23.5.2014 | 22:54
Dauðakrampar Framsóknar ?
Aumkunarvert er að sjá oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík höfða til öfgafólks (framsóknarmanna?) með því að lofa að hætta við að úthluta lofaðri lóð fyrir mosku við Mörkina í Reykjavík. Trúfrelsi á nú að hefta til veiða nokkur atkvæði frá svínablóðssletturum.
Framsóknarflokkurinn fór forðum fremstur í atlögu að flóttamönnum af gyðingaættum. Þess vegna er enn ekkert samkunduhús í Reykjavík. Vinstri menn, sumir hverjir komnir af góðum framsóknarheimilum, hafa hjálpað til í því hatri og Sjálfstæðisflokkurinn innbyrti úrval nasistagerpanna og gerði þá að flugmálastjóra, lögreglustjóra, og meira að segja próflausan fánabera að seðlabankastjóra.
Moska mun rísa, og framtíðin mun svo sýna okkur, hvorir verða öflugri í hatrinu, örvinglaðir framsóknargosar gegn múslímum ellegar múslímar gegn gyðingum og Ísrael.
Augljóst er að íslensk pólitík er og verður á lágu plani. Ef menn eru ekki í því að banna moskur, er darraðardansinn fyrir græðgina hafinn aftur með aðstoð (tæmingu ríkiskassans) til þeirra sem minnst þurfa á henni að halda. Nokkrum árum eftir hrun heimta svo allir launahækkanir, og vitaskuld mest þeir sem ekki þurfa á henni að halda. Aðrir vilja stórspítala sem verður 1/10 af miðbænum í Reykjavík. Samfélagið er sjúkt.
Hvar á að fá fjármagnið? Sumir telja það fundið í veskjum kínverskra súperskálda. Eru Íslendingar ekki búnir að fatta að peningarnir falla ekki af himnum ofan. Eiga fleiri að verða atvinnulausir? Það telja vitaskuld sérleyfishafarnir á réttar skoðanir og hreinar sem allir vilja í ESB, því þar fást bestu dílarnir samkvæmt heilaþvottastöðinni RÚV. Ísland er enn ekki komið með tærnar í fjölda atvinnuleysingja þar sem ESB hefur hælana. Íslenskir stjórnmálaflokkar velja sem fyrr taumlausa vitleysu sem stefnu sína. Lýðinn þarf að seðja, og greinilegt er að hann hefur ekki vitkast mikið síðan 2008.
Þess ber að geta að Sveinbjörg sem gekk í Álfó, Versló og Háskó og vill banna moskó, vann hjá Atlantó í Jeddó. Ætli hún hafi gengið með slæðu? Ég spái því að hinir krakkarnir vilji ekki lengur með henni í brennó og kíló, því hún er svaka púkó. Hún getur þá alltaf spilað Dr. Mario við sjálfa sig:
"Hvað viltu vita? Ég á þrjú börn, ég er fráskilin, ég lærði lögfræði í Háskóla Íslands, starfa sem lögmaður. Var í Verzló og Álfó. Fannst gaman að fara út í brennó, kíló og yfir þegar ég var ung. Uppáhaldstölvuleikurinn minn er Dr. Mario. Mér finnst gaman að ferðast. Hef unnið hjá Atlanta í Jeddah og Madrid, kokkur og túlkur í fjallaferðum, Deloitte, Ernst&Young, bjó í Luxembourg og naut lífsins þar meginhlutann atvinnulaus. Rek nú Lögmenn Hamraborg 12."
Kosið verði um lóð undir mosku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 16
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 243
- Frá upphafi: 1353063
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 184
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ég lít á trúfrelsi eins og hugtakið lýsir því,þú ræður hverju þú trúir getur iðkað trú þína hvar og hvenær sem er. EN- Það er ekki það sama og að úthluta lóð á mjög umdeildum stað í Reykjavík,gratis.Frelsið hafa trúfélögin,íslenskir útsvarsgreiðendur mega eiga frelsi til skoðanna á því og það er að mínu viti ekkert að leggjast lágt. Íslenskar sóknir hafa haldið messur í safnaðarheimilum, vítt og breytt um landið t.d. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn og unnið að fjármögnun sjálf. Það þarf ekkert að fara leynt með það, að fólk hefur kynnst því erlendis hvernig trúfélög kristinna eru kveðin niður og oft hótað,ef eðlilegur samgangur kynja þeirra og Múslima misbýður þeim síðari. Við höfum ekki landamæri að fastalandi annara ríkja,er nauðsynlegt að líkja út i hörgul eftir öllu sem fer þar fram,? Hver sem hefur brennandi áhuga á stjórnmálum,hellir sér í þau til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri,sem hann deilir með svo fjöldamörgum öðrum. M.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2014 kl. 23:39
Múslímar á Íslandi verða að lifa eftir íslenskum lögum. Lengra nær það ekki. Íslensk lög leyfa einnig úthlutun á lóðum til trúariðkana. Við sjáum allar kirkjurnar. Ef einhver telur að saga kirkjunnar (Kristninnar) sé minna blóðug en Íslams, þá verður sá sami að dusta rykið af sögubókunum sínum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.5.2014 kl. 23:48
Skrítið þykir mér að Sveinbjörg hafi getað þvælst með slæðu í Jeddah, þegar hún vann fyrir Atlanta, en verði óglatt við tilhugsun um mosku í Reykjavík. Lýðskrum kosta minna en eiginhagsmunir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.5.2014 kl. 23:50
án þess að vera sammála þér þá er þetta bara góður pistill
Rafn Guðmundsson, 24.5.2014 kl. 00:03
Ég vona að byggingin(moskan)verði falleg annars verð ég á móti henni.
Elías Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 00:10
Hver var þessi próflausi fánaberi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.5.2014 kl. 00:18
Sæll Vilhjálmur.
Er þetta ekki endanlegt 'jihad'
Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Hann getur huggað sig við það að
hafa ekki átt aðra óvini en sig sjálfan og
að hafa séð um skemmtiatriðin sjálfur, þ.e. að
sprengja sjálfan sig í loft upp.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 01:03
Staðreynd er, að engin lagaheimild var að baki því, að ákvörðun var tekin í borgarstjórn og borgarráði um að GEFA múslimasöfnuði kostalóð á einum albezta stað í borginni og fría hann sömuleiðis við gatnagerðargjöldum.
Að vinstrimenn og Hreiðar Eiríksson álíti það ósvinnu að bera málið undir borgarbúa, lýsir mætavel hræðslu þeirra við lýðræðið, rétt eins og þegar vinstri flokkarnir fást alls ekki ofan af sinni grófu og afar róttæku ákvörðun að reyna að gera út af við Reykjavíkurflugvöll og það án þess að gera nokkrar ráðstafanir um flugvöll í stað hans -- og þrátt fyrir rúml. 70% samstöðu Reykvíkinga með fugvellinum í skoðanakönnun og yfir 80% meðal landsmanna -- og þrátt fyrir langfjölmennustu undirskriftasöfnun sögunnar, með áskorun nær 70.000 manna og kvenna um að ekki verði ráðizt á flugvöllinn.
Og ekki þora þessir vinstri menn í atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um málið -- ekki frekar en um moskumálið!
Og þú er bara á einhverjum undarlegum afvegum hér, Vilhjálmur minn. því að framsóknarkonan var ekkert að tala um að meina múslimum trúfrelsi hér, þótt hún sjái enga þörf fyrir að VIÐ BORGARBÚAR leggjum fram rándýra lóð og förum á mis við eðlileg gatnagerðargjöld vegna byggingar mosku!
Og auðvitað veit hún af reynslu, að hliðstæða þessa gjörnings borgarstjórnar mundi aldrei líðast í nokkru múslimalandi.
Ég kalla Sveinbjörgu bara hugaða að þora þessu, gegn straumi hins vesala pólitíska rétttrúnaðar --- ólíkt er hún hugaðri en sjálfstæðismennirnir sem sátu hjá við afgreiðslu málsins hjá borginni !
Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 01:48
Og mynd"skreyting" þín hér, dr. Vilhjálmur, er mjög óviðeigandi.
Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 04:02
Vilhjálmur, þú tekur sterkt til orða að vanda. Er annars einhver vilji til þess meðal Gyðinga á Íslandi að reisa Sýnagógu?
Jón Valur, sveitastjórnir á Íslandi hafa samkvæmt lögum talsvert frelsi til ákvarðanatöku umfram það sem almennt gildir um opinbera stjórnsýslu í öðrum löndum (og reyndar líka íslenskt ríkisvald). Reykjavíkurborg þarf því ekki lagastoð til aðgerða, frekar en önnur sveitarfélög.
Nú finnst mér það fáránlegt að verið sé að púkka undir trúfélög, við höfum á síðustu dögum fengið ótrúlega innsýn i þá fáránlegu öfga sem tíðkast í hinum ríkisstyrktu söfnuðum Krossinum og Vottum Jehóva. Svo voru Sameinuðu Þjóðirnar að skamma Kaþólsku kirkjuna fyrir gróf mannréttindabrot, en á Íslandi er hún ríkisstyrkt!
En af einhverri misskildri þjónkun við trúfélög hefur þeirri hefð verið haldið við, að lóðir undir slík fyrirbæri hafa fengist ókeypis frá Borginni. Auðvitað á slíkt ekki að viðgangast, og mig grunar að kirkjur og slík fyrirbæri borgi ekki einusinni fasteignagjöld!
En málflutningur Sveinbjargar snerist ekki um hvort lóðin fengist ókeypis eða ekki - hún snerist um að hún vill draga úthlutun lóða til tveggja trúfélaga tilbaka, af því þessi trúfélög samrýmast ekki Þjóðkirkjunni (þ.e. múslímar og rétttrúnaðarkirkjan).
Næsta skrefið hjá henni er væntanlega að rífa Landakot og reisa þar fjölbýlishús - eða hvað? Ekki samrýmist Kaþólskan hinni íslensku Þjóðkirkju, má jafnvel segja að leitun sé að ósamrýmanlegri trúfélögum en Lúterskum og Kaþólskum.
Þessi málflutningur gegn múslímum er keimlíkur áróðri gegn Gyðingum fram að seinni heimsstyrjöld. Eins og þá getur þessi málflultningur ýtt undir ný progrom gegn hinum "innri óvini", múslímum í þetta skiptið.
Við erum þegar farin að sjá þetta gera - múslímar og "múslímavinir" verða fyrir ofbeldi og árásum, framin eru hryðjuverk af öfgasinnuðum kristnum vegna meintrar tjónkunar stjórnvalda við múslíma, jafnvel hér á Norðurlöndum.
Trú manna er þeirra einkamál. Samfélag sem stýrist af trúarkreddum er afskaplega hættulegt fyrirbæri. Eina vörnin gegn því að við sökkvum í theokracíu er að halda trúmálum algjörlega fyrir utan alla stjórnsýslu. Ríksstyrkir til trúfélaga og lóðapúkkun sveitarfélaga undir kirkjur eða bænahús eru leifar forneskju sem við þurfum að losa okkur við.
Ég mæli eindregið með því að framvegis finni trúfélög sínar eigin lóðir, kaup þær með eigin fé, reisi þar þau hús sem þau hafa efni á, og standi sjálf undir rekstrinum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2014 kl. 06:18
Jú, Jón Valur, Framsóknarmenn, satt er það, voru lengi vel á móti svínarækt. Svo myndin er líklega ekki alveg kórrétt. En nú borða Íslendingar vart annað en svínakjöt, og tapa jafnvel grísahausum hér og þar. Sumir eiga lager af blóði þessa aumingja dýrs sem þeir segjast ætla að stenka á moskugrunn. Það gagnaði hins vegar ekki eins vel og gæðablóð úr Framsóknarflokknum. Þarna varð sá góði flokkur á undan Kristilega flokknum, sem gleymdi boðorðinu um náungakærleikann.
Sigurður Þór, það var Davíð Ólafsson, hann var með bílpróf, en uppdiktaðan titil frá Þýskalandi. Ég er þó á því að hann hefði leyft mosku hefði hann lifað. Nasistar voru alltaf veikir fyrir múslímum, þótt Sjálfstæðismenn séu á báðum áttum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 06:28
Brynjólfur, Framsóknarflokkurinn getur ekkert gert gegn Landakoti og kirkjunni hans Jóns Vals. Landakot og Landakotstún er réttmæt eign kaþólikka http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3523854
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 06:49
Afturköllun byggingarleyfis kirkju Safnaðar heilags Nikulásar [frænda Pútíns] úr Moskvupatríarkatinu í Reykjavík hefur ekki verið á dagsskrá hjá Sveinbjörgu. Stundar lögfræðingurinn, sem eitt sinn bar slæðu í Arabí, einelti gegn sumum trúflokkum, en ekki öðrum?
FORNLEIFUR, 24.5.2014 kl. 07:16
Sammála greinarhöfundi. Góður pistill. Menn geta ekki lotið lægra í kosningabaráttu en ráðast á minnihlutahópa. Ætlar framsókn að þegja ogleggja þar með blessun sína yfir þetta? Megi skömm frambjóðandans verða honum að falli.
Hörður (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 09:44
Brynjólfur, þú ferð með fleipur -- og áróður einberan -- þegar þú heldur því fram, að Krossinn, Vottar Jehóva og kaþólska kirkjan á Íslandi séu "ríkisstyrkt" trúfélög. Þau eru það ekki, og t.d. hefur sú síðastnefnda verið skattpínd með fasteignagjöldum til borgarinnar og sveitarfélaga, ólíkt kirkjum í mörgum kristnum löndum, fyrir utan miklu alvarlegra athæfi ríkisbubba gagnvart sóknargjöldunum.
Þú getur reynt að kalla það stuðning við þessi trúfélög, að ríkið tekur að sér innheimtu sóknargjalda þeirra, en sóknargjöldin sjálf eru einfaldlega félagsgjöld meðlima trúfélaganna, þótt tengd séu inn í skattheimtu ríkisins. Það væri ekkert að því, að ríkið fengi svolitla þókknun fyrir innheimtuna (sbr. hér neðar), en í stað þess að lögbinda það hafa ofdirfskufullir pólitíkusar seilzt í þessa innheimtu sjóði kirkna og annarra trúfélaga með fullkomnum rangindum og skorið af sóknargjöldunum allt að um 30% beint í ríkissjóð!
Þetta er t.d. viðurkennt á sinn hátt með samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins í febrúar 2013 (feitletrun JVJ):
"Landsfundur telur mikilvægt að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga."
Um þetta hefur ítrekað verið fjallað á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka, t.d. HÉR!, og í stefnuskrá samtakanna hefur með einarðlegum hætti verið tekið á þessu máli, en þar segir m.a.:
-- Ríkinu verði bannað það athæfi að skera sér hlut af félagsgjöldum trúfélaga. Í staðinn fái ríkið 2% innheimtuþókknun, bæði vegna kostnaðar við innheimtuna og vegna trúfélagaskráningar ríkisborgara og nýbúa hjá Hagstofu Íslands. Semja ber um endurgreiðslur oftekins fjár af söfnuðunum.
Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 12:17
Moskumálinu má skipta niður í nokkra þætti eftir eðli þeirra.
Þeir helztu virðast þessir:
1) Á yfirleitt að leyfa byggingu mosku í Reykjavík? -- Þeir allra hörðustu eru andvígir því, að það verði yfirhöfuð leyft.
2) Var í lagi með þessa staðsetningu moskunnar (og stærð lóðarinnar)? -- Nýjustu fréttina þar um heyrði ég í hádegisútvarpi í dag, þ.e. að Halldór Halldórsson, oddviti D-listans, vill endurskoða staðsetningu moskunnar.
3) Var í lagi að fara fram hjá lögum um kirkjubyggingar og fríar lóðir sveitarfélaga til þeirra með því að borgarráð tók þá ákvörðun í heimildarleysi og án umboðs borgarbúa (gjörningurinn t.d. ekki boðaður fyrir fram í kosningaloforðum 2010) að GEFA múslimasöfnuði þessa lóð og það m.a.s. rándýra lóð á rosalega áberandi stað! (á sama tíma ákváðu þeir að gefa búddhistasöfnuði miklu lakari lóð uppi undir Hólmsheiði, þar sem er ótrúlega veðrasamt, sífelldur vindbelgingur annan eða þriðja hvern dag, þótt rórra sé á sama tíma í borginni).
4) Var í lagi að láta borgarbúa fara á mis við gatnagerðargjöld af lóðinni? Vilja borgarbúar í alvöru STYRKJA moskubyggingu með þeim hætti?
5) Var í lagi að hunza áskoranir margra um að bera málið undir borgarbúa með íbúakosningu? Þykjast vinstri flokkarnir lýðræðislegri en Sveinbjörg þessi með því að leyfa ekki, að farið verði að vilja Reykvíkinga í málinu (hver sem hann er)?
Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 12:43
Vilhjálmur, í frétt á Vísi.is er vitnað í Sveinbjörgu þar sem hún segir: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“
Að vísu held ég ekki að til standi að gríska rétttrúnaðarkirkjan sækji um lóð í Reykjavík, ég geri ráð fyrir að hún sé að meina rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna.
Jón Valur, fjármálaráðherra hefur víst staðfest það opinberlega að ríkið innheimtir ekki sóknargjöld. Það er nú orðið dálítið þreytt að halda þessu fram í sífellu.
Kirkjur og bænahús eru undanþegin fasteignaskatti á Íslandi, auðvitað á það ekki að vera þannig. Landakotskirkja borgar ekki fasteignaskatt, en aðrar byggingar á reitnum eflaust og að sjálfsögðu.
Trúfélög, sem og aðrir, eiga að búa við jafnræði. Ákvarðanir stjórnvalda eiga m.a. að byggja á jafnræðisreglu. Ef sum trúfélög fá lóðir en önnur ekki er verið að brjóta þessa grundavallarreglu.
Er staðsetning lóðarinnar skynsamleg? Nú eru kirkjur mjög áberandi í borgarmynd Reykjavíkur, ekki þykir mér það skynsamlegt - trjóna á hæstu hæðum. En gert er gert, ekki dettur mér í hug að vilja hrófla við því.
Það sem Sveinbjörg er að leggja til er grundvallað í trúarlegum fordómum. Hún er á móti sumum trúfélögum, en ekki öðrum. Persónulega er ég á móti öllum trúfélögum, og ég er líka á móti skoðunum á borð við þær sem þú átt til að bera fram, Jón Valur, en aldrei dytti mér í hug að skerða réttindi þín til málfrelsis og trúariðkunar, frekar en mér dytti í hug að skerða jöfn réttindi trúfélaga, né að halda öðru fram en að sömu lög eigi að gilda um alla.
Það er skömm af því að sumir virðast halda að þeirra eigin trúarkreddur eigi að stjórna því hvað aðrir mega og ekki mega.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2014 kl. 13:37
Ég hef ekki tíma til að fara í saumana hjá öllu þínu blekkjandi skrifi núna, BÞ, en það á sér grunn í stjórnarskrárákvæði, að kristinn siður sé studdur og verndaður, þrátt fyrir allt trúfrelsi, og því er ákvæði laga um fríar lóðir til kirkjubygginga alveg í lagi og í samræmi við siðvenju hér.
En borgaryfirvöld hafa enga lagaheimild og heldur ekkert umboð frá borgarbúum, hvorki skýrt né loðið (t.d. fengið með því að hafa lofað einhverju af þessu tagi fyrir kosningarnar 2010 -- það var nefnilega ekki svo!), til að GEFA EIGNIR BORGARBÚA eða prívílígera þennan múslimasöfnuð með því að fría hann við greiðslu alls þess kostnaðar (fyrir borgina) sem gatnagerðargjöldin eiga að dekka. Jafnræði á að gilda um skatta og opinber gjöld, eða viltu kannski fá skattfrelsi fyrir sjálfan þig?
Innlegg þín hér koma mikið til af vantrúarhugsun þinni og andstöðu við kristinn sið, sem sannazt hefur í mörgum skrifum þínum.
Og ekki læturðu svo lítið að vitna í þennan (núv. eða fyrrv.?) fjármálaráðherra, enda eru orð hans/hennar ekki lög.
Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 14:01
Er svona voðalega slæmt að lofa fólkinu að kjósa um þetta? alveg ótrúlegt hvað það er hægt að gera fólki upp allann fjandann, vilji ég fá kosningu um hvort leyfa eigi fólki að versla sér hass er ég stimplaður hasshaus eða dópisti, vilji ég lofa fólki að fá að kjósa um byggingu mosku er ég rasisti, hvaða bull er í gangi eiginlega?
Guðmundur Jónsson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 15:31
Það er ekki rétt Jón að "það eigi sér grunn í stjórnarskrárákvæði, að kristinn siður sé studdur og verndaður". Stjórnarskráin tiltekur einungis hina Evangelísku Lúthersku kirkju sem skal vera þjóðkirkja. Af því leiðir að Kaþóska kirkjan,hvítasunnukirkjan og öll önnur trúfélög njóta ekki verndar. Og í raun stríðir þetta ákvæði gegn trúfrelsinu. Þegar þessi kirkja(lútherska) náði völdum á íslandi um 1500 voru öll önnur trúarbrögð bönnuð og engin ástæða til að ætla annað en það hafi ekki breytst.
josef smari asmundsson (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 16:25
Jón Valur, það var reyndar núverandi fjármálaráðherra sem gerði mjög góða grein fyrir því að samkvæmt lögum eru styrkir til trúfélaga ekki "sóknargjöld" heldur greidd úr skattstofni samkvæmt ákveðnum reiknireglum.
Þetta kom fram í svari Bjarna Beneditkssonar á Alþingi 26. mars síðastliðinn, í svari við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur:
"... engin sérgreind sóknargjöld eru innheimt af ríkinu, hvorki af þeim sem greiða tekjuskatt né þeim sem eru undir skattleysismörkum ..."
Talandi um "blekkjandi skrif" (sem kristnum eru væntanlega heimil samkvæmt heilögum Ágústínusi af Hippó) þá held ég að mín skrif séu ekki minna heiðarleg í samræmi við mínar skoðanir en þín skrif í samræmi við þínar skoðanir.
En Jón Valur, þér virðist ekki kunnugt um að lægsta stig sjórnsýslunnar á Íslandi (sveitarstjórnarstigið) er ekki bundið hefðbundnum réttarfarsreglum, og á það sér mjög langa forsögu, frá því að hrepparnir voru aðal stjórnsýslustigið í landinu fyrir 1000 árum eða svo.
Almennt er stjórnvaldi ekki heimilt að gera eða framkvæma annað en það sem lög heimila. En íslenskar sveitastjórnir geta framkvæmt og tekið ákvarðanir umfram lagaheimild, t.d. að kaupa í fiskvinnslufyrirtækjum eða veita lán til húsnæðiskaupa. Þetta er vissulega mjög sérstakt fyrirkomulag, svona á almennan vestrænan mælikvarða, en svona er það nú samt.
Þannig að Borgarstjórn þarf engar lagaheimildir til aðgerða - hún þarf auðvitað að fylgja lögum, eins og við hin, en henni er frjálst að gera það sem ekki er bannað, líkt og einstaklingar og fyrirtæki. Stjórnvöldum almennt er bannað að gera það sem ekki er heimilað samkvæmt lögum, en það á sem sagt ekki við um sveitarstjórnir á Íslandi.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2014 kl. 16:54
Þetta síðastnefnda er nú rugl hjá þér, Jósef Smári, hér hefur verið trúfrelsi frá 19. öld og stjórnarskrárbundið frá 1874.
Það er vitaskuld rétt hjá þér, að ákvæðið í 62. gr. stjórnarskrárinnar á sérstaklega við um hina evangelísk-lúthersku kirkju og er engin frétt fyrir mig eða yfirleitt nokkurn sem veit eitthvað í sinn haus. En ákvæðið stríðir ekkert gegn trúfrelsi, þú getur trúað á stokka eða steina fyrir því.
Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 16:58
Það er bara söguleg staðreynd að kirkjan er samtvinnuð samfélaginu, og hefur þróast og þroskast með henni í gegnum aldirnar. Í þessu þróunarferli hafa agnúar verið sniðnir af kirkjunni, og er hún orðin þokkalega umburðarlynd, og boðvald hennar hefur verið afnumið. Í dag þjónar hún, í stað þess að skipa.
Íslam hefur ekki gengið í gegnum þessa þróun, og rétttrúnaðarkirkjurnar eiga langt í land. Hommafóbía, kvenfyrirlitning og aðrir fordómar lifa frábæru lífi í íslam og réttrúnaðarkirkjunum, og virðist lítið þokast í rétta átt.
Blogghöfundur telur, og það með réttu, að trúfélög eigi að fara eftir lögum, en það er bara ómögulegt að framfylgja þeim. Hvað ætla menn að gera ef ímaninn boðar hommahatur í söfnuðinum? Hver ætlar sér að saksækja þann mann (því ekki verður það kona)? Ef einhverjum dirfðist að sækja slíkt mál, myndi vinstrilýðurinn allur eins og hann leggur sig rísa í afturlappirnar til varnar ímaninum og garga "öfgmenn.. öfgamenn" til þeirra sem saksækja.
Auðvitað er það þreytt lumma að röfla um öfgar þegar einhver bryddar upp á umræðunni. Ég vil enga moska, og enga réttrúnaðarkirkju, fyrr en búið er að útrýma fordómunum og öfgunum í boðuninni. Og er nákvæmlega sama þó einhver kalli mig öfgamann fyrir. Sá sem kallar sannar það eitt, að hann er hálfbjáni. Og vinstriöfgamaður.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 17:01
Hilmar, málfrelsið er trúlega mikilvægasta frelsi sem við höfum. Mér þykir það leitt að sjá að þú vilt takmarka það.
Ef einhverjir vitleysingjar og trúarnöttarar vilja boða hommahatur, kvenfyrirlitningu og ofstæki, þá er það þeirra réttur. Gunnar í Krossinum, einhver ímyndaður ímam, kaþólskir ofstækismenn - þetta eru fáráðlingar, en fáráðlingar hafa líka réttindi.
Við sem erum á annarri skoðun verðum að vera dugleg að koma okkar sjónarmiðum á framfæri, en við eigum ekki að leitast eftir að banna sjónarmið annarra. Þá værum við einfaldlega engu betri.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.5.2014 kl. 17:47
Hilmar, ef blessaður ímaminn boðar hatur úr pontu, er hægt að lögsækja hann samkvæmt íslenskum lögum. Það er ósköp einfalt. Ef hann hatast út í gyðinga, verður þó líklega ekkert gert, því Íslendingar hata þá einnig mjög margir.
Það skipti engu þótt þú viljir ekki moskur eða rétttrúnaðarkirkjur. Íslensk lög gera ráð fyrir trúfrelsi. Þau banna ekki trúarbrögð. Íslenskir stjórnmálamenn og embættismenn eiga því ekkert með að setja sig upp á móti íslenskum lögum og nota múslímafóbíu til að sækja sér atkvæði. Sveinbjörg er að brjóta íslensk lög og ég vona að einhver lögsæki hana fyrir það. Hún fetar í fótspor fyrri kynslóða Framsóknamanna sem margir hverjir voru kynþáttahatarar. Ég minni þó á, að þá var líka að finna í Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Vilmundur Landlæknir var á móti kaþólsku sjúkrahúsi á Akureyri og stórmerkum læknum af gyðingaættum sem ekki máttu setjast að á Íslandi. Vilmundur var "krati".
Þar fyrir utan er búið að veita rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og múslímum lóðir í Reykjavík. Ef það verður tekið aftur, eru menn að brjóta lög þeirra trúarbragða sem eru "þjóðtrú" í landinu. Lygar og svik eru syndir í flestum trúarbrögðum, ekki bara í "lútersku". Svo hentuglega vill líka til, að í vinnureglum Sveinbjargar eru lygar og svik líka brot. Lygar og svik geta verið sakir sem menn geta hlotið refsidóma fyrir samkvæmt íslenskum lagabókstaf.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 18:03
Það er undarlegt frelsi, sem er nýtt til þess að takmarka frelsi annarra.
Frelsi án ábyrgðar er kannski frelsi fyrir þig Brynjólfur, en ef þú stefnir að því að takamarka frelsi annarra með þínu frelsi, þá er frelsi hvað?
Frelsi er aldrei absólútt.
Það er ekkert að aröbum, Indónesum eða Pakistönum sem slíkum. Það eru hinsvegar ráðandi skoðanir sem eru athugaverðar. M.a. hommahatur. Það á líka við um evrópskt rétttrúnaðarfólk. Þess vegna eigum við ekki að liðka fyrir trúariðkun þeirra, sem er enn bundin í fjötra fáfræði og fordóma.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 18:38
Já Vilhjálmur, það er trúfrelsi á Íslandi, en það er ekki þar með sagt, að íslensk yfirvöld þurfi á einn hátt eða annan, að einfalda útbreiðslu trúarbragða á Íslandi.
Það er nefnlieg ekkert í íslenskum lögum sem segir að íslenskir stjórnmála- og embættismenn eigi að gera slíkt.
Þetta með gyðinga er ágætt dæmi. Hvernig taka Svíar á gyðingahatri sem má finna í íslömskum miðlum í Svíþjóð?
Rétt, það er ekki tekið á því.
En þú mátt ekki grafa þig í gyðingahatrinu einu saman. Þú mátt ekki gleyma því að hommar og aðrir minnihlutahópar voru líka fórnarlömb í Helförinni, og að það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan það var andstætt lögum að vera hommi á Vesturlöndum. Hommahatrið ristir örugglega dýpra en gyðingahatur, og er ekki bundið við vinstrimenn og íslam.
Málið sem um er rætt, er afturköllun á lóð fyrir mosku. Það er enn hægt. Það má t.d. setja það í almenna atkvæðagreiðslu. Það er ekki rætt um afturköllun á lóðum til réttrúnaðarfólks, en það má örugglega stemma stigu við fleiri úthlutunum, þó svo að lagalega sé ekki hægt að afturkalla seldar lóðir.
En svei mér þá, það er sennilega enn hægt að greiða atkvæði um útlit og stærð kirknanna.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 18:57
Samkvæmt stjórnarskránni er trúfrelsi á íslandi. Það er ekki hægt að gefa neinn afslátt af því frelsi. Og þetta ákvæði sem virðist gefa kirkjunni minni forskot á aðra söfnuði þarf að fjarlægja úr stjórnarskrá. Jón Valur það er enginn spurning að múslimar megi byggja hér mosku. Ef þú vilt fjarlægja þessa grein úr stjórnarskránni vertu þà maður til að segja svo. Ekki segja hörðustu eru á móti því og fela þig á bakvið aðra, aumkunarvert af þér.var einhver sérstök kosning um staðsetningu Hallgrímskirkju þegar staðsetning hennar var ákveðin. Menn ættu að fara pæla í því á íslandi að frelsið á að eiga við alla en ekki bara suma.
Hörðu (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 20:41
Hilmar, þó svo að hommar hafi líka liðið, og sér í lagi þeir sem voru hommar, gyðingar og kommar, þá hefur Framsókn aldrei látið banna hommabari í Reykjavík.
Þótt múslímar, t.d. múftinn í Jerúsalem, hafi viljað aðstoða Hitler í útrýmingu á gyðingum, þá útilokar það ekki mosku í Reykjavík, frekar en hommabar. En mér finnst samlíkingar þínar sýna ýmislegt um hvaða mann þú hefur að geyma.
Gleymum svo ekki að sumir hommar voru líka nasistar. Eins og þú sérð kemur það ekkert málinu við. Búið er að úthluta lóð fyrir mosku. Það verður ekki dregið til baka. ... Meðan ég man, margir kaþólikkar voru líka góðir nasistar og sumir þeirra unnu með glöðu geði í útrýmingarbúðum. En Jesús, ef hann var gyðingur...Hann boðaði náungakærleika, sem hefur lengi vafist fyrir kristnum og múslímum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 21:32
Doktor, þú ritar: "Sveinbjörg er að brjóta íslensk lög og ég vona að einhver lögsæki hana fyrir það."
En ég spyr: Hvernig er hún að brjóta lög?
PS. Hörður, ég nenni ekki að svara þssu bulli þínu. Tek bara fram, að ég hef hvergi lagt til, að trúfrelsi verði afnumið, og mun ekki gera.
Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 22:05
Þú ert farinn að snúast í kringum sjálfan þig, Vilhjálmur.
Framsoknarflokkurinn hefur aldrei staðið fyrir gyðingaofsóknum, og hann hefur aldrei staðið fyrir hommaofsóknum. Hann hefur heldur aldrei haft múslimaofsóknir á stefnuskránni. Þó það hljómi fínt í kollinum á þér, þá snýst málið ekki um Famsóknarflokkinn per se. Og heldur ekki hvaða álit þú hefur á mínum innri manni. Reyndu bara að halda þig við staðreyndir og minna við öflugt ímyndunarafl.
Kristnar ríkiskirkjur í Evrópu standa ekki fyrir hommahatri, ekki heldur gyðingahatri. Kristnar ríkiskirkjur á vesturlöndum eru ekki haldnar kvenfyrirlitningu. Eða með öðrum orðum, kristnar kirkjur á vesturlöndum hafa aðlagað sig að tíðarandanum. Það hefur íslam ekki gert. Það hafa rétttrúnaðarkirkjur heldur ekki gert.
Það væri nú aldeilis fínt fyrir þig að horfa á eins og eina hommagöngu í austur-Evrópu, og sjá blessaða hommana barða í klessu af afturhaldi, í og án einkennisfatnaðar. Þú myndir sennilega þakka almættinu fyrir að það væri ekki verið að berja gyðinga, bara homma.
Af einhverjum ástæðum eru engar gleðigöngur í múslimaríkjum. Af hverju heldur þú að það sé?
Hilmar (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 22:11
Framsóknarflokkurinn og ráðherrar hans stóðu fyrir aðför að gyðingnum Alfred Kempner sem var vísað úr landi. Íslensk yfirvöld buðu dönskum yfirvöldum að borga fyrir áframhaldandi sendingu Kempners til Þýskalands. Rotterberger fjölskyldan fékk smá framlengingu á dvöl sína á Íslandi, þökk sé dönskum sendiráðsstarfsmanni í Reykjavík. Þetta getur þú lesið um í bók minni Medaljens Bagside (2005). Þú getur líka leitað að Rottberger og Kempner á þessari bloggsíðu og lært meira.
Kristnar ríkiskirkjur og meira að segja Páfastóll hafa staðið fyrir kynþáttahatri. Páfastóll hjálpaði nasistum í felur, meðan pólskir kaþólikkar frömdu fjöldamorð á gyðingum í bænum Kielce efter stríð. Rétttrúnaðarkirkjan Rússneska elur á alls kyns fordómum. Sænska Þjóðkirkjan gaf eitt sinn út andgyðinglega sögu Eistlands. Ég gæti talið lengi. Auðvitað eru ekki allir kaþólikkar vondir, frekar en múslímar. Þess vegna sé ég enga hættu mosku frekar en kaþólskum kirkjum!!!!
Vankantar Íslam réttlæta ekki kirkjuna í dag. Saga ofsókna, rannsóknarréttar, kvenfyrirlitningar og misbeitingar er hluti af sögu kirkjunnar, sama hvaða deild eða ofsatrúarsöfnuð við tölum um. Munkar á Íslandi stunduðu kynsvall og nauðganir. Biskup á Íslandi hefur verið ásakaður um verstu hluti. Ég tek ekki afstöðu til þeirra saka, en spörk í múslíma eiga alls ekki við in Little Iceland.
"Hommagöngur" í ESB löndum, t.d. Litháen hafa líka fengið að kenna á því og í Litháen eru lögregluyfirvöld farin að ofsækja fólk sem leyfir sér að benda á að núverandi yfirvöld í landinu dýrka morðingja gyðinga sem þjóðhetjur.
Mér þykir að skríðið að maður sem er svo góðviljaður hommum eins og þú, þurfir að gera lítið úr verstu morðum 20. aldar með því að líkja þeim við sögu samkynhneigðra. Samkynhneigð eru ekki trúarbrögð. En vissulega eru samkynhneigðir ofsótti. T.d. stóðu Þórarinn Eldjárn og Davíð Oddsson í því að gera lítið úr hommum í útvarpi Matthildi hér um árið. Munið þið eftir hommanum sem fór með ljóðið "Hrafninn flýgur um aftan inn..." Tóti Eldjárn er víst enn að mæra drottningar, meðan Dabbi er hataðasti maður Íslands, fyrir utan hinn samkynhneigða Hannes Hólmstein.
Gleðigöngur í Múslímalöndum, mikið rétt, man ekki eftir slíku, en það kemur að því. Arrafat var hommi og hann er í miklum mætum hjá múslímum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 22:34
Jón Valur, Sveinbjörg er að mínu mati að æsa til óvildar í garð trúarsafnaðar á Íslandi. Það varðar við hegningarlög. Meirihluti safnaðarins eru innflytjendur. Ef Sveinbjörg er einnig á atkvæðaveiðum með því að segjast ætla að taka lofaða lóð af múslímum, þá er sök hennar enn þyngri. Eigum við ekki að láta reyna á það? Meira segja einn félagi hennar í Framsóknarflokknum hefur snúið við henni baki. Þegar ég hef samband við Radikale Venstre í næstu viku, er ég nokkurn veginn viss um að systurflokkur Framsóknar muni endurskoða afstöðu sína til Framsóknar á Íslandi.
Við erum báðir á móti ESB, en í ESB myndi Sveinbjörg ekki hafa komist langt með "kosningarloforð" sitt. Það er ekki bara pólitískt úkórrett að hatast út í múslíma. Það er tímaskekkja, þó svo að margir þeirri séu ekkert betri í fordómum sínum. Sumir hafa kristna á hornum sér.
Mér finnst það frekar ókristilegt af þér að styðja við fordóma gegn iðkendum annarra trúarbragða en Kristindóms.. Að taka aftur lóð sem lofuð hefur verið múlsímum eru lúaleg svik og trúlaust níðingsverk . Lestu það sem var haft eftir gyðingnum Jesú um náungakærleika - og skammastu þín.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 22:46
Ég skrifaði "múlsímum", en ekkert illt var meint með því.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.5.2014 kl. 22:58
Salomon Morel var morðingi, fjöldamorðingi sem rak Zgoda "vinnubúðir" Sovétmanna. Hann flúði til Ísrael, sem neitaði að framselja hann til Póllands, hvar hann átti að svara til saka.
Það gerir Ísrael að ríki sem verndar stríðsglæpamenn, ekki satt?
Menn verða aðeins að íhuga glerið í eigin húsi, áður en þeir kasta grjótum.
"Vankantar Íslam réttlæta ekki kirkjuna í dag."
Ég veit að þú ert fornleifafræðingur, en er ekki allt í lagi að láta umræðuna snúast um daginn í dag, en ekki rannsóknarréttinn? Ekki viltu meina að Agnes Sigurðardóttir sé skilgetið afkvæmi Tomás de Torquemada?
Þú ert dálítið út á þekju í umræðu um fordóma dagsins í dag, með því að henda inn sögum um munka á Íslandi fyrr á öldum. Sagan af Alfred Kempner er af sama meiði. Það má vel vera að þú teljir það vera sérstaka illsku í garð gyðinga að honum hafi verið meinuð landvist, en ég held að það hafi bara ekkert með það að gera að hann var gyðingur, bara stöðluð vinnubrögð.
Og ég held að enginn verði sendur til baka fyrir það að vera gyðingur, arabi eða frá Grænhöfðaeyjum, þó svo að við spornum við moskum. Óþarfi að setja heimsmet í dramaköstum þó það mál sé rætt.
Nii Vilhjálmur minn, þú ert ekki Ari frá Ögri þó íslenkur sé, Þjóðverji er ekki nasisti þó þýskur sé, og kirkjan pyntar ekki fórnarlömb þó svo að Torquemada hafi verið þekktur fyrir að hita teina á eldi áður en hann stakk þeim í þá ofsóttu.
Komdu nú inn í 21. öldina karlinn minn, og ræddu við okkur um málefni dagsins í dag.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 23:15
Ósköp ertu farinn að æsa þig mikið upp, Vilhjálmur. Ódoktorslegt.
En áður en ég kem að því, svaraðu þá þessu:
Með hvaða orðum sínum er Sveinbjörg Birna að þínu mati "að æsa til óvildar í garð trúarsafnaðar á Íslandi"? Þú veizt, að dómstóll dæmir hana ekki fyrir eitthvað loðið og almennt sem ÞÚ segir, heldur tekur einungis til athugunar hennar eigin orð.
"Að taka aftur lóð sem lofuð hefur verið múslímum eru lúaleg svik," segirðu, en gjörningurinn að GEFA lóðina og sleppa þeim við opinberum gjöldum átti sér enga stoð í lögum, og ekki höfðu flokkarnir leitað umboðs kjósenda til þessa í kosningabaráttu sinni vorið 2010. Enn á að vera ráðrúm til að bera málið undir íbúa Reykjavíkur, en því þora Gnarristar og borgarkratar ekki !
Svo hafa þeir sjálfir margbrotið af sér með mismunun gagnvart kristnum sið! -- en þér er kannski sama?
Jón Valur Jensson, 24.5.2014 kl. 23:48
Hilmar, þú ert hér með búinn að sýna okkur þína réttu hlið, enn eina ferðina. Bak við uppdiktaða hommavináttu þína er aumur gyðingahatari og múslímahatari. Þegar fólk fer að kenna fórnarlömbum helfararinnar um helförina, þá má þekkja fólk eins og þig af óþefnum. Solomon Morel var yfir fangabúðum þar sem sátu Þjóðverjar og pólskir landssvikarar. Fólk sem myrti fjölskyldu hans. Í Danmörku voru Þjóðverjar tugþúsundum saman í búðum. Þeir réðust hreinlega inn í Danmörku eins og engisprettur á síðustu mánuðum stíðsins til að ræna mat. Þúsundir þeirra, sér í lagi börn, dóu af sjúkdómum í dönskum búðum. Þótt meðferðin hafi verið slæm, er ekki hægt að álasa Dani fyrir hana. Danir misstu fólk í fangabúðum nasista. Danskir gyðingar voru sendir til Theresienstadt. Enginn hefur enn sakað nokkurn mann í Danmörku fyrir fjöldamorð í þeim búðum þar sem þýskir flóttamenn sátu eftir stíð. En þú, lítilmenni á Íslandi, telur þig þess umkominn að ákæra gyðing sem missti fjölskyldu sína fyrir morð í fangabúðum Eftirstríðsáranna í Póllandi. Í búðunum fyrir Þjóðverja í Danmörku voru einnig þýskir stríðglæpamenn. Danir gerðu þá reginskyssu og létu flesta þeirra sleppa. Ég man eftir, og á yfirheyrslugögn um þýskar hjúkrunarkonur og lækna, sem unnið höfðu í fangabúðum í Þýskalandi, sem neituðu að aðstoða sína eigin landsmenn í dönsku búðunum, því læknarnir og hjúkkurnar voru hræddar við að fá taugaveiki.
Alfred Kempner var aðeins einn margra gyðinga sem ekki fékk landvist á Íslandi.
Hr. Hilmar, þú ert greinilega andlegur bróðir Ragnars Reykáss. Þú hófst umræðu hér með fjarstæðukenndum samlíkingum sem sýna að þú hefur lágmarksþekkingu á sögu. Samkynhneigða kallar þú alltaf homma og hommasamlíking þín við gyðinga er sjúk. Samkynhneigð eru ekki trúarbrögð og Hommar eru ekki þjóð. Ég hef séð þig fara á kostum áður, og áður hefur þú vaðið hér uppi á síðu minni með fordómum og gyðingahatri. Þú ert greinilega líka múslímahatari - en undir öllu hatrinu er krypplingur sem hatar sjálfan sig. Reyndu að fara í meðferð. Ég eyði ekki frekar tíma mínum í sálfræðgreiningu á þér.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 00:34
Jón Valur, ekkert finnst í lögum sem bannar doktorum eða öðru fólki að æsa sig örlítið. En það getur verið óhollt fyrir trúað fólk að vera í pólitík.Sértaklega þegar það heldur að kirkjan þeirra og trú sé betri og fremi en allt annað í heiminum.
Nei, vitanlega er ég ekki vongóður um að saksóknarar og dómsstólar á Íslandi geri mikið við pólitískt fyrirbæri eins og Sveinbjörgu, fyrst þeir leyfðu gyðingahataranum og snillingnum Bobby Fischer að vaða uppi og éta óðs manns skít á Íslandi.
Framsókn er tímaskekkja. Flokkur, þar sem forsætisráðherra setur Menningararfinn undir forsætisráðuneytið, lifir í einhverjum hliðarheimi. En nú er kominn í flokkinn fólk sem virkilega sýnir okkur að menningararfur Framsóknar á rætur í því hatri og mannvonsku sem liðsmenn þessa flokks sýndu á 4. áratug síðustu aldar. Andlegur arfur Hermanns Jónassonar segir enn til sín.
Sjálfstæðismenn gerðu mikla skyssu að ganga í sæng með þessum öfgaflokki.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 00:51
Þú ert nú ekki alveg í jafnvægi, Vilhjálmur minn. Nú veit ég að það er lenska að ráðast að viðmælandanum me offorsi þegar fokið er í flest skjól, en kommon, er þetta nú ekki full ruddalegt, maður minn?
Svo maður reyni að svara þessu ofstæki þínu á nokkuð yfirvegaðan hátt, þá dróst ÞÚ gyðinga inn í umræðuna, ekki ég.
Næsta er að ég bendi þér á stillilegan hátt, að ALLAR þjóðir og ÖLL trúarbrögð eiga sína svörtu hliðar í sögunni, líka gyðingar. En þér finnst svo sem í lagi að gyðingar myrði varnarlaust fólk í fangabúðum, sem gerir þig náttúrulega að einhverjum al-svakalegasta öfgamanni sem ég hef skipts á skoðunum við.
Hommar kalla sjálfa sig homma, og orðið hommi er ekki skammaryrði nema hjá skáparasistum. Kominn tími til að þú stígir bara út úr þeim skáp, og viðurkennir fyrir sjálfum þér, og öðrum, að þú ert alversta tegund af rasista. Og svo má náttúrulega benda á þá augljósu staðreynd, að þú kallar homma homma hér að ofan, sem gerir þig líka að hræsnara.
Um söguþekkinguna skal ég ekki segja, hef talið hana bærilega hingað til, en ég held að ég hafi það fram yfir þig, að skilja söguna. Það fer lítið fyrir skilningi hjá þér, hún er bara upptalning á staðreyndum sem á að setja lappir undir blint ofstækið.
Fáðu þér eina róandi, karlinn minn.
E.s.
Og að lokum, það er fullgróft að loka á athugasemdir frá IP tölunni minni, þó svo að þú sért rökþrota.
Og kjánalegt, þar sem alltaf er hægt að sækja nýjar IP tölur.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.5.2014 kl. 01:08
Ég vona að ég þurfi ekki að segja þér það aftur Jón Valur: Ég veit ekki til þess að Kristur, gyðingurinn Jesús, eða nokkuð í lífi þess manns hafi veitt þér eða öðrum heimild til að líta samkynhneigða hornauga á einn eða annan hátt. Guð skapaði manninn, einnig þann samkynhneigða. Ertu að segja að Guð hafi gert mistök?
Að einhver trúarsöfnuður hafi ekki fengið styrk, sökum þess að forstöðumaður hans getur ekki meðtekið verk Drottins, þá er það ekki mismunum, heldur góðverk skaparans.
En án allrar helgislepju, leyfi ég mér að hafa þá skoðun persónulega, að margt fólk sem fer hamförum yfir kynhneigð annarra, hlýtur að eiga í einhverjum erfiðleikum með sína eigin kynhneigð. Hin bölvaða skömm sem trúmenn taka oft fólk í gíslingu með, meðan sumir lifa í tvískinnungsheimi, veldur því að margur maðurinn sem helst vildi hoppa út í drag með varalit og jafnvel skegg er að rembast upp við róðuna til að fullvissa sig og aðra í eldræðum um að slíkir draumar séu hættulegir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 01:09
Aumingja Hilmar, sem er eins og allir vita annálað nettröll, ef eina leiðin fyrir þig að komast í mannleg samskipti er í gegnum bloggsíðu mína, og eina fullnæging sem þú færð hér í lífinu er að lenda í rifrildi á bloggum, þá skaltu endilega gera þig að fífli með að sækja endalausar ip-tölur. Orð þín dæma þig best. Ég lokaði á þig eins og áður til varnar sjálfum þér. Enginn vill vera bloggvinur þinn og heldur ekki ég, sama hvað þú átt mikið af ip-tölum.
Hér má lesa um Hilmar, sem mun vera kennari: http://bassinn.blog.is/blog/jon_ragnar_rikh/entry/1276639/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 01:26
http://bassinn.blog.is/blog/jon_ragnar_rikh/entry/1276639/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 01:33
Ég myndi kíkja við hjá honum næst þegar þú átt leið á selfoss. Þú gætir svo líka hringt í hann og beðið hann um að tíunda gífuryrðin svona maður á mann. Ef þessi maður er ekki með vottorð upp á vasann að hann sé með Tourette heilkenni, þá brýtur hann allar reglur velsæmis og ætti að tilkynna hann til blog.is. Annað ráð er að kæra hann fyrir meiðyrði. Vilhjálmur Örn hefur líka fengið frá honum fúkyrðaflauminn og óþynnt gyðingahatur, sem varðar við lög.
Ég myndi líka senda vinnuveitendum hans dæmi um málskrúðið og spyrja hvort það sé forsvaranlegt aðmsvona manneskja sé að kenna börnum. Hegðan hans snertir orðstýr stéttarinnar og skólans, svo þeir ættu að taka það nærri sér.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.1.2013 kl. 09:47
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 01:37
Hilmar Þór Hafsteinsson, sem stundum kallar sig bara Hilmar eða Hilmar Hafsteinsson, en neitar því stundum að hann sé Hilmar, þótt flestir sem lent hafi eimyrjunni úr þessari afvegaleiddu sál telji það öruggt, rembdist hér eins og rjúpan alla nóttina, sífellt með nýja ip-tölu.
Þetta hefur þessi maður, sem aðrir bloggarar kalla kennara og ég held að sé líka Lions-maður fæddur í Eyjum, gert áður á þessu bloggi. Þá sagðist hann vera kennari. En kannski er þetta bara maður sem stolið hefur annarra manna nöfnum til að fela sig á bak við.
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/720600/ hér kallaði hann mig gervidoktor og landflótta gyðingaósóma. Þótt hann hafi fengið launahækkun um daginn þykir honum líka við hæfi að hæðast að því að ég er atvinnulaus. Hilmar þessi ásakar gyðinga um helförina og er þar að auki mikill stuðningsmaður hryðjuverkasamtaka eins og Hamas. Viljið þið hafa þannig kennara í skóla barna ykkar?
Það er fólk eins og þessi Hilmar sem vill ekki leyfa mosku í Reykjavík, og svo auðvitað einstaka Framsóknarmaður sem hefur starfað með slæðu í Jeddah.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 07:47
Þótt ég viti mig óvelkominn á þessari síðu, þá get ég ekki orða bundist og finn mig knúinn til að leggja orð í belg. Ég tek hatt minn ofan fyrir síðuhafa fyrir færsluna og kraftmikil og greinargóð tilsvörin. Allir eiga rétt á sinni trú og aðstöðu til að iðka hana þó sumir reyni hvað þeir geta að afbaka stjórnarskrárbundið ákvæði þess efnis. Þeir hinir sömu og ætla hreinlega að kafna af umburðarlyndi og frjálslyndi þegar það hentar.
Svo biðst ég velvirðingar á þessari innrás.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.5.2014 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.