum fyrir og eftir 2. heimsstyrjöld. En tökum t.d. Holland. Ţótt kaţólikar vćru ekki í meirihluta, hlutfallslega, í hollenska nasistaflokknum, hjálpuđu feiri mótmćlendur gyđingum en kaţólikar.

Ţegar gyđingar, sem lifđu Helförina af, sneru til síns heima, beiđ ţeirra oft mikiđ basl, en hvergi eins og í Póllandi. Ţar var ráđist á ţá og framin voru fjöldamorđ á gyđingum í borginni Kielce áriđ 1945. Ţar voru kaţólikar ađ verki.

En allir menn eru auđvitađ misjafnir og Páfar líka og ég vonast til ţess ađ núverandi páfi muni sýni meiri vilja í verki ţannig ađ allur sannleikurinn um forvera hans komi fram í dagsljósiđ.

Franco Kardínála snerist reyndar hugur og var viđstaddur athöfnina Yad Vashem safninu í Jersúsalem í gćr. Einhver í Róm hefur hringt í rauđa símann.

Til hamingju međ Páfann.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.4.2007 kl. 11:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband