20.1.2014 | 14:14
Wer im Glashaus sitzt, sollte nicht mit Steinen werfen
Ummćli illa upplýsts fréttamanns á RÚV, (og eru hann einn margra slíkra), hafa dregiđ dilk á eftir sér. Svo virđist sem í austurríska handknattleikssambandinu, Österreichischer Handball Bund, séu menn jafn sögulausir og starfsliđ RÚV, ţví sambandiđ "ćtlar ađ leita réttar síns" út af ummćlum íslenska fréttamannsins sem lýsti íslenska landsliđinu sem "ţýskum nasistum sem slátruđu Austurríkismönnunm áriđ 1939".
Fáum hlutina á hreint: Ţó svo ađ menn séu fádćma illa ađ sér á Fréttastofu RÚV, visir.is sem og á sćnskum og ţýskum fjölmiđlum, ţá réđust Ţjóđverjar ekki á Austurríki áriđ 1939 og Austurríkismönnum var aldrei slátrađ. Ţeir tóku hins vegar ţátt í slátruninni. Innlimum Austurríkis í Ţýska Ríkiđ átti sér stađ í mars 1938 og hét sú innlimun Anschluss, sem Austurríkismenn tóku ađ mestu leyti međ stillingu. Síđar kusu Austurríkismenn ađ tilheyra Ţýskalandi í frjálsum kosningum, og allir vita líka ađ Adolf Hitler kanslari Ţýskalands var Austurríkismađur.
Íslenska landsliđiđ slátrađi ekki einu sinni Austurríkismönnum, eins og ţýski herinn slátrađi gyđingum og í ţeim her voru Austurríkismenn, og foringi ţeirra var Austurríkismađur. Ekki veit ég hve margir handknattleiksmannanna úr liđunum á myndinni efst, sem hittust á Makkabí-leikunum, heimsleikum gyđinga, í Berlín haustiđ 1936, fórust í helförinni. En ef til vill voru slátrarar ţeirra í ţeim liđum frá Ţýskalandi, Danmörku, Austurríki og Svíţjóđ sem kepptu í handbolta í febrúar áriđ 1938 í Ţýskalandi?
Anschluss varđ til ţess ađ gyđingar í Austurríki misstu öll sín réttindi, og síđar var ţeim sem ekki tókst ađ koma sér í burtu ekiđ í fanga- og útrýmingarbúđir. Vonandi veit Austurríska Handknattleikssambandiđ ţetta. Stundum er ég í vafa um, hvort nokkur viti ţetta á fréttastofu RÚV, ţví ţar er enn slíkur óheyrilegur áróđur í garđ Gyđinga og ţjóđríkis ţeirra, sem m.a. varđ til vegna árásar Ţjóđverja á Austurríki og međreiđar Austríkismanna í helförinni. Halda mćtti ađ annar hver í ungliđadeild fréttastofu RÚV vćri öfgafullur gyđingahatari.
Austurríska handknattleikssambandiđ getur vart leitađ réttar síns yfir fávisku Íslendings hjá ríkisfjölmiđli, en ef menn ţar á bć eru jafn illa af sér í morđsögu nasismans, ţá ćttu ţeir ađ minnast ţeirra gyđinga sem bannađ var ađ stunda íţróttir eftir Anschluss í mars 1938 og sem síđar voru sendir í dauđann af Ţjóđverjum og međhjálpurum ţeirra, Austurríkismönnum, sem tóku svo um munar ţátt í helförinni! Ţađ verđur ekki af ţeim skafiđ.
Nú ţegar Björn Bragi Arnarsson, sem hlýtur ađ hafa veriđ fallisti eđa tossi í sögu, ef hún hefur ţá yfirleitt veriđ kennd í ţeim skólum sem hann sótti, er búinn ađ biđjast afsökunar, vćri kannski viđ hćfi ađ Österreichischer Handball Bund bćđist einnig afsökunar á vankunnáttu sinna manna á sögu landsins.
Og hvenćr bađst svo austurríska handboltasambandi afsökunar á ţessu framferđi í Vín í maí 1937 ? Ţetta vara greinilega mikil nasistaíţrótt sem lađađi ađ sér öfgar - og gerir ţví miđur enn. Ţetta gerist einnig í öđrum íţróttagreiningum. Sjá hér og neđst, ţegar króatískur leikmađur heilsađi ađ hćtti fasista eftir leik viđ ... Íslendinga.
Meginflokkur: Íţróttir | Aukaflokkar: Gyđingahatur, Helförin, Íslenskt gyđingahatur | Breytt 21.1.2014 kl. 08:33 | Facebook
Bćkur
Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafrćđi
FORNLEIFUR -
Ţrćlasalar í Norđurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri fćrsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveđskapur -
: Flóttamađurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmćlum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyđingar á Grćnlandi
Fyrri fćrsla og tenging viđ grein eftir mig á dönsku um gyđinga á Grćnlandi -
Flogiđ hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri fćrsla
Líkţráir Íslendingar -
: Lesiđ hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri fćrsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri fćrsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forđum
Fćrsla um óeirđir og lćti í ćsku minni -
Fyrri fćrsla
Ţegar Gúttó varđ samkunduhús gyđinga -
Fyrri fćrsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Fćrsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferđir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblađsins 28.águst 1999. -
Fyrri fćrsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri fćrsla
Pabbi Ţórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um ţjóđarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríđsglćpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyđinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á ađ hafa veriđ potturinn og pannan viđ björgun gyđinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerđ grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfrćđingar hafa gleymt ađ rannsaka. Hlutverk Duckwitz verđur nú ađ endurskođa. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifađ töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er međhöfundur ađ einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jřdiske flygtningeskćbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um međferđ danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu fćrslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síđan í síđustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niđurstađan: KiSS or Bćjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verđur í Fćreyjum nćstu dagana
- Sjúklega svćsinn gyđingahatari er vinsćll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svćsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráđur eins og lús á feldi
- Utanríkisráđherra eyđir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óbođlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 1352296
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Björn Bragi Arnarsson sagđi „1938," ekki „1939". Ţetta má sjá hér http://www.dv.is/sport/2014/1/19/utiloka-ekki-ad-fara-i-mal-vegna-ummaela-bjorns-braga/
Myndskeiđiđ stađfestir ţetta.
Wilhelm Emilsson, 20.1.2014 kl. 17:43
Nokkrir fjölmiđlar sögđu 1939, svo söguţekkingin er líka í lamasessi víđar en á RÚV, og ţađ hefur mann svo sem grunađ lengi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2014 kl. 18:26
Sbr:
http://www.visir.is/likti-landslidinu-vid-nasista/article/2014140118864
og
http://www.dv.is/sport/2014/1/19/utiloka-ekki-ad-fara-i-mal-vegna-ummaela-bjorns-braga/
og víđar
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2014 kl. 18:29
Vilhjálmur, ţú skrifar:
"...ţá réđust Ţjóđverjar ekki á Austurríki áriđ 1939..."
og síđar:
"...sem m.a. varđ til vegna árásar Ţjóđverja á Austurríki..."
Ertu ekki í mótsögn viđ sjálfan ţig?
Pétur D. (IP-tala skráđ) 20.1.2014 kl. 22:04
Vilhjálmur, í dćminu úr Vísi stendur "1939". Ţar er rangt fariđ međ ţađ sem Björn Bragi sagđi. Í dćminu sem ţú tekur úr DV stendur greinilega "1938--en ekki "1939," eins og ţú segir.
Ég var bara ađ benda á ađ tilvitnun ţín Björn Braga er röng. Hann sagđi "1938" en ekki "1939".
Er ekki betra ađ hafa ţađ sem sannara reynist?
Wilhelm Emilsson, 20.1.2014 kl. 23:21
Wilhelm, DV. er búiđ ađ leiđrétta villuna!
Sjáđu líka: http://www.bt.se/sport/%284116507%29.gm
http://sverigesradio.se/sida/gruppsida.aspx?programid=179&grupp=8919&artikel=5761726
Engir hafa ţađ sannara en Svíar, sem étiđ hafa upp eftir vitlausum Íslendingum, smámunasami Willi. Tilvitnun mín er ekki röng. Íslenskir fjölmiđlar höfđu ţetta efir manninum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 00:26
Willibrandur, meira hér:
http://www.svd.se/sport/handbolls-em-skakas-av-nazireferens_8912736.svd
Ćtli Svíar lesi DV eđa Vísi?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 00:33
Viđ verđum ađ vona ađ Ţjóđverjar íhugi ekki mál gegn Visir.is og sćnskum fjölmiđlum! Ţeir gćtu notađ Wilhelm Emilsson sem vitni.
Í raun ćttum viđ Íslendingar ađ íhuga mál gegnr RúV og Birni Braga, ţví hann líkti okkur viđ ţýska nasista.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 01:09
Vođalegur skćtingur er ţetta í ţér, Vilhjálmur. Ég benti ţér á hvađ Björn Bragi sagđi. Í blokki ţínu segir ţú ađ hann hafi talađ um “1939”. Ţađ er ekki rétt. Hann sagđi “1938.” Af hverju áttu svona erfitt međ ađ viđurkenna ţađ?
Máli mínu til stuđnings vísađi ég í DV frétt:
http://www.dv.is/sport/2014/1/19/utiloka-ekki-ad-fara-i-mal-vegna-ummaela-bjorns-braga/
Svo vitnar ţú í sömu frétt eftir ađ ég hef bent á hana. Ţar stendur greinilega “1938”--en ţú notar fréttina til ađ styđja fullyrđingu ţína ađ „nokkrir fjölmiđlar sögđu 1939”.
Ţegar ég bendi á mistök ţín, heldur ţú ţví fram ađ DV sé „búiđ ađ leiđrétta villuna!” Ef ţađ var villa í frétt DV, ţá var búiđ ađ leiđrétta hana áđur en ţú tókst hana sem dćmi um ađ fjölmiđlar skrifuđu ađ Björn Bragi hefđi sagt „1939”.
Wilhelm Emilsson, 21.1.2014 kl. 03:54
Góđur ertu, dr. Vilhjálmur, í ţessari grein ţinni eins og mörgum.
Og umrćđan á ekki ađ snúast um smáatriđi (misheyrt ártaliđ).
Hér á ég nýbirtan pistil: Hrikaleg var uppgjöf austurrísku biskupanna 1938.
Jón Valur Jensson, 21.1.2014 kl. 07:20
Ertu ađ gagnrýna Vilhjálm hér, Jón Valur, eđa mig? Eđa okkur báđa?
Vilhjálmur gagnrýnir fjölmiđla fyrir ađ ţekkja ekki ártöl. Hann skrifar: „Ţó svo ađ menn séu fádćma illa ađ sér á Fréttastofu RÚV, visir.is og sćnskum og ţýskum fjölmiđlum, ţá réđust Ţjóđverjar ekki á Austurríki áriđ 1939 og Austurríkismönnum var aldrei slátrađ."
Wilhelm Emilsson, 21.1.2014 kl. 07:29
Gott og vel, já, en ég lít ţó ekki á ţetta skot á Fréttastofu Rúv sem kjarna málsins hér. Og ég var svo sem ekkert ađ gagnrýna ţig fremur en Vilhjálm.
En ţađ er samt vitaskuld rétt hjá doktornum, ađ Ţjóđverjar réđust ekki á Austurríki áriđ 1939 og ađ Austurríkismönnum var ekki slátrađ, heldur látnir taka ţátt í slátrun á Gyđingum og berjast međ nazistum gegn bandamönnum.
Jón Valur Jensson, 21.1.2014 kl. 08:00
Sćll Jón Valur, ţakka ţér fyrir pistilinn. Ţađ voru margir sem brugđust, en einnig margir sem stóđu sem björg!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 08:10
Willie, ţetta fjallar ekki um ártöl heldur um algjört siđleysi ţjóđar (Íslendinga), sem ekki hefur skilning á hörmungum stríđs, og annarrar ţjóđar sem á svo erfitt međ fortíđ sína, ađ hún er tilbúinn ađ hliđra til sannleikanum, ţegar uppistandskómíker á Íslandi sýnir vanţekkingu sína.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 08:16
Ég tel átta ártöl í bloggfćrslunni :)
Wilhelm Emilsson, 21.1.2014 kl. 08:36
Hjá mér eru ţau öll rétt, en ţú ert góđur í sparđatíningi. Skrifađu nú endilega til Svíţjóđar og Danmerkur og leiđréttu 1939 villuna hjá ţeim. Gefđu ţeim C.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 08:45
Ađ kasta steinum úr glerhúsi
Ţú sakar ađra um ađ vera „fádćma illa ađ sér" en vilt ekki breyta augljósri villu sem slćđist inn í bloggfćrsluna hjá ţér, blokkfćrslu sem ber titil sem í íslenskri ţýđingu er auđvitađ ađ sé sem er í glerhúsi ćtti ekki ađ kasta steinum. Ţetta er svo dásamlega írónísk ađ ţú sem frćđimađur hlýtur ađ sjá hve ţetta er fyndiđ.
En hafđu ţetta endilega eins og ţú vilt, Vilhjálmur.
Ég kom međ athugasemdina í góđir trú, en ţú brást viđ međ stćlum. Menn uppskera eins og ţeir sá.
Wilhelm Emilsson, 21.1.2014 kl. 09:09
Björn Bragi Arnarsson átt ađ lýsa íslenska landsliđinu sem "gyđingum zionistum sem slátruđu Palestinumönnum áriđ 1948". Ţađ er réttara lýsing
Salmann Tamimi (IP-tala skráđ) 21.1.2014 kl. 09:58
Salmann Tamini, ţakka ţér fyrir heimsóknina. Ţađ kemur örugglega ađ ţví ađ einhver á fréttastofu RÚV verđi ađ vilja ţínum. Ţađ er ekkert nýtt ađ starfsmenn fréttastofu RÚV hafi stundađ lygaáróđur fyrir Palestínuaraba.
En ţađ verđur ađ minnsta kosti seint sagt í íţróttafréttum RúV, ađ íslenska landsliđiđ sé eins og stórmúftinn í Jerúsalem í heimsókn hjá Hitler eđa Alfred Rosenberg til ađ bjóđast til ađ ađstođa viđ helförina.
Sjá: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1340698/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 10:43
تحيات سلمان
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 10:47
Björn Bragi í South Park?
https://www.youtube.com/watch?v=koyc_i5ekZU
Wilhelm, taktu efir "Poland 1938". Ţetta verđur ţú ađ leiđrétta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2014 kl. 11:08
Gott er svariđ hjá ţér, dr. Vilhjálmur, til Salmanns ţessa Tamimi, sem í öfgum sínum hikar ekki viđ ađ líkja landsliđi okkar viđ einhverja zíonista slátrandi Palestínumönnum, en lćtur ţess raunar ógetiđ, ađ 1948 réđust herir fimm arabaríkja á lýđveldiđ Ísrael sem ţá var nýstofnađ međ atfylgi alţjóđasamfélagsins og ţar á međal litla Íslands.
Og var ekki ţessi nazistavinur, stórmúftinn í Jerúsalem, einn ţeirra sem Jasser Arafat leit mest upp til i ungdćmi sínu?
Jón Valur Jensson, 21.1.2014 kl. 11:52
Salmann Tamimi ćtti ađ virđa sína gestgjafaţjóđ, ekki nota einhverja beztu syni hennar í alls óviđeigandi samlíkingum, eins og ţeir séu eđa megi vera tćki fyrir ţau međul hans ađ vera međ pólitískan áróđur um alls óskylt málefni.
Jón Valur Jensson, 21.1.2014 kl. 11:58
Hć, félagar. Jón Valur, ćtti Vilhjálmur ekki ađ "virđa sína" eigin ţjóđ, ađ ţínu mati? Hann skrifar:
"ţetta fjallar ekki um ártöl heldur um algjört siđleysi ţjóđar (Íslendinga), sem ekki hefur skilning á hörmungum stríđs."
Samkvćmt Vilhjálmi er öll íslenska ţjóđin, ţar međ hann sjálfur, ţú, ég og Salmann "algerlega siđlaus".
En Vilhjálmur má ađ sjálfsögđu hafa ţessa skođun. Mér finnst gaman ađ heyra og reyna ađ skilja skođanir fólks, ţó ég sé ekki alltaf sammála ţeim. Málfrelsi getur leitt til óţćginda en ţađ er ţess virđi :) Ég hef lesiđ mér margt til gagns og gamans á bloggsíđu Vilhjálms.
Wilhelm Emilsson, 21.1.2014 kl. 20:49
Hér masar ţú enn Wilhelm og Tamimi sýnir sitt rétta eđli. Lengi lifi málfrelsiđ!
Ţegar kemur ađ ţví siđleysi sem ég skrifađi um, vil ég helst ađ ţú látir vera međ ađ tengja mig ţví. Hugsanlega er ég siđlaus á öđrum sviđum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2014 kl. 08:54
Já, lifi málfrelsiđ :) Ţađ leyfir fólki ađ sína sitt rétta eđli. Svo getur hver dćmt fyrir sig hvađ honum finnst um ţađ sem viđ segjum.
Wilhelm Emilsson, 22.1.2014 kl. 17:20
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.