Leita í fréttum mbl.is

Zensurstelle Gamlar Glansmyndir

zensur.jpg

Nýlega bauð einn ágætur blogg- og facebókarvina minna mér inn í lokaðan hóp á FB sem ber nafnið Gamlar Ljósmyndir.

Ég skoðaði oft myndir á þessari síðu og gat í fáeinum tilvikum gefið upplýsingar sem menn leituðu að. Það er gaman af skoða gamlar ljósmyndir. Þær staðfesta hve ung við erum.

volvo_1800.jpg

Fyrir um það bil viku síðan gerði ég athugasemd um bílamynd og setti þessa mynd af konu sem vann "dýrlingsbílinn" í vöruhappadrætti SÍBS árið 1969 og ég spurði menn um númerið á gráa silfurlitaða Volvo 1800 bílnum sem ók um götur Reykjavíkurborgar áður en konan á Hringbrautinni vann hvítan bíl sömu gerðar. Meir að segja Egill Helgason bauð (rangt) í númerið á gráa Volvóinum en man vel eftir honum eins og ég. Allir strákar vildu eiga svona bíl.

Svo gerist það að ég er fjarlægður af FB-hópnum Gamlar Ljósmyndir. Það þykir mér auðvitað skrýtið og hef samband við Guðjón Friðriksson sagnfræðing sem er einn af umsjónarmönnum Gamalla Ljósmynda. Hann kunni engar skýringar á þessu. Fólk sem hafði lækað færslur mínar og gert umsagnir við myndir þær sem ég setti inn tóku að hafa samband við mig og spyrja mig hvort ég væri hættur í hópnum.

Ég hætti ekki og fjarlægði mig heldur ekki úr þessum fríða flokki sem nú telur yfir 4500 manns. Ég varð hins vegar fyrir ritskoðun, því á Íslandi eru ákveðnar fígúrur úr sögu Íslands, sem voru ljósmyndaðar, álíka heilagar og spámaðurinn mikli er fyrir þorra núslíma. Ég móðgaði minningu Gunnars Gunnarssonar með því að birta myndir af honum í Þýskalandi, t.d. mynd af Gunnari þar sem hann kemur stoltur af fundi hjá Hitler.

gunnar_hittir_hitler_1a_lille_1254162.jpg

Gunnar er hetja á Íslandi

konungskoman_1921.jpg

Það voru fjandakornið ekki myndir af konungskomunni árið 1921 sem ég birti með spurningu um hvar maður gæti skoðað kvikmynd Bíó-Petersens um komuna, eða mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur með útrásarvíkingum í Kaupmannahöfn sem ollu útilokuninni. Ég birti líka mynd af Hermanni Jónassyni í Danska sendiráðinu árið 1937, þar sem hann sagði skoðanir sínar á gyðingum.

Nei, mig grunar að Gunnar Gunnarsson sé svo helgur sumum framsóknarkommunum á Íslandi, að ekkert megi segja um hann og engar myndir megi birtast af honum. Gunnarsstofa á Skriðuklaustri birtir t.d. engar myndir af Gunnari þar sem hann er á sjarmaferð meðal nasista í Þýskalandi. Ég hélt því fram á Gamlar Ljósmyndir að hann hefði verið nasisti, gagnstætt mönnum eins og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem hafa hreinsað hann með þeim barnalegu rökum að Gunnar hefði ekki getað vitað neitt um ósköpin sem síðar hentu gyðinga og aðra. Það er auðvita tóm tjara. Gunnar vissi vel hvað var að gerast í Þýskalandi fram til 1939.

sendira_i.jpg

Hermann í Danska sendiráðinu í Reykjavík sama kvöldið og hann lýsti því yfir að Ísland væri hreint, norrænt land og að allir gyðingar sem inn í landið hefðu komist myndu verða sendir út aftur.

 

Þormars þáttur Skriðu

Svo vill til að maður með ættanafnið Þormar æsti sig mjög við gamla ljósmynd af Gunnari Gunnarssyni sem ég setti inn. Hann upplýsti að hann væri afkomandi bónda sem selt hefði Gunnari Skriðuklaustur.

Einn eiganda kaffihússins Babalú á Skólavörðustígnum skildi einnig eftir sig athugasemd þar sem hann taldi óviðeigandi að birta mynd af Gunnari hjá Hitler. Ég vissi ekki betur en að maðurinn sem Gunnar heimsótti í Berlín hafi myrti suma ættingja annars eiganda Babalús,sem reyndar er giftur þeim sem taldi myndina óviðeigandi á "Gömlum ljómyndum".

gunnar_koenigsberg_1_a_lille.jpg

Svo skemmtilega vill til að annar maður með ættarnafnið Þormar er einnig umsjónamaður á FB-Gamlar Ljósmyndir. Ég hef spurt hann líkt og Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Andstætt Friðrik er Sigurður Þormar þögull sem gröfin.

Menn ættu ekki að kalla sig "Charlie Hedbo", ef þeir þola ekki að sjá Gunnar Gunnarsson í nasistaham. Fólk sem fárast yfir spámannamyndum, þolir greinilega ekki ljósmyndir af Gunnari Gunnarssyni þegar hann kemur með sælusvip af fundi með Hitler.

Ritskoðun sú og útilokun sem ég varð fyrir á Gömlum Ljósmyndum sýnir mér ýmislegt. Frelsið er svo sem svo á Íslandi. Ég er þó þakklátur fyrir að ég hafi aðeins verið verið útilokaður en ekki hálshöggvinn. S(Í)S liðar Gamalla Ljósmynda eru enn í DDR-aðferðunum. Kannski koma blóðugri dagar?

Það er gaman að skoða gamlar ljósmyndir, þær staðfesta hve ung við erum og á stundum hve forstokkuð, fasísk og afdalaleg við erum. Afdalamenn ættu ekki að pæla í gömlum ljósmyndum.  Það er þeim ekki hollt. Ég mæli með glansmyndafeisbók fyrir slíkt fólk.

happy_old_days_1254160.jpg

Ég birti reyndar einnig þessa mynd á "Gömlum Glansmyndum" degi áður en mér var úthýst þar, en mér var vitanlega ljóst að hún væri of eitruð fyrir gömlu ráðsstjórnina á FB-Gamlar Ljósmyndir. Hún er samt svo gömul, að flestir Samfylkingarmenn sem ég þekki, eru búnir að gleyma því þegar Imba hélt því fram í Kaupmannahöfn árið 2008 (mars) að íslenskt efnahagslíf væri "sterkt og sveigjanlegt".

Svo ég upplýsi alla "glæpi" mína á Gömlum Glansmyndum, þá birti ég líka þessa filmu um daginn:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

-Fram til 1939?-. Stýrjöldin hófst 1. september 1939, en skipulagðar útrýmingarbúðir voru teknar í notkun á síðari árum stríðsins, þannig að Gunnar hefur ekki haft hugmynd um það sem ekki er hafið 1939, en als ekki ósennilegt að hann hafi vitað um brottrekstur og eignarupptöku gyðinga og fleiri þjóðarbrota út úr þriðja ríkinu.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 13:40

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Jú, fangabúðir og morð á gyðingum í þeim! Það gerðist nú einnig fyrir 1939.

FORNLEIFUR, 7.2.2015 kl. 13:45

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bróðir Ottós Arnalds Magnússonar, Otto Wegs, var t.d.  myrtur í fangabúðunum Buchenwald.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2015 kl. 17:19

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Nú er verið að ræða myndina af Gunnari á bloggi Illuga Jökulssonar. Það er ágætt, en Illugi gleymir aðeins einu. Vegna nasískra eða DDR-kenndra aðferða Eyjunnar, þá er ég útilokaður frá athugasemdum þar. Egill Helgason tók nýlega heiðurinn fyrir það, en hefur ekki skýrt af hverju og fyrir hvað ég var útilokaður af netmiðlinum Eyjunni. Ég er örugglega hættulegur maður - og síonisti. Marga stimpla gefur þetta fólk, sem telur sig hafa einkarétt á mannréttindum, sem það treður svo á þegar því hentar.

FORNLEIFUR, 7.2.2015 kl. 19:52

5 identicon

Vilhjálmur, hefuru einhverjar heimildir fyrir því að Gunnar vissi um glæpi þjóðverja aðrar en þær að hann átti heima í Þýskalandi og hafði samskipti við einstaklinga sem hefðu getað sagt honum það? Það er ekki eins og nasistar voru að auglýsa tilvist búðana.

Annars er þetta lýsandi dæmi fyrir því afhverju ekki er farið dýpra í seinni heimstyrjöldina og skipulögð morð nasista í íslenska menntakerfinu. Það mundi krefjast þess að við mundum fjalla um tengsl margra íslenskra fyrirmanna á þessu tímabili við nasista og stefnur þeirra.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 19:58

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Elfar, fjölmiðlar um allan heim greindu frá hrottaskap nasista í fangabúðum frá og með 1933. Krystalnóttin fór ekki framhjá neinum. Dönsk blöð sögðu vel frá því sem var að gerast, einnig islensk, með undantekningum þó. Gunnar umgekkst samtök sem komu að undirróðri og ofsóknum gegn gyðingum.

Ég tel að analýsa þin í annarri málsgreininni sé hárrétt. Hugsið ykkur ef einnig kemur í ljós, að margir Sjálfstæðismenn voru hallir undir nasismann. Hvað gerir Hannes Hólmsteinn þá???

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2015 kl. 21:23

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Meðan að Illugi Jökulsson ræðir mynd af Hitler og Gunnari Gunnarssyni (http://blog.pressan.is/…/…/06/var-gunnar-gunnarsson-nasisti/), án þess að nefna að mér hafi verið varpað út af Fasbókinni Gamlar Ljósmyndir af ættingjum Gunnars Gunnarsson, og einnig að ég geti ekki svarað fyrir mig í umræðu á bloggi Illuga, vegna þess að Egill Helgason hefur sett mig i bann á Eyjunni, án nokkurra raka.

Þá má kannski nefna sér til varnar hér, að ég held því kinnroðalaust fram að Guðmundur Kamban hafi líka verið nasisti. Kamban átti þátt í handtöku gyðings í Danmörku:

http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1334667/

Hér er mynd af fórnalambi Kambans:

Jacob Thalmay

FORNLEIFUR, 8.2.2015 kl. 07:23

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Illugi Jökulsson leyfir mér ekki að gera athugasemdir í umræðu um mig á bloggi hans. Hér eru samskipti okkar á Facebook:

Sæll Illugi, þú ert víst á Eyjubloggi þínu að predíka út frá mynd, sem var ein þeirra mynda sem ég birti á FB-Gamlar Ljósmyndir og ollu því að einhver sem setur við stýrikerfið þar, annar en Guðjón Friðriksson, kastaði mér út. Áður hef ég birt þessar myndir á Bloggi mínu Fornleifi.

Ég get heldur ekki gert athugasemdir á Eyjunni. Egill Helgason hefur tekið heiðurinn fyrir þá ritskoðun, en hefur aldrei skýrt af hverju henni var komið á. Engin rök, bara ritskoðun. Minnir mig á DDR, þó ég hafi ekki búið þar.

Kærar kveðjur,

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

10 hours ago

Sæll, já, mér fannst þetta mjög merkileg mynd. Einhverjar spurnir hafði ég af því að þú hefðir lent upp á kant við einhverja, en fylgdist satt að segja lítt með því, og veit ekki hverju það sætir. Mér hefur fundist afar virðingarvert margt af því sem þú hefur verið að grafa upp og skrifa, kannski skrifarðu full afdráttarlaust stundum!

Með kveðju, Illugi

Vona að ég sé þó ekki að fara fram úr þér í þeim efnum.

 

Þú mættir skýra út fyrir lesendum þínum af hverju Egill Helgason lokaði á athugasemdir mínar á Eyjunni - sísona. Ég se að einhver maður er búinn að gera viðvart um það í athugasemdum.

Myndina birti ég fyrir rúmu ári á Fornleifi, og olli hún þá líka deilum.

Páll Baldvinsson bað mig um hana um daginn. Hann ætlar að nota hana í bók sem hann er að vinna að.

33 minutes ago

Mér þykir klént að fá ekki svara skítkasti manna á bloggi þínu. Kinnroðalaust get ég staðfest, að Kamban var nasisti: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1334667/ ; Sjá einnig: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1334909/

fornleifur.blog.is

Chat conversation end

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 07:30

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er búinn að vera alllengi í FB-grúppunni "Gamlar ljósmyndir". Myndirnar þínar fóru fram hjá mér. En grúppan snýst nú fyrst og fremst um að rifja upp gamlar og góðar minningar, fortíðarnostalgíu.

Ég skil svo sem að grúppustjórnendur vilji ekki draga þangað inn skuggahliðar sögunnar, ýfa upp sár, pólitík, og þess háttar. Ef t.d. einhver ætlaði að setja inn myndir sem tengdist einhverjum óhuggulegum glæp, barnaníði, eða slíku, þá held ég að það ætti alls ekki heima á þessum vettvangi. 

Ég skil að íslenskir nasistar eru þér mikið hjartans mál. En ég held ekki að "Gamlar ljósmyndir" grúppan sé endilega rétti vettvangurinn fyrir myndbirtingar og umræðu um það. Tal þitt um ritskoðun finnst mér full dramatískt.

Þú ert nú annars með prýðilegan vettvang, þessa bloggsíðu sem fjölmargir lesa. 

Skeggi Skaftason, 8.2.2015 kl. 09:38

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Gamlar Ljósmyndir eru ekki bara nostalgía. Maðurinn sem Kamban færði i klær nasista var til dæmis myrtur í helförinni. Samt er til fólk á Íslandi sem gerir allt til að sápuþvo minningu Kambans. En þetta er gömul ljósmynd af fórnarlambinu og hún tengist Íslandssögunni.

En það voru ættingjar Gunnars á Gömlum Ljósmyndum sem lokuðu á mig. Hvað kallar maður slíkt. NOSTALGÍU? frown

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 10:26

11 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Skrúðganga

Ég birti líka þessa þægilegu nostalgísku mynd á "Gömlum Glansmyndum". Allir klöppuðu, lækuðu og hlýnaði að sjá litlu stúlkurnar í skrúðgöngu. En þessi sæta mynd var líka fjarlægð en ekki bara mynd af nasískum frænda þeirra sem sjá um ritskoðun á FB-síðunni. Vilhjálmur Örn og óþægilegasta saga Íslands var fjarlægt. Mig þola þessir ritskoðunarkommar ekki og söguna vilja þeir í glansmyndum a la Stalín og Kim il Sung. Enda er Ísland aftast allra landa hvað varðar kennslu á helförum 20. aldar. http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1609807/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 10:44

12 identicon

Takk kærlega fyrir fróðlega pistla.  Gamlar og nýjar glansmyndir eru hreint ekki að allra skapi.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband