7.2.2015 | 09:28
Zensurstelle Gamlar Glansmyndir
Nýlega bauð einn ágætur blogg- og facebókarvina minna mér inn í lokaðan hóp á FB sem ber nafnið Gamlar Ljósmyndir.
Ég skoðaði oft myndir á þessari síðu og gat í fáeinum tilvikum gefið upplýsingar sem menn leituðu að. Það er gaman af skoða gamlar ljósmyndir. Þær staðfesta hve ung við erum.
Fyrir um það bil viku síðan gerði ég athugasemd um bílamynd og setti þessa mynd af konu sem vann "dýrlingsbílinn" í vöruhappadrætti SÍBS árið 1969 og ég spurði menn um númerið á gráa silfurlitaða Volvo 1800 bílnum sem ók um götur Reykjavíkurborgar áður en konan á Hringbrautinni vann hvítan bíl sömu gerðar. Meir að segja Egill Helgason bauð (rangt) í númerið á gráa Volvóinum en man vel eftir honum eins og ég. Allir strákar vildu eiga svona bíl.
Svo gerist það að ég er fjarlægður af FB-hópnum Gamlar Ljósmyndir. Það þykir mér auðvitað skrýtið og hef samband við Guðjón Friðriksson sagnfræðing sem er einn af umsjónarmönnum Gamalla Ljósmynda. Hann kunni engar skýringar á þessu. Fólk sem hafði lækað færslur mínar og gert umsagnir við myndir þær sem ég setti inn tóku að hafa samband við mig og spyrja mig hvort ég væri hættur í hópnum.
Ég hætti ekki og fjarlægði mig heldur ekki úr þessum fríða flokki sem nú telur yfir 4500 manns. Ég varð hins vegar fyrir ritskoðun, því á Íslandi eru ákveðnar fígúrur úr sögu Íslands, sem voru ljósmyndaðar, álíka heilagar og spámaðurinn mikli er fyrir þorra núslíma. Ég móðgaði minningu Gunnars Gunnarssonar með því að birta myndir af honum í Þýskalandi, t.d. mynd af Gunnari þar sem hann kemur stoltur af fundi hjá Hitler.
Gunnar er hetja á Íslandi
Það voru fjandakornið ekki myndir af konungskomunni árið 1921 sem ég birti með spurningu um hvar maður gæti skoðað kvikmynd Bíó-Petersens um komuna, eða mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur með útrásarvíkingum í Kaupmannahöfn sem ollu útilokuninni. Ég birti líka mynd af Hermanni Jónassyni í Danska sendiráðinu árið 1937, þar sem hann sagði skoðanir sínar á gyðingum.
Nei, mig grunar að Gunnar Gunnarsson sé svo helgur sumum framsóknarkommunum á Íslandi, að ekkert megi segja um hann og engar myndir megi birtast af honum. Gunnarsstofa á Skriðuklaustri birtir t.d. engar myndir af Gunnari þar sem hann er á sjarmaferð meðal nasista í Þýskalandi. Ég hélt því fram á Gamlar Ljósmyndir að hann hefði verið nasisti, gagnstætt mönnum eins og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni sem hafa hreinsað hann með þeim barnalegu rökum að Gunnar hefði ekki getað vitað neitt um ósköpin sem síðar hentu gyðinga og aðra. Það er auðvita tóm tjara. Gunnar vissi vel hvað var að gerast í Þýskalandi fram til 1939.
Hermann í Danska sendiráðinu í Reykjavík sama kvöldið og hann lýsti því yfir að Ísland væri hreint, norrænt land og að allir gyðingar sem inn í landið hefðu komist myndu verða sendir út aftur.
Þormars þáttur Skriðu
Svo vill til að maður með ættanafnið Þormar æsti sig mjög við gamla ljósmynd af Gunnari Gunnarssyni sem ég setti inn. Hann upplýsti að hann væri afkomandi bónda sem selt hefði Gunnari Skriðuklaustur.
Einn eiganda kaffihússins Babalú á Skólavörðustígnum skildi einnig eftir sig athugasemd þar sem hann taldi óviðeigandi að birta mynd af Gunnari hjá Hitler. Ég vissi ekki betur en að maðurinn sem Gunnar heimsótti í Berlín hafi myrti suma ættingja annars eiganda Babalús,sem reyndar er giftur þeim sem taldi myndina óviðeigandi á "Gömlum ljómyndum".
Svo skemmtilega vill til að annar maður með ættarnafnið Þormar er einnig umsjónamaður á FB-Gamlar Ljósmyndir. Ég hef spurt hann líkt og Guðjón Friðriksson sagnfræðing. Andstætt Friðrik er Sigurður Þormar þögull sem gröfin.
Menn ættu ekki að kalla sig "Charlie Hedbo", ef þeir þola ekki að sjá Gunnar Gunnarsson í nasistaham. Fólk sem fárast yfir spámannamyndum, þolir greinilega ekki ljósmyndir af Gunnari Gunnarssyni þegar hann kemur með sælusvip af fundi með Hitler.
Ritskoðun sú og útilokun sem ég varð fyrir á Gömlum Ljósmyndum sýnir mér ýmislegt. Frelsið er svo sem svo á Íslandi. Ég er þó þakklátur fyrir að ég hafi aðeins verið verið útilokaður en ekki hálshöggvinn. S(Í)S liðar Gamalla Ljósmynda eru enn í DDR-aðferðunum. Kannski koma blóðugri dagar?
Það er gaman að skoða gamlar ljósmyndir, þær staðfesta hve ung við erum og á stundum hve forstokkuð, fasísk og afdalaleg við erum. Afdalamenn ættu ekki að pæla í gömlum ljósmyndum. Það er þeim ekki hollt. Ég mæli með glansmyndafeisbók fyrir slíkt fólk.
Ég birti reyndar einnig þessa mynd á "Gömlum Glansmyndum" degi áður en mér var úthýst þar, en mér var vitanlega ljóst að hún væri of eitruð fyrir gömlu ráðsstjórnina á FB-Gamlar Ljósmyndir. Hún er samt svo gömul, að flestir Samfylkingarmenn sem ég þekki, eru búnir að gleyma því þegar Imba hélt því fram í Kaupmannahöfn árið 2008 (mars) að íslenskt efnahagslíf væri "sterkt og sveigjanlegt".
Svo ég upplýsi alla "glæpi" mína á Gömlum Glansmyndum, þá birti ég líka þessa filmu um daginn:
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Gyðingahatur, Mannréttindi, Trúarofstæki | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 83
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
-Fram til 1939?-. Stýrjöldin hófst 1. september 1939, en skipulagðar útrýmingarbúðir voru teknar í notkun á síðari árum stríðsins, þannig að Gunnar hefur ekki haft hugmynd um það sem ekki er hafið 1939, en als ekki ósennilegt að hann hafi vitað um brottrekstur og eignarupptöku gyðinga og fleiri þjóðarbrota út úr þriðja ríkinu.
Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 13:40
Jú, fangabúðir og morð á gyðingum í þeim! Það gerðist nú einnig fyrir 1939.
FORNLEIFUR, 7.2.2015 kl. 13:45
Bróðir Ottós Arnalds Magnússonar, Otto Wegs, var t.d. myrtur í fangabúðunum Buchenwald.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2015 kl. 17:19
Nú er verið að ræða myndina af Gunnari á bloggi Illuga Jökulssonar. Það er ágætt, en Illugi gleymir aðeins einu. Vegna nasískra eða DDR-kenndra aðferða Eyjunnar, þá er ég útilokaður frá athugasemdum þar. Egill Helgason tók nýlega heiðurinn fyrir það, en hefur ekki skýrt af hverju og fyrir hvað ég var útilokaður af netmiðlinum Eyjunni. Ég er örugglega hættulegur maður - og síonisti. Marga stimpla gefur þetta fólk, sem telur sig hafa einkarétt á mannréttindum, sem það treður svo á þegar því hentar.
FORNLEIFUR, 7.2.2015 kl. 19:52
Vilhjálmur, hefuru einhverjar heimildir fyrir því að Gunnar vissi um glæpi þjóðverja aðrar en þær að hann átti heima í Þýskalandi og hafði samskipti við einstaklinga sem hefðu getað sagt honum það? Það er ekki eins og nasistar voru að auglýsa tilvist búðana.
Annars er þetta lýsandi dæmi fyrir því afhverju ekki er farið dýpra í seinni heimstyrjöldina og skipulögð morð nasista í íslenska menntakerfinu. Það mundi krefjast þess að við mundum fjalla um tengsl margra íslenskra fyrirmanna á þessu tímabili við nasista og stefnur þeirra.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 19:58
Elfar, fjölmiðlar um allan heim greindu frá hrottaskap nasista í fangabúðum frá og með 1933. Krystalnóttin fór ekki framhjá neinum. Dönsk blöð sögðu vel frá því sem var að gerast, einnig islensk, með undantekningum þó. Gunnar umgekkst samtök sem komu að undirróðri og ofsóknum gegn gyðingum.
Ég tel að analýsa þin í annarri málsgreininni sé hárrétt. Hugsið ykkur ef einnig kemur í ljós, að margir Sjálfstæðismenn voru hallir undir nasismann. Hvað gerir Hannes Hólmsteinn þá???
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2015 kl. 21:23
Meðan að Illugi Jökulsson ræðir mynd af Hitler og Gunnari Gunnarssyni (http://blog.pressan.is/…/…/06/var-gunnar-gunnarsson-nasisti/), án þess að nefna að mér hafi verið varpað út af Fasbókinni Gamlar Ljósmyndir af ættingjum Gunnars Gunnarsson, og einnig að ég geti ekki svarað fyrir mig í umræðu á bloggi Illuga, vegna þess að Egill Helgason hefur sett mig i bann á Eyjunni, án nokkurra raka.
Þá má kannski nefna sér til varnar hér, að ég held því kinnroðalaust fram að Guðmundur Kamban hafi líka verið nasisti. Kamban átti þátt í handtöku gyðings í Danmörku:
http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1334667/
Hér er mynd af fórnalambi Kambans:
FORNLEIFUR, 8.2.2015 kl. 07:23
Illugi Jökulsson leyfir mér ekki að gera athugasemdir í umræðu um mig á bloggi hans. Hér eru samskipti okkar á Facebook:
Ég get heldur ekki gert athugasemdir á Eyjunni. Egill Helgason hefur tekið heiðurinn fyrir þá ritskoðun, en hefur aldrei skýrt af hverju henni var komið á. Engin rök, bara ritskoðun. Minnir mig á DDR, þó ég hafi ekki búið þar.
Kærar kveðjur,
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 07:30
Ég er búinn að vera alllengi í FB-grúppunni "Gamlar ljósmyndir". Myndirnar þínar fóru fram hjá mér. En grúppan snýst nú fyrst og fremst um að rifja upp gamlar og góðar minningar, fortíðarnostalgíu.
Ég skil svo sem að grúppustjórnendur vilji ekki draga þangað inn skuggahliðar sögunnar, ýfa upp sár, pólitík, og þess háttar. Ef t.d. einhver ætlaði að setja inn myndir sem tengdist einhverjum óhuggulegum glæp, barnaníði, eða slíku, þá held ég að það ætti alls ekki heima á þessum vettvangi.
Ég skil að íslenskir nasistar eru þér mikið hjartans mál. En ég held ekki að "Gamlar ljósmyndir" grúppan sé endilega rétti vettvangurinn fyrir myndbirtingar og umræðu um það. Tal þitt um ritskoðun finnst mér full dramatískt.
Þú ert nú annars með prýðilegan vettvang, þessa bloggsíðu sem fjölmargir lesa.
Skeggi Skaftason, 8.2.2015 kl. 09:38
Gamlar Ljósmyndir eru ekki bara nostalgía. Maðurinn sem Kamban færði i klær nasista var til dæmis myrtur í helförinni. Samt er til fólk á Íslandi sem gerir allt til að sápuþvo minningu Kambans. En þetta er gömul ljósmynd af fórnarlambinu og hún tengist Íslandssögunni.
En það voru ættingjar Gunnars á Gömlum Ljósmyndum sem lokuðu á mig. Hvað kallar maður slíkt. NOSTALGÍU?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 10:26
Ég birti líka þessa þægilegu nostalgísku mynd á "Gömlum Glansmyndum". Allir klöppuðu, lækuðu og hlýnaði að sjá litlu stúlkurnar í skrúðgöngu. En þessi sæta mynd var líka fjarlægð en ekki bara mynd af nasískum frænda þeirra sem sjá um ritskoðun á FB-síðunni. Vilhjálmur Örn og óþægilegasta saga Íslands var fjarlægt. Mig þola þessir ritskoðunarkommar ekki og söguna vilja þeir í glansmyndum a la Stalín og Kim il Sung. Enda er Ísland aftast allra landa hvað varðar kennslu á helförum 20. aldar. http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1609807/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.2.2015 kl. 10:44
Takk kærlega fyrir fróðlega pistla. Gamlar og nýjar glansmyndir eru hreint ekki að allra skapi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.