Leita í fréttum mbl.is

Brúđkaupiđ í Cori

matrimonio_nello_cori2_1244716.jpg

Síđastliđinn sunnudag ćtlađi ég í stutta heimsókn međ fjölskylduna á mjög merkilegt fornminjasafn í Cori. Búiđ var í síđustu viku ađ upplýsa mig ađ safniđ yrđi opnađ aftur eftir sumarleyfi ţann dag. En svo var ekki. Starfsmenn höfđu greinilega framlengt sumarleyfi sín og í bígerđ var heilmikiđ brúđhlaup í Kirkju heilagrar Ólívíu. 

Brúđurin kom í sínu fínasta pússi í svartri Volkswagen bjöllu og fólk var byrjađ ađ safnast saman á Olívíutorgi. Eftir smá leikatriđi, ţar sem litlu börnin áttu ađ segja föđur brúđarinnar og henni ađ ţau vćru komin til réttrar kirkju, héldu herlegheitin áfram en viđ hurfum á braut til ađ eiga ekki í hćttu ađ bíllinn okkar yrđi ekki lokađur af vegna ólöglegra lagninga viđ fjallaveginn. Ég gleymdi svo forláta sumartreyju á rauđum plaststól viđ safnakaffihúsiđ fyrir ofan torgiđ.

matrimonio_nello_cori.jpg

Eftir brúkaupsnóttina rćttist úr peysuleysinu. Einhver hafđi afhent treyjuna á barnum og hékk hún á safnbarnum morguninn eftir. Í gleđi minni bauđ ég frúnni upp á cappucino og grappa og gaf eigandanum ríflegt ţjórfé fyrir ađ hafa fundiđ peysuna mína. Síđar um daginn hittum viđ Giugliano, sem er altmúligmađur fyrir danskan eiganda hússins sem viđ erum í. Hann er ekki ólíkur Al Pacino á yngri árum og veiđir villisvín í fjöllunum. Hann býr hér á Via della Repubblica í Cori eins og viđ. Ţađ var bróđurdóttir konu Giuglianos sem var ađ gifta sig. Veisla hafđi veriđ um sunnudagskvöldiđ og annađ "gilde" var líka á döfinni um mánudagskvöldiđ, svo Giugliano var greinilega međ ţynnku og ekki í vinnu ţann daginn til ţess ađ vera vel vígur í veislu númer 2. Ég spurđi hann nú ekki hvort veisla númer 3 vćri fyrirhuguđ. Brúđkaup eru mikilvćg í lífi manna á Ítalíu líkt og á Íslandi.

Viđ sáum aldrei brúđgumann, en ţađ gerir ekkert til. Hans bíđa ađeins ţrautir eiginmanns og hann verđur aldrei samur mađur eftir, eins og Teitur Ben latínumagister sagđi um ţá sem tóku latínuna alla í MH. Latina bona est, og á ég hér fyrst og fremst viđ svćđiđ sem viđ horfum yfir á hverju kvöldi ţegar viđ borđum á veröndinni okkar í Cori. Brátt er ţessi lúxus á enda. Veruleikinn á flatlendinu tekur viđ á morgun.

Í ţrívídd:

Piazza di Sant'Oliva 

Chiesa di Sant'Oliva

Complesso Monumentale Sant'Oliva


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband