6.2.2015 | 11:24
Íslendingar eru fávitar...
að minnsta kosti, þegar að fræðslu á helförinni kemur. Ísland er samkvæmt nýrri skýrslu UNESCO það ríki Evrópu sem kennir minnst allra ríkja í álfunni um helförina Holocaust/Shoah), hina skipulögðu útrýmingu á gyðingum í kjölfarið á níu ára ofsóknum nasista gegn þeim.
Kannski eru það mistök að Íslendingar kenni ekkert um helförina, taki maður tilliti til stefnu ríkisstjórnar Íslands árið 1937-39, þegar Hermann Jónasson og sú ríkisstjórn sem hann sat í var af "prinsippi" mótfallin því að veita gyðingum dvalarleyfi á Íslandi (sjá hér). Margir Íslendingar eiga líka afar erfitt með að sætta sig við að Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Kamban voru skósveinar nasista. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur t.d. sýknað Gunnar af nasisma m.a. með þessum vafasömu rökum: "því að grimmdarverk þýsku nasistanna urðu ekki öllum ljós fyrr en eftir stríð".
Ekkert er að finna um Holocaust/Shoah/Helför stærsta þjóðarmorð 20. aldar í námsskrám á Íslandi, þó svo að Íslendingar hafi árið 2000 skuldundið sig til að kenna sérstaklega um helförina.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNESCOs. Sérfræðingar í Þýskalandi hafa komist að þessari niðurstöðu varðandi Ísland. Ísland er enn aftast á merinni.
Nýlega (desember 2014)hringdi ég í Menntamálaráðuneytið og spurði út í kennsluna um helförina vegna greinar sem ég er að vinna að. Þar kom ég líka að tómum kofanum. Séra Baldur Kristjánsson, sem ég hringdi einnig í, þar sem hann er vel inni í öllum minnihlutamálum, var einnig á þeirri skoðun að fræðsla um helförina væri í mýflugumynd og væri kennurum í sjálfsvald sett, hvort þeir kæmu yfirleitt inn á efnið. Kemur það heim og saman við niðurstöður samantektar UNESCO.
Næstu lönd við Íslands sem gefa jafn mikið frat í upplýsingu og fræðslu um helförina og þjóðarmorð og Ísland, eru Egyptaland, Líbanon og Írak. Er nema von, að fæstir á Íslandi, kunni ekki skilgreininguna á þjóðarmorði.
Hér er Ísland aftur komið með afar vafasamt hlutverk á meðal þjóðanna, og nú fær maður hlutaskýringu á því af hverju gyðingahatrið er oft svo svæsið á Íslandi. Jafnvel vinstri menn á Íslandi eru gyðingahatarar, þó þeir haldi vart vatni fyrir minnihlutum eins og samkynhneigðum og múslímum, sem mönnum ber vitanlega skylda til að þykja vænt um líka.
Nýlega hélt maður einn, frekar óheflaður, því fram á fasbók Gísla Gunnarssonar fyrrv. prófessors í sagnfræði að ISIL væri tilbúningur Ísraelsmanna. Gísli ávítaði manninn með þessum orðum:"Þú ert að styðja ofstækismenn í Ísrael með þessum fullyrðingum, Óskar." Gísli og aðrir yfirlýstir vinstrimenn eru mjög ósparir á að stimpla aðra sem ofstækismenn. Þeir sjá því miður ekki ofstækið í sjálfum sér.
Óskar þessi,sem vegna gyðingahaturs hefur um árabil uppnefnt mig "Villa öfgamann í Köben", FB-vinur Gísla Gunnarssonar líkt og ég, fékk greinilega heldur ekki næga kennslu í skóla. Vandamálið er gamalt. Nasistar og gamlir kommar halda í dag, að þeir eigi einhvern einkarétt á mannréttindum - Sem er skrýtið, þegar haft er í huga að nasistar og kommar hafa ávallt fótum troðið mannréttindi í skammlífum útópíum sínum, sem voru reyndar helvíti á jörð.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Barningur á Ísrael, Gyðingahatur, Helförin | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Takk fyrir þessa þörfu áminningu Vilhjálmur. Á lista þinn yfir þá gyðinga sem myrtir voru í París í hryðjuverkunum 7. til 9. janúar vantaði eitt nafn. Það var eina konan sem Kouachi bræðurnir myrtu á ritsjórnarfundi Charlie Hebdo, Elsa Cayat sálgreinandi og dálkahöfundur blaðsins (sjá hlekk). Annar bræðranna miðaði byssu fyrst að höfði konu sem lá í hnipri en hætti síðan við og æpti fimm sinnum: "við drepum ekki konur". Þetta gilti þó greinilega ekki um Elsu Cayat, kannski vegna þess að hún var gyðingur (þeir höfðu kynnt sér bakgrunn allra ritstjórnarmeðlima), kannski aðeins vegna þess að hún sat við ritsjórnarborðið en ekki frammi í afgreiðslu. Félagi þeirra myrti reyndar líka unga lögreglukonu. En tala gyðinga meðal hinna 17 myrtu er 6 sem er engin tilviljun. Ótrúlega margar fréttir af árásinni á matvöruverslunina minnast ekki einu orði á þá staðreynd að um var að ræða sérverslun fyrir gyðinga, að allir gíslarnir voru gyðingar og að árásin var framin um hádegi á föstudegi þegar fólk var að kaupa inn fyrir Shabbat. Tilviljun?
Remembering Elsa Cayat, Slain in the Charlie Hebdo .
Sæmundur G. Halldórsson , 6.2.2015 kl. 14:23
Já, vitaskuld voru þessar árásir að verulegu leyti Gyðinga-ofsóknir, Sæmundur. Af þremur hópum fórnarlamba (í röð eftir fjölda þeirra), þ.e. Frakka, Gyðinga og múslima, voru Gyðingar langsamlega fjölmennastir miðað við fjölda þeirra í Frakklandi.
Þakkir, Vilhjámur, fyrir pistilinn, sem Páll Vihjálmsson hefur nú goldið þakkir sínar með nýju bloggi: Gyðingahatur á Íslandi og vanþekking á helförinni.
En þessi þögn í skóla-uppfræðslu Íslendinga er makalaus. Ætli enginn hafi treyst sér að takast á við verkefnið? Eða voru okkar vinstri sinnuðu kennarar hræddir um, að þeir yrðu þá líka að taka fyrir kúgunarkerfið og mannréttindabrotin í Ráðstjórnarríkjunum allt frá Lenín, þ.e. Gúlagið og aðrar birtingarmyndir þar í landi, sem og í öðrum austantjaldsríkjum, ásamt Kína, Tíbet, Kambódíu, Norður-Kóreu ...?
Ég er sammála þér, að fræðsla um þetta er mikilvæg til að berja niður eða halda aftur af gyðingahatri og öðrum öfgastefnum. Kommúnismi og nazismi eiga að brennimerkjast sem mannfjandsamlegar öfgastefnur, þar sem illur tilgangur helgaði ill meðul.
Jón Valur Jensson, 6.2.2015 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.