Leita í fréttum mbl.is

Ţegar ţaga á Ísrael í hel ...

invitation_public_fr_small_1226226.jpg

UNESCO, menningarstofnun Sameinuđu Ţjóđanna, bannađi á síđustu stundu sýningu um Ísrael sem opna átti 20. janúar nćstkomandi í ađalstöđvum stofnunarinnar í París.

Sýningin, sem ber heitiđ "People, Book, Land - The 3,500 Year Relationship of the Jewish People and the Land of Israel", er unnin af Simon Wiesenthal stofnuninni í samráđi og samvinnu viđ UNESCO og ađra ađila. Búiđ var ađ bjóđa til sýningarinnar en hryđjuverk innan UNESCO veldur ţví ađ hćtt hefur veriđ viđ sýninguna, alveg eins og gert er viđ myndlistasýningar sem ţykja of klámfengnar.

Ísrael og sýning um ríkiđ og ţjóđ gyđinga fer fyrir brjóstiđ á öfgamúslímum og mörgum stuđningsmönnum ţeirra á Vesturlöndum - og samkvćmt nýjustu fréttum eru ţađ einnig viđrini í stjórn Obama sem standa á bak viđ banniđ á sýningunni.

Sannast hér međ ađ allur heimur araba og múslíma vill Ísraelríki feigt og reynir ađ koma í veg fyrir ađ heimurinn geri sér grein fyrir ţví ađ landiđ hefur veriđ kjarni tilveru Gyđinga í meira en 3500 ár.

Forstöđumađur Simon Wiesenthal stofnunarinnar, Rabbí Marvin Hier hefur  m.a. sagt:

UNESCO er ekki ćtlađ ađ vera ritskođunarstađur ... stofnuninni er ekki ćtlađ ađ neita einni ţjóđ um sögu sína" 

Nú eru gyđingar ekki myrtir í útrýmingarbúđum í Evrópu eins og fyrir 70 árum síđan, en reynt er međ öllum ráđum ađ útrýma sögu ţjóđarinnar, sem líka markađi spor í löndum eins og Sýrlandi, sem nú er veriđ ađ eyđileggja - ja međ blessun UNESCO, sem heldur ekki sagđi neitt ţegar einrćđisherra Sýrlands byggđi hrađbraut til flugvallar Damaskusborgar og ruddi burt stćrsta grafreit gyđinga í Miđausturlöndum. Saga UNESCO er ljót og stútfull af tvískinnungi og hatri.

Sjá frekar hér


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

SŢ hafa runniđ sitt skeiđ sem sameiningarafl ţjóđa. Í dag er stofnunin verkfćri íslamskra ríkja og Vestrćn ríki láta sér vel líka, enda tilbúin ađ kaupa sér friđ hvađ sem hann kostar. Undirliggjandi hatur á gyđingum í Evrópu og semi-músliminn í Hvíta húsinu hjálpa til.

Ragnhildur Kolka, 18.1.2014 kl. 10:14

2 identicon

Saga Israel er er ljotari, er eg hraeddur um.

Siggi, Lebanon.

sigurdur hermannsson (IP-tala skráđ) 18.1.2014 kl. 12:37

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ljótari en hvađ, Siggi Lebanon?

FORNLEIFUR, 18.1.2014 kl. 15:13

4 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Auđvitađ á ekki ađ banna sýningar af pólítískum ástćđum - jafnvel ţótt sýningin virđist, miđađ viđ fréttina í Algemeiner, sjálf vera pólítísk.

Ađ stađhćfa ađ gyđingar hafi einhverja 3500 ára sögu í Palestínu er auđvitađ vafasamt. En stjórnvöld í Ísrael vilja gjarnan halda ţessu fram til ađ réttlćta hernám landsins.

Eđa međ öđrum orđum: Viđ hertókum landiđ fyrir 3500 árum og drápum alla íbúa ţess. Svo vorum viđ erlendis í 2000 ár, en ćtlum núna ađ endurheimta ţađ sem viđ stálum á sínum tíma. Ótrúlegt ađ menn skuli reyna ađ réttlćta sig međ svona hugsunarhćtti.

Brynjólfur Ţorvarđsson, 19.1.2014 kl. 11:21

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Brynjólfur, Tyrkir sem réđu ţessu landsvćđi tengst af gerđu manntal í Jerúsalem á síđari hluta 19. aldar. Á ţeim tíma reyndust gyđingar nćstum jafnmargir og arabar. Er ţó taliđ ađ ţar sé um vantalningu ađ rćđa hjá gyđingum, ţ.s. Einhverjir hafi sleppt ađ gefa sig fram af skattalegum ástćđum. En gyđingar voru skattlagđir sérstaklega af herraţjóđinni.

Ţađ er ţví ekki rétt ađ gyđingar hafi veriđ fjarverandi í 2000 ár.

Ragnhildur Kolka, 19.1.2014 kl. 15:03

6 identicon

„Ţaga“???  Ţegja? 

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 20.1.2014 kl. 20:15

7 identicon

Vel mćlt Ragnhildur og allt er ţetta rétt.

En ég hefđi haldiđ ađ söguţekking sumra á síđunni vćri meira en ţetta ţađ kemur mér alltaf á óvart hve margir íslendingar vita í rauninni lítiđ um sögu Ísraels...svo nú er ráđ fyrir suma ađ byrja ađ lesa sér til ;)

skvísa (IP-tala skráđ) 25.1.2014 kl. 00:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband