Leita í fréttum mbl.is

Viðbótarskaupið

Skeggjaða konan
 

Ég asnaðist við að hlusta á áramótaskammhlaup Jóhönnu Sigurðardóttur á RÚV. Þetta sjálfumglaða eintal, þetta viðbótarskaup Jóhönnu, fullt af lofsöng um klámhöggin, vitleysuna og ráðaleysið var miklu hlægilegra en það samsærisrugl og Ólafsfóbía sem leikararnir í áramótaskaupinu höfðu soðið saman.  

Meðan atvinnuskaupsfólkið bauð upp á klassískt Ólaf-Ragnar-Style og beina útsendingu með hirðfíflinu í Ráðhúsinu í Reykjavík, var Jóhanna með alveg ekta absúrd-theater. Það var tær list og snilligáfa. Hver skrifar þessi eintöl hennar? Hugo Chaves, gæti ekki hafa gert þetta betur á stærsta skammti af valíum.

Íslendingar, þið hafið verið teknir í nánösina enn eitt árið. Snýtið þessu út árið 2013.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki illt orð um Hugo Chavez. Stórmenni!!!!

Ef Jóhanna hefði stýrt okkar landi eins og Chavez og félagar sínu landi. Þá væri öldin einhver önnur hér.

Að endingu, láttu ekki ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur. Konur ljúga ekki svona mikið upp á sjálfa sig. Eigum við ekki að giska að sonur vinkonu hennar "Hlynur" hafi reytt til hennar rósirnar, þótt flestar séu nú með þyrnum...

jóhanna (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 07:15

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hugo Chávez er annaðhvort dauður eða næstum því dauður sem betur fer, en Ólafs-Ragnarsfóbía er góð fóbía, sem ég hef verið haldinn allt síðan í menntaskóla og líður vel með.

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.1.2013 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband