Leita í fréttum mbl.is

Elton John giftist ekki

Já, loksins eftir 21 árs reynslutíma og 9 ár í skráđri sambúđ. En eitt er víst. Elton John giftist hvorki né kvćnist David Furnish! Furnish er nefnilega ekki kona frekar en Sir Elton. Ţeir félagar verđa gefnir saman eđa ganga í hjónaband. Menn kvćnast konum og konur giftast körlum. Kannski ćttum viđ frekar ađ segja ađ ţeir séu samgefnir fyrst ţeir eru samkynhneigđir?

"Breski tón­list­armađur­inn Elt­on John ćtl­ar í dag ađ gifta sig". Er ekki lengur kennd setningafrćđi á Íslandi? Kannski er Jón Valur hćttur ađ prófarkarlesa á Morgunblađinu, eđa vill hann ekki koma nálćgt fréttum af eins óheilögu fyrirbćri laughing og hjónaböndum samkynhneigđra?

Ég óska körlunum til hamingju međ "brúđhlaupiđ" og óska ţeim alls hins besta í ađ minnsta kosti 21 ár til viđbótar reynslutímanum. Um leiđ vona ég ađ málfariđ batni á íslenskum fjölmiđlum.


mbl.is Elton John giftir sig
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Vilhjálmur.

Ţvert á móti ţá giftu ţeir sig, Elton John og
ástmađur hans!

Óţarfa grimmd er ţađ gagnvart samkynhneigđum
ţá réttarstađa ţeirra er tryggđ ađ lögum ađ ćtla
sér ađ úthýsa ţeim úr orđabókum enda verđur ţađ
ekki ţó ekki skorti viljann til.

Orđiđ 'gifta' í fćreysku og gipta í fornsćnsku
vísa beint til uppruna síns sem er 'gift'
og merkir gjöf, gáfa, hamingja.

Nú er lag ađ samkynhneigđir auđgi ennfrekar
íslenskt mál og karlar giftist
og konur kvćnist sbr. uppruna kván=kona.

Ţá er ađ bíđa og sjá hvort hinn vísi
blađamađur Morgunblađsins noti ekki orđiđ
'kvćnast' ţá tilefni gefst til og í nýrri
merkingu og á ţjálu máli
ţví allt fellur ţađ prýđilega ađ íslenskri
málfrćđi og óađfinnanlegt međ öllu.

Húsari. (IP-tala skráđ) 21.12.2014 kl. 17:16

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Konur voru gefnar mönnum (voru vara). Heimanmundur fylgdi líka.

Íslensk málvenja er sú ađ menn kvćnist og konur giftist. Ég fylgi ţeirri venju ađ grimmd eftir ađ ţađ var bariđ inn í hausinn á manni í hvert skipti sem manni varđ ţađ á ađ segja eđa skrifa ađ einhver karl hefđi "gifst". Mér ţví sama um fćreyska og sćnskar skýringar, sérstaklega sćnskar. Svíar tilheyra öđrum menningarheimi en viđlaughing

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.12.2014 kl. 07:33

3 identicon

Sćll Vilhjálmur.

Ţakka ţér fyrir svariđ.

Núorđiđ er miđmyndin 'giftast' notuđ jafnt
um bćđi kynin.

Í Orđabók Menningarsjóđs og athugasemd ţar
er augljóst ađ skriđ hefur ţegar átt sér stađ
(1963)og ţróun í ţá átt sem orđin er og virđist
afgerandi um og eftir 2000 ađ 'giftast'
sé sannanlega notađ jafnt um bćđi kynin ţó
orđaseđlar séu ekki afgerandi um ţađ sem
vitanlega á sér augljósar skýringar.

Má vera ađ hér sé enn einn hringaksturinn
frá ţví ađ Lođvík XIV Frakkakóngur
glaptist á ađ leggja uppúr fánýti á borđ viđ
hamingju, - höfđu menn áđur lifađ sćlir
án hennar og vćntanlega ekki miklar kröfur
uppi um ţađ sem fyrirfannst ekki.En svo gleggra sé tilgreint og sagt frá ţá er
orđiđ 'gifta' í fćreysku og fornsćnsku(!)
samhljóđa sýn Lođvíks og merking ţess á báđum
stöđum er 'hamingja'.

Ekki ćtla ég ađ synja fyrir ţćr kárínur sem í
bođi voru á fyrri tíđ um svo ósiđlega merkingu
orđsins sem nú er uppi ţar sem í bođi voru
myrkvađar kolastíur í samfögnuđi viđ
rottur og kakalaka.(kakkalakka)

Áhrifamiklir fjölmiđlar á borđ viđ Mbl. og DV.
fylgja breyttum áherslum og samfagna ţá
stórtíđindi verđa í eldhúskrókum á Stóra-Bretlandi!

Er ekki sjálfsagt ađ gera ţađ ţó hamingjan
hafi ekki náđ ađ ganga frá ţeim dauđum;
- samfagna fagnendum!

Gleđileg jól.

Húsari. (IP-tala skráđ) 22.12.2014 kl. 15:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband