Leita í fréttum mbl.is

Seiđahirđirinn í Auschwitz

Seiđamađur í Auschwitz

Sumir af bestu vinum mínum eru Pólverjar. Ég á ađ 1/32 hluta eđa svo ćttir ađ rekja til Póllands. Bestu vinir mínir frá Póllandi eru reyndar gyđingar, sem flýđu vegna gyđingahaturs í Póllandi kómmúnismans. Á Hvítasunnudag mun ég halda erindi í félagi ţeirra í Kaupmannahöfn um rannsóknir mínar á sögu pólskra gyđinga, sem Danir komu fyrir kattarnef í Seinni Heimsstyrjöld. Sumt af ţví fólki sem ţar mćtir til ađ hlusta á mig, hefur sjálft lifađ hörmungarnar af en misst bróđurpart ćttgarđ síns í morđćđinu fyrir rúmum 60 árum.

Í ţau skipti sem ég hef veriđ í Póllandi hefur erindiđ fyrst og fremst veriđ ađ heimsćkja útrýmingarbúđir. Ég hef ţví ekki gert mikiđ í ţví ađ kynnast landi og ţjóđ. Bćti úr ţví síđar.

Haustiđ 2001 var ég í Auschwitz, í heilan dag.

Ţá gekk ég ásamt Jacques Blum talmanni gyđingasafnađarins í Kaupmannahöfn fram á manninn hér ađ ofan. Hann var ađ ná í fiskiseiđi, sem hann var ađ ala í rústum kjallara í Auschwitz Birkenau. Rústin, sem hann notađi til ţess arna, hafi eitt sinn veriđ kjallari undir húsi í ţeirri deild búđanna, ţar sem sígaunar voru hýstir áđur en ţeir voru myrtir. Síđar var ţessi hluti svćđisins einnig notađur fyrir gyđinga.

Ţegar mađurinn sá áhuga minn á athćfi hans, sem eg festi á filmu, flýtti hann sér ađ taka saman föggur sínar, setti fötu međ seiđum sínum á rautt bifhjól og brunađi út úr búđunum.

Nokkrum árum síđar bar ég ţessa einkennilegu iđju mannsins undir ráđamenn safnsins í Auschwitz. Ţeir fengu algjört " szczschockk " ţegar ţeir sáu kauđa og iđju hans í miđjum útrýmingabúđunum. Vonandi er búiđ ađ stöđva manninn og framtak hans í dauđabúđunum. En hugsanlega er enn veriđ ađ bjóđa upp á reyktan silung a la Auschwitz í nágrenninu.

Virđingarleysi? Ţađ finnst mér. Hvađ finnst ykkur?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

afadfadfadf

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ţetta á undan var prufa, hafiđ ekki áhyggjur, ég er ekki farinn ađ tala tungum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2007 kl. 12:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband