Leita í fréttum mbl.is

Guđ blessi fjölskyldurnar

Connecticut_School__706108a

Ţrátt fyrir hinn hrćđilega atburđ sem átti sér stađ í Sandy Hook barnaskólanum í bćnum i Newtown Connecticut, virđist fólk í ţeim bć, nágrenninu og jafnvel í gjörvöllum Bandaríkjunum ekki vilja fórna byssueigninni fyrir sitt litla líf.

Bandaríkjamenn, eins og ađrir, eru meistarar í ađ sjá ađrar ástćđur en ţćr sönnu fyrir atburđum sem ţessum, ţar sem 20 börn og 7 fullorđnir voru myrt af ungum, veikum manni, sem ekki fékk hjálp.

Nú eru öll vígi ţeirra sem hafa bent á ákveđnar manngerđir fyrir svona glćpum fallin. Adam Lanza var hugsanlega međ Apsperger heilkenni, en ekki hef ég séđ sérfrćđingana benda á ađ ţeir sem vćru međ ţann sjúkdóm gćtu veriđ í áhćttuhópi fyrir fjöldamorđingja í skólum. Ţađ er ekki bara ein "manntegund" sem getur framiđ svona glćpi. En ef ungur mađur er veikur og móđir hans sankar ađ sér skotvopnum, eins og í ţessu tilviki, er slíkt líklegra til ađ eiga sér stađ.

Stór hluti Bandaríkjamanna óskar aumingja drengnum sem framkvćmdi ódćđiđ heitri dvöl í helvíti og ađrir vilja kenna eftirlifandi fjölskyldu hans um. Eins og á Gaza og međal sumra Íslendinga ţar sem gyđingum er kennt um allt, er ruglađ liđ á fullu á veraldarvefnum ađ reyna ađ sýna fram á ađ Adam Lanza hafi veriđ gyđingur. Ţađ var hann víst ekki, en ađ minnsta kosti eitt fórnarlamba hans var ţađ.

Allt ţetta orđagjálfur og hatur í garđ einstaklings, sem var afraksturs ţess samfélags sem hann bjó í, hjálpar ekki foreldrum og ćttingjum sem misst hafa börnin sín eftir stutta jarđvist og sína nánustu í tilgangslausum vígum, sem fyrst og fremst eru framin og verđa framin međan byssan er tákn frelsisins í BNA. Međan skotvopniđ er frelsistákn, er glćpastarfssemi, hryđjuverkastarfsemi og grćđgi hliđargreinar skotgleđinnar. Ţar myndast vondur hringur sem ekki verđur stöđvađur fyrr en byssan verđur bönnuđ, falin, grafin, brćdd upp. Fyrr fá Bandaríkjamenn ekki frelsiđ, sem ţeir ímynda sér svo gjarnan ađ ţeir hafi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva!!??....ég er sammála hverju einasta orđi ţínu ađ ţessu sinni....sem skeđur ekki oft!!!....:-))).... vel mćlt!!

Jón Kristjánsson (IP-tala skráđ) 17.12.2012 kl. 14:37

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Allt satt og rétt.Asperger er ekki ofbeldissjúkdómur,heldur veldur hann tilfinninarlegri lömun,sem ţýđir ađ ţú átt erfitt međ ađ tengjast öđrum og ef ţađ er slćmt tilfelli er ţér nokkuđ sama um ţína nánustu.Ţetta gćti skýrt ýmislegt.Fólk sem er mjög slćmt af sjúkdómnum byrgir oft reiđina inni og svo brýst hún út .

Jósef Smári Ásmundsson, 17.12.2012 kl. 16:56

3 identicon

Vel mćlt Vilhjálmur. Frelsi verđu aldrei titlađ sem sjálfsögđ byssueign. Ţeir sem ađ ţví "frelsi" standa, eru ţeir sem vilja halda ţessum hörmungum áfram og skiptir ekki máli trúarbrögđ eđa ţjóđerni.

Sigurđur Kristján Hjaltested (IP-tala skráđ) 17.12.2012 kl. 20:25

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ţessi sorglega og hörmulega framkvćmd ţessa vesćlings sjúka drengs, hefur auđvitađ ekkert međ skođunarskipti okkar á viđhorfum okkar og skođunum á söguskođun og athöfnum ţessara "skjólstćđinga" okkar. Frćđimanninn, "innra" međ ţér kann ég ađ meta, en sionistann fyrirlít ég, en ţađ er önnur saga, sem viđ eigum til góđa. Ţakka pistillinn.

Jónatan Karlsson, 17.12.2012 kl. 21:59

5 identicon

Ţetta er óskup einfeldningsleg röksemdarfćrsla. Bönnum bara bissur ţá verđa eingin svona morđ. Ţađ er lítiđ sem ekkert samhengi midli skotvopnaeignar og skotvopnaglćpa. Sviss er ţađ land í heiminum međ hćstu skotvopnaegnina en ţar eru skotvopnaglćpir međ ţví lćgsta í heiminum og miklu lćgri en í Svíţjóđ sem er međ kommúníska skotvopnalöggjöf. Skotvopn eru oftar notuđ í sjálfsvörn en til ađ fremja glćpi. Ţeir sem nota skotvopn í sjálfsvörn eignast venjulega sín skotvopn međ löglegum hćtti en ţeir sem fremja glćpi međ ţeim eignast ţau oft á svarta markađnum. Ţegar ţú ţreingir skotvopnalöginn ţíđir ţađ ađ venjulegir borgarar geta síđur eignast vopn til ađ verja sig en glćpamennirnir eiga ekkert erfiđara međ ađ kaupa vopn af gaurnum sem selur ţeim krakkiđ sitt og geta nauđgađ rćnt og ruplađ án ţess ađ ţurva ađ hava of miklar áhiggjur af ţví ađ brotaţolarnir geti rök viđ reist. Ţú munt aldrei koma skotvopnatölunum í USA niđur í ţađ sem er í Noregi og ekki hindrađi ţađ Breivik. Ţreinging skotvopnalaga mun ţví eingu skila.

Svavar (IP-tala skráđ) 23.12.2012 kl. 10:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband