15.9.2014 | 07:53
"Helvítis gyðingur"
Ég var fyrstur manna til að stinga upp a mosku á Íslandi og styð byggingu hennar heils hugar. Ég tel enga trú vera verri en einhverja aðra. Það er aðeins fólkið sem er mismunandi. Þess vegna sjáum við öfgaíslam blómstra í blóðbaði, og menn hafa einnig í gegnum aldirnar sýnt það ljótasta í sér gegnum kristnina.
Það syrgði mig hins vegar að sjá og heyra, að imam safnaðarins sem fékk gefna lóð undir mosku hafi hrópað að íslendingum sem voru með við sömu "iðju" og hann sjálfur í Laugardalnum í gær. Þar mótmæltu fáeinir íslenskir stuðningsmenn Palestínu því að kvennalandslið frá Ísrael leyfði sér að leika á Íslandi. Nokkrir vinir Ísraelsríkis, voru einnig komnir á staðinn með andmótmæli. Þeir sem mótmæltu fyrir Palestínumenn töldu sig hafa ákveðið svæði, sem þeir töldu stuðningsmenn Ísraels hafa ráðist inn á. Þetta leiddi meðal annars til ljótra hrópa og kalla meðal stuðningsmanna Palestínumanna. Ekki kom til steinskasts. Imaminn, Salman Tamimi, kallaði alíslenskan og þrautkristinn aðdáanda Ísraelsríkis "helvítis gyðing".
Nú held ég að flestir stuðningsmenn Ísraels á Íslandi séu frekar upp með sér heldur en hitt, þegar einhverjir kalla þá gyðinga. En þegar "helvíti" er sett í samhengið, er allt annað mál. Þessi hegðun Tamimis þykir mér ekki sæma trúarleiðtoga múslíma á Íslandi. Slík köll og hróp sýna að andlegur leiðtogi múslíma á Íslandi óski gyðingum helvíti og að hann sé hugsanlega ekki í andlegu jafnvægi. Þó hann sé Palestínumaður, þá er það ekki hlutverk hans að brjóta íslensk hegningarlög í hlutverki andlegs leiðtoga múslíma. Íslensk hegningarlögin gilda í Laugardalnum en ekki sharía lög. Íþróttamannleg var þessi gusa Tamimis ekki og hefði mönnum verið vísað af velli og settir í leikbann fyrir minni sakir. Salmann verður að vara sig.
Þrátt fyrir ágætan stuðning varðliða Ísraels á Íslandi unnu íslensku stelpurnar þær ísraelsku með glæsibrag. Ætli kuldinn hafi ekki verið að drepa dætur Ísraels. Ég sé að á myndinni eru ýmsir smettisskrudduvinir þessa heiðingja. "Helvíti" voruð þið góð. Elskið Friðinn, Shalom!
Meginflokkur: Gyðingahatur | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:01 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Fornleifur hinn heppni var með málið um daginn...
- Íslenska lokalausnin - hakakross málaður á bænhús rússnesku r...
- Lýst eftir Haremssögum á Cóviðtímum
- Questo Dottore
- Þrískipting valdsins
- Stjórnarþankar - Tvö ráðuneyti vantar árið 2021
- Ókeypis jólabók - Jólagjöf Fornleifs til þjóðarinnar
- Laxness viðbætur
- Ókeypis bók um Laxness í smíðum á Fornleifi
- Engin sátt í sjónmáli á milli ASÍ og Play
- RÚV á Evrusjón
- Er Brynjar nú orðinn varamaður?
- Siginn Skattman og S-Kata eru vel kæst í rauðbláu sóssunni
- Finnst ykkur góð skata?
- Læknadólgurinn og yfirvöld sem brugðust íslensku þjóðinni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.6.): 13
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 110
- Frá upphafi: 1324592
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það er alls ekki sammála þér um það, að engin trú sé verri en einhver önnur. Ég veit ekki hvað hefur komið yfir þig, maður! Telurðu trúna á Baal, sem sumir Ísraelsmenn freistuðust af og fórnuðu til sonum sínum og dætrum (já, í blóðugum mannfórnum), hafa verið jafngóða og trúna á Ísraels Guð?! Eða telurðu hof-vændi nágrannaþjóða Ísraelsmanna að fornu hafa verið ásættanlegt?!!! Og hvað um blóðfórnir Azteka, 25.000 manns á ári, tengdar mannáti?
Vertu ekki með svona vitlausar yfirlýsingar, Vilhjálmur minn, þær fara þér ekki vel. Og betra er að trúa á almáttugan, algóðan Guð heldur en stokka og steina!
Jón Valur Jensson, 15.9.2014 kl. 14:10
En orðbragð Salmanns þessa Tamimi er sannarlega forkastanlegt eins og fleira frá honum. Á hann svo að halda áfram að taka þátt í samstarfsvettvangi trúfélaga, eins og ekkert sé? Hann hefur fordóma bæði gegn kristindómi og Gyðingum, þá vitum við það. Eiga svo Reykvíkingar að gefa honum og hans söfnuði eina dýrustu lóð landsins?!
Jón Valur Jensson, 15.9.2014 kl. 14:15
Spurðu borgarstjórann Jón, hann er sumum mönnum á við Guð föður. Guð er í öllum að mínu mati.
FORNLEIFUR, 15.9.2014 kl. 14:26
Guð er í öllum samkvæmt kristinni trú, en það gerir ekki öll trúarbrögð jöfn né alla menn jafngóða.
Jón Valur Jensson, 15.9.2014 kl. 15:01
Guð er i öllum, en menn geta ekki orðið að Guði eða Guðs syni (í Gyðingdómi). Guð getur ekki verið faðir einhvers, en það gerir ekkert Kristna verri en gyðinga
FORNLEIFUR, 15.9.2014 kl. 15:40
Vilhjálmur örn. ég held að þú þekkir þessa maður sem kallast Valdimar Jóhannesson. Þú veist að hann er lygari á hæsta gráðu. Ég hef aldrei í mina lifið hanfa kalla nokkur mann "Helvitis Gyðingur " eða annan trúabragð. Sannleikan er sá og lögreglan var til staðar. Hann kom til okkar og vildi taka í handinin á mér og ég neitaði og sagði að ég tek ekki í hand á svona manni einsog hann sem berja kona sin. Hann sagði það er rangt hjá mér ég svaraði að þetta var á öllum blöðum á sin tima. Hann svaraði að ég kunni ekki islensku. Þetta er allt og sumt. En hann notar hvert tækifæri til þess að sverta okkar og neitar að birta það sem ég svara. Þetta lið Hann og Jón Valur er versta dæmi um kynþátthatarar og ég fyrirlit. Ég virða þig vegna þess að þú kemur fram og þina málum þótt við erm ósmmála öllu í samband við zionista ríkið. En gyðingdom og öllu trúabrógð virða ég, og það er krafa á okkur múslima að gera það. Ekki taka mark á svons rasistar að því þeir eru versta óvinir gyðingana. Guð blessið þig og þinum
salmann tamimi (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 17:19
Ég sendi bara þessa slóð -> http://theunboundedspirit.com/the-negative-effects-of-religion-on-society/
Sagan þar á bakvið er ekki einstök eins og aðrar sögur sem vilja upp á yfirborðið í okkar þjóðfélagi.
En hvers er eins ákvörðun og hvort þú sért verður er nátttúrulega ákvörðun hvers?
Ég tek allavega ekki þátt í þeirri ákvörðun, hvorki fyrir mig né annara!
K. Think.
ThinkTanker (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 17:20
Salmann, ég hafði þann varann á að skrifa "helvítis gyðingur" í gæsalöppum. Ef þú hefur ekki sagt það, bið ég þig afsökunar. Ég átti erfitt með að trúa þessu. Valdimar þekki ég ekki né forsögu hans, en hann og ég erum bloggvinir, þótt ég sé ekki sammála honum um allt.Annars þekki ég hann ekkert.
Ég er sammála þér að fólk sem eru múslímahatarar eða gyðingahatarar eru oft hreinræktaðir rasistar, og mér líkar ekki að það fólk taki Ísrael og gyðinga í gíslingu til fá sínum eiginlegu áhugamálum, hatri í garð múslíma, brautargengi. Á sama hátt líkar mér ekki þegar fólk á Vesturlöndum heldur uppi vörnum fyrir sama hvað er sem þrífst í nafni Íslams, bara vegna þess að hatur þess á eigin menningu fer á einhvern furðulega hátt saman við öfgaíslamista, sem vilja eyða Vestrænni menningu og Ísraelsríki í leiðinni.
Ég bið þig enn og aftur afsökunar, en þið Valdimar verðið að útkljá ykkar deilumál og vonandi getið þið tekist í hendur. Ef Valdimar viðurkennir að hann hafi farið með rangt mál, skal ég strax greina frá því hér.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.9.2014 kl. 18:44
Kristin guðfræði er ekki þín sterkasta hlið, dr. Vilhjálmur.
Maðurinn Jesús frá Nazaret varð ekki að Guði eða Guðs syni, heldur var Jesús Kristur allt frá getnaði sínum bæði Guð og maður -- hinn eilífi Guðs Sonur jafnframt því að taka á sig mannlegt hold. "Áður en Abraham var, er ég," sagði hann sjálfur (til dæmis um mörg önnur ummæli hans og víðar í NT). Og hann sagði (athyglisvert:) ekki "var ég", heldur "ER ég" og vísar þar til hins eilífa Guðseðlis, sem er sístæð verund (being, lat. ens), sbr. opinberunina til Móse á fjallinu, þar sem Guð birtir honum nafn sitt þannig: "Ég er sá, sem ég er" eða "Ég er sá, sem ER" (þ.e. hin eina algilda verund).
Salmann hefur komið á framfæri meintri leiðréttingu, látum hann þá njóta sannmælis að því leyti, en seint mun það gerast, að þeir Valdimar takist vinalega í hendur!
PS. Vitaskuld átti 1. orð í 1. aths. minni hér að byrja á "Ég", ekki "Það".
Jón Valur Jensson, 15.9.2014 kl. 18:58
Nei, rétt er það Jón, ég er ekki guðfræðingur. En eitt veit ég: Gyðingar verða ekki að guðum í lifanda lífi, nema ef þeir séu sammála þeim sem hata gyðingdóm og grundvallarréttindi gyðinga sem trúarhóps og þjóðar. Við sjáum þetta enn í dag. "Bestu gyðingarnir" í augum annarra er fólk sem ég leyfi mér að kalla sjálfhatara. Þeir afneita trú sinni og gera gys að henni, í trúarlegu samhengi og veraldlegu, og í verkum sínum eyða þeir menningu og grundvelli gyðingdóms. Ef gyðingurinn Jesús hefur verið Guð frá byrjun, þá hefur hann vart verið gyðingur. Það er ekki mögulegt samkvæmt Gyðingdómi. Þar er Herrann Guð, ekki faðir og á engan son, heldur þjóð. Jesús, tel ég, tilheyrði þeirri þjóð, og var ekki guð, heldur Spámaður, sem önnur trúarbrögð voru byggð á. Sannleikur Jesús er á margan hátt gyðinglegur, en hann bætti við kryddi sem menn kölluðu ást og kærleika (sem voru fyrirbæri sem alls ekki voru framandi gyðingum). En vandi Kristindóms er sá, að þessi kærleikur hefur aðeins verið sýndur við hentugleika og ástin þegar vel lék á. Lengra fer ég ekki é dag, svo þú bannfærir mig ekki og kallir mig guðlastara.
FORNLEIFUR, 15.9.2014 kl. 19:38
Rétt ein og í sænsku stjórnmálunum, frysta út sannleikan og ekki minnast á það sem aðrir en þeir sem eru í "hringnum" segja.
Ekki skrítið að veröldin okkar er forrituð til að tapa.
-kerfisforrituninn
ThinkTanker (IP-tala skráð) 15.9.2014 kl. 20:54
"Ég var fyrstur manna til að stinga upp a mosku á Íslandi og styð byggingu hennar heils hugar."
Ég líka.
Hörður Þórðarson, 15.9.2014 kl. 21:25
Enginn er ég gvöðfræðingur fremur en Vilhjálmur en eitt veit ég þó með vissu: Engin trú er annarri verri nema þá hin eina sáluhjálparlega trú!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.9.2014 kl. 00:43
Ég anza nú þessu ekki frá honum Sigurði málvini mínum.
En doktor, þú ritar: "Ef gyðingurinn Jesús hefur verið Guð frá byrjun, þá hefur hann vart verið gyðingur. Það er ekki mögulegt samkvæmt Gyðingdómi." -- SVAR: Holdtekningin (incarnatio) merkir einmitt, að Guðssonurinn eilífi (sbr. Jóhannesarguðspjall, 1.1 o.áfr.) tók á sig mannlegt hold, fæddur af mey af kyni Gyðinga. Þetta er vel mögulegt samkvæmt trú Ísraels frá öndverðu, en e.t.v. ekki að trú rabbína vestur í New York eða í Jerúsalem nútímans. Það má vel leiða sannfærandi Gamlatestamentis-rök fyrir þessu, eins og gert var strax í frumkristni og sagt er m.a. frá í Postulasögunni.
Jón Valur Jensson, 16.9.2014 kl. 04:31
Hvaða rök í Gemara? Ekki hef ég lesið þau eða rekist á, Jón Valur, enda orðið langt síðan. Það er margt hankípankíið í GT en ekkert á við NT, enda annað fólk (afsakaður Guð) að skrifa. Grikkir hafa alltaf verið fyrir skraut og furðusögur, sjáið bara hann Árna Kanelás í Eyjum.
FORNLEIFUR, 16.9.2014 kl. 05:31
Engin "aðvörun" kom um Jesús í Talmud, og engin um t.d. helförina eða "Palestínumenn" og Tamimi. Þessi færsla var um meintan fúkyrðaflaum Salmanns Tamimis og mig langar ekki, Jón Valur, að blanda því efni við staðhæfingar þínar um að sum trúarbrögð séu betri en önnur. Það heldur þú. Ég er líka fullviss um að félagar ISIL séu fullvissir um að þeirra skilningur á Íslam sé sannur og að engin trúarbrögð séu fremri en þau sem veiti þeim svona fína heimild til að drepa og pína. Ég leyfi mér aðeins í lítillæti mínu að benda á að Kristni og Íslam eru bæði "kópípródúkt" og væntanlega er margt í GT sem er copy/paste úr öðrum eldri trúarbrögðum sem við höfum ekki á bókfelli.
FORNLEIFUR, 16.9.2014 kl. 05:45
Ég er sammála síðuhöfundi um jafnræði trúarbragða. Trú getur í sjálfu sér ekki verið slæm nema hún sé notuð til að skaða fólk og önnur trúarbrögð.
Það er ekki laust við, svo vægt sé til orða tekið, að í hroka sínum noti JVJ sína trú einmitt í þeim tilgangi.
Svo afsaka ég þessa innrás mína!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.9.2014 kl. 06:38
Ekkert að afsaka Axel. Jú, Jón Valur gerir sig "sekan" um trúarhroka, en hann fer ekki um með báli og brandi og skilur höfuð frá bol, þegar menn eru ekki sammála honum. Ég ber virðingu fyrir trúarhita hans. Það er ágætur hiti, ef ekki sýður upp úr.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2014 kl. 08:34
Bið ég menn að halda sig við efnið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2014 kl. 08:44
Ég þarf ekki að svara skrýtnum athugasemdum þínum kl. 5:31 og 5.45, doktor, og anza ekki órökstuddri gerviröksemd um "hroka".
Ekkert, sem hér hefur verið skrifað, hefur enn svarað né jafnvel reynt að takast á við rök mín í 1. innlegginu á þessari vefslóð.
Jón Valur Jensson, 16.9.2014 kl. 11:40
Athugasemdir
Það er alls ekki sammála þér um það, að engin trú sé verri en einhver önnur. Ég veit ekki hvað hefur komið yfir þig, maður! Telurðu trúna á Baal, sem sumir Ísraelsmenn freistuðust af og fórnuðu til sonum sínum og dætrum (já, í blóðugum mannfórnum), hafa verið jafngóða og trúna á Ísraels Guð?! Eða telurðu hof-vændi nágrannaþjóða Ísraelsmanna að fornu hafa verið ásættanlegt?!!! Og hvað um blóðfórnir Azteka, 25.000 manns á ári, tengdar mannáti?
Vertu ekki með svona vitlausar yfirlýsingar, Vilhjálmur minn, þær fara þér ekki vel. Og betra er að trúa á almáttugan, algóðan Guð heldur en stokka og steina!
Jón Valur Jensson, 15.9.2014 kl. 14:10
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2014 kl. 12:16
Já, ég get endurtekið allt þetta innlegg, en 1. setningin átti að vera: Ég er alls ekki sammála þér um það, að engin trú sé verri en einhver önnur.
Jón Valur Jensson, 16.9.2014 kl. 13:05
Það er ekki málvillan, heldur þessir fordómar þínir Jón Valur, sem ég kann ekki við.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2014 kl. 14:23
Já, eru það FORDÓMAR að telja þau trúarbrögð af versta tagi, þar sem fram fóru um 25.000 blóðugar, grafískar og kvalafullar, rítúalískar mannfórnir árlega (hjá Aztekum í Mið-Ameríku)? Þá vil ég fremur kallast fordómafullur heldur en ekki! Ég veit ekki hver þinn standard er, en ef minn má ekki vera þessi, þá fordæmi ég þetta aðkast þitt út af orðum einum. Það sveið þó undan mannfórnunum, máttu vita.
Og ég hef áður sagt, að Múhameðstrúin hafi siðbætt sum lönd með því að afnema þar útburð meybarna -- þó ekki þau, sem þegar höfðu tekið við kristni, því að það var hvarvettna eitt fyrsta verk kristindómsins (við allt Miðjarðarhaf og einnig hér á Íslandi) að afnema útburð barna.
Það eru ekki öll trúarbrögð jöfn, enda afar ólík innbyrðis.
Og þú, vinur Gyðingaþjóðarinnar, átt að kunna að meta það, að ólíkt nágrannaþjóðum Ísraels að fornu lagði Gamla testamentið algert bann við trúarlegum mannfórnum.
En endilega haltu áfram að skrifa um hroka minn og fordóma, ég á víst ekki betra inni hjá þér.
PS. Þetta í 1. innlegginu var ekki málvilla, Vilhjálmur, heldur yfirsjón -- ætlaði að hafa setninguna öðruvísi upphaflega, breytti henni, en gleymdi að laga eitt orð í flýti mínum.
Jón Valur Jensson, 16.9.2014 kl. 20:09
Ég vann reyndar í nokkur ár með honum Salmani og þetta hljómar ekki eins og það sem hann mundi segja. En það að fylgjast með hundruðum landa sinna sallaða niður á síðustu vikum gæti hafa breytt honum eithvað, kannski skiljanlega.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 00:15
Jón, þetta eru kannski ekki bestu trúarbrögðin til að taka
sem dæmi. Þau eru nú útdauð til að byrja með.
.
En lítandi á listan yfir tíu algengustu trúarbrögðin í dag þá sýnist mér að þau nokkuð jöfn af verðleikum, þ.e. ég hefði engar áhyggjur ef iðkandi eins þeirra mundi flytja í íbúðina hliðina á mér.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 00:31
Þú hlýtur að viðurkenna, Elfar, að það engin skynsemi í því að alhæfa fyrir fram um öll trúarbrögð. Það gera samt sumir sem þekkja hvorki haus né sporð á miklum meirihluta allra trúarbragða!
Þetta á víst að heita svo "umburðarlynt" hjá þeim, "víðsýnt" og ég veit ekki hvað! Heyr á endemi! -- veraldarhyggjan enn á sínum afvegum.
Jón Valur Jensson, 17.9.2014 kl. 01:47
Vinur minn sem var nýkominn af Vogi, sagði að trúin væri eins og brennivín. Hún væri góður gleðigjafi og hjartastyrkjandi í passlegu magni þ.e. þegar hún er ferðafélagi mans en hún getur orðið vondur fararstóri, rétt eins og brennivínið.
Held bara að það sé margt til í þessu og þetta eigi við um flest öll trúarbrögð.
Gísli Gíslason, 22.9.2014 kl. 12:19
Trúin og andi kærleika Krists var fararstjóri Páls postula.
Trúin og eftirfylgd við Krist var leiðsögn Franz frá Assisi.
Ekkert verður alhæft (sízt út frá óviðeigandi samlíkingu við vín) um skaðsamleg áhrif mikillar trúar. Hitt skiptir meira máli: hver trúin sé og hvort hún sé sannleiknunum samkvæm og heilnæm manni og samfélagi. Ennfremur á trúin að vera með allri skynsemd og dómgreind, eins og postulinn segi.
Jón Valur Jensson, 22.9.2014 kl. 14:10
... hvort hún sé sannleikanum samkvæm ...
Jón Valur Jensson, 22.9.2014 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.